Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 02.08.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 02.08.1984, Blaðsíða 1
36. tbl. 10. árg. vestfirska 2. ágúst 1984 fRETTABLASID FULL BUÐ AFNÝJUM VÖRUM OPIÐ TIL KL. 18:30 FÖSTUDAG Verkalýðsfélögin á Vestfjörðum: Það varprúðbúið fólk fyrir utan Hótel ísafjörð á föstudaginn. Uppákoma á föstudaginn Á föstudaginn efndu nokkur ungmenni frá ísafirði og víðar til uppákomu á grasfletinum fyrir framan Hótel ísafjörð. Brugðið var á leik í gervi há- stéttarfólks og menningarvita. Sér til fulltingis hafði þetta fólk þjóna, einkabílstjóra og fiðluleikara. Skálað var í kampavíni og skvaldrað við undirleik undurblíðra fiðlu- tóna. Að endingu ók fólkið á brott í einkabílum og þar með var þessari skemmtilegu uppá- komu lokið. Launaliðum kjara- samninga sagt upp Átta verkalýðsfélög á Vest- fjörðum hafa sagt upp launalið- um kjarasamninga frá og með 1. september. Á félagsfundi Verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafirði á mánudaginn, var sam- þykkt samhljóða, að segja upp launaliðum samninga félagsins við vinnuveitendur. Jafnframt var samþykkt að segja upp á- kvæðisvinnusamningi í fiskiðn- aði og rækjuverksmiðjum. í fundarsamþykkt segir að fundurinn telji óhjákvæmilegt að verkafólk noti þann rétt, sem samningarnir frá því í febrúar s.l. gefa, til að knýja fram leið- réttingu á þeim kaupmætti sem þá var samið um. „Hinir hógværu samningar (3% launahækkun) sem gerðir voru í febrúar, áttu að tryggja kaupmátt eins og hann var á 4. ársfjórðungi 1983. Vegna lof- orða stjórnvalda um að sá kaupmáttur yrði tryggður út samningstímabilið, þ.e. til 15. apríl 1985, var fallist á að eng- in verðtrygging yrði á samn- ingnum. Neyðarástand í leiguíbúðamálum: Fólk fegið að fá eitthvert húsnæði Um alllangt skeið hefur ríkt neyðarástand í leiguíbúðamál- um á ísafirði. Framboð leiguí- búða er nánast ekkert og bygg- ing leiguíbúða er fyrirbæri, sem varla þekkist á ísafirði. Á meðan atvinna hefur verið næg og fólk hefur viljað koma og setjast hér að, þá hafa margir orðið frá að hörfa eða að sætta sig við að búa í ófullnægjandi húsnæði og/eða við óviðunandi kringumstæður. Vf hafði samband við nokkra aðila, sem með beinum eða ó- beinum hætti tengjast þessum málaflokki. En fyrst slógum við á þráðinn til fólks sem leitað hefur eftir leiguhúsnæði, og alls staðar var sami tónninn. „Það kom ekkert út úr því. Þau fengu engin tilboð. Þau eru hérna inni á heimili foreldra og sjá fram á að svo verði áfram," sagði kona um húsnæðislaust par hér í bæ. „Við erum búin að leita síðan í apríl og höfum nú gefist upp. Maðurinn minn var búinn að ráða sig á sjó og við vorum staðráðin í að flytja til Isafjarð- ar. En enga íbúð var að fá, svo ekkert varð úr því,“ sagði kona nokkur, sem nú býr í Reykjavík. UpPlýsZeda'boa, Har- liggur ÍBÚÐ ÓSKAST Ungt, barnlaust og reglusamt par óskar eftir íbúð _ 4,a' «"«9° AST ÍBÚÐ — HERBERGI Herbergi eða lítil ibúð óskast á leigu sem fyrst. Er á göt- unni. ÁGÖTUSvantar I** * OkKur braOV\. áqústn.k. .—. oa ntei ýyy “s39 ÍBÚÐ ÓSKAST Óska eftir 3ja herbergja íbúð á leigu frá og með 1. sept- ember. Hef til skipta íbúð í Hafnarfirði. Upplýsingar i síma 4244. Nokkrar húsnæðisauglýsingar „Við vorum búin að reyna lengi en það gekk ekki. Það var ansi skítt, því við gátum fengið góða atvinnu,“ sagði karlmað- ur, sem vildi setjast hér að. „Ég er búinn að bíða með húsgögnin mín á hafnarbakk- anum í mánuð og fæ enga íbúð. Ég sé ekki fram á að úr hús- næðisvanda mínum leysist í bráð,“ sagði karl, sem verður að sætta sig við að búa á vinnustað sínum. Að sögn Haraldar L aldssonar, bæjarstjóra, fyrir mikill fjöldi umsókna um leiguíbúðir hjá Bæjarsjóði. Það fólk, sem vantaði leiguhúsnæði, væri úr öllum stéttum bæjarfé- lagsins — bæði þeir sem ekki virtust hafa mikil fjárráð og svo embættismenn og aðrir slíkir. „Hins vegar getur sveitarfélagið engan veginn brugðist við þessu. Það hefur verið litið svo á að við ættum ekki að fjárfesta í íbúðum til að leigja út á al- mennum húsaleigumarkaði,“ sagði Haraldur. Ennfremur sagði hann, að sveitarfélagið hefði eignast þær félagslegu í- búðir, sem það þyrfti að eignast samkvæmt lögum um leigu- og söluíbúðir. I lögum um húsaleigusamn- inga segir að í hverjum kaup- stað skuli vera húsaleigunefnd, sem bæjarstjórn kjósi til 4ra ára í senn. Hlutverk þeirra er m.a. að veita leiðbeiningar um á- greiningsefni leigusala og leigutaka. Með breytingum á þessum lögum s.l. vor, þá segir- einnig, að bæjarstjórnir skuli í samvinnu við húsaleigunefndir láta fara fram á 4ra ára fresti, könnun á fjölda leigjenda og framboði á leiguhúsnæði. Nið- urstöður slíkra kannana skulu sendar til félagsmálaráðuneyt- isins. Halldór Jónssdn, sem sæti á í húsaleigunefnd á ísafirði, sagði að starf nefndarinnar væri ein- ungis fólgið í því að taka við kvörtunum í sambandi við leiguhúsnæði bæjarins. Hins vegar væru kvartanir fátíðar, þó svo að ástand margra leiguí- búða bæjarins væri fyrir neðan allar hellur. Fólk væri aðeins fegið því að fá eitthvert hús- næði, slíkt væri ástandið í leiguíbúðamálum. Hann sagði að engin könnun á framboði leiguhúsnæðis og fjölda leigj- enda hefði farið fram. í húsnæðisvanda sínum hefur fólk gripið til ýmissa leiða og í samtali við Vf. sagði Arnar Geir Hinriksson, lögfræðingur og fasteignasali, að daglega væri hringt í sig og spurt um leiguí- búðir. Þó væri þetta alls ekki á hans könnu. Hann kvað þetta mikið vera utanbæjarfólk, sem vildi setjast hér að og í byrjun búa í leiguhúsnæði. Samningurinn var því tví- hliða, verkafólk tók á sig veru- lega kjaraskerðingu í eitt og hálft ár, en stjórnvöld ætluðu á móti að tryggja samninginn og töldu að þá fengju þeir nægan tíma til að ná varanlegum bata í efnahagsmálum þjóðarinnar.“ Fundurinn telur að verkafólk hafi staðið við sinn hluta samn- inga og krefst þess að viðsemj- endur geri slíkt hið sama. Um helgina fór fram alls- herjaratkvæðagreiðsla félags- manna í Verkalýðsfélagi Bol- ungarvíkur. Þátttakendur í at- kvæðagreiðslunni voru 41. 38 samþykktu uppsögn kjara- samninga en 3 voru á móti. Önnur verkalýðsfélög, sem hafa samþykkt að segja upp launaliðum samninga land- verkafólks eru félögin á Hólmavík, Þingeyri, Bíldu- dal, Flateyri, Suðureyri og Pat- reksfirði. Einnig hafa Verslun- armannafélag ísafjarðar og Verslunarmannafélag Bolung- arvíkur samþykkt uppsögn. Fólksfiótti""' frá Flateyri „Frá 1. desember hafa 6 fjölskyldur flust héðan var- anlega eða eru u.þ.b. að flytja. Að auki munu 4 fjöl- skyldur fara héðan í haust um stundarsakir. Þetta eru alls um 40 manns,“ sagði Eiríkur Finnur Greipsson, oddviti Flateyrarhrepps að- spurður um fólksflótta frá Flateyri. Eiríkur kvað aðalorsakir brottflutnings nú vera samdrátt í atvinnu, minnk- andi yfirtíð og óöryggi í at- vinnulífinu. Frystihúsið væri að stoppa og togarinn væri langt kominn með kvótann. Ennfremur vís- uðu margir til þess að ó- dýrara væri að lifa í Reykjavík. Orsakir þess að 4 fjölskyldur flytja í haust, eru þær að í þeim er fólk sem hyggur á nám í öðrum byggðarlögum. Eiríkur sagði að alltaf væri mikil hreyfing á fólki og að ann- að kæmi í staðinn fyrir þá sem færu. „En við hljótum að keppa að því að auka öryggi og fjölbreytni í at- vinnumálum, því það er veruleg þörf á því að hafa áhyggjur af þessu.“

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.