Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 09.07.1984, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 09.07.1984, Blaðsíða 4
ísafjarðarstrætó: Breyting áferðum milli Hnífsdalsog ísafjarðar Samkvæmt talningu í Stræt- isvögnum ísafjarðar, virðist nýting á strætisvagninum vera heldur meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Hinsvegar er nýtingin á vissum áætlunartimum ekki góð. Sérstaklega hefur komið í ljós, að ekki er þörf fyrir auka- vagn frá Hnífsdal á morgnana og verða þær ferðir því felldar niður frá og með miðvikudegin- um 11. júli. Að öðru leyti hefur nýtingin á vagninum milli Hnífsdals og Isafjarðar verið góð og er fyrir- hugað að í stað niðurfellingar á þessum aukaferðum, verði komið á viðbótarferðum milli Hnífsdals og ísafjarðar (Sjá nánar auglýsingu í blaðinu). Að sögn Reynis Adolfssonar formanns undirbúningsnefnd- ar, þá hefur þessi tilraunaakstur tekist alveg ágætlega fram að þessu. Þörfin væri töluverð og greinilegt væri að fólk kynni að meta þessa þjónustu. Sjóstangaveiðimótið um helgina: Fékk krekju í gegnum fingurinn — en hélt áfram keppni þegar búið var að fjarlægja hana — Páll A. Pálsson íslandsmeistari Skúli gerir sprautuna klára Islandsmeistarinn, Páll A. Pálsson Á föstudag og laugardag fór fram á ísafirði, eða öllu heldur úti í Djúpi, sjóstangaveiðimót sem Sportbátafélagið Sæfari gekkst fyrir. Sautján þátttak- endur mættu til leiks og var farið á fjórum bátum frá ísafirði og Bolungarvík. Fyrri daginn var dorgað út af Aðalvíkinni. en þann seinni héldu menn sig útaf Stigahlíð og Deild. Það slys varð klukkan 10:45 á föstudag um borð í Gunnari Sigurðssyni að veiðarinn Pétur Steingrímsson frá Vestmanna- eyjum fékk krekju í gegnum einn fingurinn, alveg uppfyrir agnhald. Var hraðbáturinn Garpur þegar sendur af stað frá ísafirði með Skúla Bjarnason lækni og fékk blm. V.f. að fljóta með. Sjúklingurinn fór yfir í Guðnýju, sem var á leið í land með bát í slefi, og mættust bát- amir rétt fyrir innan Ritinn. Pétur stökk þá snaggaralega á milli báta með krókinn í fingr- inum og var þegar í stað sprautaður af Skúla. Síðan var keyrt uppundir Ritinn svo Skúli gæti betur gert að sárum. Þar tók hann upp verkfæratöng og klippti framan af krekjunni, dró síðan endann útúr fingri Péturs. Enn var þó of mikill veltingur til þess að Skúli gæti búið al- mennilega um fingurinn, svo spanað var uppundir Straum- nes og þar fékk Pétur þær um- Svo er að ná krekjunni út jiokkio ynr i uunnar mgurösson með fingurinn útí loftið Og í fingurinn skal hún Það var góður afli meðan við fylgdumst með Kolla fékk stærsta fiskinn Kvennasveit ísafjarðar og karlasveit Akureyrar unnu sveitakeppnina búðir sem hann þurfti. Varð mönnum að orði að líklega fengi Pétur aldrei stærri fisk en þennan. Pétur var ekkert á því að leggja árar í bát þrátt fyrir þetta óhapp og var nú spýttað að Gunnari Sigurðssyni þar sem Pétur stökk aftur um borð og tók til við veiðarnar. Hann hafði þegar fengið hálfan kassa. Og hér koma svo helstu úrslit. íslandsmeistaratign hlaut Páll A. Pálsson, Akureyri, og hlaut hann Theodorsbikarinn að launum. Páll fékk flest stig úr mótunum á Akureyri, Vest- mannaeyjum og hér. I sveitakeppni karla bar sveit Akureyrar sigur úr býtum, fisk- aði 1506,8 kg. Kvennasveit ísa- fjarðar var eina kvennasveitin og halaði hún 826,5 kg. uppúr hafinu. Mestan samanlagðan afla fengu Páll A. Pálsson, Akureyri, 523,3 kg. og Jósefína Gísladótt- ir, ísafirði, 341,9 kg. Af körlum veiddi Jóhann Al- exandersson, Isafirði, flestar tegundir, 5, en Kolbrún Hall- dórsdóttir, ísafirði, stóð sig best kvenna að því leyti, veiddi 3 tegundir. Flesta fiska veiddi Páll A. Pálsson, A, 512. Jósefína Gísla- dóttir, I, sigraði svo í kvenna- flokki, fékk 320 fiska. Aflahæsti bátur pr. veiði- mann varð Páll Helgi, Bolung- arvík, með 193,1 kg. pr. mann. Þyngsta þorskinn (8,35 kg.) veiddi Kolbrún Halldórsdóttir. Þyngstu ýsuna (2,75 kg.) veiddi Reynir Brynjólfsson, A, ufsann (2,4 kg.) Birgir Valdimarsson, I, karfann (0,35) Reynir Bryn- jólfsson, A, steinbítinn (3.45) Pétur Steingrímsson, V, og þyngstu lúðuna (0,7 kg.) veiddi Jóhann Alexandersson. Öll verðlaun gaf íshúsfélag Bolungarvíkur, nema sveita- bikarana, þá gaf Ishúsfélag ís- firðinga. Deildarkeppnin: ÍBÍ og KS gerðu jafntefli Á laugardaginn keppti ÍBÍ við KS frá Siglufirði í deildar- keppninni. Leiknum lauk með jafntefli, 0:0 og var hann fremur tíðindalaus. Þrátt fyrir nokkra golu á laugardaginn, tókst ekki að blása lífi í knattspyrnuna. I fyrri hálfleik léku ísfirðing- ar undan vindi. Sóttu þeir allan tímann en sköpuðu sér engin tækifæri. Seinni hálfleikur var heldur tilþrifameiri og áttu ís- firðingar nokkur ágætisfæri en tókst ekki að skora. Helstu færi í leiknum áttu Guðmundur Magnússon, Helgi Indriðason og Guðmundur Jóhannsson. KS mátti vel við jafntefli una. Þeir voru greinilega lakara lið leeksins. Þetta er fyrsta stigið sem þeir fá á útivelli í sumar. Næsti leikur ÍBÍ í deildar- keppninni verður á miðviku- daginn við Skallagrím frá vestfirska 1 FRETTABLADID á mánudegi Ívestíirska hefur heyrt AÐ þegar þaö einhverju sinni barst í tal að alþingismenn- irnir Kjartan og Karvel væru á fundarferð saman hefði eftir- farandi hrokkið út úr gömlum manni: Tarsan og Karvel! All- an andskotann er hann Karv- el nú farinn að draga með sér! AÐ kvennalistakonum hafi á ferð sinni um Vestfirði fyrir skömmu verið boðið tii kaffi- drykkju í húsi einu í nálægum firði. Sáu þær strax að hund- ur mundi vera á þeim bæ og sýttu það mjög að hann skyldi ekki vera við. En þegar þær voru að tygja sig til brottfarar kom sonur húsfreyjunnar heim með hundinn og hváði þá aiþingiskonan Kristín Halldórsdóttir: Hva, hvers vegna fórstu út með hund- inn, af hverju leyfðirðu hon- um ekki að vera inni hjá okk- ur? — Ég vildi ekki láta spilla tíkinni, sagði stráksi þá. Fylgir sögunni að þetta hfi hlægt konurnar... AÐ litla ísland hafi afrekað það að komast inní umfjöllun Newsweek um Evrópu- keppnina í knattspyrnu. Þar er rakin raunasaga franska landsliðsins undanfarinn áratug og m.a. sagt:,, Sér- staklega niðurlægjandi tap fyrir íslandi — sem hefur að- eins um 200.000 íbúa og engin atvinnumannalið — varð til þess á áttunda ára- tugnum að gripið var til rótt- tækra aðgerða: Leikmenn- irnir voru settir í sérstök þör- ungaböð og súrefnismeð- ferð”. — Nú eru Frakkar orðnir Evrópumeistarar og spurning hvort það er ekki að einhverju leyti íslendingum að þakka... AÐ gárungarnir heföu viljað kalla strætókompaní ísfirö- inga Strætisvagna ísafjarðar og nágrennis. Það hefði verið skammstafað SVÍN... AÐ um 300 manns hafi verið á sumarhátíð norður í Flæð- areyri um helgina. Heyrum við að hátíðin hafi farið vel fram... Borgarnesi. Það er heimaleikur. Til nokkurs baga hefur verið, aa þrír leikmenn ÍBÍ hafa verið frá keppni. Þeir Atli Einarsson, Atli Jóhannesson og Guðjón Reynisson. Guðjón hyggst byrja að æfa aftur í næstu viku. Einnig stendur til að Jón Björnsson og Rúnar Guð- mundsson fari að æfa aftur með liðinu.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.