Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 23.02.1984, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 23.02.1984, Blaðsíða 7
vestíirska FRETTABLAfllD Dagný var með námskeið á ísafirði í janúar og þá var viðtalið tekið Dagný Björk Pjetursdóttir, danskennari: Travolta bjargaði karlmönnum Hláturmild og geisl- andi af lífsgleði birtist hún okkur og skrifar j í Pétursdóttir, en harðneitar að segja okkur af hverju.__________ Dagný Björk heitir hún og er Pjetursdótt- ir af fyrrgreindum ástæðum, danskenn- ari að mennt og ný- lega orðin móðir, en fæst að auki við ann- ars konar listsköpun, sem hún harðbannar okkur að segja frá. Sem betur fer hefur hún frá mörgu öðru að segja: „Veistu það að ég var búin að ákveða það þegar ég var 7 ára að ég ætlaði að verða danskennari. Þetta var alveg æðislegur draumur," segir hún og hlær sínum dillandi hlátri. „En ég vissi að á ísafirði gæti ég aldrei lært að verða dans- kennari og þegar ég flutti suð- ur, 12 ára, var það náttúrulega það fyrsta sem ég gerði að fara í dansskóla. Þá var ég strax valin f sýningarhóp hjá Heiðari og síðan þróaðist þetta smátt og smátt, — 15 ára tók ég heimsmerki í dansi, sem er al- þjóðlegt próf, og 16 ára byrjaði ég síðan að læra.” EKKERT MÁLAÐ LÆRA DANSANA — Hvað er þetta langt nám? ..Fjögur ár.“ segir Dagný á inn- soginu og kveður námstímann skiptast í tvo hluta. Eftir tvö ár er tekið svokallað ballroom-próf, þar sem prófað er í foxtrot, valsi, quickstep o.fl„ og siðan svonefnt latin-próf, sem eru suður- amerískir dansar. „Fyrstu tvö árin er maður bara aðstoðarkennari, en um leið og maður er búinn að taka annað prófið fer maður að kenna sjálfstætt. Maður þarf að skila 36 tímum á viku.“ — Er ekki erfitt að læra alla þessa dansa? Ég mundi örugglega rugla þessu öllu saman. Nú skellihlær Dagný: „Nei, veistu það, þetta er ekkert mál. Þetta er bara eins og hvert annað nám, maður lítur á einhverja bók og sér þetta alveg fyrir sér.“ — Já, lærir maður dans af bók- um? ,,Já, maður lærir líka af bókum, tæknina lærir maður þannig, — hvort stíga eigi á ská, einn fjórða til vinstri eða hægri, á hæl eða tá o.s.frv. Síðan þegar maður er bú- inn að læra dansinn verður hann orðinn vani sem maður gleymir ekki. Þetta er ekki páfagaukalær- dómur sem maður gleymir strax eftir próf.“ MAOUR KEMUR EKKI MEÐ ÁHYGGJURNAR MEÐ SÉR í VINNUNA — Nú ert þú búin að kenna dans í 8 ár, ertu ekkert farin að fá leið á því? „Nei,“ segir hún af slíkri á- kveðni að ekki fer á milli mála að hún meinar það sem hún segir. — Er þetta gaman? „Já, alveg ofsalega skemmti- legt. En þetta er mjög krefjandi starf. maður kemur ekki með á- hyggjurnar með sér í vinnuna. því þá missir maður bara nemend- urna. Maður verður að gefa sig allan í þetta.“ — Verðurðu ekki alltaf að hafa einhverja brandara á takteinum? Hún hlær dátt og segir það ábyggilega sitt um glaðværðina I tímunum hjá henni. „Maður reynir náttúrulega að gera eitt- hvað sniðugt til að lífga uppá tímana," hlær hún. RÖDDIN FER ALLTAF — Er ekki mikið puð að öskra skipanir allan daginn? „Þú heyrir hvernig röddin er,“ segir hún kímin (hún er svolítið hás, en ekki nálægt því jafn slæm og Páll Heiðar). „Röddin fer allt- af þegar ég er að kenna svona marga tíma á dag.“ Síðan fer hún að telja og kemst uppí 10. „Ég kenni 10 tíma á dag.“ — Er hægt að lifa af því að kenna dans? „Já,“ segir hún og manni finnst hún gefa í skyn hve ánægjuleg staðreynd það sé. „En maður tek- ur áhættu þegar maður starfar svona sjálfstætt. Sjö mánuði á ári gengur þetta vel. en á sumrin þýðir ekkert að standa í þessu. þá er svo margt annað sem glepur. Þá hef ég starfað við íþróttir og útilíf." GET HEILAÞVEGIÐ SJÁLFA MIG — Semurðu dansa? „Já, og það finnst mér alveg ofsalega gaman. Ég get alveg heilaþvegið sjálfa mig við að semja dans. en þá þarf ég mikinn tíma og ferskt loft.“ — En er ekki erfitt að búa til verulega frumlegan dans nú þeg- ar til eru svo ótalmörg spor? „Það er mjög margt fólk núorð- ið sem setur upp prógrömm. en ég sníð hins vegar oftast mína dansa fyrir ákveðinn hóp. Þá þekki ég krakkana og hreyfingar þeirra. Ég er t.d. með einn slíkan hóp hérna núna, hóp sem við stofnuðum í haust og getum von- andi haldið áfram með næsta haust.“ — Er ekki gaman að horfa á eigin dans? „Jú, manni getur liðið alveg ofsaiega vel.“ og þetta segir hún af mikilli innlifun. „Þá sér maður virkilegan árangur." ALDREI GETAÐ SKÁKAÐ KELLINGUNNI — Hvernig ferðu að því að halda þér við, staðna ekki? „Ég fer til útlanda á sumrin. — I fyrsta skipti fór ég til Bandaríkj- anna og var í tímum hjá sextugri kellingu og hef aldrei getað leikið eftir það sem hún gerði.“ — Þú verður kannski á toppnum um sextugt? „Já, miðað við hana, hún var alveg svakalega góð.“ Dagný segist síðan undanfarin ár hafa farið til Kaupmannahafn- ar á sumarnámskeið og komið heim með nýjustu dansana. Þar bauðst henni m.a. að fara í tíma hjá Danmerkurmeistaranum til að læra dansa úr Flashdance, en afþakkaði boðið þar sem hún taldi það ekki nýtast sér við kennslu. Þá sagði hún að nú væri jafnvel hægt að spara sér utan- landsferðir með því að nota vídeo. TRAVOLTABJARGAÐI KARLMÖNNUM — Hvernig gengur að fá stráka í dansinn? „John Travolta bjargaði karl- mönnum, þá fengu þeir trú á að þeir gætu þetta líka. Það þurfti einhverja svona stjörnu til að koma þeim í skilning um það.” LIST EÐA ÍÞRÓTT? — Hvort er dansinn list eða í- þrótt? Dagný tekur sér umhugsunar- tíma. „Ætli hann sé ekki bara hvort tveggja. En þegar sett er upp sýning þá nálgast hann frekar list.“ Síðan segir hún að jassballett- inn, sem nú sé í tísku, sé millistig ÍFASTEÍGNA-' j VIÐSKIPTI | ÍSAFJÖRÐUR: | 2 herb. íbúðir: I Túngata 3, efri hæð I Stekkjargata 40 3 herb. íbúðir: I Aðalstræti 8, suðurendi I Fjarðarstræti 51, efri hæð I Fjarðarstræti 38, 1. hæð j Fjarðarstræti 39, n. e. I Hlíðarvegur 7, 1. h. t. v. I Stórholt 7, 2. hæð j Sundstræti 27, e. h., n. e. I 4 herb. íbúðir: j Hlíðarvegur 45, e. h. t. h. . Hjallavegur 8, neðri hæð I Mjailargata 6, e. h., s. e. I Silfurgata 11,3. hæð I Einbýlishús/Raðhús: ■ Fagraholt 9, einbýlishús I Hafraholt 18, raðhús I Lyngholt 8, einbýlishús [ Hafraholt 8, raðhús Urðarvegur 56, raðhús BOLUNGARVÍK: Einbýlishús: Hjallastræti 39 Holtabrún 7 Holtabrún 2 Höfðastígur 12 Skólastígur 7 Traðarstígur 5 Traðarland 8 Völusteinsstræti 13 Vitastígur 8 Hringið eða lítið inn. Verið velkomin. Tryggvi Guðmundsson Hrannargötu 2, ísafirði, sími 3940 milli fimleika og dans. „Þar þarf maður að nota allan líkamann." Á HEIMA HÉRNA — Þú kemur alltaf aftur og aftur á ísafjörð, hvernig í ósköpunum stendur á því? „Ég á heima hérna, er Isfirð- ingur í húð og hár, þó ég eigi lögheimili í Kópavogi.“ — Ertu kannski að hugsa um að flytja hingað? „Já, mig langar að flytja hingað næsta haust og hafa námskeið í 6 — 8 vikur. — Þó ég hafi búið hérna sem krakki veit ég í raun ekki hvað það er að búa hérna sem fullorðin, ég kem og ég fer. En mér er alltaf ofsalega vel tek- ið.“ Svo hló hún. FRAMTALSAÐSTOÐ Pantið tíma í síma 7570 og 7569 á kvöldin. Fyrirtækjaþjónustan Bolungarvík Bókhaldsstofa — Rekstrarráðgjöf Grundarstíg 5 — Pósthólf 210

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.