Málfregnir - 01.11.1987, Page 32

Málfregnir - 01.11.1987, Page 32
Alyktað um málræktarsjóð Fyrir nokkrum árum kom fram sú hug- mynd að stofna sérstakan sjóð til að styrkja verkefni, sem miða að eflingu og varðveislu íslenskrar tungu, en eru utan verksviðs annarra sjóða, svo sem Vís- indasjóðs, Pjóðhátíðarsjóðs og Gjafar Jóns Sigurðssonar. Þörfin fyrir málrækt- arsjóð verður ljósari með hverjum degi sem líður. Mörg nytsamleg málræktar- verkefni eru í strandi vegna fjárskorts. í vor var haldinn á Hótel Sögu í Reykjavík svo nefndur formannafund- ur, sem boðað var til af hálfu íslenskrar málnefndar. Sóttu hann 25 manns, flestir formenn orðanefnda. Fundurinn samþykkti einróma ályktun sem hljóðar svo: Fundur með fulltrúum orðanefnda og fslenskrar málnefndar, haldinn á Hótel Sögu 29. apríl 1987, styður þá hugmynd að stofnaður verði málrækt- arsjóður sem hafi það hlutverk að styrkja undirbúning og útgáfu íðorða- safna og aðra starfsemi sem miðar að markvísri eflingu íslenskrar tungu. Jafnframt beinir fundurinn þeim til- mælum til menntamálaráðherra að hann beiti sér fyrir stofnun sjóðsins. Bent skal á að enginn opinber sjóður fer með slíkt hlutverk, sem hér um ræðir, og hefur það torveldað störf orðanefnda. í framhaldi af þessu ályktaði mál- nefndin á fundi sínum 11. maí sl.: íslensk málnefnd lýsir yfir stuðningi sínum við þá hugmynd að stofnaður verði íslenskur málræktarsjóður. Nefndin bendir sérstaklega á nauðsyn þess að sjóðurinn verði til styrktar íslenskri málrækt í víðum skilningi og fé úr honum verði varið til margvís- legra verkefna. Nefndin óskar eftir því að hún verði höfð með í ráðum við endanlega ákvörðun um hlutverk sjóðsins. Málfregnir koma út tvisvar á ári Útgefandi: íslensk málnefnd Ritstjóri: Baldur Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla: fslensk málstöð, Aragötu 9, ÍS-101 Reykjavík. Sími: (91) 28530, (91) 622699, (91) 694300 Áskriftarverð: 250 krónur á ári Prentsmiðja Árna Valdemarssonar hf. a m ÍSLENSK MÁLNEFND

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.