Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 30.08.1984, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 30.08.1984, Blaðsíða 3
vHrjÍH I rF.ETTASLABID 3 Magnús Hauksson og Ragnheiður Halldórsdóttir giftu sig á laugar- daginn og fór athöfnin fram inni í skógi, undir berum himni. Um kvöldið komu þau inn á Uppsali á dansleik og dönsuðu þar í dálitla stund. Ekki var annað að sjá en ungu brúðhjónin væru hin ánægð- ustu þegar blaðamaður smellti afþeim þessari mynd. Vestfirska færir þeim bestu hamingjuóskir. ÍÞRÓTTAHÚSIÐ BOLUNGARVÍK Umsóknir um leigu á íþróttasal Félög og einstaklingar sem hyggjast fá leigða fasta tíma í íþróttasal, tímabilið september til desember, leggi inn umsóknir þar um fyrir 6. september n.k. Leigugjald fyrir sal er kr. 700,00 pr. klukku- stund, greiðist fyrirfram fyrir hverjar 4 vikur. Umsóknir sendist íþróttaráði, bæjarskrifstof- unni. íþróttarád Vantar starfsmenn Óskum eftir fagmönnum og aðstoðarmönnum VÉLSMIÐJA BOLUNGAVÍKUR HF. Símar 7370 og 7380 Athugið! Yfir 30 tegundir af prjónagarni. Heklugarn og munstur. Vorum að fá mikið úrval af prjónum. Nú er tíminn til að byrja á vetrarflíkunum. Opið frá kl. 10:00—12:00 og 13:00—18:00, föstudagatil kl. 19:00 og laugardaga kl. 10:00 — 12:00 f.h. Vinnuver „Aldrei æft eins mikið“ — segir Einar Óla Einar Ólafsson, skíðakappinn góðkunni, leit við á Vf áður en hann hélt utan, en hann verður við nám og æfingar í Jarpen í Svíþjóð í u.þ.b. eitt ár. Einar tjáði okkur að skólinn, sem hann færi í væri venjulegur menntaskóli, nema að hann fengi að sleppa ákveðnum val- fögum, þar sem skíðaæfingar kæmu inn í staðinn. Einar mun taka þátt í nokkr- um mótum í vetur og verður það fyrsta í desember. En í jan- úar á næsta ári verður hann með í Heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í Austur- ríki. Þar keppir hann í 15, 30, og 50 metra göngu. — „Ég er mjög bjartsýnn að mér gangi vel, því ég hef aldrei áður æft mig eins mikið,“ sagði Einar. Hann kvaðst væntanlega koma heim til íslands á páskum til að keppa í punktamótinu. Einar vildi að lokum koma á framfæri þakklæti til þeirra, sem hafa veitt honum stuðning. .........n i FASTEIGNA-! j VIÐSKIPTI j I ísafjörður—Hafnarfjörður, | I 140 ferm. sérhæð við Arnar-1 I hraun í Hafnarfirði fæst í* [ skiptum fyrir einbýlishús eða J [ raðhús á ísafirði. | ÍSAFJÖRÐUR: I Lyngholt 11, rúmlega fokhelt ■ 1 einbýlishús ásamt tvöföldum J bílskúr. I Stórholt 11, 3ja herb. íbúð á ■ I 2. hæð. I Urðarvegur 80. Nú eru 4| I íbúðir óseldar í fjölbýlishús-■ I inu sem Eiríkur og Einar Val- ■ [ ur s.f. eru að byggja. Um er að J [ ræða 3 3ja herb. og 1 2jaJ I herb.íbúð sem afhendast til-| I búnar undir tréverk og máln-1 1 ingu fyrir 1. sept. 1985. I Aðalstræti — Skipagata, | I Óseldar eru 3ja og 4ra herb. I ■ íbúðir svo og 2ja herb. íbð á ■ [ 4. hæð í sambýlishúsi sem J I Guðmundur Þórðarson er að [ I byggja. Ibúðirnar verða af-| I hentar tilbúnar undir tréverk I ■ og málningu fyrir 1.10.1985. ■ I Hafraholt 18, raðhús á tveim | I hæðum, ásamt bílskúr. Laust I ■ fljótlega. I Hrannargata 10, 3ja herb. | I íbúð á efri hæð. I J Sundstræti 29, 2ja herb. J I íbúðá2.hæð. íbúðinerlaus. | J Silfurgata 12, lítið einbýlis- J J hús. Laust fljótlega. J Stekkjargata 4, lítið einbýlis- J J hús. Selst með góðum j I kjörum, ef samið er strax. ■ BOLUNGARVÍK: J Holtabrún 3,130 ferm. ófull- J j gert einbýlishús. Skipti mögu- j I leg á eldra húsnæði í Bolung- | I arvík. J Traðarland 10, 112 ferm. j I einbýlishúsásamtbílskúr. Út-J I borgun aðeins 50%, eftir- | I stöðvar á 6 — 8 árum I ■ verðtryggt. I Dísarland 14,156 ferm. fok- | I helt einbýlishús ásamt tvö- I ■ földum bílskúr. Verð kr. ■ J 1.100.000. Útb. kr. 550.000., J j eftirst. á 6 árum verðtryggt. ■ Höfðastígur 18, ca. 140 ■ J ferm. einbýlishús ásamt bíl- J J skúr og stórri lóð. ■ Stigahlíð 2, 2ja herb. íbúð á ■ J jarðhæð. ! ARNARGEIR ! 5 HINRIKSS0N hdl. j | Silfurtorgi 1 | I ísafirði, simi 4144 I l........................J íþróttafélagið Grettir: Sumarstarfi lokið íþróttafélagið Grettir á Flat- eyri stóð í sumar, 6. árið í röð, fyrir íþrótta og leikjanámskeiði. Til starfa var ráðinn menntaður íþróttakennari Ólafur Árni Traustason. Námskeiðið sóttu 70 — 80 börn og unglingar. Sumarstarfsemi íþróttafé- lagsins var slitið í byrjun ágúst- mánaðar og í tilefni þess gerðu menn ýmislegt sér til gamans. Knattspyrnuráð keppti við 4. flokk í knattspyrnu og hús- mæður á Flateyri kepptu við 5. flokk. Veitt voru viðurkenning- arspjöld fyrir góðan árangur á námskeiðunum, farið í leiki og að lokum var dansað við glym- skratta. í samtali við Vf, sagði Hinrik Kristjánsson. félagi í íþróttafé- laginu Gretti, að tilgangur fé- lagsins væri fyrst og fremst sá, að stuðla að eflingu íþrótta. Sagði hann að starf þess hefði undanfarin ár komið að nokkru leyti í stað leikfimikennslu í skólunum, en hún er af skorn- um skammti utan þess að í vetur var byrjað að kenna sund í nýrri laug þeirra á Flateyri. Hinrik kvað starf félagsins eins öflugt og raun ber vitni, fyrst og fremst vegna samstöðu foreldra og velvilja sveitarfélagsins og fyr- irtækja á staðnum.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.