Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 7
vestfirska vestfirska FRETTABLAEID synir: Road bækurnar „Hetjur á heljarslóð“ og „Dagslátta Drottins,“ en sú bók olli nokkrum úlfaþyt í Banda- ríkjunum þegar hópur amerískra siðgæðispostula tók sig saman og stefndi útgefendum og höfundi bókarinnar fvrir meint velsæmisbrot. Þeir voru sýknaðir af ákærunni, en í niðurstöðum dómsins segir: „Umrædd bók fjallar um fábrotið fólk sem faUið er í ýtrustu fátækt. Þetta er óbrotið fólk í öllu sínu eðb og hættir til þess að gefa hinum æðisleg- ustu ástríðum lausan tauminn í hvívetna. Þeir sem einungis sjá ljótleikann en hafa ekki auga fyrir fegurð verksins, fá ekki eygt skóginn fyrir trjám.“ Því eru þessi orð tilgreind hér, að náinn skyldleiki er milli allra verka þessa stórbrotna höfundar og það sem hér er sagt um „Dagsláttu Drottins“ gæti fúllt eins átt við “Tobacco Road.“ Það verður að hafa í huga að hér er veríð að lýsa fólki sem er á barmi örvæntingar vegna hungurs og fátæktar, það er stórt í öllu sem það gerir, jafnt í ástum sem í hatrí. Skerst í odda með gömlu hjónunum. (Guðni Ásmundsson og Sigurborg Benediktsdóttir.) legasta tómstundagaman sem hægt er að hugsa sér. Þetta er vinna sem gefur þátttakendum svo ótrúlega mikið. Það er einmitt þannig sem þetta gengur fyrir sig hjá LL þessa dag- ana. Leikstjórinn sem heldur um stjómtaumana er ísfirðingum að góðu kunn, enda fædd og uppalin hér vestra. SIGRfÐUR HAGALfN LEIKSTJÚRI Það er Sigriður Hagalín sem hér um ræðir, hún er atvinnuleikari og hefur verið það í 40 ár. Við báðum Sigríði að segja okk- ur eitthvað um þetta tiltekna verk- efni 7 „Ég vil náttúrulega helst ekkert segja um efnisþráð leikritsins. Þetta er sígilt verk og gerir mjög mikiar kröfur til léikaranna og þess vegna var ég svolítið smeyk við þetta val. En eftir að ég byrjaði að vinna það þá finnst mér með ólíkindum hve hæfileikar leynast víða. Ég hef lítið unnið með áhuga- leikfélögum áður og það kemur mér á óvart hvað leikstjórum er skammtaður stuttur tími til vinnu. Það er ætlast til þess að við setjum upp sýningu á sex vikum, sem mér finnst fráleitt þegar svona leikrit á í hlut. Við myndum aldrei gera þetta á minna en sjö vikum og þá er ég að tala um atvinnumenn sem gera ekkert annað en að vinna við leik- hús. Það þætti í þeirra hópi alveg sér- stakt ef sýningu eins og þessari væri skilað á sjö vikum. Mér finnst þetta mjög gott verk. Þarna er verið að fjalla um sterkar tilfinningar, gaman og alvara skiptast á.“ — Er eitthvað sérstakt í starfi á- hugaleikfélaga sem hefur komið þér á óvart? „Fyrst og fremst kemur mér á ó- vart hinn gífurlegi áhugi sem knýr svona félög áfram. Allt það sem fólk leggur á sig og þá á ég ekki bara við þá sem standa á sviðinu, heldur líka alla sem vinna í kring- um þetta við búninga, ljós, sviðs- mynd og þvíumlíkt, en öll sú vinna er mjög vel skipulögð. Það er ótrú- leg vinna sem þetta fólk leggur á sig. Mér finnst ég hafa lært heilmikið af því að vinna með þessu fólki og mér hefur þótt þetta ómetanleg reynsla. Þetta er nú kannski uppá- haldsleikrit hjá mér af því að ég lék í þessu þegar það var fært upp á sínum tíma hjá Leikfélagi Reykja- víkur og ég held að þetta sé eitt eftirminnilegasta hlutverk sem ég hef leikið. Þetta er gott verk og ég vil eindregið hvetja fólk til þess að koma og sjá það. Nú, það er ekki nóg að fá álit eins, við snerum okkur þessu næst til eins leikaranna í stykkinu, það er Guðni Ásmundsson sem fer með eitt stærsta hlutverkið. Guðni er gamalreyndur leikari og Isfirðing- um að góðu kunnur fyrir þátttöku sína í starfsemi LL. GAMALREYNDUR LEIKARI — Við byrjuðum á því að spyrja hann hvort hann treysti sér til þess að gefa einhverja skýringu á því hvað fengi fólk til þess að taka þátt í starfsemi leikfélagsins. Guðni hló að mér og sagði: „Veistu það, að það er svo oft búið að spyrja mig að þessu, og ég hef reyndar oft spurt sjálfan mig en aldrei fundið rétta svarið. Maður hlýtur bara að vera þetta heimskari en aðrir að maður skuli gefa sig í þetta hvað eftir annað. Þegar maður er búinn í einni vinnu þá fer maður í aðra, því að þetta er ekkert annað en vinna og aftur vinna. Það er náttúrulega áhugi sem knýr mann áfram. Þetta verður léttara fyrir vikið af því að maður hefur brennandi áhuga á þessu. En það er nú svo að þetta sem á að heita áhugamennska, það bitnar ansi oft á föstu vinnunni og það mætti vel koma fram að það væri sennilega ekki hægt að standa í þessu ef ekki kæmi til skilningur vinnuveitenda. Maður er náttúru- lega ekki eins góður vinnukraftur á meðan, það kemst lítið annað að. Ég hef oft gefið sjálfum mér lof- orð um að ég ætli ekki að vera með aftur, þykist vera orðinn of gamall og svoleiðis, en það hefur reynst erfitt að segja nei, ef maður er beðinn. Þessi vinna gefur manni alveg óskaplega mikið, maður verður aldrei svo gamall að maður geti ekki lært. Það sem gefur mér er að þegar maður er hvað þreyttastur og leiðastur á sjálfum sér, þá er óg- urlega gott að geta brugðið sér í Pétur eða Pál og látið hann fremja ýmis þau athæfi sem maður getur ekki sjálfur, þetta er ægileg útrás, þú kynnist mörgu fólki og mörgum ólíkum viðhorfum til lífsins í gegn- um þessa vinnu. En ef það á að meta það allt til notagildis og það- an til fjár, þá er ég hættur að tala við þig. Það eina sem maður vill uppskera er að fólk komi og sjái hvað maður er búinn að vera að gera. Það er ógurlega súrt að leggja á sig mikla vinnu ef það kemur svo enginn til þess að sjá árangurinn. SVARAÐ ÚT f HÖTT Guðjón Ólafsson er aðkomu- maður á Isafirði, og hann kennir við Menntaskólann. Hann hefur nokkrum sinnum tekið þátt í sýn- ingum hjá LL og er með að þessu sinni. Við ætluðum að láta hann svara nokkrum spumingum starf eins og þetta, en það reyndist ómögulegt, Guðjón svaraði út í hött eins og honum einum er lagið. Aðspurður kvaðst hann kunna vel við sig í sviðsljósinu, draumurinn væri að fá nafn sitt á spjöld sögunnar við hlið Richards Burtons og Sir Lawrence Olivier. Guðjón kvaðst vera vax- andi leikari, þannig hefði hann til dæmis nýlega vaxið upp úr hárinu. Allar frekari tilraunir til alvarlegra samræðna fóru út um þúfur og verður þvi ekki sagt orð um þetta meir. Móðirin stendur vörð um eftirlætið sitt. (Sigurborg Benediktsdóttir og Sóley Veturliðadóttir). Leikarar ásamt leikstjóra og hvíslara stilla sér upp. Á dyrapalli Lester Qölskyldunnar.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.