Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 6
6 Þegar þú kemur suður, þá tekur i. þú við bílnuxn frá okkur á t\ Reykjavíkurflugvelli. j| j Svo skilur þú hann eftir á sama I J L stað, þegar þú ferð. l'V\ GEYSIR láfrerlS BORGARTÚNI 24 — REYKJAVÍK — SÍMI 11015 TIL.KYNNING UM AÐSETURSSKIPTI! Skrifstofa. \Zestfirska. fréttablaösins (ritstjórn og auglýsingar) er flutt aö Aöalstræti 33, (á sama staö og Rrentstofan ísrún). \/estfirska fréttablaöiö •5S? (94)401 1 og 3223. SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA Aðalfundir Samvinnutrygginga g.t. og Líf- tryggingafélagsins Andvöku, verða haldnir í Samvinnutryggingahúsinu, Ármúla 3, Reykjavík, föstudaginn 29. apríl n.k. og hefj- ast kl. 17:00. Dagskrá verður samkvæmt samþykktum fé- laganna. Stjórnir félaganna. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN hf ÁRMÚU4 REVKJAVIK SlMI 84499 ÚTBOÐ Byggingamefnd Vistheimilis aldraðra á Þing- eyri óskar eftir tilboðum í 4. hluta 1. áfanga byggingar vistheimflis fyrir aldraða á Þing- eyri. Verkið felst í uppsteypu á 780 ferm. hæð ásamt smíði á þaki og frágangi utanhúss en lokíð er við gerð kjaflara og undirstaða. Verk- inu skal vera lokið fyrir 1. okt. 1988. Útboðsgögn verða afhent. á skrifstofu Þing- eyrarhrepps, 470 Þingeyri og hjá VST hf. Aðalstræti 24, 400 ísafirði, gegn kr. 10.000.- skilatryggingu. Tflboð verða opnuð á skrif- stofu Þingeyrarhrepps mánudaginn 25. aprfl kl. 14.00. VST hf. Aðalstræti 24, 400 ísafirði. Að mála hesta sýslumannsins og bæjarfógetans á Isafirði — spjall yfir pönnukökum við Hansínu Einarsdóttur (hans Kitta Jónasar) Hansína Einarsdóttir er Hnífsdælingur, að eigin sögn. Að vísu fædd á Suðureyri. En í Hnífsdal ólst hún upp með Ágúst fósturbróður, hjá fósturforeldrum sínum Einari Steindórssyni og konu hans Ólöfu Magnúsdóttur. Og þar segist hún ætla að eyða ellinni. Einar var framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins í Hnífsdal nær því frá upphafi, eða um nær 40 ára skeið. Auk þess var hann lengi oddviti Eyrarhrepps. Hansína hefur unnið um langt árabil á skrifstofu Hraðfrystihússins, auk þess sem hún ásamt fleirum keypti á síðasta ári Rækjuverksmiðjuna í Hnífsdal, og fetar þarmeð í fótspor föður síns með virkri þátttöku í atvinnulífi Hnífsdælinga. Hansína er lífsglöð kona og hláturmild og liggur ekki á skoðun sinni. Hún er gift Kristjáni Knúti Jónassyni forseta bæjarstjórnar á Isafirði. Þau eiga fimm uppkomin börn. Það var reglulega notalegt að setjast niður með Hansínu eina kvöldstund yfir kaffi og rjómapönnukökum (eins og mamma bakar) og ræða við hana um Hnífsdal og Isafjörð, sameiningu sveitarfélaganna, bernskuminningar hennar, samstöðu ísfirðinga, pólitík, málaða hesta og ýmislegt fleira. ER OG VERÐ HNÍFSDÆL- INGUR, ÞÓ ÉG HAFI VERIÐ BÚSETT Á ÍSAFIRÐI SÍÐAN 1959. Ég bjó í Hnífsdal alveg þangað til ég giftist Kristjáni og flutti hing- að inneftir, og ég vinn þar alla daga, svo ég er vissulega Hnífs- dælingur. Þegar ég var lítil stelpa og var að fara með pabba að út- deila skömmtunarseðlum, þá ókum við í gegnum ísafjörð. Sveitabæirnir í Firðinum tilheyrðu Hnífsdal. Þetta var rétt eftir stríðið. Þá var í Hnífsdal eitt kaupfélag. búð og bakarí, þarna bjuggu um 300 manns og þeir sem ekki unnu í frystihúsinu þeir voru á sjó. Pláss- ið var þá mjög mikið útaf fyrir sig, því samgöngur voru litlar við ísa- fjörð yfir veturinn. Það var ekki mokað að vetrinum, nema kannski einu sinni í viku. Mér er í barns- minni þegar ég fór í fyrsta sinn á ísafjörð að sjá leikrit, þá var geng- ið til baka um nóttina í tungsljós- inu. Mig minnir að það hafi verið Piltur og stúlka. Það var ekki mik- ill samgangur. Ég held að ég hafi komið í þrjú hús á ísafirði þegar ég kom hingað inneftir til náms í Gagnfræðaskólanum. Fermingarárið mitt 1954 þá gengum við iðulega inneftir til prestsins til spurninga. Það var síð- asti árgangurinn sem fermdist innfrá, allar stúlkurnar í hvítum kjólum. Stundum fórum við á skíðum inneftir. Nú Jóakim Páls- son átti jeppa og stundum keyrði hann okkur hálfa eða alla leið. Ef það þurfti að moka þá þurfti pabbi að hringja í Charles Bjarnason og fá leyfi, og síðan kom Kitti á ýt- unni, sem kallaður var, og mokaði. Þrjú af börnunum okkar eru búsett hér á ísafirði og í Hnífsdal. Steinar Örn sonur okkar hefur fest kaup á húsinu sem ég ólst upp í í

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.