Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 3
vestfirska rp.ETTAELAS'S Norræn yika á VestQörðum Undanfama daga hefur veríð f gangi á Vestfjörðum svokölluð norræn vika. Það hafa verið mál- verkasýningar, bókmenntakynning- ar, kvikmyndasýningar og bókstaf- lega allt sem nöfnum tjáir að nefna. Forstöðumaður þessarar menning- arviku hefur veríð Sighvatur Björg- vinsson. Vestfirska fréttablaðið ræddi stuttlega við hann um þessa menningarherferð. „Þetta starf sem við erum með, og köllum Norræna viku, það er ekki nema eins árs gamalt. Bæði Norræna félagið og svo náttúrulega Norræna húsið hafa gert mikið af því að vera með kynningar af ýmsu tagi, nú þetta hefur svo verið að vaxa í höndunum á okkur og fyrir einu ári þá var ákveðið að fara af stað með þetta sem við köllum Norræna viku. Það var ákveðið i upphafi síðasta árs að síðari hluta þessa árs skyldi fara fram svona 10 ára afrnæli 24. október n.k. eru tíu ár liðin síðan konur um allt land sýndu samstöðu og héldu kvennafrfdag. Af þvf tilefni ætla konur á ísafirði að koma saman að kvöldi 24. októ- ber n.k. i Veitingahúsinu Þinghóli til að gera sér dagamun. Þar er stefnt að fjölbreyttrí dagskrá sem byrjar kl. 20:30. Konur eru hvattar til að fjöl- menna. Nýr svæðís- stjóri Hjá Magnúsi Reyni Guðmunds- syni fengum við þær upplýsingar að Hafsteinn Ingólfsson Hjallavegi 7 hefði verið ráðinn verkstjóri á skíðasvæðinu á Seljalandsdal í vet- ur. Magnús sagði ennfremur að enginn hefði enn verið ráðinn í stöðu aðalbókara hjá bænum sem verið hefur laus til umsóknar í nokkum tíma. menningarvika á Vestfjörðum og Austurlandi. Nú svo á næsta ári er fyrirhugað að hafa þetta á Norður- landi eystra og Vesturlandi, trúlega Snæfellsnesi. Þetta hefur verið að þróast þetta hafa alltaf verið stærri og meiri viðburðir í hvert sinn sem þetta hefur verið haldið, á Austur- landi síðasta vor var umfangsmikil kynning á finnskri menningu með áherslu á Kalevala þjóðkvæðunum það var finnskur söngflokkur sem ferðaðist með okkur um Austur- K.í. flytur Byggingavöruverslun Kaupfélags ísfirðinga á Isafirði hefur verið flutt til, og er hún nú staðsett á neðrí hæð Steiniðjuhússins. Jafnfram því að vera færð úr stað hefur verslunin verið minnkuð all- nokkuð. Nú er aðeins boðið þar uppá áhöld til byggingarvinnu, en búsáhöld og þvíumlíkt fæst þar ekki lengur. Að sögn Guðmundar Ólafssonar verslunarstjóra er á- stæða flutningsins sú að efri hæð hússins á að nota undir sameigin- legan vörulager aðalbúðar K.l. og útibúa. land. Allt þetta vakti mikla athygli rétt eins og Erró sýningin er ein- stæður menningarviðburður á þessari kynningu sem fram fer héma um þessar mundir. — Hvemig hefur aðsóknin verið fram að þessu? „Nú veit ég nátturulega ekkert um aðsóknina nema að þessum at- burðum sem ég hef verið viðstadd- ur sjálfur, það hefur verið prýðis- góð aðsókn að opnunum. Eg veit ekki um aðsókn fyrir vestan á Pat- reksfirði en ég er ánægður með undirtektir hér.” — Nú hafa heyrst raddir um að þetta hafi verið slælega auglýst. „Það má alltaf deila um það við höfum átt gott samstarf við sveit- arstjómimar á hinum ýmsum stöð- um, í samráði við þær var ákveðið að við kæmum á staðinn með á- kveðin dagskráratriði, og þau yrðu síðan kynnt í samráði við yfirvöld á hverjum stað. Við höfum sent út fréttatilkynn- ingar og auglýst fyrir tugi þúsunda í útvarpi. Hér á ísafirði hefur þetta verið auglýst með götuauglýsing- um í öllum búðargluggum og fréttatilkynningu sem birtist í Vf. Auðvitað heyrast alltaf raddir eftirá sem segjast hafa misst af þessu öllu saman, en mér finnst aðsóknin ekki benda til annars en að þetta hafi verið alveg sæmilega auglýst. Þetta hefur að mörgu leyti verið alveg einstæður menningar við- burður, það er nú ekki á hverjum degi sem heimsfrægur málari á borð við Erró opnar sýningu hér á ísafirði. Auðvitað hefur verið misjöfn aðsókn en það er ekki hægt að gera svo öllum líki. Á heildina litið er ég mjög ánægður með undirtektir Is- firðinga.” Vel sótt sýnlng Dagana 4. og 5. október s.l. var haldin á ísafirði tölvusýning á veg- um fyrirtækjanna Softvers og Heimilistækja. Það sem þar var einkum kynnt voru viðskiptafomt og WANG tölvur af ýmsum stærð- um og gerðum. Að sögn Páls Pét- urssonar hjá Softveri var sýningin mjög vel sótt af stjórnendum fyrir- tækja á Vestfjörðum, en forrít þau, og tölvur sem kynntar voru höfða einkum til fyrírtækja. Tll foreldra — Lesendabréf Til skólayfirvalda og foreldra skólabarna, sem bíða eftir stræt- isvagninum á Silfurtorgi. Þar sem ég vinn hér rétt við torgið kemst ég ekki hjá því að fylgjast með börnunum. Ég óttast að slys verði við ó- breyttar aðstæður. Börnin hlau- pa fram og til baka yfir Aðal- strætið, eina helstu umferðar- götu bæjarins, yfir að eyjunni við hótelið. í dag er hált en börn gera sér ekki grein fyrir þeirri hættu sem af því stafar, þegar spennandi snjóboltaleikur er annars vegar. Eitthvað þarf að gera. Fyrir utan hættuna af umferðinni er ansi kalt að bíða utan dyra 130 — 50 mínútur. Getur ekki skólinn leyft börnunum að vera inni í umsjón starfsmanns skólans, sem síðan myndí kalla þau út 5 mínútum áður en strætisvagninn færi. Svava Oddný Ásgeirsdóttir, foreldri. 90.000 myndir á árínu Videó-tæknin hefur náð mikilli og góðrí fótfestu i hugum ísfirð- inga, og til að athuga hvað út- breiðsla videósins er mikil á tsafirði fór Vestfirska fréttablaðið á stúf- ana og talaði við menn sem vel þekkja til í þessum efnum. Þeir voru allir á því að töluvert sé orðið um tæki á ísafirði og voru tölur nefndar frá þrjú hundruð uppí fjögurhundruð. Um þessa þrjú til fjögurhundruð kúnna eru nú fjórar videó-leigur, og er von á tveimur til þremur í viðbót að sögn eins viðmælanda okkar. Á einni videó-leigunni fengum við þær upplýsingar að til eru þeir menn sem taka allt að tíu spólur á viku, og er það ekki óalgengt. Tölur þær sem hér fara á eftir eru fengnar hjá leigjendum sjálfum og ættu því að vera réttar. Samkvæmt þeim eru leigðar út á ísafirði á milli 200 og 250 myndir á dag að með- altali, en getur skotist upp í 300 til 350. Ef reiknað er út frá 250 spólum á dag kemur fram að í allt eru leigðar út um 90.000 myndir á ári. Á Isafirði má gera ráð fyrir að búi um 850 fjölskyldur, og er þá með- alleiga hundrað og fimm myndir á fjölskyldu á ári. Videóið hefur því náð mikilli út- breiðslu, og ekkert lát virðist vera þar á, og eftir verslunarstjóra í verslun með raftæki höfum við það að mánaðarsala á videótækjum er um sjö tæki í þeirri verslun. Manstu sttind „Manstu stund.....” er heltið á nýrri hljómplötu sem Ffladelfla foriag gefur út. Tvær ungar söngkonur, Guðný Einarsdóttir og Elísabet Eir Cortes syngja á plötunni ásamt Mgnúsi Kjatanssyni, telpum úr öldutúns- skóla og hópi ungra bama „Sól- skinsbömum”. Á plötunni eru 12 lög. Magnús Kjartansson útsetti og stjómaði upptökum sem fram fóm I Hljóð- rita og Supreme studio, Stokk- hólmi. Fjöldi hljóðfæraleikara lagði hönd á plóginn við gerð plöt- unnar. Þær Guðný og Elísabet kynnti plötuna á hljómleikum sem haldnir vom laugardaginn 12. október í Félagsheimilinu I Bol- ungarvík og I Alþýðuhúsinu á ísa- firði sama dag. 3 p--—i j FASTEIGNA- i VIÐSKIPTI | ÍSAFJÖRÐUR: | | Stórholt 7, 4ra herb. íbúö á 1. | | hæð. Skipti á ódýrari íbúð koma | | til greina. I Fitjateigur 2, 140 ferm. einbýlis- I I hús ásamt tvöföldum bílskúr. I | Húsið er laust. | I Aðalstræti 12, norðurendi. Húsið I I er nýstandsett að innan. ! Aðalstræti 20, nú er einungis ein J ! íbúð óseld í húsinu um er að J J ræða glæsilega 2ja herb. íbúð á J J 4 hæð og verður íbúðin tilbúin J • undirtréverkogmálninguánæst- * I unni. J Urðarvegur 80, 2ja herb. fbúð á J J 1. hæð íbúðin ertilbúin undirtré- J J verk og málningu. Hagstætt verð J J og greiðslukjör. ■ Hlíðarvegur 5, 3ja — 4ra herb. ■ ■ íbúð á 1. hæð. Laus um áramót. ■ | Sundstræti 29, 2ja herb. íbúð á | | 2. hæð. Selst ódýrt með góðum | | kjörum. íbúðin er laus. I Mánagata 2, 3ja herb. íbúð. I J Fjarðarstræti 59, 3 herb. íbúð á J • 1. hæð. ■ Krókur 1, lítið einbýlishús úr J J timbri. | Strandgata 5, 3 — 4 herb. íbúð | I á neðri hæð í tvíbýlishúsi. I Pólgata 5,3 herb. íbúð áefri hæð I I í þríbýlishúsi ásamt risi og kjall- I | ara. Laus fljótlega. | I Lyngholt 11, rúmlegafokheltein- I • býlishúsásamttvöföldumbílskúr. • J Stekkjargata 4, lítið einbýlishús. J J BOLUNGARVÍK: ■ Holtabrún 7, 2x130 ferm. ófull- | ■ gert einbýlishús. Laust fljótlega. | Stigahlíð 2, 3 herb. íbúð á 2. | | hæð. | I Skófastígur 20, 5 herb. fbúð á I I tveimur hæðum í parhúsi. I • Hiíðarstræti 20, nýlegt einbýlis- J • hús. J Hóll II, einbýlishús ásamt stórri J J lóð. I Holtabrún 2, 130 ferm. ófullgert | I einbýlishús. Skipti möguleg á | ■ eldra húsnæði í Bolungarvík. ! SÚÐAVÍK: J Njarðargata 8, einbýlishús úr J J timbri, kjallari, hæð og ris. ! ARNAR GEIR ! ■HINRIKSSON.hdl. { Silfurtorgi 1, ■ ísafirði, sími 4144 J Úr hcims- pressuiuii Víða erlendis er nú faríð að nota tölvutæknína á nokkuð óvenjulegan hátt. Þar er viðskiptavinum i snyrtivöruverslunum gefinn kostur á að set jast fyrir framan tölvuskerm og horfa á sina eigin andlitsmynd á meðan tölvan prófar á myndinni hinar ýmsu útgáfur af snyrtivörum i margvislegum litum. Á sama hátt er mönnum gefinn kostur á að máta skó með aðstoð tölvu eða sjá sjálfa sig á skerm með ýmsar útgáfur af gleraugum. Það sem vekur þó mesta hrifningu er „töfraspegillinn”. I verslunarkeðju i Bandaríkjunum sem verslar með tisku fatnað er búið að tölvuvæða mátunina. Viðskiptavinurinn sér sitt eigið andlit í litlum spegli en neðrihluti spegilsins er tölvu- skermur. Tölvan tekur mál af við- komandi og sýnir siðan i speglinum hvemig fötin myndu líta út á við- skiptavininum. Með þessu móti er hægt að „máta” allt að 10 mis- munandi alklæðnaði á einni min- útu.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.