Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.06.1984, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 12.06.1984, Blaðsíða 2
vesilirska FRETTABLAÐID RITSTJÖRN Á ÞRIÐJUDEGI: Óþolandi öryggisleysi Á Þingeyri við Dýrafjörð er H-1 heilsugæslustöð. Þar á að vera einn læknir og einn hjúkrunar- fræðingur í starfi. Það hefur lengst af verið vanda- samt að fá fólk til þessara starfa í hinum fámennari sveitarfélögum. í vetur hefur ástandið þó verið með allra erfiðasta móti á Þingeyri. Læknar hafa aðeins fengist til starfa mjög stuttan tíma í senn og sá sem styst starfaði var aðeins í viku á staðnum. Læknislaust var um tveggja mánaða skeið, en þá þjónaði læknirinn á Flateyri stöð- inni. Læknirinn sem nú er á Þing- eyri hefur verið þar í mánuð og er á förum. Annar hefur verið ráðinn næstu tvo mánuði, en hvað síðan tekur við veit enginn. Það gefur auga leið, að við slíkt öryggisleysi er erfitt að una á ofan- verðri tuttugustu öldinni. Einkum er það óviðunandi að vetrarlagi, þegar heiðar eru lengst af ófærar og illviðri og heimskautamyrkur hamla flugi oft dögum saman. Fram hafa komið hugmyndir um að Landspítali eða Fjórðungs- sjúkrahús væru það vel mönnuð að þau gætu sent lækna út á þessa staði og ýmislegt fleira hefur kom- ið til tals, en ekki hefur enn fundist viðunandi lausn. Það ætti að vera stolt lækna- stéttarinnar að að leysa þetta mál innan sinna vébanda og að láta staði, sem svona eru settir aldrei verða læknislausa. Það eru nægi- lega margir færir og vel menntaðir læknar í landinu og þeir ættu að geta skipulagt þjónustu við fá- menn og afskekkt sveitarfélög. Það væri stéttinni til sóma að standa þannig að málum og um leið einstökum læknum ómetanlegur reynsluskóli. Hvítasunnudansleikur: Og þá var kátt í höllinni I s.l. viku bar það til, að nokkurrar óánægju gætti með þá ákvörðun yfirvaldsins, að fallast ekki á beiðni um dans- leikjahald aðfararnótt annars í hvítasunnu. Gilti þessi ákvörðun fyrir alla firðina. Knattspyrnuráð ísafjarðar hefur haldið þennan dansleik um áraraðir og var fyrir hugað að halda hann í Hnífsdal nú. Að sögn K. R.í. þýddi þessi synjun töluvert fjárhagslegt tjón fyrir Knattspyrnuráð. Mál þetta var sérstaklega rætt á yfirmannafundi áður en gefið var endanlegt afsvar og voru yfirmenn lögreglunnar því al- veg sammála að þetta yrði ekki heimilað. Aðspurður um for- sendur þessarar neitunar sagði Pétur Hafstein sýslumaður, að sér fyndist það í sjálfu sér ó- eðlilegt að halda dansleik á þessum tíma. Neitað var um hliðstæða beiðni um dans- leikjahald aðfararnótt annars í jólum. Eftir að ákvörðun þessi varð opinber komu upp ýmsar óá- nægjuraddir. Til að mótmæla þessari ákvörðun gengu undir- skriftarlistar, þar sem fjöldi manna ritaði nöfn sín. Þegar sýslumanni bárust þessar undirskriftir brá hann skjótt og vinsamlega við. Á- kveðið var að fallast á þessa beiðni og þá með hliðsjón af því að slíkt leyfi hafi verið veitt um dansleik aðfararnótt annars í páskum. Pétur sagði að hann myndi hins vegar ekki undir neinum kringumstæðum fallast á þetta á jóladag. Vf veit ekki betur en að allir hafi unað vel við þessi málalok og að stuðfólkið hafi skemmt sér konunglega á hvítasunnu- nótt. ! Smáauglýsingar BAHÁ’TRÚIN Upplýsingar unt Bahá’itrúna eru sendar skriflega, ef ósk- að er. Utanáskrift: Pósthólf 172, 400 ísafjörður. Opið hús að Sundstræti 14, sími 4071 öll fimmtudagskvöld frá kl. 21:00 til 23:00. | PAR MEÐ 1 BARN I vantar nauðsynlega 2ja til 3ja herb. fbúð á leigu strax. erum á götunni eftir 20. júní. Þeir sem gætu hjálpað okkur I vinsamlega hringið f síma | 4049. fc.—........... TIL SÖLU tvö notuð kvenreiðhjól. Upplýsingar í síma 3107 á kvöldin. TIL SÖLU mjög vel með farinn BRIO barnavagn, sem nýr. Verð kr. | 8.000,00. Upplýsingar í síma 4337. TIL SÖLU Tjaldvagn Combi Cap. Einnig Ford Escort ‘74. Uppl. næstu kvöld eftir kl. 8 í | síma 94-3380. | ...............J Málfreyjudeildin Sunna á ísafirði efndi fyrir skömmu til hátíðarfundar á Hótel ísafirði. Þangað var boðið bæjarins mestu, sýslumanni og bæjar- stjóra, auk málfreyja úr öðrum Iandshlutum. Þannig flutti Kristjana Milla Thorsteinsson, forseti fyrsta ráðs málfreyja á íslandi ávarp. Ingibjörg Magnúsdóttir, forseti Sunnu, tók sfðan við stofnskrá úr hendi önnu Einarsdóttur, forseta málfreyjudeildarinnar ÝR. Þar með var Sunna tekin formlega inní heildarsamtökin, en deildin var stofnuð 30. aprfl f fyrra. Vil dásama lögregluna — segir Villi Jóns Blaðamaður Vestfirska var boðaður á lögreglustöðina ný- liðinn fimmtudagsmorgun, sagt að þar væri maður er vildi hafa tal af honum. Og sú var raunin. „Ég heiti Villi Jóns,“ sagði maðurinn og kvaðst vera gam- all Isfirðingur, en nú norskur ríkisborgari. Við settumst í hægindi lögreglunnar og hófum spjallið. „Já ég vil dásama lögregluna á ísafirði,“ sagði Villi. „Hún hefur reynst mér afskaplega vel á allan hátt. Ég hef fengið að gista hjá þeim í þrjár nætur og þeir hafa gert mjög vel við mig og verið afskaplega liðlegir," sagði Villi. Hann kvaðst hafa komið fljúgandi til landsins frá Volda í Noregi með Flugfélaginu Ernir' og fengið farið frítt vegna kunningsskapar við áhöfnina á Júlíusi Geirmundssyni sem verið var að ferja út. „Ég hafði ekki efni á að gista hér á hóteli og því leitaði ég til lögreglunnar og þeir voru svo almennilegir að lofa mér að sofa.“ — Svafstu þá í klefa? „Jájá.“ — Og var klefinn læstur? „Nei, hann var opinn. Ég hef gert þetta áður útí Noregi, fengið að sofa hjá lögreglunni þegar mér hefur þótt of dýrt að ista á venjulegu hóteli. Og einu sinni vildu þeir ekki hafa klef- ann opinn og læstu honum. Mér var alveg sama.“ — Er þetta kannski gistimáti sem menn hafa almennt ekki uppgötvað? „Ja, það getur verið. Mér skilst að lögreglan fái ekki alltaf jafn góðar þakkir fyrir gisting- una.“ Þegar nærstaddir lögreglu- þjónar heyrðu þetta tóku þeir fram að mönnum væri nú ekki veitt slík gisting nema í nauðir ræki, þannig að ekki þýðir fyrir venjulega puttalinga að labba sig inn í sumar. Villi sagðist aðspurður vera kominn til íslands til að deyja, en hann hefur s.l. 24 ár dvalist meðal Norðmanna. Hann var á leið til Reykjavíkur þar sem hann ætlaði að gista á Hjálp- ræðishernum fyrst um sinn. Og lögreglan ætlaði að skutla hon- um á flugvöllinn.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.