Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 2
vestfirska 2 r i rRETTABLAÐID vestíirska FRETTABLASID Vestfirska fréttablaðiö kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 17:00. Síminn er 4011. Blaðamenn: Páll Ásgeirsson og Arnar Þór Árnason. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, ritstjóri, Fagraholti 12, (safirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. spyr: Ertu ánægð(ur) með áætlunina hjá strætó? Guflrún GuðmundsdótUr. „Nei ég vil hafa ferðirnar lengra fram á kvöldin. Lilja Harflardóttir. Mætti vera lengur á kvöldin. Guflmundur Rafn Kristjáns- son. Ég hef aldrei notað hana, en er ánægður með tilkomu hennar. Þetta er viss þjón- ustupunktur. Margrét Jónsdóttir. Sjálfsögð þjónusta, mjög ánægö með tilkomu hennar. Stainþór B. Kristjánsson. Já mjög svo, áætlun hennar er eins og sniðin eftir minum vinnutíma. Ritstjórnargrein Innanlandsfilugið ber sig hjá Flugleiðum Það gladdi okkur að heyra Sigurð Helgason, forstjóra Flugleiða segja frá því í morgunútvarpi á mánudaginn, að innanlandsflug félagsins væri nú rekið með hagnaði og ekkert væri, sem benti til annars en að svo yrði út árið. Innanlandsflugið hefur aðeins verið rekið með hagnaði tvisvar sinnum áður. Fyrra árið var 1965, árið sem Fokker- arnir komu fyrst, en hitt var árið 1970. Nú er það svo að taprekstur innanlandsflugs Flugleiða hefur oft verið til umræðu og eru skiptar skoðanir manna á því hvort hann er raunverulegur eða bókhaldslegur, því vissulega eru rekstrarþættir þessa mikla fyrirtækis samofn- ir um margt. Við ísfirðingar, sem sjáum flugvélarnar fara og koma, meira og minna fullsetnar, tvisvar á dag hljótum að spyrja hversu mikla nýtingu 20 ára gamlar fjárfestingar, þ.e. Fokkerarnir, raunverulega þurfa til þess að skila arði. Nú eru auðvitað ekki allar flugleiðir innanlands jafnar, rekstrarlega séð. Akureyrarleiðin kemur best út, en ísa- fjarðarflugið er í öðru sæti. Það er hægt að leyfa sér að láta hugann reika og segja sem svo; Er ekki kominn tími til þess, að Flugfélagið Ernir, vestfirskt fyrirtæki, yfirtaki áætlunarflugið milli ísafjarðar og Reykjavíkur? Nú, fyrst fjallað er um flug, þá er vert að lýsa ánægju með það að brúargerð yfir Dýrafjörð er komin á áætlun og þegar hún er orðin að veruleika, þá verður Þingeyrar- flugvöllur miklu fýsilegri kostur en nú, sem varaflugvöllur fyrir ísafjarðarflug. Þar er komin ágæt flugstöðvarbygging, en tækjakost þarf enn að bæta. Þjónusta Flugleiða við byggðarlögin er um margt til fyrirmyndar. En það er kominn tími til þess að huga að flugvélakaupum. Þá er það og staðreynd að sætaframboð á flugleiðinni ísafjörður — Reykjavík þarf að auka. Á tíðum eru ekki laus sæti þessa leið, þótt leitað sé eftir með góðum fyrirvara. Við fögnum því að innanlandsflugið skuli nú vera rekið með hagnaði og leyfum okkur að telja sjálfsagt að far- þegarnir fái sem fyrst að njóta þess með bættri þjónustu og endurnýjuðum flugvélakosti. VETRARSKOÐUN 1985 1986 atriði til að auðvelda þér veturinn og þér líður miklu betur, svo ekki sé talað um bílinn 1. Vélarþvottur 2. Ath bensín- og olíuleka 3. Ath. hleðslu, rafgeymi og geymasamband 4. Mæla loft í hjólbörðum 5. Stilla rúðusprautur 6. Frostþol mælt 7. Ath. þurrkublöð og vökva á rúðusprautum 8. Ath. loftsíu 9. Skipt um bensínsíu 10. Vél þjöppumæld 11. Skipt um kerti og platinur 12. Ath. viftureim 13. Ath. slag í kúplíngu og bremsupedala 14. Ljósastilling 15. Vélarstilling 16. Stilltur blöndungur 17. Stillt kveikja 18. Sett silicon á hurðalista Kynntu þér vetrarskoðunina okkar áður en þú ákveður annað. Viljirðufá skipt um olíu, greiðirþú aðeins olíuna. Fast verð: Innifalið í verði 4 cyl...........kr. 2.770 Kerti, platínu 6 cyl...........kr. 3.630 bensínsía, 8 cyl...........kr. 4.140 ísvari Pöntunarsími: 3711 Stór- kostleg verðlækkun Notið tækifærið og gerið góð kaup strax Aðeins örfáir bílar til á staðnum Mazda 626 GLX 2000 AT PS NÚ505 þús. áður 557 þús. Mazda 323 SDX 1500 Nú 395 bús. áður 452 bús. Mazda 323 DX 1300 Nú 335 bús. áður 395 þús. Renault 9 Nú 350 bús. áður 395 þús. Renault 11 Nú 370 bús. áður 411 þús. Renault 18 Nú 496 bús. áður 555 þús. Vélsmiðjan Þórhf. Isafirði, sími 3711

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.