Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 8
Ferðatöskur Ódýrar fiber ferðatöskur, stærðir 45 cm. til 75 cm. Gallon ferðatöskur, stærðir 55 cm. til 80 cm. Ferðakoffort, 75 cm. Ferðatöskur með hjólum. Bókav. Jónasar Tómassonar Sími 3123 ísafirði vestfirska FRBTTABLADI9 ERNIR P ISAFIROI Símar 3698 og 3898 BILALEIGA Kristján Jóhannsson, sveitarstjóri Rafiínan við Hoitsvöll: „Óskilahlutur í kerfinu” Työ dýrmæt stig Á aðalfundi Orkubús Vest- fjarða í Hnífsdal nýveriö flutti Kristján Jóhannsson, sveitar- stjóri, tillögu frá hreppsnefnd Flateyrarhrepps, þar sem þess var farið á leit við Orkubúið, að raflínan fyrir enda flugbrautar- innar að Holti í Önundarfirði yrði fjarlægð. Hlaut tillagan góðar undirtektir fundarmanna og var hún samþykkt. Til að fræðast nánar um þetta mál sneri Vestfirska fréttablaðið sér til Kristjáns Jóhannssonar og spurði hann hver væru tildrögin að þessum tillöguflutningi. ÓSKILAHLUTUR í KERFINU —Það kom fram á fundi, sem flugmálastjóri hélt í Hnífsdal á síðasta sumri, að flugvöllurinn í Holti væri ekki inni í áætlun flugmálastjórnar um fram- kvæmdir næstu fjögur árin. Á- stæðan var þessi raflína fyrir enda flugbrautarinnar og allar endur- bætur og framkvæmdir við völl- inn virðast stranda á henni. Ég skrifaði fjármálaráðherra, sam- göngumálaráðherra og mörgum fleiri aðilum snemma í vetur og fór þess á leit, að heimiluð yrði fjárveiting úr ríkissjóði til að fjar- lægja raflínuna. Hún virðist vera hálfgerður óskilahlutur í kerfinu, því að Rafmagnsveitur ríkisins halda því fram að leyfi hafi feng- ist fyrir henni, en flugmálastjórn neitar því alfarið. Rafmagnsveitu- stjóri getur ekki sýnt fram á skrif- lega heimild frá flugmálastjórn og þessir aðilar vísa málinu hver til annars og aldrei fæst neinn botn í það. TIL VARA FYRIR (SAFJARÐARFLUG? —Fjármálaráðherra hefur enn ekki svarað bréfinu frá okkur, hélt Kristján áfram, og ekkert hefur gerst í málinu fyrr en nú, að aðalfundur Orkubúsins sam- þykkti tillögu okkar. Ég vona því að skriður fari að komast á þetta mál. Þegar það er komið í höfn getum við farið að snúa okkur að því að bæta flugvöllinn og koma upp einhverri aðstöðu fyrir far- þega. Ég held að menn séu nú farnir að gera sér grein fyrir að þarna gæti hugsanlega orðið að- staða til vara fyrir áætlunarflugið til ísafjarðar. Völlurinn er um 800 metra langur og flugmálastjórn segir að lengja þurfi hann um 500 metra til þess að hann verði góður völlur fyrir Fokker Friendship vélarnar. Við erum hinsvegar ekki að berjast fyrir því að völlurinn verði lengdur til að fá þjónustu Flugleiða. Við erum ánægðir með þjónustu Arnarflugs og vonumst til að halda henni, en við viljum einungis benda á möguleikana, sem skapast með bættum flugvelli í Holti, því að hingað er mjög oft fært, þótt ófært sé á ísafjörð, og með tilkomu brúarinnar yfir Ön- undarfjörð styttist leiðin. Það ætti ekki að vera dýrt að lengja þenn- an völl og landeigendurnir eru til viðræðu um að láta undir hann land. etj.- Í.B.Í.-ingar fengu K.A. menn frá Akureyri í heimsókn síðastlið- inn föstudag. í þeim leik sýndu Isfirðingar tilþrifamikinn baráttu- leik og sigruðu verðskuldað með þremur mörkum gegn tveimur. í stuttu máli fór leikurinn þannig fram að það voru ekki liðnar nema fimm mínútur af leiknum þegar K.A. menn höfðu gert sitt fyrsta mark. ísfirðingar létu það ekki á sig fá og sjö mínútum síðar gaf Garðar Gunn- arsson mjög vel fyrir markið og Kristinn Kristjánsson hikaði ekki við að skalla boltann í markið, stórglæsilegt mark. Á þrítugustu og fyrstu mínútu áttu ísfirðingar skot að marki, en einn varnar- maður K.A. bjargaði með því að slá boltann út. Eftir nokkuð langa umhugsun dæmdi dómarinn víta- spyrnu á K.A. og skoraði Andrés Kristjánsson örugglega úr henni. Undir lok hálfleiksins var Ekki hefur enn veriö tekin um það ákvörðun hvort íshús- félagi Bolvíkinga verður lokað vegna sumarleyfa á næstunni, en sú ákvörðun verður væntan- lega tekin í lok þessarar viku, að því er Jónatan Einarsson tjáði Vestfirska fréttablaðinu nýlega. Allar frystigeymslur eru að dæmd vítaspyrna á I.B.f. og skor- uðu K.A. menn úr henni þannig að staðan í hálfleik var 2 mörk gegn tveimur. Á 22. mínútu síðari hálfleiks innsiglaði Haraldur Éeifsson sigur Isfirðinga með því að skora þriðja mark þeirra í leiknum. Isfirðingar voru því sig- urvegarar í þessum leik og tvö dýrmæt stig höfðu bæst við. Eins og áður sagði sýndu Í.B.I.- ingar mikinn baráttuleik að þessu sinni, en óneitanlega hefur það vantað í nokkra leiki nú að und- anförnu. I.B.I.-ingar sýndu aftur á móti að þeir geta sigrað hvaða lið sem er í 2. deildinni ef þeir eiga góðan dag og gefa ekkert eftir. Næsti leikur f.B.Í. í 2. deildinni verður næstkomandi laugardag á Eskifirði, en laugardaginn 5. júlí kl. 14.00 eiga Í.B.Í.-ingar heima- leik á móti Ármanni. Kr. Jóh. fyllast og eru Bolvíkingar nú mjög illa settir í þeim efnum, að sögn Jónatans. Væntanleg eru eitt eða tvö skip, Goðafoss og ef til vill Bæjarfoss, sem taka munu eitthvað af frystum fiski. Sagði Jónatan, að eins og sakir stæðu núna vissu þeir ekki til þess að meira yrði skipað út af fiskafurð- um í bili. Övíst um lokun Skortir aðstöðu fyrir smábáta um. Frumvarp um hitajöfnun fellt á Alþingi Spor afturábak —segir Þorvaldur Garðar Kristjánsson Á Flateyri er þokkaleg lönd- unarhöfn og aðstaða fyrir stærri báta, en f mörg ár hafa Flateyringar barist fyrir þvf að fá smábátahöfn, eða geymslu- höfn fyrir minni báta. Á undan- förnum árum hafa bátaeigend- ur þar misst niður margar trill- ur f höfninni eða þær hafa brotnað í spón og stærri bátar hafa stórskemmst. Þegar hann blæs á norðaustan verða triflu- karlar að drífa sig um borð, ef þeir þá komast það, og halda burt úr höfninni. Vitamála- stjórn var búin að setja Flateyri inn í 4 ára framkvæmdaáætlun sína, en framkvæmdum hefur ætíð verið skotið á frest. Á Flateyri er ört vaxandi smá- bátaútgerð og horfir því til vandræða, ef ekki fæst úrlausn í þessum málum á næstu ár- LAUSNIN EKKI I SJÓNMÁLI I samtali við fréttamenn Vest- firska á Flateyri á dögunum sagði Kristján Jóhannsson, að lausn á þessu máli væri ekki í sjónmáli. —Verði smábátahöfnin ein- hverntímann byggð, sagði Krist- ján, fáum við geysimikið land, sem á að nýtast undir iðnaðarhús- næði, en sem stendur höfum við engar slíkar lóðir. Mál þetta teng- ist líka nýrri innkeyrslu í plássið. Fyrir ofan Sólbakka á að rísa 30-40 húsa byggð og núverandi innkeyrsla í plássið veldur okkur og íbúum Sólbakka verulegum áhyggjum, því umferðin er orðin svo mikil. Það er því orðið mjög brýnt, að við fáum þjóðveginn niður í fjöru, eins og nýja skipu- lagið hjá okkur gerir ráð fyrir. Þorvaldur Garðar Frumvarp Þorvaldar Garöar Kristjánssonar og fleiri um jöfnun hitakostnaðar var fellt á nýafstöðnu Alþingi, en f stað þess samþykkt stjórnarfrum- varp um niðurgreiðslu olíu. I viðtali við Vestfirska sagði Þor- valdur Garðar, að stjórnarfrum- varp þetta væri stórgallað og ailsendis óviðunandi og að sumu leyti spor aftur á bak frá gildandi lögum. Allar breyting- artillögur Þorvaldar Garðars og annarra við þetta frumvarp voru felldar. Hins vegar mælti sú nefnd, sem fjallaði um frum- varpið, með samþykkt þess með því skilyrði að unnið yrði að endurskoðun laganna um niðurgreiðslu á olíu með sér- stöku tilliti til efnisþáttanna í frumvarpi Þorvaldar Garðars og viðskiptaráðherra lýsti því yfir í lok umræðanna í efri deild, að hann myndi beita sér fyrir því að stjórnarfrumvarpið verði endurskoðað með tilliti til þess. Kvaðst Þorvaldur Garðar gera sig ánægðan með þessa framvindu mála. HEIMILD ISTAÐ SKYLDU I samtalinu við Vestfirska fréttablaðið sagði Þorvaldur Garðar, að eftir allar umræður um mikilvægi þess að gera stórá- tak í þessum efnum, hafi að sínu viti nánast ekkert verið gert. I fjárlögum er ákveðið að 4 mill- jarðar kr. fari til niðurgreiðslu á olíu og í fjárlagafrumvarpinu er ráð fyrir því gert að miðað við óbreytta niðurgreiðslu þyrfti á þessu ári 3.6 milljarða króna. —Þarna er að sumu leyti stigið spor aftur á bak frá gildandi lög- um, sagði Þorvaldur Garðar, en í þeim er ráð fyrir því gert að greidd sé niður olía til aðila, sem ekki eiga kost á raforku frá sam- veitu og verða að leysa raforku- þörf sína með rekstri díselvéla. I gildandi lögum var einnig skylda að styrkja rafveitur að því marki sem þær nota olíu sem orkugjafa til framleiðslu rafmagns til hítun- ar íbúða á sölusvæðinu. En í stjórnarfrumvarpinu, sem núna var samþykkt, er þetta gert að heimild. NÝJAR REGLUR UM OLfUSTYRKI Þá sagði Þorvaldur Garðar: —Það er þó eitt sem ég hef ekki gagnrýnt í þessu frumvarpi, en það er að settar verða nýjar reglur um hvernig á að afgreiða olíustyrkinn. Þessar reglur eru í áttina til þess sem ég og með- flutningsmenn mínir höfðum í huga með okkar frumvarpi. Ég gerði ásamt öðrum breytingartil- lögur við frumvarp ríkisstjórnar- innar, m.a. þær að olía til hitunar atvinnuhúsnæðis skyldi niður- greidd og að gert yrði að skyldu að greiða niður olíu til skóla, menningarstofnanna og annarra stofnanna, sem reknar eru á fé- lagslegum grundvelli, og einnig Framhald á bls. 5 etj- © PÓLLINIM HF Isafiröi Sími3792 Hljómlist í bílnum! Hana má ekki vanta í sumarfríið. — Við bjóðum bæjarins besta úrval — SANYO - Stereo segulb. m/ FM.-LW.-MW.- ROADSTAR - Stereo segulb. m/ spóluskipti LW.-MW. BLAUPUNKT - Stereo segulb. m/ FM.-LW.-MW.- PHILIPS - Stereo segulb. m/ LW.-MW.- Hátalarar í úrvali frá 6W til 40W. Stórgott úrval af kassettum.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.