Vestfirska fréttablaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 1
Afgreiðslan á ísafjarðarflugvelli, Sími 3400 Afgreiðslan Aðalstræti 24, sími 3410 FLUCFÍLAC loftiiibir ISLAXDS Buxur í gífurlegu úrvali Verslunin Isafiröi sími 3507 íbúðarhúsnæði í eigu opinberra aðila á ísafirði Opinberir aðilar eiga 60 íbúðir Fjárveiting til áhaldahúsa notuð til byggingar íbúðarhúss Vestfirska Fréttablaðið hefur gert athugun á íbúðarhúsnæði í eigu opinberra aðila á ísafirði, þ.e. íbúðarhúsnæði sem er í eigu Bæjarsjóðs ísafjarðar, Ríkissjóðs, ríkisfyrir- tækja og fyrirtækja sem eru sameign ríkis og sveitarfélaga. Blaðið reyndi einnig að afla sér upplýsinga um leigukjör á þessu íbúðarhús- næði. A ísafirði eru 60 íbúðir í eigu opinberra aðila, og er mikill hluti þeirra leigður starfsmönn- um viðkomandi stofnana og í flestum tilfell- um fyrir mun lægra verð heldur en gerist á almennum leigumarkaði. Bæjarsjóður á 37 íbúðir Bæjarsjóður ísafjarðar hefur á undanförnum ár- um keypt allmikið af íbúð- arhúsnæði vegna skipu- lagsmála, þ.e. reynt . að eignast þau hús, sem víkja eiga vegna skipulags bæj- arins. í eigu bæjarsjóðs eru nú samtals 37 íbúðir og þar af eru 14 íbúðir í hús- um, sem vikja eiga vegna skipulags bæjarins, 4 íbúð- ir eru í húsum, sem eru friðuð því þau eru talin til Framhald á 5, síöu Vegagerðin byggir einbýlishús að Lyngholtl 9 70 til 100 hús á ísafirði tengjast fjar- varmaveitu á þessu ári I júlímánuði síðastlið- num hófust framkvæmdir við 1. áfanga fjarvarma- veitu á ísafirði, á vegum Orkubús Vestfjarða. Á- kveðið var að fyrsti áfangi yrði svæðið á Eyrinni neð- an Mjallargötu og kynding á að fara fram í varaaflstöð O.V. við Sundahöfn. Nýta á kælivatn og útblástur frá varaaflstöðinni og einnig verður hægt að kynda með svarolíukötlum, þegar að varaaflstöðin er ekki í notkun. Að sögn Kristjáns Har- aldssonar orkubússtjóra ganga framkvæmdir við fyrsta áfanga fjarvarma- veitunnar samkvæmt áætl- un, en þó er fyrirsjáanlegt, að ekki verður lokið við fyrsta áfanga á þessu ári. Kynding hefst fyrir áramót Nú þegar er búið að tengja 50 hús við aðallögn fjarvarmaveitunnar. Áætl- að er að hægt verði að Framhald á 11. aföu

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.