Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 09.07.1984, Side 2

Vestfirska fréttablaðið - 09.07.1984, Side 2
vestíirska rRSTTABLAEID Ritstjómá mánudegi: VILJI HINS ÞÖGLA MEIRIHLUTA Rétt einusinni hefur það verið undiretrikaö, sem fyrst var gert lýðum Ijóst við undirskrifta- söfnun Varins lands fyrir réttum tíu árum, að yfirgnæfandi meiri- hluti íslendinga vill taka þátt í varnarsamstarfi vestrænna þjóða. Meginniðurstaða nýlegrar könnunar á viðhorfum manna til öryggis- og utanríkismála er sú að höfuðatriði þeirrar stefnu, sem fylgt hefur verið undanfarin ár, þ.e. að vera í Atlantshafs- bandalaginu og leggja því til iand og aðstöðu fyrir varnarlið við Keflavíkurflugvöll styðst við vilja meginþorra þjóðarinnar. Þetta þarf engum að koma á óvart. íslendingar hafa rótgróna andstyggð á hverskonar ófrelsi og mannfyrirlitningu. Réttur einstaklingsins til þess að lifa frjáls í því umhverfi, sem hann kýs og að halda fram skoðunum og berjast fyrir þeim á heiðar- legan hátt eru gæði, sem við höfum nýlega unnið úr greipum útlendinga með langri og harðri baráttu. Jafnvel fjórðungur þeirra kjósenda Alþýðubandalagsins, sem spurðir voru lýstu sig fylgj- andi aðild íslands að Nato. Augu þeirra eru þá líklega að opnast fyrir því að ófrelsi og kúgun fylgir hvarvetna kommúnisma og sovéskum áhrifum, sem ættu greiða leið að okkur, ef ef við nytum ekki vamarsamstarfs við bandamenn okkar á Vestur- löndum. Hitt skyldu menn og gera sér Ijóst, að aöstaða fyrir varnarlið er það eina, sem við leggjum af mörkum í þessu varnarsam- starfi. Því er það fyrir neðan virðingu okkar sem fullvalda þjóðar að bollaleggja um gjald- töku fyrir þá aðstöðu af þeim, sem leggja til mannafla og tækjabúnað til varnar lýðræði og frelsi á fslandi. Ný verslun Fyrir skömmu var opnuð ný fataverslun í Súðavík. Ber hún nafnið Premia. Eigandi er Sig- rún Haraldsdóttir verslunar- maður. Vf leit inn í verslunina á dögunum og hitti þar Sigrúnu að máli. Sagði Sigrún að hún hefði mest dömufatnað á boðstólum eins og væri, en hygðist bæta við herrafatnaði. Hún sagðist versla með fatnað í umboðssölu, þann- ig að alltaf væri möguleiki á að hafa f jölbreytni í vöruúrvali. Þar fyrir utan væri verði haldið niðri. Sigrún sagði að fólk hafði kom- ið víða að til að versla og að hún væri bjartsýn á framhald rekst- ursins. Verslunin stefndi að þvf að standa ávallt undir nafni. Tveir Islands- meistaratitlar ísfirskt sundfólk stóð sig með afbrigðum á íslandsmótinu sem fram fór i Laugardalslauginni um helgina. Okkar fólk kom til baka með hvorki meira né minna en 9 verðlaunapeninga, þar af tvo íslandsmeistaratitla. Takið eftir því. Það var Þuríður Pétursdóttir sem vann sér inn þessa tvo ís- landsmeistaratitla. Hún sigraði í 100 og 200 m. bringusundi. Frábært. Nú, en fleiri stóðu sig vel. Bára Guðmundsdóttir varð önnur í 200 m. bringusundi og þriðja í 100 m. Helga Sigurðardóttir varð þriðja í 400 og 100 m. skriðsundi og Ingólfur Arnarson varð þriðji í 400 m. fjórsundi. Þá varð Martha Jörundsdótt- ir þriðja í 100 og 200 m. baks- undi. Þetta var í fyrsta skipti sem ísfirsku krakkarnir kepptu í 50 m. laug. Strætisvagnar ísafjarðar Akstursáætlun, frá og með 11. júlí 1984 Haf narstræti 3—Holtahverf i Mánudaga — föstudaga: 7:30 — 8:30 — 9:30—10:30— 11:30—12:05 — 13:30—14:30—15:30—16:30—17:30—18:30 Holtahverf i—Haf narstræti 3 Mánudaga — föstudaga: 6:45 — 7:45 — 8:45 — 9:45—10:45—11:45— 12:45 — 13:45 — 14:45 — 15:45 — 16:45 — 17:45 Stoppað verður á eftirtöldum stöðum í báðum leiðum: Sel jalandsvegur 2—Seljalandsvegur 38—Miðtún—Steypustöðin—Ljónið—Haf ra- holt 2 — Hafraholt 50 Hafnarstræti 3—Hnífsdalur Mánudaga — föstudaga: 7:00 — 8:00 — 9:00—10:00—11:00—13:00— 14:00 — 15:00 — 16:00 — 17:00 — 18:00 Hnífsdalur—Hafnarstræti 3 Mánudaga — föstudaga: 7:15— 8:15— 9:15—10:15—11:15—13:15— 14:15 — 15:15 — 16:15 —17:15 — 18:15 Stoppað verður á eftirtöldum stöðum í báðum leiðum: Krókur — Hraðfrystihúsið Hnífsdal — K.Í. Hnífsdal — Félagsheimilið Laugardagar: Holtahverf i — Haf narstræti 3 Haf narstræti 3—Holtahverf i 7:45 — 10:45 — 11:45 — 14:45 — 15:45 10:30 — 11:30 — 14:30 — 15:30 — 16:30 Hafnarstræti 3—Hnífsdalur Hnífsdalur—Hafnarstræti 3 8:00 — 10:00 — 11:00 — 14:00 —15:00 — 16:00 8:15 — 10:15 —11:15 — 14:15 — 15:15 — 16:15 Vinsamlega athugið, að um tilraunaakstur er að ræða og því geta orðið breytingar á áætluninni. Smáauglýsingar j J TIL SÖLU I Toyota Mark II árg. 1977. | | Skipti á ódýrari bíl. I Uppl. í síma 4324 I I_______________________I ! BIFREIÐASTJÓRI I Bifreiðastjóri með meirapróf I • óskast. ! Allar nánari upplýsingar veitir I I Halldór Geirmundsson í síma I J 3634 eftir kl. 19:00 á kvöldin. I I 1 TIL SÖLU 2 Níu manna VW rugbrauð árg. J ! 1974. I Uppl í síma 3351. I TIL SÖLU I Haglabyssa, Remington | | Wingmaster modei 870, I 1 pumpa, taska, ól og belti I 2 fylgir. Einnig Sako cal. 243 J I með þungu hlaupi og Wever J I K8 sjónauka, poki fylgir. Bys- | | surnar eru báðar sem nýjar. I I Uppl. ísíma4660 eftirkl. 19:00. | J ÓSKA EFTIR J að kaupa kvenreiðhjól, helst I með bögglabera. I Uppl. í síma 6191. I---------------------------- | ÍBÚÐ — HERBERGI | Herbergi eða lítil íbúð óskast 1 á leigu sem fyrst. Er á göt- 2 unni. J uppl. í síma 4024 Dagmar. vestfirska rRETTABLADID

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.