Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 30.08.1984, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 30.08.1984, Blaðsíða 6
vesttirska 6 Lesendur hafa orðið Bráðum kemur betri tíð — með bjór í maga Vestfirðingar hafa löngum bú- ið við nokkuð einhæfa atvinnu- hætti. Þeir hafa frá landnámsöld sótt sjóinn af kappi og kergju og haft framfæri sitt einkum af sjáv- arfangi og þjónustugreinum sjávarútvegs. Nú er þó svo kom- ið, að ýmsum finnst þessi skipan mála helst til fábreytt og vilja renna fleiri stoðum undir vest- firskt atvinnulíf. Þykir ekki af veita, á meðan hér sitja að völd- um öfl, sem skipað hafa hags- munum viðskipta og verslunar (svo sem innflutnings áfengis og annarra nauðþurfta) skör hærra en gamaldags atvinnugreinum, sem þykja orðið heldur ófínar og lítt arðbærar. Hafa menn því haldið vöku sinni og beðið nýrra tækifæra. Þessa dagana kveður við bar- lómur mikill úr flestum sjávar- þlássum þessa lands. Víða hafa sjómenn þegar landað mestöll- um þeim aflakvóta, sem yfirvöld fiskveiðimála úthlutuðu (Deim af örlæti, sér og þjóðinni til lífsvið- urværis þetta árið. Við blasir nú sums staðar nokkurra mánaða atvinnuleysi hjá sjómönnum og fiskverkafólki, sem ráðherra sjávarútvegsmála kennir ráð- deildarleysi útgerðarmanna og fiskverkenda um. Eru þessar fregnir ásamt skattseðlunum einn helsti glaðningur alþýðu- heimila í íslenskum sjávarpláss- um nú um stundir. Úr þessum eymdarkór sker sig þó ein fögur rödd, hugljúf og hrein. Þar fer formaður bæjar- ráðs Bolungarvíkur, sem nú hef- ur tjáð alþjóð, hvaða Ijós for- svarsmenn Bolungarvíkur eygi í myrkri komandi hausts. Bolvík- ingar, sem hingað til hafa stritað hörðum höndum við sóðalega og kaldsama erfiðisvinnu, gætu nú átt bjartari framtíð í vændum. Spurst hefur, að Bolungarvík gefist nú tækifæri til að bjóða skaut sitt bandaríska hernum. Bíða þar mörg gullin tækifæri til að tína þá mola, sem hrjóta kunna af borðum verndara okk- ar. Kvíði og uggur vegna hugs- anlegs -atvinnuleysis hverfur nú sem dögg fyrir sólu. Hér gætu hjólin aldeilis farið að snúast hraðar. Bolungarvík yrði komið í nothæft vegasamband við ná- grannabyggðirnar, herflugvöllurr yrði byggður svo og friðarhöfn. Öll þjónustuvandamál myndu leysast í einu vetfangi. Forystu- þjóðin í stærsta friðarbandalagi heims, NATO, býðst nefnilega til að koma upp og starfrækja eftirlits- og ratsjárstöð við tún- garð Bolvíkinga til að tryggja heimsfriðinnenn betur, en þegar hefur verið gert. Hlýnar því mörgum um hjartaræturnar, því ósmátt hefur framlag Banda- ríkjamanna til friðarins verið í stjórnartíð mannvinarins og frið- arhöfðingjans Ronalds Regans. Umræður um staðsetningu þessarar stöðvar hafa átt sér stað um nokkurra missera skeið. Eitthvað mun hafa borið á sam- keppni milli vestfirskra sveitar- stjórnarmanna í þessum málatil- búnaði, því ábyrgir forystumenn, sem vaknir og sofnir vilja hag umbjóðenda sinna sem mestan, sjá flest gott við þessa fram- kvæmd. Vegna einurðar sinnar og jákvæðs hugarfars virðast Bolvíkingar hafa náð umtals- verðu forskoti fram yfir keppi- nauta sína, nú sem fyrr. Sannast þar enn, að gott er að eiga valið lið árvökulla hugsjónamanna í fylkingarbrjósti. Bolvíkingar virðast því geta átt von á því að eiga hæga daga af- ætunnar í vændum og lýkur þar svartnætti margra alda harðrar lífsbaráttu, þar sem hver og einn neyddist til að vinna fyrir sér með heiðarlegum hætti. Nú blasa hvarvetna við auðgunartækifær- in, jafnt við leitarstörf á sorp- haugum sem og við margháttuð arðbær þjónustustörf, bílaút- gerð, verslun og viðskipti hvers konar. Gullnámur bíða graftrar- fúsa iðnaðarmanna. Að sögn formanns bæjarráðs Bolungar- víkur er yfirgnæfandi meirihluti bæjarbúa gráðugur í þessa framkvæmd, sem auk þess að tryggja heimsfriðinn mun stór- bæta allt öryggi á láði, legi og í lofti hér um slóðir. Ekki höfum vér ástæðu til að draga í efa framangreindar fullyrðingar um vilja Bolvíkinga, því hér hefur sá talað, er valdið hefur. Maður, sem þekktur er að góðgirni og sérstakri natni við alla umfjöllun staðreynda. Staðhæfingarnar um þýðingu slíkrar stöðvar fyrir öryggi Vest- firðinga eru byggðar á tækni- þekkingu og dómgreind Geirs Hallgrímssonar. Virðist nú ein- boðið, að Ameríkanar taki þarna að sér verkefni, sem hingað til hafa verið talin í verkahring ís- lendinga sjálfra, en við ekki risið undir. Næsta skrefið yrði það að fela verndurum okkar að taka að sér alla sjúkraflutninga vestur hér, en slík neyðarþjónusta er einmitt mesti höfuðverkur heil- brigðisþjónustunnar. Síðan gætu bandamenn okkar yfirtekiö fleiri þætti, svo sem störf björg- unarsveitanna, og myndi það létta þungu fargi af mörgum erf- iðismanninum. Við Bolvíkingar treystum á guð vorn, forlögin og verndara okkar í vestri. Smáatriði eins og segull eða skotmark fyrir kjarnorku- sprengjur skipta oss engu máli, þegar um það er að ræða að höndla sjálfa lífshamingjuna. Teljum vér það verðugt framlag vort til friðarmála að leggja hér til land og mannlíf í þágu öryggis Bandaríkja Norður-Ameríku. Brýtur það hvergi í bága við sið- ferðiskennd vora, sjálfsvirðingu eða þjóðarmetnað. Vér látum sem vind um eyru þjóta hróp hins raga safnaðar klerka og komm- únista, sem kalla sig friðarhreyf- ingu. Vér vorkennum þeim of- stækisfullu embættismönnum úr heilbrigðisstétt, sem telja skot- mörk fyrir kjarnorkusprengjur vera mestu heilsuvá nútímans og kjósa að forðast það mannlíf, sem þrífst í skjóli erlendra hern- aðarmannvirkja. Vér teljum öll mótmæli gegn tilurð þessa frið- armusteris ,,á misskilningi byggð.“ Það gerir líka utanríkis- ráðherrann okkar, sem raunarer fyrir annað betur þekktur en hvassa gagnrýni eða varúð gagnvart verndurum okkar. Bolvísk alþýða fær nú aukin tækifæri og tíma til að svala menntunarþorsta sínum við am- eríska menningarbrunna video- tækni og kapalsjónvarps. Er það vel, því lestrarkunnáttu kvað heldur hafa hrakað vestur hér. Forystumenn okkar og aðall hyggja nú væntanlega gott til glóðarinnar að fá lífsnautnum sínum svalað ítignum félagsskap soldáta hér vestra í stað þess að þurfa sífellt að sækja þá saðn- ingu til höfuðborgarinnar eða sólarlanda. Og ef til einhverra tjáskiptaörðugleika skyldi nú þurfa að koma í glöðum vina- hópi, þá verða bæði aðstæður og reynsla fyrir hendi til að sam- stilla hugina við trumbuslátt og hljómlist góða. Bolungarvík 18. ágúst 1984 Pétur Pétursson héraðslæknir Vestfjarða. Nýkomið úrval af skotfærum M Haglaskot no. 12, haglastærð 1 — 3 — 4 — 5 M Riffilskot, cal. 22 M Riffilskot, cal. 22 magnum M Riffilskot, cal. 22 hornet M Riffilskot, 222 M RiffHskot, 22 — 250 M Riffilskot, 243 Gæsaflautur — Hreinsisett — Skotbelti Haglabyssur — Rifflar Silunganet, möskvastærð 25—32—44—50 mm. Væntanlegir rennibekkir f. tré, 1 mtr. SKIPASMÍÐASTÖÐ MARSELLÍUSAR hf. Símar: Skrifstofa 3575 - Lager3790 Pósthólf 371 400 Isafirði [ FRETTABLABrS ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA HEFST Á MORGUN k SPORTHIAÐAN SILFURTORGI 1 = 400 ÍSAFIRÐI ^ SÍMI4123 H.F. Smáauglýsingar AA FUNDIR Kl. 21:00 á þriðjudagskvöld- um og kl. 11:00 á sunnu- dögum að Aðalstræti 42, Hæstakaupstaðarhúsinu. Sími 3411. AA deildin. ALANON fyrir aðstandendur fólks, sem á við áfengisvandamál að stríða, eru kl. 21:00 á mánudagskvöldum að Aðal- stræti 42, Hæstakaupstaðar- húsinu. Upplýsingar veittar í síma 3411 á sama tíma. BAHÁ’Í TRÚIN Upplýsingar um Bahá’i trúna eru sendar skriflega, ef ósk- að er. Utanáskrift: Pósthólf 172, 400 ísafjörður. NÝI WENZ VÖRULISTINN er kominn. Pantið í síma 96- 24132. Brigitte Ágústsson, Pósthólf 781, 602 Akureyri. TIL SÖLU er vel með farin hillusam- stæða á góðu verði. Einnig eru til sölu á sama stað ungir páfagaukar. Upplýsingar í síma 4363 á kvöldin. TIL SÖLU Subaru, árgerð 1978. Upplýsingar í síma 3106 eftir kl. 19:00. TIL SÖLU Saab 900 GLE, árgerð 1982, sjálfskiptur, með vökvastýri. Ekinn 36 þús. km. Upplýsingar í síma 3268 eftir kl. 19:00. TIL SÖLU í 339, Volvo 244 DL, árgerð 1976, ekinn 60 þús. km. Ath.: Skipti á ódýrari. Upplýsingar í síma 4349. TIL SÖLU Mazda 626, árgerð 1980. Skipti á ódýrari bíl koma til greina. Upplýsingar i síma 3392 á kvöldin. TIL SÖLU Fiat 127, árgerð 1974, selsttil niðurrifs. Vél 1980, keyrð ca. 15 þús. km. Tvö góð dekk. Upplýsingar í síma 3887 eftir kl. 19:00. TIL LEIGU 4 herbergja íbúð á 2. hæð í gömlu húsi á Eyrinni. Upplýsingar gefur Yngvi í síma 4011 á daginn. TIL SÖLU Lítill flygill, nýlegur og vel með farinn. Upplýsingar í síma 3641. BARNAPÖSSUN — PRJÓNAVÉL Mig vantar pössun fyrir 2 ára stelpu frá kl. 8:00 — 12:00 helst skiptipössun. Þarf að vera sem næst Sólgötu eða á leiðinni upp á leikskóla, t.d. í Túngötu, Eyrargötu eða Hlíðarvegi. Á sama stað er til sölu Singer prjónavél. Upplýsingar hjá Maggý í síma 3936. TIL SÖLU Toyota prjónavél. Upplýsingar í síma 8139 milli kl. 19:00 og 20:00. ÓSKA EFTIR GÓÐRI KONU til að gæta stúlku á 2. ári milli kl. 13:00 og 17:00, helst bú- settri í neðri bæ. Upplýsingar í síma 3174 e. kl. 17:00 og 3480 e. kl. 13:00. TIL SÖLU Simca Talbot, árgerð 1980. Upplýsingar í síma 7138. BIFREIÐ TIL SÖLU Volvo 244 GL, árgerð 1979. Upplýsingar í síma 3840. TAPAÐ — FUNDIÐ Rautt DBS kvenreiðhjól með bastkörfu hvarf úr efri bæn- um um miðjan ágúst. Finn- andi vinsamlega skili því að Eyrargötu 8, eða á lögreglu- stöðina. Frekari upplýsingar í síma 3388. ÓSKA EFTIR að kaupa ódýrt, lítið sófasett eða hornsófa. Upplýsingar í síma 3842 eftir kl. 18:00. TIL SÖLU A.B.C. arinofn fyrir timbur. Upplýsingar í síma 4134. DAGMAMMA Dagmamma óskast sem fyrst fyrir 21/5> árs stúlku. Upplýsingar í síma 3502.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.