Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 10
Verslunarfólk óskast til starfa Heils dags eða hlutastarf Upplýsingar gefa Gunnlaugur og Jónas í síma 3123 Bókav. Jónasar Tómassonar Slys á Óshlíðarvegi; Grafan snarbeygði útaf veginum vestfirska hefur heyrt Að Gróa á Leiti hafi sótt Vest- firði heim nýlega. Ein af sög- um hennar hefur borist okkur til eyrna. Samkvæmt henni á einn af meðlimum Karlakórs ísafjarðar, sem var í söngför um Finnland eins og kunnugt er, að hafa verið tekinn fastur af rússneskum landamæra- vörðum þegar kórinn brá sér austur fyrir járntjald. Hafi manninum verið ógnað með byssum og haldið í prísund í tvo tíma. Allt átti þetta að hafa gerst af því maðurinn hafi haft uppi myndavél og fylgdi sög- unni að hún hefði verið tekin af honum. Þegar Vf. hringdi í tiltekinn mann til að fá söguna staðfesta kom upp úr dúrnum að hann hafði verið stöðvaður af finnskum landamæravörð- um, reyndar af því hann var með myndavél, en hins vegar hafi verðirnir ekki verið annað en elskulegheitin og ekki haldið honum nema í tvær mínútur. Að í sundferð Vestra til Hró- arskeldu nú nýverið hafi Danir furðað sig á því hvernig liðið gæti æft í 30 gráðu heitri laug. Að sögn þeirra Vestramanna eru allar laugar í Danaveldi 26 gráðu heitar og kippi sér eng- inn þarlendur upp við það. Hins vegar hríðskalf Vestra- fólkið fyrstu dagana meðan það var að venjast 26 gráð- unum. Sundlaugin á Isafirði hefur verið kæld úr 30 gráð- um í 29 fyrir sundfólkið og enn meira fyrir mót. Sama mun vera gert í Bolungarvík. Telja Vestramenn að búið sé að venja íslendinga á alltof heitar laugar. Að skipulagsbreytingar standi fyrir dyrum hjá Bíla- verkstæði Isafjarðar. Óli M. Lúðvíksson, sem verið hefur framkvæmdastjóri muni láta af störfum og gerast bókari hjá Bæjarfógetanum á Isa- firði. Guðmundur Ingólfsson, sem gegndi því starfi áður hefur verið ráðinn til Rækju- verksmiðjunnar í Hnífsdal. Um kl. 16:00 á sunnudaginn fór Payloader grafa út af Óshlfðarvegi við Seljadal og hafnaði í fjörunni um 30 m neðar. Ökumaðurinn, Valdimar Jónsson frá Flateyri, náði að kasta sér út úr gröfunni á leið- inni og slapp með skrámur á höfði og eymsli í baki og fótum. Grafan er ilia farin ef ekki ónýt, enda fór hún yfir stórgrýti á leiðinni niður. Eig- andi gröfunnar er fyrirtækið Græðir á Flateyri og hefur það undanfarið séð um að mala möl ofan í Óshlíð- arveg. Að fyrirtækinu stendur Valdimar við annan mann. I samtali við blaðið sagðist Valdimar hafa verið að mæta bíl- um og ætlað að fara að beygja inn á veginn aftur þegar hann uppgötv- aði að dautt var á vélinni. „Á sama Um síðustu helgi var haldið golfmót á nýja golfvellinum í Tungudal. Keppt var um svokall- aðan Ljónsbikar, og vann Jón Baldvin Hannesson sér rétt til að gæta hans næsta árið. Jón lék 36 holur á 181 höggi. Næstur kom Viðar Konráðsson á 200 höggum og þriðji varð Bjarki Bjarnason á 202 höggum. í unglingaflokki var augnabliki lendir annaí framhjólið á kafla í vegkantinum sem hafði sigið í rigningunn um daginn og við það snarbeygir grafan út af. Ég réð ekki við neitt, því vökvastýrið virk- ar ekki þegar dautt er á vélinni. Þetta gerðist allt mjög snöggt, en ég komst þó út á miðri leið og kram- búleraðist við það. Annars var ég heppinn að komast út, — dyrnar voru hálflokaðar og mér gekk illa að komast út og frá vélinni. Ég veit ekki hvernig það tókst.“ — Þú hefur ekki haldið að komið væri að endalokunum? „Maður mátti nú ekkert vera að því að hugsa um það,“ sagði Valdimar Jónsson og bjóst við að hvíla sig í nokkra daga áður en hann hæfi vinnu á ný. aðeins einn keppandi, Ómar Dag- bjartsson úr Bolungarvík og lék hann á 186 höggum, sem hlýtur að teljast góður árangur, ekki síst þar sem hann hefur ekki leikið á vell- inum áður. — Næsta mót handa golfmönn- um á Vestfjörðum verður í Bol- ungarvík um helgina og kallast Mjölnismót. Það er opið mót. PÖLLINN HF Isafirði Sími3792 Litlu ljós- álfarnir eru komnir aftur, tvær gerðir. Verð kr. 670,00 Ganga fyrir rafhlöðum eða 220 V. Tilvaldir í ferðalagið eða til að nota heima. Grafan í fjörunni. Hún fór út af þar sem mennirnir standa. Jón Baldvin vann Ljónsbikarinn Þessi mynd var tekin á Breiðadalsheiði s.l. föstudag. Óveðrið í síðustu viku: Fresta varð ferð Fagra- nessins á Strandir — í fyrsta skipti í 11 ár í norðangarranum sem gekk yfir í lok síðustu viku varð að fresta för Djúpbátsins á Strandir um einn dag. Hafði verið ætlunin að fara á föstudegi, en þá var ekki lendandi fyrir norðan svo fresta varð förinni til laugardags. Að sögn Krístjáns Jónassonar, framkvæmdastjóra Djúpbátsins, er þetta í fyrsta skipti sem fresta verður ferð á Strandir síðan farið var að flytja ferðamenn þangað á sumrín, eða í 11 ár. Sam- anlagt biðu tnilli 70 og 80 manns fars á föstudaginn og vissi Kristján ekki til að neinum hafi orðið meint af biðinni. Kristján sagði traffíkina á Strandir hafa verið mjög góða í sumar miðað við hvemig veðráttan hefði verið. Væri hún ekki minni en í fyrra. Kristján sagði alltaf hafa orðið þó nokkurt stökk á milli ára í farþegaflutningum á Strandir síðan ferðir hófust og bentu bókanir til þess að svo yrði einnig nú. í þrjú ár hafa verið í gangi um- ræður um þörf á nýjum og hentugri Djúpbát. Ér málið komið svo langt að farið er að leita að bát sem passaði með litlum breytingum. Sagði Kristján að ef hentugur bátur fyndist gætu skiptin gengið snögg- lega fyrir sig. Ekki taldi hann að til væri neinn bátur hér á landi sem hentaði vel hlutverki Djúpbátsins. ,,Það virðist vera sama I hvaöa veiðarfæri er, það fiska | allir vel,” sagði einn viðmæl- I andi blaðsins í gær og virðist I hann hafa mikið til síns máls, I eins og meðfylgjandi upplýs- ! ingarsýna. I BESSI seldi 152tonn í Grims- I by á mánudaginn, meðalverð I 45,60 kr. ■ VÍKINGUR kom úr sínum fyrsta túr á snurvoð með 14 I tonn af þorski og kola. I PÁLL PÁLSSON kom í gær I með tæp 150 tonn. I GUÐBJÚRG landaði um 160 | tonnum á þriðjudag, og fór hluti aflans í gáma. | JÚLlUS GEIRMUNDSSON I kom með um 170 tonn í gær. ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR I landaði 140 tonnum s.l. fimmtudag. GYLLIR er enn í klössun en | fer á veiðar eftir helgina. SLÉTTANES landaði um 90 ■ tonnum í gáma á Isafirði á ■ þriðjudag, og 60 tonnum á Þingeyri á miðvikudag. FRAMNESIÐ landaði um 14 | tonnum af rækju um miðja ■ síðustu viku. Kom svo inn á j föstudaginn vegna brælu með 1,5 tonn. SÚLVI BJARNASON kom inn | í gærmorgun með um 70 tonn I eftir tæpa tvo sólahringa. TÁLKNFIRÐINGUR landaði j s.l. miðvikudag 140 tonnum | og var væntanlegur ídag með | um 120 tonn. SIGUREY landaði á laugar- I daginn 130 tonnum. DAGRÚN landaði á föstudag- j inn 117 tonnum eftir þriggja daga úthald. Hún er nú að | fiska í siglingu á Þýskaland, | þar sem hún mun fara í slipp. I SÓLRÚN landaði síðast þann I 13. júlí, 25 tonnum af rækju. Er nú á Dohrnbanka í góðu | fiskiríi. BÍLALEIGA Nesvegi 5 - Súöavík S 94-4972 - 4932 Vatnsmýrarvegi 34 - V/Miklatorg S 91-25433 Afgreiösla á ísafjarðarflugvelli S 94-4772 Sendum bílinn Opiö allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.