Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 8
Þátttakendur á fjallamennskunámskeiði: Völdu sér náttstað sérkennilega í eyrum sumra þá eru snjóhúsin mun hlýrri vist- arverur, standast veður betur en fullkomnustu jöklatjöld, en ekki er alltaf hægt að koma því við að gera snjóhús. Þeir bentu einnig á að þó það væri e.t.v. eitthvað seinlegra að gera snjó- hús en að tjalda þá þyrfti oftast að hlaða upp skjólvegg við tjöld þannig að þessi tímamunur væri ekki svo mikill þegar upp væri staðið. Þátttakendur á námskeiðinu voru 9 og sagði einn þeirra, Sigurður Jónsson, í samtali við Vf að námskeiðið hefði verið mjög vel heppnað og lærdóms- ríkt, sérstaklega fyrir þá sem litla reynslu höfðu fyrir. marga ótvíræða kosti fram yfir tjöldin. Þó það kunni að hljóma á Gleiðahjalla Um Síðustu helgi var haldið námskeið fyrir félaga í Hjálpar- sveit skáta á ísafirði, í fjalla- mennsku. Leiðbeinendur voru þeir Arnór Guðbjartsson og Helgi Benediktsson frá Björg- unarskóla Landssambands hjálparsveitar skáta. Námskeiðið byrjaði á föstu- dagskvöld með því að þátttak- endur voru fræddir um ýmsan útbúnað og fleira og á laugar- daginn lögðust svo allir þátt- takendur og leiðbeinendur út og völdu þeir sér náttstað í snjóskafli uppi á Gleiðahjalla. Þeir Arnór og Helgi voru spurðir hvaða útbúnað þátttak- endur í námskeiðinu þyrftu að hafa. „Góðan hlífðarfatnað, góða skó, mannbordda, línu fyrir hverja tvo og eitthvað fleira.“ Hver er tilgangurinn með svona námskeiði? „Að kenna mönnum grunn- atriðin til þess að menn geti síðan haldið áfram og ferðast um fjöll en það hlýtur að vera grundvöllur fyrir því að menn geti bjargað öðrum að þeir geti sjálfir ferðast um fjöll við erfið- ar aðstæður.“ Við ræddum svolítið um snjóhús, kosti þess og galla að nota snjóhús eða tjöld. Þeir fé- lagar upplýstu að snjóhús hefðu Helgi Benediktsson og Amór Guðbjartsson. FRETTABLADID Sólarkaffi ísfirðinga- félagsins í Reykjavík Suður í Reykjavík starfar fé- lag sem heitir ísfirðingafélagið í Reykjavík. Helsta verkefni þessa félags er að hóa félags- mönnum saman einu sinni á ári til þess að skemmta sér og er það vanalega gert um það leyti sem sólin sést fyrst á ísafirði. Þessi samkoma er kölluð Sólar- kaffi ísfirðingafélagsins í Reykjavík og var hún síðast haldin á Hótel Sögu síðastliðið sunnudagskvöld. Friðrik Ottósson, formaður félagsins, sagði í samtali við V.f. að þessi skemmtun hefði tekist mjög vel í alla staði. Haukur Ingason flutti aðalræðuna, skemmtilegar endurminningar frá ísafirði. Sigríður Gröndal söng við undirleik Önnu Guð- nýjar Guðmundsdóttur og Óm- ar Ragnarsson skemmti. Að lokum var dansað til klukkan 2 um nóttina. Gestir voru 360 talsins. Stöðvun rækjuveiða í (sa- fjarðardjúpi er aðalfrétt þess- arar viku. Sem vonlegt er eru ekki allir á eitt sáttir um þessa lokun enda kemur hún á ó- venjulegum tíma. Vegna sér- staks ástands í Djúpinu taldi Hafrannsóknarstofnun þó ó- hjákvæmilegt að leggja það til við sjávarútvegsraðuneytið að loka nú. Þessi lokun hefur það ( för með sér að nokkrar rækju- verksmiðjur verða að senda sitt starfsfólk heim þar til rækja fæst til verkunar. Einhverjir rækjuverkendur munu hafa fal- ast eftir rækju úr Grænlenskum í stjórn ísfirðingafélagsins í Reykjavík eru auk Friðriks þau Gunnar Sigurjónsson gjaldkeri, Helga Þórðardóttir ritari, Fjóla Sigurjónsdóttir Rögnvaldur Þórðarson og Magnús Aspe- lund. Endurskoðendur eru Guðmundur Ludvigsson og Ásgerður Bjamadóttir. Á þessu ári verður félagið 40 ára og er ætlunin að minnast þess með einhverjum hætti, síðar á árinu. Næturgrill með heim- sendingarþjónustu KRÍ hyggst bjóða ísfirðingum upp á heimsendingarþjónustu á hamborgurum, kjúklingum o.fl. um helgar frá klukkan 1 — 5 aðfararnætur laugardags og sunnudags. Að sögn Jakobs Þorsteins- sonar verða pantanir aðeins togurum sem hafa verið að koma inn á ísafjörð, og fengið jákvæðar undirtektir hjá þeim, en þá hefur strandað á ein- hverjum lögum sem segja að ekki megi landa fiski hér úr er- lendum skipum, nema ( neyð- artilfellum. Líklega fæst þó undanþága frá þessum lögum, a.m.k. fyrir einum farmi, sem myndi þá skiptast milli Rækju- stöðvarinnar og Rækjuverk- smiðju Gunnars Þórðarsonar. BESSI kom inn á sunnudaginn með rúm 92 tonn, þar af fóru 37 tonn í gáma. Megnið af aflanum var þorskur. GUÐBJARTUR landaði 100 tonnum af þorski á þriðjudag- inn. PALL PÁLSSON landaði á mánudaginn 125,5 tonnum, mest þorski. GUÐBJÖRG seldi 154,967 tonn í Bremerhaven, síðastlið- inn mánudag. Um helmingur af aflanum var grálúða og af- gangurinn þorskur, karfi og ýsa. Skiptaverðmæti nam sam- tals 4.912.289 krónum sem teknar niður í gegn um síma og er símanúmerið 3777. Fólk get- ur pantað kjúklinga, hamborg- ara, samlokur, svið með rófu- stöppu og franskar kartöflur svo eitthvað sé nefnt og fengið þetta sent heim. Heimsendingargjald verður líklega eitthvað um 100 krónur og er þá sama hversu mikið er pantað. --------------------------I gerir 31,70 í meðalverð fyrir kg. { JÚLIUS GEIRMUNDSSON { landaði á mánudaginn rúmum | 93 tonnum, mest þorski. I DAGRÚN kom inn á þriðju-1 daginn með um 105 tonn, mest J þorsk. Einnig 35 tonn af meltu. J Á síðasta ári landaði Dagrún | 531 tonni af meltu. | HEIÐRÚN og SÓLRÚN eru í I slipp. ■ ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR J landaði tæpum 70 tonnum á J þriðjudaginn, mest þorski. GYLLIR landaði 101 tonni af | þorski á mánudaginn. I FRAMNES I. landaði um 45 ■ tonnum í gáma í Súðavík á J sunnudaginn. J SLÉTTANES landaði á mánu- j daginn 102 tonnum af þorski. J SÖLVI BJARNASON landaði á J þriðjudaginn 80 tonnum af | þorski. | TÁLKNFIRÐINGUR landaði I um 70 tonnum af þorski á laug- j ardaginn. SIGUREY landaði 64 tonnum á J þriðjudaginn og var uppistaðan | í aflanum þorskur og karfi. I HAFÞÓR er á rækjuveiðum. * Fólksfjöldi á Vestfjörðum Vestfirska fréttablaðinu hafa borist bráðabirgðatölur um mannfjölda á Vestjörðum þann 1. desember síðastliðinn og til samanburðar höfum við svo tölur um mannfjölda 1. des. 1983. Tekið skal fram að tölur kunna að breytast eitthvað þar sem þetta eru bráðabirgðatölur. Af þeim má þó ráða að mannfjöldi stendur nokkurn veginn í stað ef litið er á Vestfirði í heild. í kaupstöðunum fjölgar fólki lítillega en fækkun er líklega mest í Vestur-ísafjarðarsýslu þar sem fólki fækkar nokkuð í 3 af 4 fjölmennustu hreppunum. Annars tala tölurn- ar hér á eftir sínu máli. Endanl. tölur 1.12A83 Bráðab. tölur 1.12784 Fólksfj.- breyting íhundr.hl. KAUPSTAÐIR: ísafjörður 3.400 3.409 +0,26 % Bolungarvík A.-BARÐASTR.SÝSLA: 1.275 1.282 +0,55 % Geiradalshreppur 82 86 +4.88 % Reykhólahreppur 245 231 -2,45 % Gufudalshreppur 50 42 -14,00 % Flateyjarhreppur 25 27 +8,00 % Múlahreppur 16 16 0,00 % V.-BARÐASTR.SÝSLA: Barðastrandarhreppur 174 178 +2,30 % Rauðasandshreppur 89 92 +3,37 % Patrekshreppur 998 1.006 +0,80 % Tálknafjarðarhreppur 351 371 +5,70 % Ketildalahreppur 35 32 -8,57 % Suðurfj arðahreppur V.-ÍSAFJARÐARSÝSLA: 357 359 +0,56 % Auðkúluhreppur 32 35 +9,37 % Þingeyrarhreppur 496 479 -3,83 % Mýrahreppur 114 108 -5,26 % Mosvallahreppur 89 86 -3,37 % Flateyrarhreppur 510 485 -4,90 % Suðureyrarhreppur N.-ÍSAFJARÐARSÝSLA: 447 463 +3,58 % Súðavíkurhreppur 262 263 +0,38 % Ögurhreppur 46 46 0,00 % Rey kj arfj arðarhreppur 91 86 -5,49 % Nauteyrarhreppur 71 70 -1,41 % Snæfjallahreppur 29 31 +6,90 % STRANDASÝSLA: Árneshreppur 145 144 -0,69 % Kaldrananeshreppur 199 188 -5,53 % Hrófbergshreppur 27 28 +3,70 % Hólmavíkurhreppur 405 417 +2,96 % Kirkjubólshreppur 70 70 0,00 % Fellshreppur 64 68 +6,25 % Óspakseyrarhreppur 58 59 + 1,27 % Bæjarhreppur 174 161 -7,47 % Vestfirðir Heimild: Hagstofa íslands. 10.426 10.418 -0,077% BÍLALEIGA Nesvegi 5 — Súðavík — 94-6972-6932 Grensásvegi 77 — Reykjavík — 91-37688 Sendum bílinn Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.