Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 1
27. tbl. 11. árg. vestfirska 11.árg. 1985. FRETTABLADID SUMARÁÆTLUN Þingeyri — Reykjavfk — Þingeyri Mánudaga — Fimmtudaga Umboð Þingeyri Sími 8117 FLUGLEIDIR Nýjar vörur vikulega VERSLW HEIMA — AUKIN ÞJÓNUSTA Verslunin Ísafírði sími 3103 Oheppnin eltir IBI „Jú, við áttum að vinna þennan leik. Við vorum mjög óheppnir, vorum yfir þangað til rúm ein mínúta var eftir af leiknum, þá tókst þeim að skora jöfnunarmarkið og var mikill heppnisstimpill á því.“ Þetta sagði Gísli Magnússon. þjálfari meistaraflokks ÍBf, um leik liðsins gegn Siglfirðingum á laug- ardaginn. Hann sagði gang leiksins hafa verið þann að ísfirðingar hafi komist yfir 1 — 0 með marki Ragnars Rögnvaldssonar. KS hefði síðan jafnað með skallamarki úr horni, en Haukur Magnússon hefði svo komið ísfirðingum yfir á nýjan leik. Á lokamínútunum tókst and- stæðingunum síðan að jafna metin eins og áður sagði. Gísli sagðist halda að liðið væri að ná úr sér þeirri deyfð sem eink- ennt hefði leik þess undanfarið. Næsti leikur verður ekki fyrr en 20. júlí (gegn Skallagrími hér heima) og var meiningin að æfa á hverjum degi þessa viku, en halda venjulegu prógrammi í næstu viku. Aðspurð- ur sagði Gísli möguleika liðsins á að komast í 1. deild vera farna að fjarlægjast, þó enn væri von. „Við stöndum eiginlega nákvæmlega eins og á sama tíma í fyrra, erum með jafnmörg stig, og þá munaði litlu að við kæmumst upp. Þá gekk betur seinni helminginn og maður vonar að svo verði einnig núna.“ Að undanförnu hafa gengið um það sögusagnir að liðsmenn ÍBÍ væru lagstir í óreglu. Hvað segir þjálfarinn um það? „Það er bara kjaftæði. Ég hef aldrei orðið var við það. Ég veit til þess að leikmenn sumra liða fara á fyllerí eftir fótboltaferðir, en það hefur aldrei komið fyrir hjá okkur. Hins vegar er ekkert við því að segja þó ungir menn skemmti sér á laugardögum ef það er vika í næsta leik.“ Áhöfnin á Húna kom með mestan afla að landi báða keppnisdagana á sjóstangaveiðimótinu um helgina. Frá vinstri: Sigurður Hólm Jóhannsson, Pétur Jónasson, Birgir Snorrason, Hjörtur (Stapi) Bjarnason, skipstjóri, Ásgerður Halldórsdóttir, sem varð aflahæst kvenna á mótinu og Jóhann Kristinsson, en hann aflaði mest allra þátttakenda. Hólmavík: Anna ekki ferða- mannastraumnum — eftir opnun Steingrímsfjarðarheiðar 36 — 38 manns í allt. Þrátt fyrir þessa aukningu hefur hvað eftir annað verið fullt. Þetta hefur aðal- lega verið umferð í gegnum plássið og við eigum auðveldlega að geta þjónað hluta af þessu, en þetta var bara meira en við áttum von á.“ „Þið eruð vel í sveit settir þarna á Hólmavík." „Það er langt í næstu staði sem þjónusta ferðamenn eitthvað. Yfir sumarið eru það Brú og Djúp- mannabúð, en á veturna Borgames og ísafjörður.“ „Er eitthvað á döfinni til að bæta þjónustuna við ferðamenn ennfrekar?" „í félagsheimili sem stendur til að byggja hér verður stór og mikill matsalur sem á að geta tekið hvaða hóp sem er, auk gistirýmis fyrir 20 manns. Það er mikill hugur í mönnum, en það hefur ekkert verið ákveðið umfram það ennþá.” Sjá einnig: „Félagsheimili stærsta verkefnið“, bls. 2. í júni kom Guðbjörgin með tæp 682 tonn að landi. 367 tonn voru lögð upp hjá íshúsfélagi ísfirðinga og fengust um 6,8 milljónir króna fyrir þann fisk eða um 18,50 kr. fyrir kílóið. 315 tonnum var landað i gáma sem síðan voru fluttir út. Fyrir þann fisk fengust um 12,3 m. kr. eða um 38,90 kr. fyrir kílóið. Þrátt fyrir að í aflanum sem unninn var hjá íshúsfélaginu hafi verið nokkuð af verðminni tegundum (s.s. ufsa og karfa) en fóru í gáma, liggur Ijóst fyrir að verð aflans sem seldur var ytra var tvöfalt hærra. Kostnað- ur við að koma fiskinum á markað erlendis er 13 — 16 kr., en að hon- um frádregnum er verðið enn um- Ásgeir Guðbjartsson, skipstjóri. talsvert hærra fyrir útflutta aflann þó óunninn sé. Vert er einnig að hafa í huga að fiskverð hefur farið upp í 48 kr. á erlendu mörkuðunum, þannig að dæmið gæti litið enn bet- ur út fyrir sjómenn. — Þessar upp- lýsingar fengust hjá Ásgeiri Guð- bjartssyni, skipstjóra. „Það er ánægjulegt að geta selt þennan fisk, 5 — 7 dögum eldri en þann sem frystihúsið kaupir, á tvö- falt hærra verði,“ sagði Ásgeir og kvað þá útgerðarmennina mundu bjarga sér þó frystihúsunum yrði lokað. „Skipið er aldrei úti nema 4 — 5 daga í einu núorðið og ef þeir geta ekki rekið frystihúsin með glænýjum fiski, þá er bara að loka,“ sagði Ásgeir. „Stóri vandinn hjá frystihúsun- um er manneklan. Vinnuaflið hef- ur allt sótt í rækjuverksmiðjumar. Og það er ekki skipstjórunum að kenna,“ sagði Ásgeir og vildi ekki kenna þeim um allt það sem miður færi í sjávarútvegi á Vestfjörðum, en sem kunnugt er hafa sumir á- sakað þá um að fást ekki til að stjórna fiskveiðunum eins og skyldi. „Ég kannast ekki við annað en að skipstjórar séu samvinnuþýðir,” sagði Ásgeir, en benti á að helmingur ársaflans veiddist yfir sumarmánuðina. „Það er ekki mikil kúnst að gera út skut- togara ef hægt er að hafa þá bundna yfir hábjargræðistímann,“ sagði Ásgeir að lokum. Eftir að Steingrímsfjarðarheiði var opnuð eru flestir Djúpverjar hættir að aka Þorskafjarðarheiði ef þeir eru á leið út úr fjórðungnum, að sögn kunnugra. Við höfðum samband við Halldór Sigurjónsson, sveitarstjóra á Hólmavfk, og spurð- um hann hvort þeir Hólmvíkingar fyndu fyrir aukinni umferð eftir opnun heiðarinnar. „Hún er margfalt meiri en við áttum von á, þó vorum við búnir að gera okkur háar hugmyndir. Þeir sem reka gistiheimilið hérna höfðu búið sig nokkuð vel undir aukinn straum ferðamanna. Þeir tóku á leigu einbýlishús og útbjuggu þar gistiaðstöðu og geta nú tekið á móti Brúttóverðmætið tvöfaldaðist við að selja í gámum Grunnskóli: Þrír sækja um stöðu skóla- stjóra S.l. mánudag rann út um- sóknarfrestur um stöðu skóla- stjóra og yfirkennara við Grunnskóla ísafjarðar. Höfðu þá borist til skólanefndar þrjár umsóknir um stöðu skólastjóra og ein um stöðu yfirkennara, en ekki var vitað hvort fleiri væru á leiðinni, að sögn Geirþrúðar Charlesdóttur, skólanefndar- manns. Sagði hún að umsókn- imar yrðu að öllum likindum teknar fyrir í skólanefnd um helgina. Aðspurð um hvort einhverjar breytingar yrðu gerðar á hús- næði skólans fyrir næsta skólaár sagði Geirþrúður, að stjórnun- araðstaða skólans yrði öll á ein- um stað, þ.e. í nýja barnaskóla- húsinu og fyrstu breytingarnar miðuðust við það. Þegar hefði verið ráðinn arkitekt til að vinna að frekari breytingum, svo samgangur starfsmanna gæti orðið sem mestur í fram- tíðinni. „Það verður að nást upp sem mest samstaða og sam- vinna með kennurum alls Grunnskólans, svo hægt sé að gera þetta að góðum skóla,“ sagði Geirþrúður að lokum. Menntaskólinn: Fleiri um- sóknir en í fyrra Nú hafa borist milli 40 og 50 umsóknir um skólavist í 1. bekk Menntaskólans á !sa- firði. Er það heldur meira en í fyrra. Vegna ákvörðunar um að taka upp skíðaval við skólann næsta vetur verður tekið áfram á móti umsókn- um. Loks má geta þess, að á næsta skólaári verður við- skiptabraut starfrækt á öllum árum.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.