Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 5
véstfirski I rRETTABLADIS Ég er alitaff að hreyfa mig eitthvað - segir Stella Hjaltadóttir, þrefaldur íslandsmeistari Stella Hjaltadóttir göngu- kona hefur gert garðinn frægan í vetur,'— hún hefur unnið öll sín mót og telst henni til að 7 eða 8 gullpeningar hefðu bæst í safn hennar á keppnistímabilinu. Stella sem er 16 ára, keppir nú í flokki 16—18 ára, en í boð- göngunni á nýafstöðnu lands- móti á Akureyri fékk hún betri tíma en íslandsmeistarinn í kvennaflokki. Hvort hún væri þá ekki orðin besta göngukona á fslandi? „Ég veit það nú ekki,“ sagði Stella og vildi greinilega frekar láta afrekin tala en vera með yfirlýsingar í anda Múhamm- eðs Ali. Keppnina á Akureyri sagði hún hafa verið svolítið Atli Einarsson, 17, hefur komið mjög á óvart í vetur með því að komast hvað eftir annað upp á milli landsliðsmannanna eða jafnvel uppfyrir þá. Að- spurður sagðist hann hafa upp- skorið 9 verðlaunapeninga á vetrinum, þar af eitt gull fyrir sigur í svigi á Olympíumótinu á fsafirði. Af landsmótinu kom hann með þrjá verðlaunapen- inga í pússi sínu: varð annar í svigi, þriðji í stórsvigi og annar í alpatvíkeppni. Samt segist hann finna sig betur í stórsvigi. „Já, ég er mjög ánægður með veturinn. Þetta hefur verið að koma núna seinnipartinn í vetur,“ sagði Atli. — Hefurðu æft mikið í vetur? „Það er ekki hægt að segja að ég hafi æft neitt rosalega. Eg hef unnið hálfan daginn og æft eftir hádegi þegar veður hefur leyft.“ — Stefnirðu að einhverju sérstöku? „Nei, ég stefni eiginlega ekki að neinu.“ — Þú stefnir ekki að því að erfiða, en af úrslitum má ráða að hún hafi verið í sérflokki. „Ég hef æft mjög vel í vetur,“ sagði Stella. „Eg hef farið á skíði 6 daga vikunnar, alla daga nema mánudaga, og æft svona IV2 tíma í einu, stundum lengur, stundum skemur. Svo fór ég í tæplega þriggja vikna æfinga- ferð til Geilo í Noregi í janúar og hafði mjög gott af því.“ Stella æfði til skamms tíma sund og gat sér gott orð fyrir, en segist hafa orðið að velja á milli sundsins og skíðanna vegna þess hve æfingar voru orðnar strangar. „Ég valdi líka skíðin af því mér þóttu þau skemmtilegri,“ segir hún. — Færðu aldrei leið á þessu? „Jú, það kemur fyrir að maður verður þreyttur, en það lagast alltaf,“ segir hún og hyggst halda áfram að æfa næstu ár. ísfirðingar verða sennilega ekki á flæðiskeri staddir í kvennagöngunni á meðan. Stella er í prófum um þessar mundir — gangi henni sem best — og sagðist því hafa orðið að slá af æfingunum í bili. í sumar verður hún svo á fullu á eftir bolta, því hún ætlar að spila með 1. deildar liði ÍBI í kvennaknattspymunni. „Ég er alltaf að hreyfa mig eitthvað," segir hún að lokum og við erum ekki frá því að það sé góður lífsstíll. Æfingaaðstað- Enginn grundvöllur meðan ekkert er aðhafst - segir Sigrún Grímsdóttir í Skíðheimum an er stórfín - segir Atli Einarsson komast á næstu Ólympíuleika? „Það er nú svo langt þangað til þeir verða haldnir að það er ekkert víst ég verði í þessu þá. Ég ætla að stunda þetta meðan ég hef gaman af því, lengur er ekki hægt að standa í þessu, þetta er svo dýrt. Það er líka mjög erfitt að stunda þetta með skóla, ég reyndi það í fyrra og það þýddi ekkert, ég lærði ekki neitt.“ í janúar s.l. dvaldi Atli um tveggja vikna skeið í Geilo í Noregi. „Við æfðum þar í 5—6 tíma á dag undir stjóm góðs þjálfara. Ég lærði mikið þar.“ —Hvemig finnst þér æfinga- aðstaðan á ísafirði? „Hún er stórfín. Kannski þarf bráðum að fara að endurnýja lyftumar, en þær hafa þó vel undan í miðri viku.“ — Finnst þér nógu vel stutt við bakið á keppnisfólki hér? „Já þeir gera sitt besta í Skíðaráðinu og hafa gert und- anfarin ár. Það er ekki hægt að ætlast til meira af þeim.“ Nú þegar skíðavertíðinni lýkur vindur Atli sér í knatt- spymuna, en þar er hann líka toppmaður. Sigrún Grímsdóttir hefur séð um skíðaskálann síðastliðna tvo vetur. Við spurðum hana hvernig reksturinn hefði gengið í vetur. Sigrún sagði reksturinn hafa gengið illa. „Það er greinilegur munur milli ára. Ég gæti trúað að það væri allt uppí 50% minni aðsókn núna en í fyrra,“ sagði Sigrún og kvað þetta ekkert einsdæmi á land- inu. „Það má kannski kenna því um hversu lítið er gert til að auglýsa svæðið, en ég held líka að fólk sé orðið leitt, það vill einhverja tilbreytingu. Það þyrfti að gera meira fyrir fólkið, sem kemur á skíðasvæðið, leggja fyrir það brautir og því- umlíkt. Meðan ekkert er að- hafst er enginn grundvöll ur fyrir þessum rekstri hérna.“ Þegar Sigrún var spurð hvort peningaleysi gæti verið ein á- stæða fyrir minni aðsókn sagði hún að sumir hefðu kvartað undan háum lyftugjöldum, en hins vegar virtust krakkar undir tólf hafa nóg af pening um milli handanna, þeir keyptu svo mikið gott. í skíðaskálanum er svefn- pláss fyrir 40 manns í kojum. Sigrún sagði að í vetur hefðu 10 hópar gist í skálanum og er þar um að ræða skólakrakka, fra Isafirði og nágrannabyggðum, en einnig að sunnan. Er þetta nokkur aukning frá árinu á undan. Nýting á kojum hefði því orðið nokkuð góð og það hefði bætt hana enn frekar að flestir hópanna hefðu orðið veðurtepptir í einhvern tíma. Sigrún sagðist hafa sent dreifi- bréf í skóla víðsvegar um landið til að vekja athygli á skálanum. Einnig hefði hún hringt í ná- grannabyggðarlög á góðviðris- dögum og þannig fengið fólk til að koma. „Maður verður að hafa allar klær úti“, sagði Sig- rún. Varðandi veðrið í vetur sagði Sigrún að það hefði verið viss passi að þegar nálgaðist helgar hefði það versnað. Sigrún hefur haft skálann á leigu frá 1. janúar, en leigutím- inn rann.út 1. maí. Hún sagðist ekki ætla að taka skálann á leigu næsta vetur. BRÆÐRATUNGA Bræðratunga, þjalfunar- og þjónustumiðstöð fyrir þroska- hefta, í Tungudal i Skutulsfirði, verður almenningi til sýnis sunnudaginn 13. maí n.k. frá kl. 14:00 til 18:00. Nú, þegar Bræðratunga hefur tekið til starfa, vilja undirritaðir aðilar þakka öllum þeim fjölmörgu sem stutt hafa málefnið. Svæðisstjórn Vestfjarðasvæðis Styrktarfélag vangefinna um málefni fatlaðra á Vestfjörðum

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.