Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1981, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1981, Blaðsíða 4
vestfirska I FRETTABLASID PÓLLINN HF. Aðalstræti 9, ísafirði TÖLVUÞJÓNUSTA Getum afgreitt með stuttum fyrirvara hin hraðvirku ABC-80 tölvukerfi með forritum fyrir: ★ Fjárhags- og viðskipta- mannabókhald ★ Launabókhald ★ Ýmis forrit fyrir fram- leiðsiueftirlit, Iagerbók- hald, verðlista, útskrift reikninga o. fl. Forritunar- og viðgerðarþjónusta Sýningarkerfi á staðnum Sjón er sögu ríkari. Vestfirðingar Á næstu sunnu- dögum verða seld merki Kristniboðshátíðarinnar til styrktar þeim viðburðum, sem urðu á þessu ári til að minnast 1000 ára kristniboðs á íslandi. Takið sölubörnum vel! PRESTAFÉLAG VESTFJARÐA TIL SÖLU! Ford Mustang Mark I, árgerð 1972. Ný vetrar- dekk og sumar- dekk fylgja. Upplýsingar í síma 3229 eða 4029. — VIDEOKLÚBBUR VESTFJARÐA — — SÍMAR 3239 OG 3306 — QQH KRISTNIBOÐSHÁTÍÐ HQQH yö 1 VESTFIRDINGA 1^0 I VHS-Betamax Úrval af filmum í VHS og Beta- max. Leigjum einnig út myndsegulbönd. VIDEOKLUBBUR VESTFJARÐA Hlíðarvegi 5 — Símar 3239-3306 Hvai FERÐAi Hvað er betra en KMzbdfei FERÐA SKRIFS TOFA VES TFJA RÐA SÍMAR 3457 OG 3557 Ósk um frekari stuðning —Frá Knattspyrnuráði ísafjarðar Knattspyrnuráð ísafjarðar hef- ur hafið undirbúning að starfi næsta árs, enda ekki til setunnar boðið þegar höfð eru í huga þau miklu verkefni sem fyrir liggja. Mönnum er eflaust í fersku minni hinn frábæri árangur meistara- flokks f.B.I. á s.l. sumri, þegar liðið vann sér rétt til þátttöku í I. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu næsta keppnistímabil. f þessu sambandi verður einnig að minna á það, að liðið vann alla sína heimaleiki (í sumar) og er hér um fátítt afrek að ræða, sem ekki hefur verið lofað sem skyldi. Liðið brást því ekki stuðnings- mönnum sínum, og mun ekki heldur á næsta ári. Sá sem mestan þátt átti í velgengni liðsins (að leikmönnum ólöstuðum), var þjálfari þess, Magnús Jónatans- son. Því var það, að strax að loknu keppnistímabilinu og að höfðu samráði við leikmenn liðs- ins, gekk stjórn K.R.I. til samn- inga við Magnús, enda var vitað að mörg félög höfðu áhuga á að fá hann til liðs við sig. Samningar tókust, og hafa haustæfingar nú staðið í rúman mánuð. Mega fs- firðingar vænta mikils af starfi Magnúsar næsta ár, þegar mót- herjar verða öll beztu knatt- spyrnulið landsins. Mörgum finnst e.t.v. að of mik- il áherzla hafi verið lögð á starf meistaraflokks Í.B.Í. á kostnað annarra flokka síðastliðin ár. Það er eflaust eitthvað til í þessari athugasemd, en ástæðan liggur í athugunarleysi fremur en ásetn- ingi, svo og því, hvernig knatt- spyrnustarfið hér er uppbyggt. Það er samt staðreynd að góður árangur meistaraflokks I.B.I. hef- ur vakið athygli vítt um land og kveikt eldmóð í brjóstum ungra knattspyrnuiðkenda hér. Slíkt gerir gjarna árangur afreksmanna í íþróttum. Þennan geysilega á- huga verður að virkja og hefur stjórn K.R.f. einsett sér að vinna ötullega að þeim málum á næsta ári með þau tvö markmið í huga, að skapa unglingum áhugaverðar og uppbyggitegar tómstundir og jafnframt að treysta þann grund- völl sem knattspyrnustarf hér á ísafirði mun byggja á í framtíð- inni. Ekki verður tíundað hér hvernig áformað er að vinna að þessum málum, en um mikið starf er að ræða og að mestu unnið í sjálfboðavinnu, sem þó dugir ekki til (því miður). fþróttastarfsemi kostar peninga, sem menn þó geta huggað sig við^að er vel varið. Knattspyrnuráð ísafjarðar hef- ur hleypt af stokkunum glæsilegu happdrætti, þar sem aðalvinning- ur er Mazda 626. Þetta happ- drætti á að leggja grunninn að traustri fjárhagsstöðu knatt- spyrnuráðs næsta ár. Sendir hafa verið miðar til all margra brott- fluttra ísfirðinga og hafa þeir brugðist vel við. Jafnframt hefur verið gengið í hús hér á ísafirði en undirtektir hafa ekki verið eftir vonum. Fram til jóla, eða þar til dregið verður, þann 19. desember n.k., verða miðar seldir í Sport- hlöðunni, Blómabúðinni, Penslin- um, Gosa og síðan í aðalvinn- ingnum þegar hann kemur til fsa- fjarðar um mánaðamótin nóv.- des. Síðastliðið sumar treysti K.R.f. á stuðning velunnara sinna og varð ekki fyrir vonbrigðum. Enn á ný leitar K.R.f. eftir stuðningi ykkar, sem nú er bezt sýndur með miðakaupum í þessu happdrætti. Stöndum saman, — jafnt á vellinum sem utan hans. Stjórn K.R.Í. Ó.H.Ó. I vÉitiÍriÍti I FRETTABLAEID Sportvörudeild SALOMOIM ATOMIC SKI Skíðavörur í sérflokki INNSBRUCK skíðafatnaður YOUNGSTER skíðafatnaður Tökum upp á næstu dögum FISHER skíði DACHSTEIN skíðaskó £inarQuðfjinnszon h. ý Bolungarvík — Sími 7200

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.