Frjáls Palestína - 01.11.2009, Síða 1

Frjáls Palestína - 01.11.2009, Síða 1
FRJÁLS PALESTÍNA 1 Málgagn Félagsins Ísland-Palestína – 1. tbl. 20. árg. – Nóvember 2009 bindingar um aðgerðir. Til greina koma refsiaðgerðir og einnig að draga ábyrga aðila fyrir stríðsglæpadómstól. Það var ekki uppörvandi að verða vitni að hjásetu Noregs við afgreiðslu málsins hjá Mannréttindaráðinu. Norðmenn vilja greinilega líta á sig sem hlutlausan mála- miðlara eftir að hafa gegnt mikilvægu hlutverki í Oslóar-samkomulaginu 1993. Reynsla Palestínumanna af því er sú að betur hefði verið heima setið. Ástandið hefur stórlega versnað síðan þá. Berlínarmúrinn og Vesturbakkinn Í þessum mánuði hefur þess verið minnst að 20 ár eru liðin frá falli Berlínarmúrsins. Þeim atburði hefur eðlilega verið fagnað um allan heim, en ekki er laust við tómahljóð í þeim fögnuði þegar þagað er yfir aðskilnaðarmúrnum í Palestínu sem er allt að þrisvar sinnum hærri og miklu lengri og stærri en Berlínarmúrinn nokkru sinni var. Ísraelsstjórn heldur áfram að lengja og stækka múrinn, þrátt fyrir úrskurð alþjóðadómstólsins í Haag í júlí 2004. Þá var múrinn dæmdur ólögmætur, Ísraelsstjórn gert að rífa hann og bæta Palestínumönnum það tjón sem múrinn hefur valdið. Ísraelsstjórn hefur í engu hlítt dómnum, og lætur sem hún sé hafin yfir lög og rétt. Aðskilnaðarmúrinn er reistur á landi Palestínumanna en fylgir ekki landa- mærum nema þar sem engar land- tökubyggðir eru. Annars er verið að innlima stór svæði Vesturbakkans í Ísrael. Með byggingu hans eru Pal est- ínumenn lokaðir inni, lokaðir hver frá Enn eitt slæmt árið í sögu palestínsku þjóðarinnar líður senn á enda og þörf er á einbeitni til að sjá eitthvað jákvætt og að halda vonarneistanum lifandi. Í lok síðasta árs, þriðja í jólum, hóf Ísraelsher grimmilegar árásir úr lofti, af landi og af sjó á íbúðabyggðir, skóla, sjúkrahús og aðrar opinberar byggingar. Lokað var fyrir aðgang að neysluvatni og eldsneyti. Auk háþróaðra stýriflauga voru notaðar sprengjur af ýmsum gerðum. Þar á meðal risasprengjur, DIME sprengjur og fosfór-íkveikjusprengjur, sem líkjast napalmi og var þeim meðal annars varpað á skóla. Ísraelsstjórn linnti ekki látunum fyrr en að rúmum þrem vikum liðnum og þá höfðu fleiri en 1400 manns verið drepnir, langflestir óbreyttir borgarar og þar af 414 börn. Goldstone-skýrslan um stríðsglæpi Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna setti á laggirnar rannsóknarnefnd til að fara ofan í ásakanir um stríðsglæpi Ísraelsstjórnar og hers. Til forystu var valinn dómari frá Suður-Afríku, Richard Goldstone, sem er gyðingur, mikill stuðn- ingsmaður Ísraels og yfirlýstur síonisti. Engu að síður snerist Ísraelsstjórn önd- verð gegn rannsókninni og gekk svo langt að neita að hleypa nefndinni inn í landið. Fór þá svo að Goldstone og félagar leituðu til Egyptalands og fengu að fara inn til Gaza í gegnum landamærabæinn Rafah. Enda þótt viss tortryggni væri til staðar í fyrstu gagnvart Goldstone fór svo að stjórnvöldin á Gaza, undir forystu Hamas- samtakanna, tóku vel á móti nefndinni og veittu henni fulla samvinnu. Niðurstöður skýrslunnar eru þær að Ísra elsstjórn og her séu sek um stríðs- glæpi gegn íbúum Gaza. Vopnuðu and- spyrnuhóparnir, þar á meðal þeir sem tengdir eru Fatah og Hamas, eru einnig sakaðir um stríðsglæpi fyrir að hafa beint flaugum sínum að íbúðabyggðum. Alls 13 Ísraelsmenn féllu á þessum þremur vikum, þar af 10 hermenn. Bandaríkjastjórn vill breiða yfir stríðsglæpi Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna og Allsherjarþingið hafa fjallað um skýrsl- una og samþykkt hana og nú mun hún fara fyrir Öryggisráðið. Ætlast er til þess í skýrslunni að Ísraelsstjórn og stjórn völd á Gaza fylgi henni eftir með því að efna til sjálfstæðra rannsókna á þess um kærumálum. Stjórnvöld á Gaza hafa þegar ákveðið að verða við því, en ísraelska ríkisstjórnin hefur lítið gert annað en að mótmæla hástöfum og byrjuðu raunar á því áður en skýrslan varð til. Bandaríkjastjórn hagar sér eins, og nú hefur Bandaríkjaþing fordæmt skýrsluna! Fyrirfram má gefa sér að Bandaríkja- stjórn muni beita neitunarvaldi í Öryggis- ráðinu gegn sérhverri tillögu um afgreiðslu á Goldstone-skýrslunni, einkum og sér í lagi ef slík afgreiðsla felur í sér skuld- Eftir Svein Rúnar Hauksson PALESTÍNA Frjáls Rjúfum einangrun Gaza – niður með múrinn! Framhald á bls. 2

x

Frjáls Palestína

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.