Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 2
I vestfirska rRETTABLAfllS I vestlirska ~l FRETTABLASID 34. tbl. 10. árg. 19. júlí 1984. Vestfirskafréttablaðið kemur út á mánudögum og fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 17:00 og sunnudaga kl. 13:00 til 17:00. Síminn er4011. Biaðamaður Rúnar Helgi Vignisson, sími 3325. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Auglýsingar o.fl. Rúnar Þórisson. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð 130,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað eftirá, gjalddagar hálfsárslega. Orðið er laust — Lesendadál ku r Sóðastimpillinn að mást af Það er búið að vera í tísku nokkuð lengi að tala um skítinn á fsafirði. Nú bendir hins vegar ýmislegt til þess að sú tíska sé á undanhaidi. Maður nokkur hó- aði í blaðamanninn þar sem hann gekk um götur í síðustu viku og spurði hvort hann hefði tekið eftir því hvað bærinn væri orðinn hreinn. — Ja, jú, það væri óneitanlega ekki eins mikið rusl á götunum og oft áður, að fráskildum glerbrotunum ill- ræmdu um helgar. Maðurinn sem hóaði vildi meina að þessi þrifnaður væri starfsmönnum bæjarins að þakka. Þeir sýndu einstaka elju og dugnað við að hirða upp draslið eftir bæjarbúa, væru sífellt að. Undir þetta væri hægt að taka. Hinu er þó ekki að neita — svo að maður noti nú orðbragð pólitíkusa — að víða er enn pottur brotinn, eins og Jón Á. Jóhannsson benti á í síðasta blaði. En opnum svæðum þar sem drasl er haft til sýnis fækkar þó stöðugt, enda hefur sunda- hafnarsvæðið verið tekið undir- slíka listastarfsemi. Þar skal vera óbrennanlegt rusl, en af einhverjum ástæðum logar það oft glatt, stundum svo neistaflug leggur yfir olíutankana. Hvað segir Guðmundur Helgason við því? Þrátt fyrir þessa galla er sjálfsagt að taka undir orð hó- arans á götunni. Sóðastimpill- inn er smám saman að mást af. Slysavarnastarf í Bolungarvík: Gáfu Markúsarnet Starf slysavarnasveitanna í Bolungarvík hefur verið blómlegt undanfarin ár. Þannig hefur kvennasveitin verið mjög dugleg við fjáröflun og keypti nýlega Markúsarnet á báðar bryggjurnar. Þær hafa undan- gengið ár gefið björgunarsveit- inni Emi yfir 150 þús. kr. og hefur það fjármagn verið notað til að kaupa ýmsan björgunar- búnað. Nýulega gáfu konurnar sveitinni 50 þús. kr., sem m.a. voru notuð til kaupa á talstöð. Einnig gáfu þær 10 þús. í sjóð sem notaður yrði til að fjár- magna björgunaræfingar í fiskiskipum á norðanverðum Vestfjörðum, en slíkar æfingar eru nú í bígerð. Bergljót Jónsdóttir, formaður kvennasveitarinnar, sagði þær vera svona vel stæðar vegna þess að fyrir 2 árum hafi lögum SVFÍ verið breytt, þannig að nú ráðstafa deildirnar sjálfar því sem þær afla, en þurftu áður að senda % til heildarsamtakanna. Bergljót Jónsdóttir, formaður kvennasveitarinnar Björgunarsveitin Ernir hefur verið virkasta sveitin við Djúp undanfarið, var t.d. með æfing- ar mánaðarlega í vetur. Þá héldu þeir björgunarsveitar- menn námskeið í hjálp í við- lögum fyrir 9. bekk grunnskól- ans. Jóni Guðbjartssyni, for- manni, taldist til að meðlimir sveitarinnar hefðu skilað 1800 vinnustundum frá áramótum. Aðstaða björgunarsveitar- innar hefur líka batnað eftir að hún keypti viðbótarhúsnæði af Orkubúi Vestfjarða. Farið verður í að standsetja það að innan í haust, en á næstunni verður það múrað að utan. f september munu svo 5 björgunarsveitarmenn frá Vest- fjörðum, þar af 3 af norður- svæðinu, halda til Aberdeen í Skotlandi í æfingabúðir. Munu þeir þar fá 10 daga skólun í sjó- björgun. Síðan er hugmyndin að þeir miðli öðrum björgunar- sveitarmönnum af visku sinni þegar þeir koma heim. Á næsta ári er fyrirhugað að senda menn á landbjörgunarnámskeið. Semsagt, mikið líf með slysavamafólki. Hef séð mikinn áhuga — segir Jón Guðjónsson, formaður HVÍ HVÍ, Héraðssamband Vest- ur-ísafjarðarsýslu, mun halda þijú unglingamót á sínu svæði í sumar, að sögn Jóns Guðjóns- sonar formanns. HVÍ er sam- nefnari fyrir ungmennafélögin á svæðinu, en þau eru 6, 3 í kauptúnum og 3 í sveitarfé- lögum. í ár mun íþróttafólk frá Héraðssambandinu auk þess taka þátt í landsmóti UMFf í Njarðvík og Keflavík 13. — 15. júlí. Einnig var sent lið til þátttöku í meistaramóti ís- lands 28. og 29. júlí. HVÍ er í 3. deild bikarkeppni FRÍ og mun fara til keppni 18. ágúst. Mótið fer nú fram að Reykjaskóla- völlum í Húnavatnssýslu. Þess má geta, að HVÍ borgar % af ferðakostnaði fyrir 14 ára og eldri, en félögin lA. Yngri en 14 ára fara alfarið á kostnað HVÍ. Sambandið beitir sér einkum í frjálsum íþróttum, enda erfitt að ná saman liði til hópíþrótta í svo strjálbýlum sveitum. Aðspurður um aðstöðu sam- bandsins sagði Jón Guðjónsson að hún væri frekar léleg. „HVf á Jón Guðjónsson, formaður HVÍ völl að Núpi sem hefur verið í niðurníðslu og við höfum ekki haft bolmagn til að laga. Við ætlum þó að reyna að lagfæra hann í sumar, þannig að hægt verði að halda þar héraðsmót, en það er á stefnuskrá síðast í ágúst.“ Jón hefur verið formaður síðan 1973. „Ég hef séð mikinn áhuga,“ sagði Jón, „en fram- farir eru ekki, vegna þess að fé- lögin hafa ekki getað lagt mikið í þjálfun og hún hefur slitnað mjög í sundur. Þar koma skól- amir inn í því fæstir skólar á svæðinu hafa íþróttakennslu. En við höfum samt sem áður átt ágætis einstaklinga sem hafa staðið sig ágætlega í skólum þar sem þeir hafa fengið að njóta sín.“ HVÍ rekur sumarbúðir að Núpi ásamt Æskulýðsfélagi vestfirskra safnaða. „Það þarf að gylla fyrir krökkunum eitt- hvað annað en sjoppugluggana,“ sagði Jón. „En ég geri mér grein fyrir að hægt er að fara út í öfgar í íþróttum eins og öðru,“ sagði Jón Guðjónsson, formaður HVÍ. Smáauglýsingar AA FUNDIR Kl. 21:00 á þriðjudagskvöld- um og kl. 11:00 á sunnu- dögum að Aðalstræti 42, Hæstakaupstaðarhúsinu. Sími3411. AA deildin. AL ANON fyrir aðstandendur fólks, sem á við áfengisvandamál að stríða, eru kl. 21:00 á mánudagskvöldum að Aðal- stræti 42, Hæstakaupstaðar- húsinu. Upplýsingar veittar í síma 3411 á sama tíma. BAHA’TRUIN Upplýsingar um Bahá’itrúna eru sendar skriflega, ef ósk- að er. Utanáskrift: Pósthólf 172,400 ísafjörður. Opið hús að Sundstræti 14, sími 4071 öll fimmtudagskvöld frá kl. 21:00 til 23:0. ÓSKA EFTIR herbergi eða íbúð til leigu. Upplýsingar í síma 4000. TIL LEIGU skrifstofuhúsnæði, ca. 20 m2 ásamt forstofu og snyrtingu á jarðhæð, Hrannargötu 8, ísafirði. Laus frá 15. ágúst n.k. Upplýsingar gefur Sigurður Sig- urðsson í síma 95-4287 og Brynjólfur Sigurðsson í síma 91-73322. BARNGÓÐ STÚLKA óskast til að gæta þriggja ára stúlku hluta úr degi (eftir samkomulagi). Búseta ná- lægt Fjarðarstræti æskileg. Upplýsingar í síma 4404. TIL SÖLU Volvo 242, árgerð 1973, ekinn 100 þús. km. Vel með farinn, í toppstandi. Til greina koma skipti á dýrari bíl. Upplýsingar í síma 7316. DAGMAMMA ÓSKAST eftir hádegi, fyrir þriggja ára strák. Katrín, sími 4351. TIL SÖLU vörubíll, M. Benz 1513, ár- gerð 1973. Upplýsingar í síma 6105. TIL SÖLU Haglabyssa, Remington Wingmaster, model 870, pumpa, taska, ól og belti fylgir. Einnig Sako cal. 243 með þungu hlaupi og Wever K8 sjónauka, poki fylgir. Byssurnar eru báðar sem nýjar. Upplýsingar í síma 4660 eftir kl. 19:00. AUGLÝST ER EFTIR brjóstgóðu fólki sem vill taka að sér tveggja mánaða kettling. Upplýsingar í síma 4182 á kvöldin. TAPAÐ Þríhjól tapaðist frá Hlíðarvegi 22, aðfararnótt sunnudags. Hjólið er grátt, svart og rautt að lit. Finnandi vinsamlega hringi í síma 3572. HESTAR TIL SÖLU Brúnstjörnóttur klárhestur, harðduglegur töltari, ættaður frá Skörðugili. Bleikálóttur klárhestur með tölti. Brúnn alhliða hestwr undan Penna 702. Upplýsingar veitir Steinar, sími 3610 og Valur, sími 4375. ÍBÚÐ ÓSKAST Ungt, barnlaust og reglusamt par óskar eftir frekar lítilli íbúð á leigu frá 1. ágúst eða síðar. Upplýsingar í síma 6255. ER EINHVER SEM VILL passa mig? Ég ertveggja ára og heiti Ingólfur og mig vant- ar pössun allan daginn strax. Upplýsingar (Gamla bakaríinu, Erla, og í síma 4545 á kvöldin. TIL SÖLU rækjutroll og hlerar fyrir 10 til 14 tonna bát og einnig fiski- troll. Upplýsingar í síma 94-8247 eft- ir kl. 19:00. HERBERGI ÓSKAST Nemi í iðnskólanum óskar eftir herbergi fram að ára- mótum. Reglusemi og reglu- legum greiðslum heitið. Upplýsingar í síma 7669. TIL SÖLU Nýlegt tveggja manna rúm er til sölu. Upplýsingar í síma 4146 kl. 20:00 — 21:00 á kvöldin. TIL SÖLU BMW 318 1, árgerð 1981. Skipti möguleg á Daihatsu Charade, árgerð 1980 — 1983. Upplýsingar í síma 3939. TIL SÖLU Ford Escort, árgerð 1974. Bíll í góðu lagi. Upplýsingar í síma 3961. TIL LEIGU er lítið einbýlishús (3 — 4 herb.) að Seljalandsvegi 46. Leigutími er eitt ár. Losnar frá og með 3. september 1984. Nánari upplýsingar í síma4329 eftir kl. 7 á kvöldin.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.