Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 25.07.1985, Page 8

Vestfirska fréttablaðið - 25.07.1985, Page 8
vestfirska I rRSTTABLADID ísafjörður ■— Akureyri í tengslum við leiki ÍBÍ í Islands- móti karla og kvenna, sem fram fara á Akureyri og á Húsavík nú um helgina, getum við boðið nokkur sæti í Fokker Friendship vél, sem leigð verður vegna leikj- anna. Þið, sem hafið áhuga, hafið samband við Jakob í síma 3665, Esther í síma 3510, Mar- grétií síma 3813 eða Þorstein í síma 3043. r Knattspyrnuráð Isafjarðar. Námskeið í golfi fyrir byrjendur og lengra komna fer fram á golfvellinum í Tungudal 8. og 9. ágúst. Kennari verður Árni Jónsson frá Akureyri. Nánarí upplýsingar og skráning hjá Samúel í síma 3035 og Jóni Baldvin í síma 4294. Við bjóðum 20% afslátt af ýmiskonar sumarfatnaði fram að verslunar- mannahelgi. Leggur og skel Sími 4070. Húsbyggjendur Verktakar Vegna sumarleyfa verður steypustöð Steiniðjunnar lokuð frá kl. 12:00 á hadegi föstudaginn 2. ágúst til kl. 8:00 mánudag- inn 12. ágúst. Ú LEGGUR OG SKEL fataærslun barnannu o W lZí LEGGUR OG SKEL futuuerslun burnunnu Steiniðjan hf. Starfsfólk óskast um kvöld og helgar. Upplýsingar gefur Jósefína. HAMRABORG HF. SÍMI 3166 ÍSAFIRÐI BRÆÐRATUNGA, ÞJÁLFUNAR- OG ÞJÓNUSTU- MIÐSTÖÐ FATLAÐRA Á VESTFJÖRÐUM Starfsfólk óskast Óskum eftir að ráða starfsfólk til meðferð- arstarfa strax, svo og starfsmann til af- leysingar í eldhúsi frá og með 25. júlí. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 3290. Kennsla í heimilisfræðum verði aukin —segir í samþykkt aðalfundar Sam- bands vestfirskra kvenna Aðalfundur Sambands vest- firskra kvenna (S.V.K.) var haldinn í Reykjanesi 22. og 23. júní s.l. Fundinn sóttu fulltrúar allra kven- félaganna í Sambandinu, en þau eru 16 að tölu og ná frá ísafjarðardjúpi til Patreksfjarðar. Mörg mál voru rædd á fundinum m.a. orlofsmál húsmæðra, heimil- isfræðsla í grunnskólum og ýmis skólamál. Töldu fundarkonur að kennsla í heimilisfræðum væri enn af skorn- um skammti og sumsstaðar engin a.m.k. á landsbyggðinni og ekki fylgt eftir þeim reglugerðum sem kveða á um það. Fundurinn hvatti til að konur fylgdust með því að skólarsinntu skyldu sinni í þessum efnum. Samþykkt var ályktun þar sem bent er á leiðir til úrbóta. Fyrirkomulagi orlofsnefnda var breytt nokkuð, þannig að nú er ein orlofsnefnd á svæðinu. Félögin á fsafirði skipa sex konur í nefnd, önnur félög innan S.V.K. kjósa eða tilnefnd einn fulltrúa hvert, til að Húsmæðraskólinn hefur ekki verið fullnýttur undanfarin ár. i fara með orlofsmálin hjá sér, sá fulltrúi hefur síðan samband við orlofsnefndina á fsafirði, sem sér um að útvega dvalarstað fyrir or- lofsþátttakendur. Undanfarin ár hafa konur frá fsafirði dvalið í húsmæðraorlofi á Laugarvatni, og látið vel af því. Fundurinn fagnaði því að bjór- frumvarpið var fellt og taldi að auka ætti eftirlit og viðurlög við innflutningi og sölu á ólöglegum fíkniefnum. Á fundinum voru flutt erindi um málefni unglinga sen Ingþór Har- aldsson, sálfræðingur, flutti og um námsstefnu í fjölmiðlun, sem Ás- laug Jensdóttir sagði frá. Fundurinn var haldinn í boði þriggja kvennfélaga við Djúp þ.e. úr Reykjafjarðarhreppi, Nauteyr- arhreppi og Ögurhreppi. f þessum félögum eru aðeins 24 konur, en móttökur allar voru með miklum myndarbrag. Fréttatilkynning. Frá skákmóti í unglingaflokki. Skákskóli í Reykjanesi — 8. —15. ágúst Skákskóli verður í Reykjanesi við ísafjarðardjúp I sumar ef þáttaka verður næg. Skólinn verður með sumarbúðasniði og byggður á þeirri reynslu sem fékkst í Skákskólanum á Kirkjubæjarklaustri fyrir nokkr- um árum. Guðmundur Sigurjónsson og helgi Ólafsson sem báðir kenndu við skólann á Klaustri, munu ann- ast skákkennslu ásamt fleiri skák- meisturum, sem enn er óráðið hverjir verða. Hilmar Pálsson í- þróttakennari, mun sjá um íþróttir og útivist. Umsjón skákskólans mun Hlyn- ur Þór Magnússon annast. f Reykjanesi er m.a. íþróttahús, knattspymuvöllur, sundlaug og gufubað. Skólahald þetta mun standa dagana 8. — 15. ágúst. Skólagjald verður kr. 6.600. Vestfjarðarleið mun flytja mannskapinn úr Reykjavík og til baka fyrir kr. 1.500. samtals á mann. Væntanlega verða einnig skipulagðar ferðir frá fsafirði og víðar. Skráning og allar aðrar upplýs- ingar eru í síma 21015 eða hjá Smára Haraldssyni í síma 4017. Þeir sem hyggjast vera með eru beðnir um að skrá sig sem fyrst. Ekkó til Vestfjarða „Unglingarnir eru líka til úti á landsbyggðinni,“ er kjörorð þeirra sem vinna að undirbún- ingi og uppsetningu á unglinga- leikritinu „Ekkó“ eftir Clas Andersen á vegum Stúdenta- leikhússins. Því segjum við frá þessu hér að áhersla verður lögð á að þetta verði ferðasýning og að byrjað verði að sýna utan Stór-Reykjavíkursvæðisins. Er þetta m.a. gert í tilefni af ári æskunnar. Leikritið Ekkó fjallar fyrst og fremst um unglinginn og um- hverfi hans. f því er margt tekið fyrir, s.s samskipti hans við hitt kynið, samskipti við foreldra og vini, skólinn og vímuneysla og þau vandamál sem af henni hljótast. Að sögn Andrésar Sigur- vinnssonar, leikstjóra, eru æf- ingar að hefjast og er frumsýn- ing áætluð í byrjun ágúst. Verður þá strax lagt land undir fót, en ferðaáætlun hefur enn ekki verið samin. Þó sagðist Andrés geta fullyrt að sýnt yrði á ísafirði, og líklega einnig víðar á Vestfjörðum, enda gerði sviðsmyndin ekki kröfu til stórra húsa. Opnunar- tímar safnsins á Hrafnseyri Safn Jóns Sigurðssonar, Hrafnseyri, var opnað 17. júní s.l. Verður safnið opið í sumar frá kl. 13:00 til 18:00 alla daga, nema um annað sé samið við safnvörð. Aðgangur er ókeypis. Safnvörður er Jón Guðmunds- Vestfirðingar athugið! Hef opnað aftur fóta- aðgerðastofu mína. Tímapantanir teknar í síma 4780 og 4439. Fótaaðgerðastofa Ingibjargar Brunngötu 2, 2. hæð. son.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.