Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 09.07.1984, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 09.07.1984, Blaðsíða 3
vestfirska I vestfirska I FRETTABLADID ísafjarðarkanpstaðar Yfirverkstjóri Starf yfirverkstjóra ísafjarðarkaupstaöar er auglýst lausttil umsóknar. Auk umsjónar með daglegum rekstri áhaldahúss ísafjarðarkaup- staðar felst starfið í umsjón verklegra fram- kvæmda á vegum bæjarins. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður tæknideildar eða bæjarstjóri og skal umsókn- um skilað til annars þeirra á skrifstofu bæjar- sjóðs fyrir 13. júlí n.k. Starfsfólk vantar nú þegar á Elliheimilið á ísafirði. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 3110. Bæjarstjórinn. Til sölu Toyota Carinaárg. 1981. Ekin 32.000 km. Upplýsingargefur Erling Sörensen í símum 3080 og 3140 Laust starf í starfslið okkar vantar hrausta og röska stúlku sem hefur bílpróf. Upplýsingar veitum við á staðnum. s BL/KKSMIDJA ERLENDAR PÓSTHÓLF 173 - 400 ÍSAFIRDI BÆJARFÓGETINN Á ÍSAFIRÐI SÝSLUMAÐURINN í ÍSAFJARÐARSÝSLU Lögtaksurskurður Hinn 5. júlí 1984 var í fógetarétti ísafjarðar og ísafjarðarsýslu kveðinn upp úrskurður um lögtök til tryggingar greiðslu eftirtalinna van- goldinna og gjaldfallinna gjalda auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar við lögtökin: Fyrirframgreiðslu tekju- og eignaskatts, sjúkratrygg- ingargjaldi, launaskatti, iðnlánasjóðsgjaldi, iðnaðar- málagjaldi, byggingariðnaðarsjóðsgjaldi, kirkjugarðs- gjaldi, sóknargjaldi, slysatryggingar- og og lífeyristrygg ingargjaldi atvinnurekenda, atvinnuleysistryggingar- gjaldi, skatti af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, sölu- gjöldum af vörusölu, þjónustu, skemmtunum, innflutt- um vörum og flutningum, jöfnunargjaldi, þungaskatti skv. ökumælum, skoðunar- og skráningargjöldum ökutækja, lestargjöldum, skipaskoðunargjöldum, vita- gjöldum, prófgjöldum bifreiðastjóra og iðnnema, skipu lagsgjöldum, verðjöfnunargjöldum raforku, aðflutn- ingsgjöldum, útflutningsgjöldum, sektum, upptækum vörum og öryggiseftirlitsgjöldum. Lögtökin má gera þegar liðnir eru átta sólar- hringar frá birtingu þessa úrskurðar. Þetta tilkynnist hér með öllum þeim, sem hlut eiga að máli. 6. júlí 1984. Bæjarfógetinn á ísafirði. Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu. PéturKr. Hafstein. Athugasemd frá Pétri Bjarnasyni Vegna þess, sem fram kemur í blaði yðar 5. júlí 1984, vil ég benda á eftirfarandi at- riði, sem fram komu á fisk- eldisfyrirlestrum á Hólum í Hjaltadal í vor. 1. Klak og seiðaeldi: Hrogn- um er klakið í október og eldi hefst í janúar og í september eru seiðin orðin 30 grömm. 2. Frameldi: f september eru 30 gr. seiði sett í eldisker á landi sem nefnast strandkvíar og stríðalin í 10 — 12 gráðu heitri sjóblöndu þar til í lok maí, að yfirborð sjávar hafi náð 6 — 7 gr. þá hafa seiðin náð 7 — 900 gr. þyngd. 3. Sjókvíaeldi: í maíeru 7 — 900 gr. seiði sett í flotkvíar og stríðalin yfir sumarið og fram á haust allt til októberloka og hafa þá náð 2,5 — 3ja kílóa þunga til slátrunar. Þessi eld- isferill hefur veriö sann- reyndur í Höfnum á Reykja- nesi. Það er því alveg Ijóst að ef keyptar eru flotkvíar í maí og keypt í þær framalin seyði 7 — 900 gr. og alin til slátrunar að hausti, þá skilar sú fjár- festing arði eftir 6 mánuði. Ef hins vegar eru byggðar strandkvíar í september og keypt í þær sumaralin seiði og þau alin til jafnlengdar næsta árs, þá skilar sú fjár- festing sér að ári liðnu. En það er alveg rétt að fer- illinn allur frá klaki til slátrun- ar tekur 2 ár. En nú er engin ástæða til þess að allir séu að vasast í öllum þáttum og mik- ið eðlilegra að frameldis- stöðvar og flotkvíaeigendur kaupi seiði af seiðaeldis- stöðvum, sem framleiða meira en þær sjálfar brúka (sbr. Noregssöluna) þannig yrðu eldisstöðvarnar viðskiptamenn hvor annarrar frekar en samkeppnisaðilar. Klak og seiðaeldið er lang dýrasti þátturinn, varðandi húsakynni og allan búnað og þarf á að halda mikið dýrari sérþekkingu bæði ísjúkdóms og eldisfræðum því miklu skiptir að seiðin séu hraust og vel fram gengin. Frameld- ið byggist hinsvegar mest á samviskusemi og hirðusemi starfsmanna þar sem þrifn- aður og reglusemi ræður mestu svo og eiginleikar og JL gæði þess fóðurs, sem notað er. f grein, sem Össur Skarp- héðinsson skrifar í Sjávar- fréttir kemur fram að í Skot- landi hefur tekist með horm- ónagjöf að gera hrygnu karl- kyns þannig að hún framleiði svil í stað hrogna en kven- kyns litningarnir haldi sér. Þegar slíkri hrygnu er æxlað saman við venjulega hrygnu verða afkvæmin öll kvenkyns, sem gerir það að verkum að afrakstur slíks hóps hækkar um 20 — 30% vegna þess hvað hrygnur vaxa hraðar og ná meiri stærð heldur en hængar. Pétur Bjarnason Silfurgötu 2 l'safirði Aðalfundur Aðalfundur sýslunefndar Norður-ísafjarðarsýslu var haldinn á ísafirði dagana 14. — 15. júní s.l. Á fundinum var fjallað um hin margvíslegustu málefni, m.a. friðlandið á Horn- ströndum. Varar nefndin alvar- lega við þeirri ofstjórnartil- hneigingu Náttúruverndarráðs sem lýsi sér í auglýsingu þess frá 4. apríl 1984 um nýjar reglur um friðlandið á Hornströndum. Sýslunefndin telur að um ó- hæfilegt framsal valds til Nátt- úruverndarráðs sé að ræða í þessum reglum, þar sem því eru m.a. ætlaðar nánast óbundnar hendur um setningu reglna um umferð um hið friðlýsta svæði og afnot landeigenda af eignum sínum þar. Sýslunefndin telur fráleitt að banna alla umferð ums svæðið frá 15. apríl til 15. júní ár hvert nema með fengnu leyfi Náttúruvemdarráðs, enda sé vandséð hvaða tilgangi slík frelsisskerðing þjóni eða hvern- ig svo fráleitu banni verði haldið uppi. Með samanburði við nú- gildandi reglur má ráða að ætl- unin sé að taka fyrir alla umferð ríðandi manna um friðlandið og andmælir sýslunefndin svo ó- eðlilegu og þarflausu banni. Þá telur sýslunefndin brýna nauð- syn bera til að um það verði engin tvímæli að sýslumanni sé heimilt að ráða menn til að granda meindýrum með skot- vopnum á hinu friðlýsta svæði. Sýslunefnd Norður-ísafjarð- arsýslu skorar á menntamála- ráðherra, segir í fréttatilkynn- ingu, að taka í taumana og láta Náttúruverndarráði ekki svo ó- hæfilegt vald í hendur sem það sækist eftir með hinum nýju reglum sínum um friðlandið á Hornströndum. VIÐ LOKUM EKKI Hingað til höfum við yfirleitt lokað vegna sumarleyfa í júlímánuði EN EKKINÚNA Með vaxandi umsvifum í fjórð- ungnum hefur verkefnum okkar fjölgað og því munum við vinna alla 12 mánuði ársins 1984 HVAÐ GETUM VIÐ GERT FYRIR ÞIG? Hringdu í Árna í síma 3223 S Prentstofan Isrún hf. Fimmtíu ára og alltaf í framför FJÓRDUNGSSJÚKRAHÚSIDÁ ÍSAFIRDI Laus störf Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði óskar að ráða nú þegar: sjúkraliða eða starfsstúlkur á hjúkrunar- deild. Starfsstúlku í straustofu. Upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í síma 3020.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.