Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 5
5 vesilirska ar, og því mikil lyftistöng fyrir allt félagslíf. Því varþað, árið 1953, að kvenfélagið Brautin stóð fyrir upp- setningu á leikritinu „Kinnahvols- systur“. Það var Hulda Runólfs- dóttir, minn gamli góði kennari, sem þá kom og var leikstjóri, og lék jafnframt aðalhlutverkið. Það var mikill áhugi bæði hjá kvenfélaginu og ungmennafélag- inu að þroska einstaklinginn í leik- starfsemi, og leiddi það til þess að samvinna tókst með þessum fé- lögum. Þetta samstarf var mjög farsælt, leikstarfsemin efldist, og mörg stór verk voru sett upp á þessum árum. Árið 1958 var ráðist í að fá hing- að mikilhæfan leikstjóra, Gunnar Hansen, og sýndum við þá leikritið „Systir María“. Árið 1959 sýndum við „Svefnlausa brúðgumann" undir leikstjórn Höskuldar Skagfjörð. Síðan var ráðist í hvert stórverkið af öðru, eins og „Gullna hliðið“ 1961, leikstjóri Gunnar Hansen, „Lénharð fógeta“ með Ragnhildi Steingrímsdóttur, „Tengdasonur óskast“ með Eiríki Eiríkssyni, og síðast en ekki síst var það Sigrún Magnúsdóttir, hin mikilhæfa ísfirska listakona, sem setti upp með okkur nokkur leikrit, t.d. „Þröngu dyrnar“, „Upp til selja“, „Apaköttinn" og fleiri leikrit setti hún upp fyrir kvenfélagið. Ég á ákaflega hugljúfar minningar frá þessum árum með samstarfsfólki mínu, bæði á leik- sviði og við allan undirbúning. Það er freistandi að nefna mörg nöfn, en það yrði of löng upptalning hér, nöfn þeirra, sem unnið hafa fórn- fús störf að leiklistarmálum í Bol- ungarvík. Því var það, að árið 1968 var ákveðið að stofna leikfélag, sem nú hefur starfað í 20 ár. Sumt af því fólki, sem hvað mest hafði starfað að leiklist til þessa, gerðist félagar í leikfélaginu, og nokkrir starfa þar enn. Ég hef verið þar með í nokkrum sýningum, t.d. „Deleríum Búbón- is“ með okkar ágæta leikstjóra Ragnhildi Steingrímsdóttur. Ég hef einnig verið með Oktavíu Stef- ánsdóttur sem leikstjóra í „Ástin sigrar“. Mörg fleiri verk hafa að sjálfsögðu verið tekin á vegum Leikfélags Bolungarvíkur, t.d. „Finnur karlinn" o.fl. o.fl. Áður vantaði ekki áhugann hjá fólkinu, en nú hin síðari ár hefur oft verið erfitt að fá fólk til starfa, og hefur það því miður farið versn- andi. Margt ungt fólk hefur þó verið ákaflega duglegt í leikfélaginu, en oftast er þetta þó sama fólkið, sem sýnir þessum málum mestan áhuga. Fólk sem ekki þekkir til getur vart ímyndað sér alla þá vinnu, sem liggur að baki einnar leiksýningar. Gremjulegast er þó, þegar sýningar eru ekki sóttar, þegar svo mikið er búið að hafa fyrir að koma þeim upp. Ég vil því hvetja fólk til að sjá þá leiksýningu, sem Leikfélag Bol- ungarvíkur sýnir nú, „Slettirek- una“ undir leikstjórn Oktavíu Stefánsdóttur. Þetta mun einnig hafa verið fyrsta verk sem Leikfé- lag Bolungarvíkur setti upp. Leikstarfsemi er ákaflega þrosk- andi og ánægjulegt, en tímafrekt, tómstundastarf. Eg þakka öllum þeim mörgu, sem ég hef starfað með að leiklist í Bolungarvík. Leikfélagi Bolungarvíkur óska ég til hamingju með 20 ára afmæl- ið, og ég veit, að fleiri eiga minningar um gullnar stundir frá leikstarfsemi og öðru félagslífi í Bolungarvík. Megi leikstarfsemi og annað mannlíf blómstra hér um ókomna framtíð. Hildur og María í leikritinu Systir María sem sýnt var 1958. Frá uppsetningu á Gullna hliðinu leikárið 1960-1961. Árið 1963 setti Kvenfélagið Brautin á svið leikritið Apakött- inn undir stjórn Sigrúnar Magn- úsdóttur. iFÁSTÉÍGNA-Í ; VIÐSKIPTI j | ÍSAFJÖRÐUR: | Hafraholt 36. Glæsilegt tvílyft | ■ elnbýlishús úr timbri ca 180 fm | ■ ásamt bílskúr. Laust eftir sam- ■ ■ komulagi. | Silfurtorg 1. 4ra herb. íbúð á 3. | | hæð ásamt risi, innréttað að | | hluta. Ibúðin er laus. | I Hlíðarvegur 2: Sóltún. Litið fal- I I legt einbýlishús. Laust. I ■ Sólgata 8, 4ra herb. íbúðarhæð J I ásamt tveim herbergjum í kjall- ■ I ara. ! Smiðjugata 10, 4ra herb. íbúð. I Stórholt 13, 4ra herb. íbúð á 3ju | ■ hæð ásamt bílskúr. I Sundstræti 27, 3ja herb. íbúð á I | 1. hæð. Laus. | I Mjallargata 9. Einbýlishús 2x60 I I fm. Laust fljótlega. J Sundstræti 35b. Lítið einbýlis- J J hús. Selst ódýrt. Laust fljótlega. ■ Tangagata 26. Fallegt einbýlis- ■ ■ hús í góðu standi. Eignarlóð. Get- . ■ ur losnað fljótlega. | Aðalstræti 26A. 3-4 herbergja | | íbúð. | I Litlabyli við Seljalandsveg, lítið I I einbýlishús. Laust 1. júní. I J Mjallargata 6, norðurendi, 4. * * herb. íbúð ásamt stórum bílskúr. ■ * Laus fljótlega. ! Engjavegur 33, 2ja herb. íbúð á J J n.h. Laus fljótlega. * ■ Góuholt 6,140 ferm. einbýlishús | ■ ásamt bílskúr. Laust fljótlega. | Túngata 13. 3ja herb. íbúð á 1. | | hæð. Laus. | I Hrannargata 9. Falleg 3 herb. I I íbúð. J Stórholt 11, 4ra herb. íbúð á 2. ! J hæð ásamt bílgeymslu. Getur ! J losnað fljótlega. ■ Seljalandsvegur 30, 175 ferm. | ■ einbýlishús með innbyggðum ■ ■ bílskúr. 4 svefnherbergi. Húsið er ■ ■ í góðu ástandi. Veðbanda laust. ■ | Stórholt 13,3ja herbergja íbúð á | | 1. hæð. Laus eftir samkomulagi. | I Mjallargata 6, 4ra herb. íbúð á I I efri hæð í suðurenda. ! Sólgata 5, 3 herb. íbúð. Laus ! ! fljótlega. ■ Sundstræti 24, 2ja herb. íbúð á ■ ■ 1. hæð. j BOLUNGARVÍK: ■ Stigahlíð 4, 2ja herb. íbúð á | ■ jarðhæð. | Heiðarbrún 1. Einbýlishús á| | tveim hæðum. Um 200 ferm. | I Hjallastræti 20. Rúmlega 1001 I ferm. einbýlishús ásamt bílskúr. I [ Hjallastræti 18, 120 fm einbýlis- J [ hús ásamt bílskúr. ■ Stigahlíð 4, 3 herb. endaíbúð á ■ ■ 3. hæð. | Hafnargata 110. Tæplega 100 | | ferm. álklætt einbýlishús. | I Skólastígur 20, 5 herb. íbúð á I I tveimur hæðum i parhúsi. I SUMARBÚSTAÐUR 75 ferm. sumarbústaður í Heydal Mjóafirði. ARNAR GEIR HINRIKSS0N, hdl. Silfurtorgi 1, ísafirði, sími 4144 ÓKEYPIS smá- auglýsingar TIL SÖLU Datsun 180B árg. 1977 til niðurrifs. OG Peugot 504 árg. 1975, ekinn 78 þús km. Upplýsingar í símum 4554 og 3223. TERCEL Til sölu Toyota Tercel, árg. 1984, Ijósgrár. Góður bíll. Upplýsingasími 8290, Þingeyri (Edda).

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.