Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1981, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1981, Blaðsíða 3
vestíirska FRBTTABLAEID Viðtal vikunnar við Guðjón A. Kristjánsson, skipstjóra Með kvótakerfi yrðu peningar fluttir á milli landshlutanna Fiskiþing 1981 er nú yfirstaðið og voru þar hin ýmsu hagsmunamál tekin fyrir. Það sem helst hefur borið á í umræðunni af þessu þingi varðar stjórnunarmál fiskveiða og kvóti nefndur í því sambandi, en Vest- mannaeyingar komu með tillögu á þinginu um kvótaskiptingu togara. Ýmislegt fleira umtalsvert gerðist á þessu þingi, en Vestfirska fréttablaðið fékk til viðtals einn fulltrúa fiskideilda í Vestfirðingafjórðungi sem var á fiski- þingi, Guðjón A. Kristjánsson, skip- stjóra á Páli Pálssyni. Fyrst var Guðjón inntur eftir áliti á tillögum Vestmannaeyinga um togara- kvóta á þorskveiðum. i „Þeir deila fyrst togarafjöldanum í helminginn af þeim heildarafla sem má veiða á þessu ári, það er að segja hundrað þúsund tonn, og þá kemur út 1.124 tonn af þorski á skip, síðan er farið eftir brúttóstærð hvers skips og það gerir frá svona 340 tonnum og upp í 550 tonn, það getur leikið á um 200 tonnum eftir stærð skipanna, en þetta á við um minni togarana, stærri skipin koma betur út úr þessu. Þegar þarna er komið eru eftir 50 þúsund tonn sem þarf að skipta og þá skipta þeir því eftir sókn eða afkastagetu skips, það er að segja afla á úthalds- dag- En staðreyndin er sú, að þegar búið er að skipta svona upp, þá er búið að færa beinharða peninga á milli lands- hluta, ég man ekki hvort það eru tíu eða ellefu þúsund tonn héðan af Vest- fjörðum suður á land. Það er mín skoðun að hér sé ekki verið að stjórna heildarafla, heldur er verið að færa þorsk á milli landshluta. Stjórnunin á þorskveiðum fer ekki svo mikið úr böndum. Nú eru togararnir komnir 2 þúsund tonnum fram yfir, en bátaflot- inn 19 þúsund tonnum fram yfir. Það er vegna þess að vertíðin kom vel út, og páskaveiðistoppið hjá bátunum vat stytt og vertíðin lengd, þar liggur þessi afli og mesta aukningin hjá bátunum er á Suðurlandi og Suðurnesjum mið- að við árið á undan. Aftur á móti eru Austfirðingar með 9 þúsund tonn í plús í togveiðum, vegna þess hve fiskur hefur verið mikið fyrir austan land. En þetta eru ekki ólíkar tölur, sá þorskafli sem kominn var á land á sama tíma í fyrra og nú, það munar ekki miklu, í fyrra voru komin á land 186 þúsund tonn, en nú eru það 184 þúsund tonn af þorski hjá togurunum, og þar hafa menn unnið eftir þessu kerfi sem sett var. Það hefur engu verið breytt, það er að segja skrapdagakerfinu, og það hefur bara fungerað alveg. Ég hef Guðjón A. Kristjánsson skipstjóri aldrei litið á þessi fiskifræðivísindi með meira en 20-30% nákvæmni, ég hef aldrei viljað reikna þetta þannig út, að menn gætu sagt, hérna eru bara þús- und tonn og ekkert meir. Mér finnst það einkenna umræðuna um stærð fiskistofna, að menn eru að tala um fáein þúsund tonna sem einhverja stór- vægilega skekkju. Það er gert ráð fyrir 450 þúsund tonna þorskafla, þó að afli fari í 500 þúsund tonn, þá er það innan við 10% skekkja.“ En er þetta eina ástæðan fyrir því að menn koma með tillögu um kvótakerfi, nú voru Austfirðingar heldur með- mæltir þessari tillögu. NETAVEIÐARNAR ERU VERND- AÐAR Þeim finnst skipin þeirra ná minna af þorski heldur en þeir vilja vera láta og það er rétt að skip af Suðurlandi og Faxaflóasvæðinu hafa fiskað minna af þorski en við hérna fyrir vestan og Austfirðingarnir að minnsta kosti nú í ár, en það eru eiginlega fiskigöngurnar sem ráða því og annað sem er afger- andi í því, hvernig togaraflotinn fær að fiska þorsk, en það eru landhelgislögin. Það er fyrst og fremst það tæki sem stjórnar því hvar togarar fá að veiða þorsk. Við sjáum það líka í hendi okkar, að megnið af þorskveiði báta- flotans kemur í land á Suður- og Vesturlandi, þar af leiðandi hlýtur að vera þorskur þar því bátarnir sækja á þessi mið. Togaraflotinn keyrir þannig yfir þorsk í 3-4 mánuði til þess að fara í þorsk hinum megin við landið, þetta eru verndaðar veiðar netaveiðarnar og það eru staðreyndir sem menn vilja ekki viðurkenna. Togaraflotinn er svo gagnrýndur fyrir það, að hann er með lágt kílóhlutfall fyrir einstaka fisk, en málið er það að við fáum ekki að veiða þegar vertíðarfiskurinn er búinn að skilja sig frá smáfiskinum og vertíðar- fiskurinn gengur suður til hrygningar, þá fáum við ekki að veiða hann. Af þessum sökum getum við á togurunum aldrei náð meðalþyngdinni upp.“ Nú búið þið við skrapdagakerfi og sem menn eru ekki allt of ánægðir með, hvað viltu segja um kerfið og í ljósi umræðna á Fiskiþingi? ÞARF AÐ TAKA LÆSINGUNA AF „Ég er ekki ánægður með það eins og það var framkvæmt nú í ár, þó var það skárra heldur en árið þar á undan. Ég er að vonast til þess, að þessar tillögur okkar um að taka læsinguna af nái fram að ganga og einnig að hafa breytilega aflaprósentu þannig að menn fái það svigrúm sem þarf alltaf að vera. Það er ekki hægt að setja upp Framhald á bls. 7 PÓLLINN HF Full búð af heimilisraftækjum ★ Djúpsteikipottar ★ Vöfflujárn ★ Hrærivélasett ★ Rakvélar ★ Krullburstar ★ Hársett ★ Hitateppi ★ Hitapúðar ★ Saumavélar ★ Kaffivélar ★ Brauðristar ★ Straujárn ★ Handþeytarar ★ Ryksugur ★ Eggjasjóðarar ★ Pelahitarar ★ Brauðhnífar ★ Hitablástursofnar ★ Rafmagnspönnur Póllinn hf. Verslun — Sími 3792 FASTEIGNA VIÐSKIPTI Mjógata 7a, lítið, múrhúð-1 að einbýlishús. Eignarlóð. Veriö er að Ijúka við stór- viðgerð á húsinu, m.a. nýtt bað, ný eldhúsinnrétting og nýjar raflagnir. Laust fljótlega. Hafnargata 46, Bolungar- vík, 6 herb. íbúð á efri hæö í steinhúsi. Bílskúr og geymsla á neðri hæðinni. Laus fljótlega. Austurvegur 14, lítið ein- býlishús. Fitjateigur 6, nýtt 126 ferm. einbýlishús. Vantar á söluskrá allar gerðir af fasteignum. Arnar G. Hinriksson hdl. Fjarðarstræti 15, Sími 4144 Kjarabætur eða... Grétar Helgason ÞETTA ER VONDUR TÍMI TIL AÐ FARA 1 VERKFALL Niðri í móttöku rákumst við á Magnús Arnórsson, þar sem hann var að sturta úr kössum og setja þá í kassaþvottavélina. „Næstum allt fólkið er í bónus í þessu húsi,“ Magnús Arnórsson sagði Magnús, „og það er ljóst, að fyrir okkur sem hér vinnum, þá eru þetta engir samningar og ekki um neina kjarabót að ræða. Mér finnst að Pétur Sig. eigi að halda fast við sitt og reyna að knýja fram hækkun, en þetta er auðvit- að vondur tími til að fara í verk- fall, það sjá allir, svona rétt fyrir jólin.“ Fyrir utan frystihús íshúsfé- lagsins rákumst við á starfsmann hússins sem ekki var myrkur í máli um samningana: „Þetta eru pólitísk hrossakaup og ekkert annað, það er samið án nokkurra kjarabóta. Við eigum að halda til streitu kröfum okkar á hendur ríkisvaldinu varðandi orkukostn- að og jöfnun vöruverðs. Það er talað um að við séum hátekjufólk hér vestra, við verðum að hafa hátekjur til þess að geta lifað og þess vegna þurfum við einnig að greiða hátekjuskatt til ríkisins, þetta verður ekki liðið til lengd- ar.“

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.