Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1981, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1981, Blaðsíða 8
© PÓLLINN HF Isafirði Sími3792 ! Kröfur A.S.V. í j j athugun hjá I j ríkisstjórninni j „Ráðherra viðurkenndi að þetta væri mikið réttlætis- mál sem við værum með og hann skildi það ósköp vel og kvað þetta hafa verið í athugun í ráðuneytinu f nokkurn tíma,“ sagði Pétur Slgurðsson forseti Alþýðusambands Vestfjarða, þegar blaðið innti hann eftir fundi sendi- nefndar Vestfirðinga til forsætisráðherra s.l. miðvikudag. I | „Við settum engar fastar kröfur fram, en bentum honum I á, að til þess að leysa málið núna, væri til dæmis hægt • að flýta fyrir því með því að hækka olíustyrkinn, og hvernig í það yrði tekið með því að kanna málið í botn. Ráðherra gaf ekkert út á það. Okkur sýnist það vera leið, því það er hægt með einu handtaki að hækka olíustyrk- inn veruiega. Málið stendur þannig núna, að það er í athugun hjá ríkisstjórninni og átti að ræða það í gær, fimmtudag," sagði Pétur. „Mér finnst afar ótrúlegt, að fólk sætti sig við þennan samning sem liggur fyrir hjá | aðildarfélögum Alþýðusambands íslands, en ég get ekk- ert sagt um framhald mála, ef við fáum enga úrlausn | I þess sem við höfum farið fram á.“ ■ f. I Takmarkanir og stjórnunaraðgerðir hafa minnkað hlutdeild andi hlutdeild Vestfirðinga í veiðunum. Jón á Veðrará Framsýni — Ekki mol- búahátt Jón á Veðrará hafði sam- band við blaðið og sagði farir Önfirðinga ekki sléttar í sam- bandi við sjónvarpið: „Kvartað hefur verið yfir út- sendingum sjónvarps hér á Flat- eyri, en lítið hefur verið um svör ráðamanna. Heyrst hefur, að þetta eigi að batna í vor, en þá er búið að greiða tvisvar sinnum fyrir afnotagjald af sjónvarpi, sem ekki hefur sést nema annan hvorn dag að einhverju leyti. Tækin, sem nú eru komin í flest hús eru næmari fyrir utanaðkomandi truflunum, það hefur til dæmis komið fram á þeim, þegar raf- magnshitatúpur kveikja á sér. Hvers vegna er þetta svona? Jú, skýringin er sú, að við hér erum með alltof lítinn og aflóga sendi, minnstu gerð, sem aldrei hefur fullnægt því svæði sem honum hefur verið ætlað. Þessi sendir er í Holti. Kröfurnar eru meiri í dag eftir að fólk hefur farið og séð sjónvarp á þeim stöðum þar sem kröfum hefur orðið að sinna. Hér þarf að setja upp minnst tíu sinn- um stærri sendi en fyrir er og hækka mastrið til muna og eins netið sem er í Holti. Hér þarf framsýni, en ekkb áframhaldandi molbúahátt og uppræta þann Framhald á bls. 7 Jólin nálgast — Aðventa hefst hæsta sunnudag FYRSTA SENDINGIN AF VINSÆLU SÆNSKU AÐVENTULJÓSUNUM KOMIN ★ ★ ★ TRYGGIÐ YKKUR LJÓS í TÍMA. í FYRRA SELDUST ÞAU UPP LÖNGU FYRIR JÓL. okkar í veiðunum —segir Karvel Pálmason, formaður atvinnu- málanefndar Bolungarvíkur í kjölfar ályktunar atvinnu- málanefndar Bolungarvíkur, sem samþykkt var á fundi nefndarinnar þann 7. nóvem- ber og laut að alvarlegum af- leiðingum minnkandi hlut- deildar Vestfirðinga í þorsk- veiðunum, hafði blaðið sam- band við formann nefndarinnar Karvel Pálmason. Karvel var spurður hverja hann teldi helstu ástæðuna fyrir minnk- „Ég persónulega, tel ástæðuna fyrst og fremst þá, að takmarkanir og stjórnunaraðgerðir sem verið hafa í þorskveiðunum undanfarin tvö ár líklega og þar innifalið skrapdagafyrirkomulagið hafi haft þær afleiðingar að okkar hlutur hefur skerst sem raun ber vitni.“ Hvað með stórfjölgun togara í öðrum landshlutum? Karvel Pálmason „Það hangir auðvitað saman, það er alveg Ijóst, en þetta, eins og skrapdagakerfið hefur verið sett upp, það hefur þýtt það, að á toppunum sem í flestum tilfellum hefur verið á sumrin undanfarið, þá hefur þetta verið keyrt niður á skrapdagakerfi, en á öðrum veiði- svæðum hafa þeir haldið sínum hlut á hávertíðinni.“ Til hverra er þessari ályktun beint? „Við höfum í sjálfu sér ekkert ályktað, við töldum bara nauð- synlegt í ljósi þessarar þróunar sem hefur átt sér stað, að haldinn yrði fundur þar sem heimaaðilar ræddu þessi mál, gerðu sér grein Framhald á bls. 7. AÐVENTULJÓS Það er æðislega gaman að keppa Samkvæmt upplýsingum Björns Helgasonar, íþróttafull- trúa, þá er í ráði, að öllu for- fallalausu, að opna skíðalyft- urnar á Seljalandsdal í dag, fimmtudag. Þær voru reyndar á sunnudaginn var, og þá búið að stilla, en formleg opnun verður væntanlega í dag. Sagði Björn, að fram að áramótum yrðu lyfturnar opnar á þriðju- dags- og fimmtudagskvöldum og um helgar. Ekki væri alveg Ijóst um annan rekstur, svo sem veitingasölu og væru þau mál í athugun. Þá væri ekki búið að ganga frá því hvort Guðmundur Marinósson yrði áfram forstöðumaður við skíðasvæðið í vetur eins og undanfarið, að því er Björn tjáði blaðinu. f. Jón Páll Halldórsson þingi fiskideildanna. Sú tillaga fékk þarna góðan hljómgrunn og var samþykkt bæði á fiski- þingi og aðalfundi L.f.Ú. Núna þurfa skipstjórar að tilkynna, tólf tímum eftir að þeir láta úr höfn, hvernig veiðar þeir ætla að stunda, en samkvæmt til- lögu okkar sem ég ræddi um, tilkynna þeir að lokinni veiði- ferð, hvort þeir hafa verið á þorskveiðum eða skrapi. Þá hefur prósentan verið bundin, hvað þeir mega hafa mikinn þorsk í aflanum, 15%, en í þessari tillögu er því breytt þannig, að þeir megi vera með 5,15 eða 25% af afla.“ Varðandi önnur mál, þá voru það tryggingamá! og svo við- hald og endurnýjun skipastóls- ins og hélt Bárður Hafsteins- son, skipaverkfræðngur, fróð- legt erindi um það efni, að sögn Jóns Páls Halldórssonar. f. Skíðalyfturnar opnaðar í dag Tilbúið fyrir flugbrautarljós, en ljósin vantar f viðtali við Guðbjörn Charl- esson hjá flugmálastjórn, feng- ust þær upplýsingar, að allt væri nú tilbúið varðandi flug- brautarljós á tsafjarðarflugvelli nema Ijósin sjálf. Eftir því sem hann vissi best, hafði seinkað afgreiðslu á þeim eða eitthvað því um líkt, en uppsetning þeirra er á framkvæmdaáætlun þessa árs. Sagði Guðbjörn bagalegt að fá ekki Ijósin, því í rauninni væri myrkur í þessum skáp sem fsafjarðarflugvöllur væri, enda þótt að sólartaflan segði vera bjart. Guðbjörn tók það fram, að ekki væri pen- ingaleysi um að kenna hvað Ijósin snerti. Blaðið reyndi ár- angurslaust að hafa samband við Hauk Hauksson hjá flug- málastjóra, en hann hefur með þessi mál að gera hvað varðar uppsetningu Ijósanna. f. ! vestfirska FRETTABLADI9 Kvótinn á ekki þann hljómgrunn, sem menn gætu haldið . ..... . ... Frá fsafjarðarflugvelli —segir Jón Páll Halldórsson „Það er gert miklu meira úr þessu kvótatali heldur en það er í raun og sannleika," sagði Jón Páll Halldórsson, þegar blaðið innti hann eftir fréttum af aðalfundi L.f.Ú. sem var í fyrri viku. „Kvótinn á ekki þann hljómgrunn, sem menn gætu haldið af því að lesa blöð og hlusta á útvarp. Sú ályktun sem samþykkt var um stjórnun fisk- veiða var í megindráttum sam- hljóða þeirri ályktun sem gerð var á Fiskiþingi. Það er um endurbætur á skrapdagakerf- inu, sem byggt er á tillögu sem samþykkt var hér á fjórðungs-

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.