Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 27.11.1980, Page 1

Vestfirska fréttablaðið - 27.11.1980, Page 1
31. tbl. 6. árg. vestfirska 27. nóv. 1980 FRETTABLASIÐ Alla leiö meö ■ P EIMSKIP Sími 3126 700 ára gamalt Maríulíkneski ísafjarðarkirkju Ljósm. Leó Ijósmyndastofa Nú í vikunni kom sr. Jak- ob Hjálmarsson með Maríu- líkneski, sem varðveítt hefur verið í Þjóðminjasafninu, en tilheyrir ísafjarðarkirkju. Maríulíkneskið verður hér framyfir jól, að sögn sr. Jak- obs. Á aðventukvöldi næst- komandi sunnudagskvöld er áformað að rifja upp ýmis minni í sambandi við Maríu Guðsmóður og sagði sr. Jakob, að líkneskið kæmi þar við sögu. Líkneskið er frá því fyrir siðaskipti og sennilega um 700 ára gam- alt. í gömlum skrám Þjóðminja- safnsins er þess getið, að lík- neskið sé í eigu kirkjunnar „á Skutulsfjarðareyri", sent Þjóð- minjasafni af prófastinum þar. Líkneskinu er einnig ítarlega lýst þar og segir m.a., að það sé skorið úr tré, 1 alin á hæð, og standi á litlum fótstalli. Þar segir ennfremur: „Myndin hefir slegið hár gylt og sítt, er fellr í tveim lokkum niður á hverja hlöð, og fer vel, enn er berhöfðuð." Þá er klæðaburði líkneskjunnar lýst kostgæfi- lega, en síðan segir: „Myndin sýnist vera restoreruð, því gyll- ingin er fögur, og litir nýligir, því valla eru slíkar myndir gjörðar eftir reformation, nema ef væri eftir öðru.“ Aðventukvöld verður í ísa- fjarðarkirkju nk. sunnudag, fyrsta sunnudag í aðventu. Sunnukórinn mun syngja und- ir stjórn Kjartans Sigurjóns- sonar, sem einnig leikur á org- el. Bergljót Sveinsdóttir syngur einsöng. Æskulýðsfélag ísa- fjarðarkirkju mun sviðsetja helgileik og loks flytur sr. Jakob Hjálmarsson, erindi um Maríu Guðsmóður. etj,- „RÖFLA“ VIÐ SÍMSVARANN Á lögreglustöðinni er sjálfvirk- ur símsvari, þar sem gefið er upp símanúmer, sem hægt er að hringja í í neyðartilvikum að næt- urlagi. Lögreglumenn tjáðu fréttamanni Vestfirska, að það kæmi fyrir að símsvarinn væri upptekinn um lengri tíma, því drukknir menn hringja gjarnan á lögreglustöðina og „röfla“ við símsvarann, þegar þá vantar fé- lagsskap. Ef leiðin er greið að símsvaranum, verður sá sem til- kynnir slysið að hringja í viðkom- andi lögreglumann og ræsa hann upp. Hann hefur þá strax sam- band við lækni og fer síðan niður á stöð til að sækja sjúkrabílinn, en í bílnum er blóðvatn, súrefnistæki o.fl. Þegar lögreglumaðurinn hef- ur náð í bílinn, getur hann loks farið á slysstað. Einnig hefur bor- ið við, að menn gefa ónákvæmar upplýsingar um slysstað þannig að lögreglumaðurinn verður að leita nokkra stund að staðnum. I „slysinu“, sem sett var á svið sl. „Þú ungi maður, hvað ertu að hugsa, / þegar þú ferð út í kvöld. / Að fara á diskó, ná i píu, / láta áfengið fá af þér völd. / Er málið að hafa Ijósashowin / sem skifta um lit á þinni visnu hönd.“ Bubbi Morthens og gúanó-blúsinn hafa völdin í viðtali við Vestfirska í dag. Sjá viðtal á bls. 4 og 5. „Hefði getað verið dáinn fjörum sinnum” —Öryggisleysi í slysa- og sjúkraþjónustu. Áform um fækkun í lögregluliði hringavitleysa, segir Guðmundur Sigurjónsson, fulltrúi bæjarfó- geta. ' Eins og kunnugt er, hefur engin næturvakt verið á lög- reglustöðinni á ísafirði um langt árabil. Þar sem lögregl- unni er gert að annast alla sjúkraflutninga í umdæminu, veldur þetta miklu öryggisleysi í slysa- og sjúkraþjónustunni hér á svæðinu. Á æfingu, sem Isafjarðarlögreglan hélt sl. föstudagskvöld, kom í Ijós að það getur tekið allt að því sex sinnum lengri tíma fyrir sjúkra- bíl að komast á slysstað, ef enginn er til að svara í neyðar- símann, heldur en ef vaktmað- ur væri til staðar. í fjárlaga- frumvarpi því, sem nú liggur fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir að enn verði dregið úr þjónustu löggæslunnar við ísafjörð og nálæg byggðarlög, því þar er að finna tillögu um fækkun í lögreglunni um einn mann og yrðu þá aðeins sex lögreglu- menn í fastaliðinu. Lögreglufé- lag Vestfjarða hefur í bréfi til dómsmálaráðherra farið fram á helmingsfjölgun í lögreglunni hér á svæðinu, eins og fram kom í sfðasta tbl. Vestfirska. föstudagskvöld hafði maður feng- ið hjartaáfall við Grænagarð. Engar frekari upplýsingar voru gefnar. Vegna þeirra ónákvæmu upp- lýsinga. sem gefnar voru í þessu tilviki, liðu 11 mínútur frá því hringt var heim til lögreglu- mannsins þangað til sást til sjúkrabílsins, og 15 mínútur liðu þangað til sjúkrabíllinn hafði fundið slysstaðinn. Kristmundur Ásmundsson, læknir, sem tók þátt í þessari æfingu, tjáði tíðinda- manni Vestfirska, að „hjartasjúkl- ingurinn" hefði á þessum tíma getað verið dáinn fjórum sinnum áður en sjúkrabíllinn kom á vett- vang. Lögreglumenn fullyrða, að ef vaktmaður hefði verið á stöð- inni í þessu tilviki, hefði það aðeins tekið sjúkrabílinn tvær mínútur að komast á slysstað. „Slysið" átti sér stað í um kíló- metersfjarlægð frá lögreglustöð- inni, en sjúkrabíllinn þjónar ekki aðeins ísfirðingum heldur Súða- vík og Suðureyri og raunar öllu ísafjarðardjúpi. Framhald á bls. 2 Næsti verkþáttur hefst varla fyrir en um mitt næsta ár —Útboð ekki tilbúið fyrir næsta áfanga sjúkra- hússbyggingar. Bygginganefnd heilsu- gæslustöðvar og sjúkrahúss á ísafirði ritaði framkvæmda- deild Innkaupastofnunar ríkis- ins bréf 23. apríl s.l., þar sem athygli var vakin á því að huga þyrfti að fara að næsta áfanga sjúkrahúsbyggingarinnar, en öllu múrverki inni í bygging- unni mun væntanlega Ijúka um eða eftir næstu áramót. Bygg- Inganefnd rltaði annað bréf 30. júní s.l. þar sem þetta mál var áréttað. í samtali við Vestfirska sagði Sigurður J. Jóhannsson, formaður byggingarnefndar HSf, að hvorugu bréfinu hefði verið svarað. f síðustu viku var málið enn áréttað við Skúla Guðmundsson, forstöðumann framkvæmdadeildarinnar, og munu svör vera væntanleg í þessari viku. Eins og kunnugt er annast framkvæmdadeild Innkaupastofnunar eftirlit með öllum opinberum framkvæmd- um og hefur allt bókhald í sín- um höndum. Sigurður J. Jóhannsson sagði, að byggingarnefnd HSf hefði jafnframt áréttað það við heil- brigðisráðuneytið, að tækifær- ið yrði notað meðan malbikun- artæki væru hér á staðnum til að ganga frá lóðinni í kringum sjúkrahúsið. Lóðina á að mal- bika að hluta, en þar verða einnig göngustígar og gras- blettir. Sagði Sigurður, að á- ætlaður kostnaður við þennan frágang á verðlagi dagsins í Framhald á bls. 2 Sjúkrahússbyggingin.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.