Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 18.09.1980, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 18.09.1980, Blaðsíða 6
Strokkvartett Kaupmannahafnar Leika á Isafirði næsta miðvikudag Strokkvartett Kaupmannahafn ar heldur hljómleika í ísafjarð- arkirkju 24. sept. næstkom- andi. Strokkvartettinn lék í Nor- ræna húsinu á listahátíð 1978 við góðar undirtektir, en áform- að er að hann leiki aftur í Nor- ræna húsinu 22. sept. n.k. f „Köbenhavns strygekvartett" eru fiðluleikararnir Tutter Giv- skov og Mogens Lydolph, Mog- ens Bruun víóluleikari og Asger Lund Christiansen, sellóleikari. Kvartettinn var stofnaður 1957 og hefur síðan leikið víða um heim við mikinn orðstír, m.a. á fjöl- mörgum listahátíðum í Evrópu. Kvartettinn kýs sér oft verk eftir landa sína: Gade, Hartmann, Nielsen og síðast en ekki síst Vagn Holmboe, en listamennirnir telja hann í röð fremstu tónskálda vorra tíma. Vagn Holmboe hefur tileinkað Strokkvartett Kaup- mannahafnar fjóra kvartetta og fyrir fáeinum árum léku lék Strokkvartettinn tólf kvartetta Holboes inn á hljómplötu. Á efnisskránni í ísafjarðar- kirkju eru fjórir kvartettar eftir Vagn Holmboe, Schubert, Mozart og Beethoven.Aðgangur er ó- keypis. Malbi kunar fram - kvæmdum að ljuka —Malbikunarframkvæmdir Vegagerðarinnar hafa gengið allþokkalega, sagði Gfsli Eir- fksson, umdæmisverkfræðing- ur, í viðtali við Vestfirska á mánudag. —Okkur þótti það mjög bagalegt hversu seint á- kvörðunin um framkvæmdirnar var tekin. Fé frá Byggðasjóði kom nánast eftir að undirbún- ingur var hafinn og það er Ijóst, að þessi seinagangur þýðir aukinn kostnað. Yfirlögn á Hnífsdalsveg lauk fyrir tveimur vikum og þar er Vegagerðarkaflinn 3.4 km. Á hraðbrautinni er vegagerðarkafl- inn 2.8 km frá tengingu við Sætún og inn að Hafrafellshálsi, og 1.4 km frá þéttbýlismörkum í Bol- ungarvík og að Ósá. Samtals hef- ur Vegagerðin því lagt á 7.6 km, og ef flatarmálið er reiknað, þá er hér um að ræða fimm hektara af malbiki. Flutningur á malbikunarstöð- inni, uppsetning hennar og annað tók lengri tíma en áætlað hafði verið, en framkvæmdir gengu vel eftir að byrjað var. Tíðin hefur verið góð og ekkert sérstakt kom- ið fyrir, að smáóhöppum undan- skildum. Vegagerðin hefur nú að mestu leyti lokið sínum þætti nema hvað nokkrar tengingar eru eftir inni í Firði og auk þess plan hjá íshúsfélagi ísfirðinga. Eins og stendur er Vegagerðin að malbika fyrir Bolungarvíkurbæ og þeir eiga eftir að malbika fyrir Súða- víkurhrepp. Verktakarnir gera ráð fyrir að framkvæmdum á ísafirði Ijúki í þessari viku. Gísli Eiríksson sagði, að kostn- aðaruppgjör lægi ekki fyrir og mun væntanlega ekki verða fyrr en seinni partinn í næsta mánuði. Núpsskóli settur um mánaðamót Núpsskóli verður settur um næstu mánaðamót og verða um 90 nemendur í skólanum í vetur, en það er svipaður fjöldi og í fyrra. Framhaldsdeild hef- ur verið starfandi að Núpi síð- an 1970 og verða í henni 15 nemendur í vetur, en heppileg- ur fjöldi nemenda í framhalds- deild er 30, að sögn Bjarna Pálssonar, skólastjóra. Um helmingur nemenda í skólan- um er af Vestfjörðum, aðallega af svæðinu frá Arnarfirði til Súgandafjarðar, og er þetta hlutfall mjög svipað og verið hefur undanfarin ár. Breytingar hafa verið gerðar á elstu heimavistarbyggingunni, sem reist var 1929, og hefur þar verið gerð aðstaða fyrir handa- vinnukennslu. Tveir nýir kennar- ar koma til starfa við skólann að þessu sinni, í ensku, viðskipta- greinum og teikningu. Bjarni Pálsson sagði, að brögð væru að því að Vestfirðingar sendu börn sín á aðra heimavist- arskóla, t.d. Reykholt og Reyk- hóla. Beindi hann þeirri hvatn- ingu til Vestfirðinga, að þeir stæðu vel saman um sinn skóla og sendu börn sín þangað. © PÓLLINN HF ísafirði Sími3792 Philips frystikistur 260 lítra — Hagstætt verð Thermor eldavélar 3 heilu — 4 hellu Thermor eldavélasett Helluborð og blástursofn vestfirska rFLETTABLADID Póstur og sími dregur tír þjdnustu Afgreiðslu Pósts og síma í Hnífsdal var lokað um síðustu mánaðarmót og þurfa Hnífs- dælingar nú að fara átta km. vegalengd fram og tilbaka, ef þeir þurfa að ná í ábyrgðarbréf eða böggul. Inga Þ. Jónsdóttir, áður stöðvarstjóri Pósts og síma í Hnífsdal, sagði f samtali við Vestfirska að lítill aðdrag- andi hafi verið að þessari lok- un og bitnaði hún helst á eldra fólki og þeim sem ekki hefðu bíl til umráða. Inga sagði, að afgreiðslumáta hjá Pósti og síma hefði víða verið breytt í sparnaðarskyni og er af- greiðslan í Bolungarvík og á Flat- eyri t.d. lokuð frá kl. 17 á föstu- degi. —Hérna í Hnífsdal er þetta miklu hastarlegra, sagði Inga, því hér er um algjöra lokun að ræða. Að vísu átti það að vera einhver sárabót að borið er út fimm daga vikunnar, en maður skyldi ætla að það kostaði eitthvað líka að senda hingað bíl daglega með póstinn og telja ýmsir vafasamt. að mikill sparnaður sé að því, en ég treysti mér ekki til að dæma um það. En ég á erfitt með að trúa að þeir hafi tapað miklu á bréfberanum, því hann hafði 20 þús. kr. laun á mánuði. —Aðalskellurinn fyrir Hnífs- dælinga er sá, að ef fólk fær böggla og ábyrgðarbréf eða þarf að senda peninga og taka á móti peningum, þá þarf það að fara fjögurra km. vegalengd til að nálgast þetta. Ég hugsa að fólki inni á ísafirði mundi finnast það æði langur spölur. Lokunin kem- ur að sjálfsögðu harðast niður á eldra fólki og þeim sem ekki hafa bíl og finnst hér vera stigið spor aftur á bak á sama tíma og verið er að fjölga pósthúsum t.d. á Reykjavíkursvæðinu. Það er ó- hætt að segja að almenn óánægja ríki með þessa ráðstöfun hérna í Hnífsdal, sagði Inga Þ. Jónsdóttir að lokum. Þess má geta að fyrir lokunina var Póst- og símaafgreiðslan í Hnífsdal opin fjóra tíma á dag. Að vera lítill í umferðinni Á fimmta þúsund börn eru þessa dagana að hefja sínu fyrstu skólagöngu víðsvegar um landið. Aðstaða margra þeirra er mjög erfið því víða leynast hættur sem 6 eða 7 ára börnum eru ofviða. Á þessum aldri hafa börn ekki öðlast nægilegan þroska til þess að meta rétt hraða og fjarðlægðir, hversu margir bílar eru á ferð hverju sinni, bil milli þeirra eða hvaðan hljóð koma úr umferðinni. Þvi reynir mjög á árvekni ökumanna. Okkur hættir til þess að gleyma þessum vandamálum yngstu veg- farendanna. Til þess að efla umferðaröryggi þeirra nú við upphaf skólagöngu hefur Umferðarráð í samvinnu við skólayfirvöld sent öllum grunnskólum landsins foreldra- bréfið „Á LEIÐ í SKÓLANN". Þar er að finna ýmsar upplýsingar og ráðleggingar ásamt spurninga- lista um umferðaraðstæður hvers einstaks nemanda. Mikilvægt er að foreldrar allra þessara barna svari spurningunum og sendi svör sín til skólans. f framhaldi af því geta kennarar, betur en ella, lagt áherslu á ýms staðbundin vanda- mál umferðarinnar. Þá er brýnt að foreldrar ræði um umferðina við börn sín, og styðjist við FORELDRABRÉFIÐ. Umferðarráð mælist til þess að allir leggist á eitt til þess að efla umferðaröryggi yngstu vegfar- endanna, og hver og einn sýni gott fordæmi í umferðinni.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.