Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.07.1984, Side 6

Vestfirska fréttablaðið - 12.07.1984, Side 6
vestlirska I rRETTABLADID Ur heimspressunni Þegar Carla Becker kemur heim úr vinnu og opnar stofu- dyrnar liggur maður hennar undir teppi uppi í sófa og grúfir höfuðið í fiðurkodda. Og þó hann liggi þar ekki — koddi og teppi hverfa ekki lengur úr stof- unni. Um daginn hefur Georg Becker nokkrum sinnum hringt á skrifstofuna til konu sinnar: Hvað hún sé að gera, hvenær nákvæmlega hún komi heim, hvenær hún eldi kvöldmatinn. Hann hefur verið atvinnulaus í eitt ár, 45 áragamall verk- fræðingur. Hún, 41 árs, var áður heimavinnandi: „Ég hef verið gift í 19 ár, strákurinn er 18 ára. Ég var aðeins húsmóðir.“ Þangað til hún fór að stúdera og fékk síðan skrifstofustarf fyrir fjórum árum: „Þannig varð ég sjálfstæðari og upplitsdjarfari.“ Síðan hann varð atvinnulaus hefur hann gert henni lífið leitt. Georg er orðinn þunglyndur og sakar hana um að hugsa of lítið um sig. Aðalvandamálið er afbrýði- semi: „Hann hugsar ekki um annað allan daginn og fylgist með hverju spori mínu. Seinki mér eitthvert kvöldið er fjand- inn laus, eða þá hann grætur.“ Hún er löngu hætt að hafa á- nægju af að koma heim. „Ég var jú húsmóðir,“ segir hún sorg- bitin, „en núna er ég einfaldlega öðruvísi. Aftur í sama farið? Það vil ég ekki og það get ég ekki.“ Hún ætlar að fara fram á skilnað. Atvinnuleysið hefur eyðilagt 18 ára hjúskap. Carla Becker er aðeins ein þeirra mörgu kvenna sem eiga atvinnulausan mann og taka út fyrir það: minni peningar, þess vegna meira basl og áhyggjur; minna kjöt, en fleiri snafsar; færri vinir, en fleiri rifrildi — þetta færir atvinnuleysið mörg- um fjölskyldum. Vísindamenn í Númberg hafa fundið út að aðgerðaleysið hefur í mörgum tilfellum miklu afdrifaríkari af- leiðingar, sálfræðilega og fé- lagslega, en peningaleysið, segir m.a. í grein vestur-þýska blaðs- ins Die Zeit. BÍLASÝNING13. OG14. JULI KL. 12:00—17:00Á BIFREIÐAVERKSTÆÐIKAUPFÉLAGSINS, GRÆNAGARÐI Opel Ascona Opel Corsa Isuzu Trooper 4x4 benzín Isuzu KBD 47 4X4 diesel pickup A THUGIÐ GREIÐSLUKJÖRIN HJÁ OKKUR. TÖKUM JAFNVEL ELDRIBÍLA UPPÍÞÁ NÝJU KAUPFÉLAG ÍSFIRÐINGA, ÍSAFIRÐI Aðalfundur sýslunefndar V-ísafjarðarsýslu: Fagnar auknum útboð- um Vegagerðarinnar Aðalfundur sýslunefndar Vestur-ísafjarðarsýslu var haldinn á Isafirði dagana 7. — 8. júní s.l. Sýslunefndin sam- þykkti ályktun þar sem því var fagnað að Vegagerðin væri far- in að nota útboð í ríkari mæli en verið hefur. Jafnframt lýsti nefndin yfir ánægju sinni með arðsemisathugun V egagerðar- innar á brú yfir Dýrafjörð og skoraði á þingmenn kjördæm- isins að beita sér fyrir fjárveit- ingu til undirbúningsfram- kvæmda. Nefndin telur brýna nauðsyn bera til að flýtt verði athugunum á hagkvæmni jarð- gangnagerðar á Vestfjörðum og bendir í því sambandi á nauð- syn þess að sækja verkkunnáttu á þessu sviði til Færeyinga og Norðmanna. Þá telur sýslu- nefndin algjörlega óviðunandi að engin fjárframlög séu ætluð til nýbyggingar á stofnbrautinni Vatnsfjörður — Þingeyri næstu 10 árin. Nefndin telur útlit fyrir að í nokkrum sjávarplássum muni á komandi vetri verða auð hús, þar sem fólksflótti sé fyrirsjá- anlegur, verði ekki brugðist skjótt við til úrbóta. Mikið var rætt um riðuveiki þá sem vart hefur orðið í fjórð- ungnum. Fundurinn lýsti yfir fylgi við þá stefnu að riðuveiki skuli útrýmt á Vestfjörðum með öllum tiltækum ráðum. Þá lýsti fundurinn yfir áhyggjum sínum vegna aukinnar útbreiðslu veikinnar og stuðnings við fyr- irhugaðar niðurskurðaraðgerð- ir í Barðastrandarsýslu og Ósi og Laugabóli í Vestur-Isafjarð- arsýslu. Frá sumarhátíðinni á Flæðareyri 10 ára afmæli Úra- og skartgripaverslun Ax- els Eiríkssonar er 10 ára um þess- ar mundir. Af því tilefni verður efnt til úrasýningar í versluninni vikuna 16.—21. júlí. Sýnd verða margskonar úr frá Seiko. Einnig verða hin þekktu Rolex úr til sýnis, en þau eru öll gulli slegin og kosta allt upp í 80 þús. kr. Jafnframt verður gefinn 20% af- sláttur af Seiko úrum og 10% af- sláttur af öðrum vörum verslun- arinnar. Úra- og skartgripaverslun Ax- els Eiríkssonar hefur lagt mikla áherslu á viðgerð kvartz úra og Axel reyndar fyrsti úrsmiður á íslandi sem hafði tæki til slíkra viðgerða. Þá sér verslunin um viðgerð og breytingar á skart- gripum, áletranir og viðgerðir á stærri klukkum. Sama fólkið hefur starfað í versluninni frá upphafi. Verslun- arstjóri hefur verið Elín Tryggva- dóttir. Um síðustu helgi var haldin mikil sumarhátíð á Flæðareyri og sóttu hana um 300 hundruð manns. Var þar mikil tjaldborg eins og sjá má. Margt var gert sér til dundurs eins og gerist og gengur á slíkum hátíðum, m.a. dansað frammá rauða nótt og voru aðstæður hinar þokkaleg- ustu til þess, a.m.k af hálfu sólar- innar. BÆJARFÓGETINN Á ÍSAFIRÐI SÝSLUMAÐURINN I' ÍSAFJARÐARSÝSLU Nauðungaruppboð Opinbert uppboð á lausafjarmunum verður haldið við húsnæði bifreiðaeftirlitsins á Skeiði, laugardaginn 21. júlí n.k. kl. 14:00 og verður síðan framhaldið á þeim stöðum sem hlutina er að finna. Uppboðið verður að kröfu innheimtumanns ríkissjóðs, ýmissa lögmanna o.fl. Uppboðsbeiðnir, studdar fjárnámum, lög- tökum eða öðrum lögmætum uppboðs- heimildum, liggja fyrir um sölu á eftirtöldum lausfjármunum sem boðnir verða upp, hafi skuldarar eigi greitt kröfuhöfunum eða við þá samið og þeir afturkallað uppboðsbeiðnir sínar. Bifreiðarnar: í-587, í-639, í-829, í-850, í-1284, í-1362, í-1745, í-4263, í- 4274, í-4519, í-4535. Ennfremur: Sjónvörp, videotæki, hljómtækjasamstæða, þvottavél, ísskápur, bækur og fleira. Húsgögn svo sem, hillusamstæða, borð- stofuborð, eldhúsborð og sófasett. Innréttingar verslunarinnar Hamraborgar ásamt frystikistum, kælivélum og ísvélum. Kvikmyndasýningarvél félagsheimilis Flat- eyrar. Uppboðsskilmálar liggja frammi á skrifstofu embættisins og á uppboðsstað. Ávísanir ekki teknar gildar nema með sam- þykki uppboðshaldara. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn á ísafiröi. Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.