Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1981, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1981, Blaðsíða 2
I YEstíirska ~ rRETTABLASID 1 rcstfirskí FRÉTTABLABID e Vikublað, kemur út á fimmtudögum kl. 18:00 - Skrifstofa Hafnarstræti 2, sími 4011 - Opin virka daga frá kl. 13:00 — 17:00 - Blaðamaður Finnbogi Hermannsson, sími 4057 - Útgefandi og ábyrgðarmaður Ámi Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100 - Verð í lausasölu kr. 6,00. Áskriftar- verð er lausasöluverð, reiknað hálfsárslega eftirá - Prentun: Prentstofan Isrún hf., sími 3223. Það hefur ekki verið digur barki sem talað hefur fyrir hinum mjúku verðmætum í samtímanum, en þó hefur sú rödd látið æ meir eftir sér taka sem fyrir þeim hefur talað. Nú seinast er að heyra að konur hafí tekið málið fyrir í sambandi við baráttu sína fyrir frekari hlutdeild í stjórnmálalífínu. En hver eru þessi mjúku verðmæti? Það eru þau verðmæti sem ekki verða virt til fjár, verða ekki metin út frá hagrænum sjónarmiðum einvörð- ungu. Sú tíð hefur verið uppi að ekkert hefur verið talið hafa verulegt gildi sem ekki ber með sér fjárhagslega arðsemi. Hennar vegna var oft fótum troðið hið mannlega meðan verið var að koma velferðarþjóðfélaginu á laggirnar. Manneskjulegir þættir urðu að víkja fyrir bjargræðinu. Ein grófasta yfirtroðslan í þessu efni var á togurunum fyrir tíma vökulaganna. Annað dæmi er atlætisleysi barna í nútímasamfélaginu sem krefst mæðra þeirra á vinnumarkaðinn. Mjúku verðmætin tengjast hinum mannlegu þáttum sem skáldið var að hugsa um þegar það sagði: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ Það er algild staðhæfing að mest sé um vert að maðurinn sé hamingjusamur. Finni sjálfan sig og finni tilgamgin með amstri sínu. Tæknivæðing og krafa um aukin hagvöxt hafa fengið menn til að gleyma að að gá að þessu, og því er margur nútimamaðurinn firrtur sambandi við raunveru- leika iðju sinnar. hann sér ekki annað en sama hlutinn berast að sér milljónfaldan á færibandi og hann verður að halda þeim takti sem stjórntölva bandsins skammtar honum. Japanir sýna að þeir muna eftir manneskjunni þegar þeir stöðva færi- böndin til þess að starfsfólkið fái teygt úr sér og gert leikfimiæfingar í liðkunarskyni og til afslöpp- unar. Iðjuhöldar á Vesturlöndum hafa meir að segja komið auga á það sumir að það getur haft í för með sér aukna framleiðni að stuðla að því að fólk sé hamingjusamt í störfum sínum. Hin mjúku verðmæti Konur hafa körlum fremur verið í lífrænum tengslum við hið menneskjulega í tilverunni. Og einhverjir mannfræðingar hafa leitt líkur að því að líffræðilegar forsendur liggi að því að heilastarf- semi og hugsun kvenna sé öðru vísi en karla. Spaklega hafa þá þeir mælt sem halda því fram að konur eigi alls ekki að reyna að tala og hugsa eins og karlar í þvi augnamiði að skapa grundvöll fyrir aukinni stjórnmálaþátttöku sinni. Frekar beri að benda á þörfina á ráðum kvenna til allrar stjórn- málaákvörðunar. Með þessu er mælt hér í þeirri von að konur verði málsvarar hinna mjúku verðmæta: Menn- ingar, kirkju, fjölskyldu, barna, aldraðra og and- legrar starfsemi, bæði í sveitarstjórnum og á Alþingi. Það er á því rík þörf að við látum velmegun liðinna áratuga skila sér í aukinni andlegri velsæld með því að krefjast sparnaðar í rekstri og skrif- finnsku til þess að fá aukin mannafla og fjármuni til að sinna þeim störfum sem áður var gegnt alfarið innan veggja heimilisins. Þróuninni verður ekki snúið við. Enginn vill í alvöru senda konurnar heim aftur. En það þarf að veita börnunum tækifæri til að þroskast á eðlilegan og farsælan hátt. Það verður að ganga fyrir öllu öðru. Þau þurfa að fá að njóta foreldra sinna á frumþroska- skeiðum og þess sama þarfnast foreldrarnir líka þroska síns vegna. . Og allt þarf að gera til þess að stuðla að viðhaldi fjölskyldnanna og hjónaband- anna. Upplausn þeirra er meiriháttar ógæfa fyrir hlutaðeigendur og tap fyrir þjóðfélagið í heild. Hræddur maður er ekki hamingjusamur. Friður er fremstur hinna mjúku verðmæta. Að okkur berast hinar uggvænlegustu fréttir um atómvædda kafbáta innan landhelgi okkar á sama tíma og fyrirætlanir eru uppi um aukningu atómvopna í Evrópu. Ein mjó rödd má sín lítils en nokkurs þó. Við getum ekki ætlað upp á aðra sem stærri eru og sterkari að hafa vit og forráð fyrir okkur í þeim mæli að við fórnum myndugleika okkar. Við eigum að taka eindrægna afstöðu með friði og aldrei vinna „ það fyrir vinskap manns (þjóðar) að víkja af vegi sannleikans.“ Við höfum tekið af- stöðu í alþjóðamálum með þeim þjóðum sem okkur eru skyldastar sem og eðlilegt er, en við heimtum óskoraðan frið og næði af öllum þjóðuín til þess að fá að lifa og njóta öryggis. Ógnanir stigmögnunar valdakapphlaups stórveldanna kalla á einróma mótmæli okkar allra. Samstaða og sannfæringarkraftur getur kallað á athygli fyrir rödd okkar þó mjó sé. Friður, öryggi, framför og hamingja eru verð- mæti sem við höfum mætur á, en við höfum ef til vill af misskilningi talið að þau staðfestust af sjálfu sér ef atvinnulífið skapaði peninga. En það er misskilningur. Um þessa hluti er nauðsynlegt að gera ráðstafanir eins og annað það er verða á. Að því skulum við vinna í eindrægni og leggja saman ráð okkar og krafta, karlar og konur. Sr. Jakob Hjálmarsson. r-— Smáauglýsingar -—■■ Guðrún Jónsdóttir — Minning — A.A. FUNDIR Kl. 9 á þriðjudagskvöldum, safnaðarheimilinu, uppi í Gúttó. Opið á sama stað milli 2 og 4 á sunnudög- um, sími 3171. A.A. deildin. BAHÁ’I TRÚIN Upplýsingar um Bahá’í- trúna eru sendar bréflega, ef óskað er. Utanáskrift: Pósthólf 172, (safirði. Opið hús að Dalbraut 1, Hnífs- dal (2. hæð, suðurendi) öll fimmtudagskvöld frá kl. 21-23. AL—ANON FUNDIR fyrir aðstandendur fólks, sem á við áfengisvanda- mál að stríða, eru kl. 21:00 á mánudagskvöldum í safnaðarheimilinu. Upplýsingar eru veittar í síma3171 ásamatíma. TIL SÖLU hjónarúm Upplýsingar í síma 7270. TIL SÖLU bílskúr í byggingu við Hlíð- arveg. Tilboð óskast. Upplýsingar í síma 4143. TIL SÖLU nýlegur kerruvagn. Upplýsingar í síma 3068. TIL SÖLU Picasso sófasett, mjög vel með farið. Einnig borð og hornborð. Upplýsingar í síma 3180. ATVINNA Óska eftir atvinnu við verslunarstörf eða sam- bærileg störf. Upplýsingar í síma 3762 kl. 18:00-19:00 Tregt er mér um tungu þá ég reyni að minnast okk- ar ástsæla og virta for- manns, Guðrúnar Jónsdótt- ur. Guðrún andaðist hinn 15. nóvember, langt um aldur fram, fæðingardagur hennar var 12. desember árið 1916, og hefði hún því orðið 65 ára nú í næsta mánuði. Ég ætla ekki að tíunda störf hennar almennt, aðeins þakka með fáum orðum, það sem hún var félagi okk- ar Kvennadeild S.V.F.Í. hér á ísafirði, en í þann félags- skap gekk hún árið 1955, Kjarabætur eða... Framhald af bls. 1 var að pakka skreið af miklum móði og er það gert í bónus. Grétari fannst þessir samningar, sem gerðir voru um daginn, smánarsamningar og óréttlátt, að fiskvinnslufólk fengi svo litla hækkun, allir í húsinu væru á einhverskonar bónus, þannig að ef menn skrifuðu undir þennan samning, þá væri ekki verið að skrifa undir neitt í rauninni. Hann vildi að A.S.V. héldi sínu máli til streitu og léti reyna á hvað gerðist. varaformaður var hún frá árinu ’61, kjörin formaður frá ’75 og gegndi því til dauðadags með miklum sóma. Guðrún, eða eins og ég vil helst segja, Gunna okkar Jóns, var elskuleg og vel gerð manneskja. Sérstæðan, skemmtilegan húmor hafði hún, og setti með framkomu sinni allri ákveðinn svip á fundi félagsins. Hún var gædd þeim eig- inleik að laða fram það besta hjá samstarfsfólki sínu, og þannig fá það til að njóta sín, en draga sjálfa sig held- ur til baka. Mikilvirk var hún í starfi að slysavarnamálum og á- vann félaginu virðingu og velvilja útávið og með henni var gott að starfa. 1 húsi hennar áttum við í stjórn Kvennadeildar S.V.F.Í. á ísafirði, margar ánægjustundir. Fyrir allt sem hún var félaginu, og allt það er hún skilur eftir hjá okkur sem einstaklingum, þökkum við nú að leiðarlokum. Minningar þyrpast fram í hugann, þær verða ekki skráðar á blað, en ég trúi og vona að sá andblær er hún skóp á fundum, og í allri Guðrún Jónsdóttir okkar starfsemi, lifi áfram, og verði hvati áframhald- andi öflugs starfs, félagsskap okkar til handa. Þannig heiðrum við best okkar látna formann. Skáldamál tengist okkar síðustu samskiptum, með orðum hans sendum við eig- inmanni hennar, svo og ást- vinum öllum, samúðar- kveðjur. Blessuð sé hennar minn- ing. Löng er leið. Langir eru farvegar. Djúp er dauðans móða. En minning þinni glata’ ei hin myrku öfl úr grátnum muna mér. F. h. Kvennadeildar S.V.F.Í. á ísafirði Anna M. Helgadóttir. AÐALFUNDUR KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ HÖRÐUR heldur aðalfund n.k. miðvikudag, 2. desember kl. 20:30, að Uppsölum, miðhæð. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf önnur mál STJÓRNIN á leið til borgarinnar? Þá er gott að hafa lipran gæðing til umráða Hann höfum við til reiðu fyrir þig Þú hringir og bíllinn bíður á flugvellinum...! Tlilaleiaan hf. --------CAR RENTAL $75400 o_:>:__: A a i/ ___: Smiðjuvegi 44 Kópavogi 1 ' 1 11 11 11 11 1 1 1 1 1 1 1 1 1

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.