Málfregnir - 01.11.1987, Side 31
Sitt af hveiju
Frímerki tileinkað
íslenskri málvemd
Póst- og símamálastofnun hefir gefið út
20 króna frímerki sem er helgað
íslenskri tungu og málvernd. Útgáfu-
dagur var 10. júní 1987. Á frímerkinu er
áletrunin „Verndum tungu. Vöndum
mál“ og mynd af danska málfræðingnum
Rasmusi Kristjáni Rask sem mjög
kemur við sögu íslenskrar málverndar
eins og kunnugt er. Á þessu ári eru liðin
200 ár frá fæðingu hans, og er þess
minnst á öðrum stað hér í Málfregnum.
Greinin um Rask hefir áður birst í
bæklingi sem Póst- og símamálastofn-
unin gaf út í vor til kynningar á frí-
merkinu.
íslensk nafnvenja
viðurkennd í Noregi
íslendingar, búsettir á Norðurlöndum
utan íslands, hafa átt í nokkrum erfið-
leikum vegna skrásetningar íslenskra
nafna í dvalarlandinu. Einkum hafa
verið vandkvæði á því að fá börn þeirra,
fædd erlendis, kennd til föður að
íslenskum hætti (Jónsson, Jónsdóttir
o.s.frv.).
Fyrr á þessu ári leitaði forsætisráð-
herra, sem þá var Steingrímur Her-
mannsson, til norrænna starfsbræðra
sinna í því skyni að fá úr þessu bætt. í
sumar barst bréf frá forsætisráðherra
Noregs þar sem skýrt er frá því að dóms-
málaráðherrann hafi ákveðið að skrá-
setning samkvæmt íslenskri nafnvenju
verði viðurkennd af norsku þjóðskránni
í samræmi við umsóknir á þar til gerðum
eyðublöðum.
Frá þessu er greint í tilkynningu frá
forsætisráðuneytinu, dags. 14. júlí sl., og
því bætt við að svipaðrar úrlausnar sé
bráðlega að vænta frá Danmörku.
Flugmálið
endurskoðað
Um miðjan september síðastliðinn skip-
aði samgönguráðherra sjö manna nefnd
til að undirbúa útgáfu orðasafns úr flug-
máli. Nefndinni er ætlað að endurskoða
orðasafnið frá 1956, Nýyrði IV, safna
orðum, sem síðan hafa bæst við, og
mynda ný orð ef þörf krefur og við
verður komið.
Formaður nefndarinnar er Pétur
Einarsson flugmálastjóri. Aðrir nefndar-
menn eru: Baldur Jónsson prófessor,
Leifur Magnússon framkvæmdastjóri,
Oddur Pálsson flugvirki, Skúli Br. Stein-
þórsson flugstjóri, Valdimar Ólafsson
yfirflugumferðarstjóri og Þórður Örn
Sigurðsson framkvæmdastjóri.
Frá norræna
málnefndaþinginu 1987
34. ársþing norrænu málnefndanna var
haldið á Akureyri 16.-18. ágúst sl. Aðal-
efni þingsins að þessu sinni var „íslensk
málrækt". Framsöguerindi fluttu Baldur
Jónsson og Jón Hilmar Jónsson. Erindi
Baldurs (flutt á sænsku) er birt í
íslenskri þýðingu á öðrum stað hér í
blaðinu, en erindi Jóns Hilmars (flutt á
norsku) er væntanlegt í íslenskri þýð-
ingu í næsta tölublaði Málfregna. Þar er
fjallað um vanafestu og nýjungagirni í
íslenskri orðmyndun.
31