Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 23.02.1984, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 23.02.1984, Blaðsíða 4
vestlirslM 4 isafjarðarkanpstaðor Bæjarsjóður ísafjarðar óskar eftir umsjónarmanni í hlutastarf við fé- lagsmiðstöð unglinga. Upplýsingar gefur íþrótta- og æskulýðsfull- trúi á bæjarskrifstofunum í síma 3722. Leikskólinn við Hlíðarveg Fólk vantar í afleysingar fyrir og eftir hádegi. Jafnframt vantar starfsmann frá kl. 15:00 — 17:00. Upplýsingar í síma 3185. BÆJA RS TJÓRINN Til sölu Fasteignin Bakkavegur 14, Hnífsdal. Grunn- flötur 210 ferm. og 25 ferm. bjlskúr. Tilboð óskast og sendist til Halldórs Guð- mundssonar, Torfnesi, ísafirði, en hann gef- ur nánari upplýsingar. Áskilinn er réttur til að þess að taka hvaða til- boði sem er, eða hafna öllum. Myndlistarsýning á hótelinu Á morgun, föstudag, verður opnuð myndlist- arsýning á Hótel ísafjörður. Á sýningunni eru verk íslenskra listamanna og eru þau til sölu. Allar upplýsingar veitir Guðrún Halldórsdóttir á skrifstofu Vestfirska fréttablaðsins í síma 4011, eða heima í síma 3100. Helgarmatseðill á hótelinu FÖSTUDAGUR LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 25. FEBRÚAR Rækjukokteill o London lamb eða Nautabuffsteik o ís með heitri appelsínusósu Gratineruð frönsk lauksúpa o Blandað kjöt á teini með kryddhrísgrjónum eða Ávaxtafyllt aligæs með appelsínusósu, blómkáli og gljáðum gulrótum o Perur „Bella Helena“ HÓTEL ÍSAFJÖRÐUR Sími 4111 FRETTABLADIÐ Póllinn hf. á ísafirði: Fékk heiðursverðlaun úr Yerðlaunasjóði iðnaðarins — hefur framleitt um 500 tölvuvogir Fyrir nokkru fékk Póllinn h.f. á isafirði heiðursverðlaun úr Verðlaunasjóði iðnaðarins. Verðlaunin voru veitt fyrir upp- finningar og framfarir á sviði örtölvutækni, sem hagnýttar hafa verið í þágu atvinnulífs landsmanna. Tilgangur verð- verðiaunasjóðsins er að örva til dáða á sviði iðnaðarmála og jafnframt að vekja athygli á þeim afrekum, sem unnin hafa verið og unnin verða á því sviði. Sjóðurinn var stofnaður 1976 og er þetta í fyrsta skipti sem fyrirtæki fær viðurkenn- ingu, áður hafa verðlaunahafar alltaf verið einstakiingar. Verð- launin námu 100 þús. kr. Öllum ber saman um að Póll- inn sé vel að þessum verðlaunum kominn. enda hefur hann verið frumkvöðull í hönnun á ýmsum rafeindabúnaði fyrir frystiiðnað- inn. UMHVERFISÞEKKINGIN KOMSÉR VEL Hlutafélagið Póllinn h.f. var stofnað 1966 af þremur rafvirkj- um. útvarpsvirkja og hagfræðingi. Stofnendur störfuðu allir við reksturinn. sem í upphafi var al- mennt rafmagnsverkstæði og út- varpsviðgerðir. Vegna staðsetningar fyrirtækis- ins í gamalgrónum útgerðar- og fiskiðnaðarbæ voru verkefnin frá byrjun að stórum hluta nýlagnir og viðhald rafbúnaðar í frystihús- um og fiskibátum. Mikil bleyta, salt og fleiri umhverfisþættir valda því að haga þarf frágangi rafbúnaðar með tilliti til þess. Starfsmenn fyrirtækisins öðluðust því fljótlega mikla reynslu á þessu sviði. og má segja að þessi um- hverfisþekking hafi stuðlað að því að útvarpsvirki fyrirtækisins hófst fljótlega eftir stofnun þess handa við að smíða spennustilla fyrir rafala í fiskibátum, vegna slæmr- ar reynslu af innfluttum spennu- stillum við þessar aðstæður. Þess- ir nýju spennustillar reyndust vel. og smíði fleiri hliðstæðra raf- eindatækja, eins og baujuljós- blikkara, lekaaðvörunartækja, hleðslutækja, álagsstýritækja og veiðiljósablikkara. fylgdi fljótlega í kjölfarið. Fljótlega eftir stofnun fyrirtæk- isins hófust einnig miklir upp- gangstímar í útgerð og fisk- vinnslu. og fóru umsvif fyrirtæk- isins ört vaxandi. Eftir 10 ár frá stofnun þess hafi starfsmanna- fjöldinn þrefaldast og húsnæðið. sem keypt var við stofnun þess. orðið of þröngt fyrir starfsemina. Ráðist var í byggingu myndarlegs verkstæðishúss, sem tekið var í notkun árið I977. Um svipað leyti var einnig ráð- inn til fyrirtækisins rafeinda- tæknifræðingur til að vinna að frekari þróun rafeindatækja. Eitt af fyrstu verkefnum hans var að smíða innvigtunarvog fyrir Hraðfrystihúsið Norðurtanga h.f., og lauk því verki á miðju árinu 1978. f fyrirtækinu var þá mörkuð sú stefna að það skyldi leggja sig eftir hinni nýju örtölvutækni. Keypt var örtölvuþróunarkerfi, og hafin þróun tölvuvoga fyrir frystihús, og var þar byggt á þeirri reynslu sem fékkst af smíði inn- vigtunarvogarinnar og þeirri trú að umhverfisþekking fyrirtækis- ins myndi nýtast vel við þróun voganna og leiða til þess að þær hefðu ýmsa kosti í þessu sérstaka umhverfi. umfram fjöldafram- leiddar erlendar vogir, sem ekki væru þróaðar með sérþarfir ís- lenskra frystihúsa í huga. AFKASTAGETAN 250 — 300 VOGIRÁÁRI Alls hafa nú verið framleiddar um 500 vogir og er afkastagetan orðin 250 — 300 vogir á ári. Vogirnar hafa verið seldar út um allt land, og árið 1981 hófst út- flutningur á Póls-vogum til Fær- eyja. Vogirnar hafa fengið mjög góðar viðtökur í Færeyjum og er markaðshlutdeild Pólsins nú svip- uð þar og á íslandi. Þá er fyrir- tækið búið að fá löggildingu í Danmörku og á Grænlandi og löggilding í Noregi er á döfinni. en þaðan hafa þegar borist pant- anir. Þeir Pólsmenn telja sig eiga góða möguleika á að ná árangri í útflutningi til annarra landa, svo sem Noregs. Grænlands. Dan- merkur, Kanada og Bandaríkj- anna, svo eitthvað sé nefnt. STÖÐUG ÞRÓUN Að sögn Ásgeirs Erlings Gunn- arssonar, framkvæmdastjóra, er nú helsti vaxtarbroddur fyrirtæk- isins í forritun. Unnið er að þróun vogaeftirlitskerfis, sem tengt er yfir 100 vogum og getur gefið margskonar upplýsingar um gang framleiðslunnar. Það getur t.d. sýnt hráefnisnýtingu í flökunar- samstæðu og gefur þannig verk- stjóra möguleika á að fyigjast með hvort eitthvað fer úrskeiðis við flökunina. Þá eykur það einn- ig hraða og nákvæmni við bónus- útreikning, því hægt er að reikna út bónusinn í lok hverrar lotu. Þá er Reykjavíkurdeild Pólsins að senda frá sér sérstakan útgerð- arpakka. í honum verða forrit fyrir fjárhags- og viðskiptabók- hald, launaútreikning. einnig aflaskiptaforrit, og ýmislegt ann- að varðandi það sem útgerðin þarf að skila af sér. Alls starfa nú um 50 manns hjá fyrirtækinu. þar af 15 við fram- leiðslu rafeinda- og tölvubúnaðar. Lætur nærri að starfsmannafjöldi fyrirtækisins hafi tífaldast frá stofnun þess. Vestfirska fréttablaðið óskar Pólnum til hamingju með heið- ursverðlaunin. Öm Ingólfsson, Hálfdán Ingólfsson og Ásgeir Erling Gunnarsson innanum vogir og tölvur

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.