Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 02.08.1984, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 02.08.1984, Blaðsíða 5
vestfirska FRETTABLADID LA A TIMAMOTUM? ÓÆÐRI SKÓLI — RÖNG MENNTASTEFNA Guðmundur B. Jónsson, framkvæmdastjóri Vélsmiðju Bolungavíkur, lét hafa það eftir sér í blaðinu fyrir nokkru að litið væri niður á menn sem gerðu við báta. Þetta er talandi dæmi. „Það er ekki nokkur vafi að almennt er litið á iðnskóla sem óæðri skóla," sagði Einar sjálfum.“ Jón Ingi sagði það ennfremur skoðun margra að nemendur væru miklu líklegri til að finna sína réttu hiilu í fjölbrautarskóla, þar fengju þeir tíma til að átta sig. SAMNÝTING Viðræður hafa farið fram milli Jóns Inga og Björns Teits- sonar, skólameistara M.Í., um að mér vitandi verið mynduð nokkur heildarstefna í fram- haldsskólamálum og ríkir því hálfgert neyðarástand í þessum málum," segir Jón í skýrslu sinni til menntamálaráðuneyt- isins. IÐNFRÆÐSLAN SUÐLR? Svokallað iðnfræðsluráð fer með framkvæmd mála er varða iðnfræðslu og iðnfræðsluskóla, „ Vélasalur Vélskólans er nú mjög illa búinn hvað búnað varðar sem nota má til kennslu. Sú aðalvél sem nú gegnir hlutverki aðalkennsluvélar er frá árinu 1957 og er hún fengin gefins úr skipi. Blokk vélarinnar er sprungin og lekur hún bæði olíu og vatni, “ segir í skýrslu Jóns Inga til menntamálaráðuneytisins. Þetta er umrædd vél. Hreinsson. Daníel Kristjánsson, iðnfulltrúi, var sama sinnis: „Svo virðist sem verklegt nám sé lægra sett í þjóðfélaginu, það sé nokkurs konar annars flokks menntun og njóti ekki sömu réttinda og t.d. menntaskólar. Þeir ganga fyrir með fjármögn- un. En verknámsskólar, sem tilheyra atvinnulífinu sjálfu, þeir eru settir útundan. Þetta er röng menntastefna.“ Jón Ingi sagðist ekki geta ætlað mönnum það að líta iðn- skóla hornauga. „Þá held ég að þeir hugsi ekki mikið, því bæj- arfélagið hlýtur að byggja mikið á því að hafa svona skóla. Menn hafa bara forðast að hugsa um þetta, allavega bæjaryfirvöld, þau virðast alltaf telja eitthvað annað mikilvægara.“ FJÖLBRAUT Framhaldsskólanefnd ísa- fjarðar komst í vetur að þeirri niðurstöðu að steypa bæri öll- um framhaldsskólum á ísafirði saman í fjölbrautarskóla. „Mér finnst það ætti að skella þessu saman sem fyrst," sagði Einar Hreinsson. Og Jón Ingi hafði eftirfarandi til málanna að leggja: „í þessum skóla hjá okkur er iðnskóli, stýrimanna- skóli, vélskóli, frumgreinadeild, tækniteiknaraskóli og meistara- skóli á að koma í haust, og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að breyta þessu í fjölbrautaskóla. Við verðum hvort sem er að samnýta kennsluna. í fjölbraut kentur það af sjálfu sér. Og kostirnir við það kerfi eru ótví- ræðir gagnvart nemandanum að Iðnskólinn fái afnot af neðri hæð Menntaskólans og telur Björn fátt því til fyrirstöðu. Á neðri hæð hússins er nú verið að innrétta 2 stofur til kennslu í eðlis- og efnafræði, en þá á eftir að nýta pláss þar sem gert er ráð fyrir 5 kennslustofum. Telur Jón Ingi brýnt að ríki og bæjar- félag semji um afnot þessa hús- næðis í þágu Iðnskólans. Sam- nýtingu eðlis- og efnafræðistofa Menntaskólans telur hann einnig stórt atriði. Sama er að segja um tölvuvæðingu beggja skólanna, þar telur Jón æskilegt að um samstarf verði að ræða. „Það húsnæði sem Iðnskólinn býr við nú má síðan nota til verklegrar kennslu þar til byggt verður sérstakt húsnæði til þessa," segir Jón í greinargerð til menntamálaráðuneytisins. Skólanefnd Iðnskólans hefur samþykkt að kanna hvort hag- kvæmt sé að sameina skólana eða reka sameiginlega að ein- hverju leyti. BRÁÐABIRGÐAKEIMUR — NEYÐARÁSTAND „Það er bráðabirgðaástand með húsnæðið og flestalla aðstöðu," sagði Einar Hreins- son. „Mér finnst viðhorfið vera: þetta hefur gengið svona og þetta hlýtur að ganga svona á- fram. Það koma nemendur þarna inn og þeir fara út aftur, þess vegna hlýtur þetta að vera í lagi." Einar og Jón Ingi voru sam- mála um að stefnuleysi í skóla- málum bæjarins hái Iðnskólan- um. „Hér í bænum hefur ekki undir yfirstjórn ráðherra. Iðn- fræðsluráð hefur síðan um- boðsmenn út um landið og eru þeir kallaðir iðnfulltrúar. Þeir eiga að annast þá hlið fræðsl- unnar sem að meisturunum snýr, staðfesta námssamninga og hafa eftirlit með iðnnámi, koma á vinnustaði, skoða vinnuskýrslur o.s.frv. Iðnfræðsluráð skipar í sveinsprófsnefndir til þriggja ára í senn. í vor rann skipunar- tími hinna gömlu út og bað Daníel Kristjánsson, iðnfulltrúi Vestfjarðaumdæmis, þá um 13 nýjar prófnefndir, en fékk ekki nema 7. Ástæðan var sögð sú að engir nemar væru skráðir í hin- um greinunum 6. Daníel var inntur eftir þvi hvort hann teldi þetta vísbendingu um að stefnt væri að því að flytja öll próf til Reykjavíkur. „Það er erfitt að fullyrða um það, en það virðist þurfa að hressa verulega upp á skólann hérna til þess að hann sé fær um að veita það sem krafist er,“ sagði Daníel. „Samkvæmt lög- um ber að halda uppi iðn- fræðslu hér á ísafirði með iðnskóla. Ef hann er ekki nema nafnið. ríkið vilji ekki leggja honum til það sem hann þarf til þess að geta orðið fullkominn skóli, þá bíður okkar ekkert annað en að námið verði flutt suður." Hjá iðnfræðsluráði fortaka menn þó fyrir að stefna að því að flytja öll próf til Reykjavík- ur. Aðalástæðu þess að ekki var skipað í allar umbeðnar próf- nefndir segja þeir vera þá að reynsla af slíkum nefndum í fá- mennum iðngreinum sé al- mennt slæm. „Þó það megi ekki segja það, þá er voðalega leiðinlegt þegar ákveðnar greinar á ákveðnum stöðum fá á sig óorð. Ég er ekki að segja að það eigi við um ísa- fjörð, en það kemur upp annað slagið,” sagði Stefán Stefáns- son í samtali við Vf. Það er með öðrum orðum verið að freista þess að samræma prófin. Þess má geta að Iðnaðar- mannafélag Patreksfjarðar bað um fjórar prófnefndir, en fékk aðeins eina. EKKERT EFTIRLIT „Nei. það má segja að ekkert eftirlit sé með iðnnámi eins og er. Maður veit hvað gerist á stærstu vinnustöðunum á ísa- firði. en um önnur byggðarlög veit maður ekkert. Þetta er því allt í molum og það kann að vera ein ástæða þess að við skulum ekki fá að útskrifa iðnaðarmenn," sagði Daníel Kristjánsson. Stefán Stefánsson sagði að ekki væri hægt að búast við miklu af iðnfulltrúum. því þeir fengju lítið fyrir sinn snúð. ein mánaðarlaun á ári. FÁBROTNARIKENNSLA Daníel sagði skort á meistur- um sem hefðu fullkomna að- stöðu til að taka að sér nema. „Það má alveg viðurkenna að það er alveg á mörkunum að hægt sé að leyfa að menn geri samning við þær aðstæður sem eru hér." Hann bætti við að meistari gæti ráðstafað nema annað ef hann hefði ekki að- stöðu til að kenna honum á- kveðinn hluta námsefnisins og væri það stundum gert. „En ég býst við að sú kennsla sem nemendur fá hér sé fá- brotnari en sú sem þeir fá í Reykjavík," sagði Daníel. „Maður verður var við það þegar maður fær mann sem er' nýlega búinn að taka sveinspróf að hann er mjög fákunnandi á ýmis sérverkefni.“ Hann gat þess þó að í ákveðnum iðn- greinum stæðu menn mjög vel að vígi hér og nefndi járniðn- aðarmenn sem dæmi. DAUTT IÐNAÐARMANNAFÉLAG Iðnaðarmannafélagið á ísa- firði hefur erið í dái í um 20 ár. Slík félög eru einatt öflugir þrýstihópar og er því skarð fyrir skildi. Einhver áhugi virðist þó vera fyrir hendi hjá ungum mönnum að endurvekja félagið, en frumkvöðulinn virðist vanta. Samkvæmt lögum á að vera starfandi svokallað iðnráð á ísafirði, en það er ráðgefandi gagnvart ríki og bæ. Því er m.a. ætlað að tilnefna í prófnefndir. Iðnráð er ekki starfandi, enda er ætlast til að iðnaðarmannafé- lagið tilnefni menn í það. Einu iðnaðarmennirnir á ísafirði sem hafa með sér félagsskap eru járniðnaðarmenn. LOKAORÐ „Ég held að iðnfræðsla sé nú svolítið aftarlega á merinni á Vestfjörðum, satt að segja," sagði Stefán Stefánsson hjá iðnfræðsluráði í samtali við blaðið. „Iðnskólinn hefur ekki þróast í takt við tímann hvað snertir aðbúnað og aðstöðu," sagði Óskar Eggertsson. Því miður virðast þeir hafa nokkuð til síns máls. Það virðist þó ósanngjarnt að kenna bæjarstjórninni ein- göngu um hið bága ástand. Iðnaðarmenn sjálfir virðast hafa sofið á verðinum. En það er einkum þrennt sem sýnist vænlegast til úrbóta: 1. Sam- starf sveitarfélaganna um rekstur iðnskólans, 2. samvinna eða sameining framhaldsskól- anna og 3. virkjun iðnaðar- manna sjálfra í þágu iðnfræðsl- unnar. Jón Ingi er þarna staddur í stofu þeirri sem ætluð er til verklegrar kennslu í eðlis- og efnafræði. Stofan er inní miðju húsi og alveg óloftræst.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.