Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 30.08.1984, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 30.08.1984, Blaðsíða 2
I vesttirs.ka rRiTTÁBLADID 40. tbl. 10. árg. 30. ágúst 1984. i Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofaogauglýsingamóttakaað Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13: til 17:00. Síminn er 4011. Ritstjóri: Kristján Jóhannsson. Blaðamaður Yngvi Kjartansson Stórholti 17. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Auglýsingar ofl. Rúnar Þórisson. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, (safirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. (safirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð 130,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Ritstjórn á fimmtudegi I vestíirska HIETTABLADID Áróðurinn gegn sjávar- útveginum og landsbyggðinni Á unfanförnum árum hefur áróður ýmissa fjölmiðla gegn sjá- varútveginum og landsbyggðinni sífellt verið að þyngjast. Hjá þeim kemur það glögglega fram að helstu bölvaldar þessarar eyþjóð- ar í Norður-Atlantshafi séu byggðastefnan, sem hér hafi ver- ið rekin undanfarin ár og ekki síður ríkisstyrkir og offjárfesting í sjávarútvegi. Að sjálfsögðu eig- um við Vestfirðingar og aðrir landsbyggðarmenn auðvelt með að sýna fram á það með haldbær- um rökum að þessar fullyrðingar séu rangar. Sífelldur söngur um offjárfest- ingu í sjávarútvegi og erlenda skuldabagga því samfara á sér ekki stoð í veruleikanum. Á undanförnum tíu árum hefur sjávarútvegur hér á landi verið endurskipulagður og má segja að hann hafi verið færður frá nokk- urs konar steinaldarstigi til þrótt mikils verksmiðjuiðnaðar og fisk- urinn er sóttur á vel útbúnum og góðum fiskiskipum. Það eru margir sem spyrja hvað þessi endurskipulagning hafi kostað. Svarið kemur mörgum á óvart, því fjárfesting í sjávarútvegi á þessum árum, hefur verið innan við 12% af heildarfjárfestingu landsmanna. Til að fá mynd af raunverulegu umfangi þessarar fjárfestingar má nefna að þetta er álika fjárhæð og var á sama tíma varið til opinberra bygginga, verslunar-, skrifstofu- og veitinga- húsa. Ekki hafa fjölmiðlar sem eiga heimkynni sín á suðvestur- horni landsins býsnast mikið yfir offjárfestingu í verslunarhöllum og þvíumlíku. Ég held að engum vafa sé undirorpið að fjárfesting í sjávarútvegi hafi skilað sér betur en flest annað hér á landi. Erlendir skuldabaggar vegna sjávarútvegs eru ekki til, því ef far- ið er yfir flokkun á erlendum lán- um má komast að því að erlendar skuldir vegna sjávarútvegs nema um 1,7% af erlendum lánum þjóð- arinnar. Meginhlutinn af er- lendum lánum er á herðum opin- berra aðila og þá aðallega vegna orkumannvirkja sem reist hafa verið á undanförnum árum og hafa skilað okkur litlum arði hing- að til, miðað við þann hrikalega stofnkostnað sem þar hefur verið lagt í. Oft er nefnt að sjávarútvegur sé ríkisstyrktur hér á landi. Þetta er ekki rétt því það sem kallað er ríkisstyrkir er í öllum tilvikum frá sjávarútveginum komið, það er um tilflutning á milli greina eða aðila í sjávarútvegi að ræða. Sjáv- arútvegur er undirstaða þess þjóðfélags sem hér er og slíkar undirstöður hefur þjóðféiagið sjálft ekki bolmagn til að styrkja. Hins vegar má segja að sjávarút- vegurinn hafi verið arðrændur um margra ára skeið með rangri gengisskráningu. í mörgum tilvik- um fara hagsmunir sjávarútvegs og landsbyggðarinnar saman, því sjávarútvegur er landsbyggð- inni miklivægari en öðrum lands- mönnum. Áróðrinum gegn sjá- varútveginum er því beint gegn byggðastefnunni og hagsmun- amálum landsbyggðarinnar líka. Þó sjávarútvegur sé í raun veigamesta undirstaða þess vel- ferðarþjóðfélags, sem við höfum byggt hér upp á þessum hólma okkar, þá virðist nú vera stefnt að því markvisst að þrengja sem mest að þessum atvinnuvegi og þar með landsbyggðinni einnig. Kvótakerfi og fastgengisstefna hefur haldið tekjum sjávarútvegs- ins niðri og þar með launum þeirra sem starfa í sjávarútvegi. Á höfuðborgarsvæðinu hafa þjónustuaðilar bætt kjaraskerð- ingu síðasta árs með launaskriði og síðan ætlast til að aðrir borgi brúsann í formi hærri þjónustu. Kjaraskerðingin hefur því komið harðast niður á landsbyggðinni og felur þetta í sér hættur fyrir byggðaþróun í landinu. Við sem búum hér við ísafjarðardjúp sjáum vel hversu röng sú stefna er, sem leitt hefur til minnkandi aflamagns, þ.e. kvótakerfi sem heldur aflanum niðri þrátt fyrir mikið góðæri til sjávarins. Djúpið, sem áður var hefnt Gullkistan, rís áreiðanlega nú undir þessu nafni, því fiskigengd þar hefur ekki verið meiri um áratuga skeið og nú er síldin komin. Síðast en ekki síst má nefna að nú er smokkurinn einnig kominn í Djúpið. Maður skyldi halda að á þessum tímum væru fiskimönnum ekki settar stórfelldar skorður með kvóta- kerfi og menn litnir hornauga komi þeir með góðan afla að landi. Krisma, ný snyrtivöruverslun Fvrir nokkru var opnuð ný um Ljóninu. Eigendur eru þær Jó- Guðnadóttir. snyrtivöruverslun í Vörumarkaðin- hanna Bjarnadóttir og Svanlaug Þetta er eina sérverslunin með snyrtivörur í bænum. Ætlunin er að vera með kynningar og námskeið í notkun snyrtivara og hefst fyrsta námskeiðið 7. september. Kennari verður Heiðar Jónsson snyrtir. Bensínbætiefni Að undanförnu hafa olíu- félögin keppst við að auglýsa bætiefni í bensín og er hvert félag með sitt bætiefni. Hér á ísafirði er bensínstöð, rekin af öllum olíufélögunum og var blaðamanni Vf. bent á að athuga hvaða bætiefni við fengjum hér á ísafirði. í Ijós kom að Olíufélagið hf. sér um að fylla á tankana sem þýðir að bensínið er frá ESSO og bætiefnið sem sett er í bensínið hér heitir kero- fluid es 2. Það kemur frá þýska efnavörufyrirtækinu BASF. Kan á leið í stúdíó Hljómsveitin Kan frá Bolung- arvík er á leið í stúdíóið Grettis- gat í Reykjavík. Þegar við litum inn á æfingu hjá þeim nú á dög- unum, voru þeirönnum kafnirvið að hnoða saman efni. Ekki varð betur heyrt en að þarna væri á ferðinni prýðileg lög, ágætis eyrnakonfekt, sem enginn ætti að verða svikinn af. Sögðu strákarnir, að ætlunin væri að gefa út plötu, og að þeir sjálfir myndu sjá um útgáfu. Kan hefur starfað sleitulaust nú í 2 ár og fengið margan vest- firskan kroppinn til að hristast. Hinsvegar ætlar hljómsveitin í frí, þegar upptökum er lokið, a.m.k. fram á vor. Síðustu dansleikir þeirra verða í Klúbbnum í Reykjavík 7. og 8. september.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.