Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 2
vestfirska rRETTABLAÐID vestfirska Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 17:00. Sfminn er4011. Ritstjóri: Ólafur Guðmundsson. Blaðamaður: Jón Birgir Pétursson. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan Isrún hf. Isafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. ' í ) Lesendadálkur: Bæjarstjóri: „Hef látið blaðamann Vf. qanqa fyrir öðrum í viðtölum...“ Undirritaður varð nokkuð undr- andi við lestur síðasta tölublaðs Vestfirska fréttablaðsins, þar sem því er haldið fram að erfitt sé að fá upplýsingar frá bæjarskrifstofum Isafjarðarkaupstaðar. Undirritaður telur það vera eina af sínum embættisskyldum að láta fjölmiðlum og þá sérstaklega heimablöðum í té þær upplýsingar, sem óskað er eftir og varða bæjar- málefni, því þannig er hægt á auð- veldastan hátt að koma á framfæri upplýsingum til bæjarbúa. Undirritaður telur sig hafa lagt sig fram við að koma upplýsingum á framfæri við blað yðar, ef þess hefur verið óskað og látið blaða- mann V.F. ganga fyrir öðrum í viðtölum, ef svo hefur borið undir. Undirritaður kannast ekki við að blaðamaðurinn hafi reynt að hafa samband við sig um all langan tíma og starfmaður, sem annast síma- vörslu og móttöku á bæjarskrif- stofunum minnist þess ekki að reynt hafi verið að ná sambandi við undirritaðan um nokkurt skeið af hálfu blaðs yðar. Núerspurt: Hvenær var reynt að hafa samband við bæjarskrifstof- una varðandi fyrirspum um álagn- ingu gjalda, eins og fram kemur í blaðinu og í hvaða tilfellum hefur ekki verið hægt að ná í undirritað- an og hvenær hefur blaðinu verið neitað um upplýsingar um málefni bæjarins? Að gefnu tilefni vill undirritaður benda yður á, að hann er svo til undantekningarlaust mættur á skrifstofu sína kl. 8:00 og er þar yfirleitt a.m.k. til kl. 19:00 hvern virkan dag. Almennir við- talstímar eru á hverjum morgni frá kl. 10:00 — 12:00 og er yður og fulltrúa blaðs yðar velkomið að hafa samband við undirritaðan vegna málefna bæjarins ef svo ber undir, hér eftir sem hingað til. Hvað álagningu gjalda Isafjarð- arkaupstaðar varðar, skal tekið fram, að samkvæmt álagningarskrá nam útsvar kr. 70.517,580, en sam- kvæmt fjárhagsáætlun kaupstaðar- ins var gert ráð fyrir útsvarstekjum upp á kr. 65.300,000, álagning út- svars er því kr. 5.217,580 umfram áætlun. Alögð aðstöðugjöld eru kr. 21.115,770, en áætlun gerir ráð fyrir kr. 17.400,000, er því álagning kr. 3.715,770 umfram áætlun. Hlutur Isafjarðarkaupstaðar í álögðu landsútsvari er kr. 1.224,017, en áætlun, en áætlun gerir ráð fyrir kr. 1.100,000. Álagningin er því kr. 124,017 umfram áætlun. Heildarálagning ofangreindra gjalda er því kr. 9.057,367 umfram áætlun fyrir árið 1985. Erindi þetta og meðfylgjandi at- hugasemd bæjarritara óskast birt í næsta tölublaði yðar ásamt svörum við framangreindum spumingum. Virðingarfyllst, Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri. 5. flokkur ÍBÍ. Talið f.v., aftari röð: Guðmundur Jóhannsson, þjálfari, Daníel Jakobsson, Jón PáU Hreinsson, Jóhann B. Gunnarsson, Elmar Viðarsson, Unnar Hermannsson, Gunnar Torfason. Fremri röð: Gísli Einar Árnason, Júlíus Ragnarsson, Vagn Leví Sigurðsson, Sigurður Samúelsson, Pétur Þór Grétarsson, Halldór Gestsson, Arnar Þór Þorláksson. 5. fiokkur ÍBÍ: Ætla að verða betri en meistaraflokkur Þeir voru hressir strákarnir f 5. flokki iBl þegar við litum á æfingu hjá þeim s.l. mánudag, enda voru þeir nýkomnir úr keppnisferð suður á land. Tóku þeir Víði Garði í karphúsið, unnu þá 2:0 og skoruðu þeir Elmar Viðarsson og Ólafur Benonýsson mörkin. Strákarair söfnuðu sjálfir fyrir farareyrinum, gengu f fyrirtæki og báðu ásjár. Gekk svo vel að þegar búið var að borga ferðakostnað vora eftir 200 kr. á mann. Vilja strákarnir þakka hinum rausnarlegu. Strákarnir hafa nú lokið öllum sínum leikjum í íslandsmótinu í ár. Hafa þeir unnið 4 leiki, tapað 4 og gert 1 jafntefli. Þeir voru í C riðli, en sögðust kannski vera komnir upp 1 B riðil, vissu það ekki enn. Hvort þeir ætluðu að halda áfram að æfa fótbolta? Guð hjálpi þér, hvort þeir ætluðu. Stefndu að því að verða betri en meistaraflokkur. Hvort meistaraflokkur væri góður? Nhei, hann var sko lélegur. Strák- amir voru greinilega hinir mestu í- þróttamenn, því flestir þeirra sögð- ust líka stunda skíði. Enginn var þó í sundinu; það væri ekki hægt að vera bæði í sundi og fótbolta af því sundið væri líka á sumrin. Ekki fannst þeim nóg gert fyrir sig. Þannig vildu þeir fá að keppa meiraog svo var grautfúlt að þurfa alltaf að æfa á malarvellinum. 500 krónur til sjúkrahúss Þetta eru þau Elísabet Hrönn Halldórsdóttir og Elmar Jens Davíðsson. Þau unnu sér það til frægðar að safna 500 kr. og gefa Fjórðungssjúkrahúsinu á Isa- firði. Þeim er þakkað fyrir framlagið. Bæjarritari: „Ég hringdi aðeins einu sinni....“ Ef alhæfing blaðamanns V.F., Rúnars Vignissonar, um að erfið- lega hafi gengið að afla frétta frá bæjarskrifstofunum, er tilkomin vegna eftirgrennslunar hans um á- lögð útsvör og aðstöðugjöld í kaupstaðnum frá mér, nú fyrir nokkrum dögum, vil ég taka fram eftirfarandi. Rúnar hringdi og hafði þá fengið upplýsingar um að útsvör og að- stöðugjöld hefðu reynst hærri við álagningu skattstjóra heldur en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætl- un. Upplýsingar hans voru laus- legar og bauðst ég til að taka sam- an réttar tölur og hringja til hans síðar um daginn. Þegar ég hringdi svaraði ekki í því númeri, sem blaðamaðurinn sagðist mundu vera í , og ef til vill hefur hann vonast til að ég hringdi fyrr ( vænt- anlega umsvifalaust eftir tóninum í grein blaðamannsinns). Ég hringdi aðeins einu sinni, enda mikið að gera þann daginn, en hitti síðar um kvöldið útgefanda blaðsins, Áma Sigurðsson, á fundi í bæjarráði. Sagði ég Áma að mér hefði ekki heppnast að ná sambandi við Rúnar og benti honum á að gefa blaðamanninum umbeðnar upp- lýsingar, ef blaðinu lægi mikið á þeim. Lauk þar með afskiptum mínum af þessu máli. Ég geri ráð fyrir að V.F. hafi annað og meira í huga en umrædda eftirgrennslan um álögð gjöld, þegar því er haldið fram á síðum blaðsins að ekki fáist með eðlileg- um hætti upplýsingar um málefni kaupstaðarins frá starfsmönnum á bæjarskrifstofunni. Virðingarfyllst, Magnús Reynir Guðmundsson bæjarritari. Rúnar Vignisson blaðamaður: Greinileg tregða Það er rétt að yfirmenn bæjar- skrifstofunnar á ísafirði veita oftast umbeðnar upplýsingar — þegar loks næst í þá —, þó greinilegrar tregðu verði vart hjá þeim við að gegna þessari embættisskyldu (nema þegar þeir þurfa að láta vita af góðverkum sínum). Um allan þann fjölda símtala og snúninga sem það útheimtir einatt að ná tali af bæjarstjóra og bæjarritara virð- ast þeir hins vegar vita minnst. Væri athugandi fyrir þá að koma sér upp blaðafulltrúa, eða stað- gengli, svo menn þurfi ekki að verða fyrir „kafkaeskri” reynslu við að reyna að ná sambandi við yfir- valdið. En það sýnir sig að sök bítur sekan. Rúnar Helgi Vignisson fyrrv. blm. Vf. Klæðning vega gefst vel í þéttbýlinu Við spurðum Kristin Jónsson, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar, hvemig klæðing hefði gefist á í- búðargötum. „Hún hefur ekki verið neitt til vandræða og þéttbýlisstaðir nota hana í vaxandi mæli. Þetta er mun ódýrara en annað og kemur ekki í veg fyrir að hægt verði að setja annars konar slitlag á seinna.” — Það hefur vakið athygli að klæðing skuli vera notuð til að bæta malbik og olíumöl, hvemig hefur það gefist? „Ágætlega. Það má segja að klæðing sé nú eingöngu notuð til að bæta og endumýja slitlag. Hún hefur t.d. verið notuð þannig á veginum milli Reykjavíkur og Sel- foss, en þar er mikil umferð, og gefist vel.” Smáauglýsingar ÍBÚÐ ÓSKAST til leigu sem fyrst. Upplýsingar í sfma 4427 eftir kl. 19:00, vinnusími 3223. GULUR PÁFAGAUKUR slapp út frá Túngötu 18 s.l. mánudag. Finnandi er vinsamlegast beð- inn að hringja í síma 4102 eða 3392. BARNAVAGN Til sölu mjög góður barna- vagn, Brio. Upplýsingar í síma 4335. GÓÐUR BÍLL TIL SÖLU Toyota Cressida GL árgerð 1980. Ekinn 25 þús. km. Upplýsingar í síma 3018. BMW 520 BIFREIÐ til sölu í-162. Bifreiðin er ár- gerð 1982, ekin 50 þús. km. og er búin stereógræjum, snún- ingshraðamæli, sóllúgu, grænu gleri og ýmsum aukah- lutum. Upplýsingar eru gefnar í síma 3832 og 3448.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.