Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 2
2 ■5 vitíifii I TTABLASID I vestfirska ~~l FRETTABLADID Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:0017:00. Síminn er4011. Ritstjóri: ÓlafurGuðmundsson. Blaðamaður: Rúnar Helgi Vignisson. Fjármál ogdreifing:Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, Isafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. Isafirði. Verð i lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Orðið er laust Fyrirspurn frá Patreksfirði: Ríkisbílar misnotaðir? Skattborgari frá Patreksfirði hringdi: ,,Mig langar til að gera fyrir- spurn til Guðbjarnar Charles- sonar, yfirmanns Flugmála- stjórnar á Vestfjörðum, um það hvernig háttað sé notkun þess bíls sem fenginn er starfsmanni flugvallarins hér til afnota og merktur er Flugmálastjórn. Má hann hafa þennan bíl til einkaaf- nota? Það er alveg hroðaleg misnotkun á þessum ríkisbílum. Umræddur bíll er notaður alfarið í þágu starfsmanns flugvallarins og mér finnst þetta svo mikið siðleysi að ég get ekki þagað yfir þessu. Þetta er búið að ganga hér í gegnum árin og mikið talað um þetta hér á Patreksfirði. Er ekkert eftiriit með þessum bílum?" Vestfirska hafði samband við Guðbjörn Charlesson og fersvar hans hér á eftir. „Lögum samkvæmt má ekki hafa ríkisbifreiðir til einkaafnota og allir starfsmenn sem hafa ríkis- bíla eiga að vita það. Það má hins vegar lengi deila um hvað eru einkáafnot og hvað ekki. Ég veit ekki til þess að þessi tiltekni maður misnoti bilinn. Það er ekki hægt að merkja það á eyðslu á bensíni eða kílómetratölu. Maðurinn hefur langt að fara út á Patreksfjörð til að gegna ýmsum þjónustuerindum og sé ég ekkert sem bendir til að um misnotkun sé að ræða. Hitt er svo annað að ég mundi viija ræða við þann mann sem hef- ur þessa kvörtun fram að færa svo hægt væri að uppræta meinið. Þegar menn gefa ekki upp nafn eru þeir bara að reyna að vekja athygli á einhverju.“ Jón Rafn. Til áhugamanna um knattspyrnu Jón Raf n á plötu Það sem af er sumri hefur ekki allt gengið sem skyldi, hvorki hjá ineistaraflokki kvenna né karla í knattspyrnunni. Vekur það furðu okkar sem skrifum þetta hvað lítill stuðningur og hvatning hefur verið frá áhorfendum á leikjum sumars- ins. Það er ekki nóg að mæta á völlinn, það þarf hvatningu líka, og það er það sem þarf núna. Og eitt er enn sem leggja verður áherslu á. Þegar illa gengur er aldrei meiri þörf fyrir stuðning og hvatningu. Mætum nú öll jákvæð á völlinn og verum jákvæð að leik loknum hvernig sem fer. Þótt langt sé liðið á Uppsprettuvatnið á Súganda Hin 50 ára útisundlaug í Súg- andafirði er enn í notkun og stuðlar að aukinni sundmennt í firðinum. t vor var þar haldið sundnámskeið fyrir skólabörn á Suðureyri og var Anna Bjarnadóttir, leiðbeinandi. Verður sundlaugin nú opin almenn- ingi frá kl. 2 — 4 og 8 — 10 alla daga nema laugardaga, því þá er hún hreinsuð. Þess má geta að laugin er heit og góð og sírennsli í hana og úr allan sólarhringinn. Notað er uppsprettuvatn sem sumir telja allra meina bót. Þeim fækkar ört þessum gömlu útisundlaugum sem mörgum finnst hafa sérstakan töfraljóma þrátt fyrir aldurinn. Sjálfsagt fer að líða að lokum laugarinnar í Súganda- firði, því þegar er farið að huga að byggingu nýrrar laugar inni í þorp- inu. En það er sjálfsagt að hvetja fólk til að prófa uppsprettuvatnið á Súganda. Atvinna Óskum að ráða lagtæka menn til starfa, helst vana járniðnaði. VELSMIÐJA BOLUNGAVÍKUR HE SÍMAR: 7380 OG 7370 Smáauglýsingar TIL SOLU er bifreiðin í 76, sem er Volvo 145 (station), árgerð 1973. Mikið af varahlutum fylgir. Upplýsingar í síma 3017. Jakob Hjálmarsson. TIL SÖLU Super-Sun Ijósalampi. Nýjar perur. Vel með farinn. Upplýsingar í símum 4212 og 3611. TIL SOLU er barnarúm, barnavagn, göngugrind og barnastóll. Á SAMA STAÐ er til sölu Mercury Comet, árgerð 1974, ógangfær, verð 5 þús. kr. staðgreitt. Upplýsingar í síma 4926. keppnistímabilið og fáir heimaleikir eftir, getum við öll mætt með þessu hugarfari á völlinn á þá leiki, á- horfendur góðir. Munum það! Tvær áhugasamar um knatt- spyrnu. Hljómplötudeild Fálkans hefur gefið út plötu með Jóni Rafni söngvara, Ijóð og lög eftir hann. Þetta er tveggja laga plata og heitir Vinur, og er að mínum dómi sérlega hugljúf. Hljóðfæraleikarar þeir sem annast undirleik eru mjög góðir og meira og minna landsþekktir menn, samanber Bjöm Thoroddsen gítar- leikara og Hjört Howser. Platan fæst hér á Bílduda) hjá undirrituð- um. Tryggið ykkur eintak af plötu þessa góða söngvara og auðgið hugan af góðri list. Umboðsmaður á Bfldudal tekur niður paptanir. Jón Kr. Ólafsson, söngvari. Hin nýja vél Pólsins ber stafina TF-POL. Póllinn kaupir flugvél —Verður notuð til að þjóna viðskiptavinum víðs vegar um landið Póllinn h.f., ásamt þremur einstaklingum, þeim Ingólfi Óskarssyni, Erni Ingólfssyni og einum sem kýs að láta ekki nafns síns getið, hefur fest kaup á lítilli eins hreyfils flugvél. Er hún af gerðinni Cessna Rames Rocket, frönsk, og mun bera einkennisstafina TF-POL. Að sögn Arnar Ingólfssonar hjá Pólnum, hyggst fyrirtækið nýta sér flugvélina til að þjónusta sína kúnna víðs vegar um landið. „Við höfum verið með þjónustu út um allt land. Eðli þeirrar þjónustu er að svara köllum eins fljótt og hægt er og það höfum við gert alveg frá því við byrjuð- um með því að leigja litlar flugvélar,“ sagði Örn. Flugvélinni verður flogið af starfsmönnum Pólsins, en inn- an fyrirtækisins eru fjórir menn með flugpróf, þar af einn með atvinnuréttindi. Þess má geta að allir eru þeir úr sömu fjölskyld- unni. Mjölnismót í golfi 1985 Hið árlega Mjölnismót fer fram sunnudag- inn 28. júlí á golfvellinum í Bolungarvík. Mótið hefst kl. 13:00. Skráning verður á staðnum frá kl. 12:00 til 13:00. Spilaðar verða 18 holur. Keppt verður í karla- og unglingaflokkum. Mótið er opið. Vélsmiðjan Mjölnir hf. gefur verðlaun. Mótanefnd G.B.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.