Vestfirska fréttablaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 8
Mikið úrval af sjónaukum
lækkað verð
Jfc SFORTHIAÐAN hf
V SILFURTORGI 1
400 ISAFIRÐI
^ — SIMI 4123
ERNIR P
Bílaleig a
Patrekur Dýrfjörð
hefur
heyrt
... að við lesturvel ígrundaðrar
greinar Jens í Kaldalóni hér í
blaðinu um sameiningu sveitar-
félaganna í Djúpinu, hafi bónda
einum i nágrenni við Jens orðið
að orði, að þetta hefði nú svo
sem allt verið í lagi með sam-
einingu, ef hinu háa félags-
málaráðuneyti hefði ekki láðst
að fyrirskipa Djúpinu í tæka tíð
að hnipra sig saman um svo
sem tvöhundruð kílómetra áður
en sameiningin færi fram. Þá
hefði það einnig farist fyrir hjá
ráðuneytihu að birta í B-deild
Stjórnartíðindaviðmiðunarregl-
ur til allra Djúpverja á barneign-
araldri varðandi íbúafjölda hins
sameinaða hrepps, og hnykkja
á skyldum þeirra í þeim efnum.
... að hestvagnar muni brátt
setja svip á umferðina á ísafirði
eins og forðum. Nú í vetur hefur
ástand gatna í kaupstaðnum
verið með þeim hætti, að naum-
ast hefur verið bjóðandi öðrum
en skriðdrekum og hestum.
Kannski var það einmitt þess
vegna sem Isfirðingurinn gamli
Jón Baldvin felldi niður aðflutn-
ingsgjöld á skriðdrekum nú um
áramótin.
En nú hafa ísfirsk bæjaryfir-
völd gripið til nýstárlegra við-
haldsaðgerða á götunum. I
stað þess að bæta malbik og
olíumöl með hefðbundnum
hætti, þá hefur nú verið gripið til
þess ráðs að bera ofan [ göturn-
ar eins og gert er við malarvegi.
Að vísu er ekki verið að bera
ofan í göturnar einhvern muln-
ing eða almennilegan ofaní-
burð eins og tíðkast jafnvel á
sjaldförnustu fjallvegum, heldur
er komið með hina groddaleg-
ustu og ruddalegustu grús og
sturtað á göturnar eins og í
árdaga. Svo standa vegavinnu-
menn á tipp á milli Sjálfstæðis-
hússins og rakarastofunnar
eins og þegar amma var ung og
tína stærsta grjótið úr Hafnar-
strætinu.
Nú vantar bara hestakerrur
og Gamla Ford til að fullkomna
götumyndina á ísafirði.
Málfreyjuþíng
á Bfldudal
Málfreyjudeildin á Bíldudal
heldur ráðsfund nú um helgina, og
vonast til þess að allar málfreyjur
sem vettlingi geta valdið komi.
Deildirnar á Vestfjörðum tilheyra
I. ráði málfreyja á íslandi, en þær
eru starfandi á Patreksfirði,
Tálknafirði, Bíldudal, ísafirði og í
Bolungarvík. Að auki eru í I. ráði
deildir í Reykjavík, Keflavík og
Kópavogi. Deildirnar skiptast á að
halda sameiginlega ráðsfundi,
fjóra á ári, og vorfundurinn nú
kemur í hlut þeirra á Bíldudal.
Það er kominn tími
til að tengja!
Vestfirska fréttablaðið óskar eftir tengiliðum,
tíðindamönnum og fréttariturum út um alla
Vestfirði.
Hafið samband!
Vestfirska fréttablaðið
sími (94)4011 og 3223.
ISAFJÖRÐUR:
GUÐBJARTUR landaði á
skírdag 131,5 tonnum. Aflinn var
mjög blandaður, allur sóttur
suður fyrir land, mikið ýsa og
ufsi, og fór allur til vinnslu heima
í Norðurtanganum. Síðan lá
togarinn inni yfir páskana, en fór
aftur út aðfaranótt fimmtudags.
ORRI var á netaveiðum á
Breiðafirði í marsmánuði. Það
var ein hörmung, algert aflaleysi,
eins og hjá öðrum sem þar hafa
verið. Hann hætti því netaveið-
um um mánaðamótin, og er að
fara á fiskitroll, fór af stað nú á
fimmtudagskvöldið í fyrsta
róðurinn. Línubátarnir VÍK-
INGUR III og GUÐNÝ fiska
mjög vel, og nú eftir páskana
hafa þeir verið með 13-15 tonn í
róðri, sem telst vera mjög gott.
Uppistaðan er steinbítur, en
nokkuð af þorski með.
JÚLÍUS GEIRMUNDSSON
Iandaði á laugardag fyrir páska
um 190 tonnum, ýmsar tegurdir,
mest karfi, þar af var látið í tvo
gáma. GUÐBJÖRGIN er í
Þýskalandi á þurru landi og búið
að saga hana í tvennt. Nú á mið-
vikudag var búið að draga hlut-
ana í sundur og átti að fara að
máta nýja stykkið á milli. Hin
lengda Guðbjörg er síðan vænt-
anleg aftur um eða upp úr mán-
aðamótunum. Línubátar sem
lagt hafa upp hjá íshúsfélaginu
hafa að undanförnu fengið mjög
góðan steinbítsafla.
SÚÐAVÍK:
BESSI kom inn á laugardag með
140 tonn, þar af var sett í fimm
gáma. Blandaður afli, helming-
urinn grálúða, hitt sitt af hverju.
HAFFARI kom líka á laugar-
dag, hann var með 4 tonn af
rækju. Litlu pungarnir: DÓRI
kom í síðustu viku með 1475 kg
af rækju úr Djúpinu og
STUNDVÍS með 2422 kg. KOL-
BRÚN frá ísafirði sem landað
hefur rækju f Súðavík er búin
með kvótann og hætt.
BOLUNGARVÍK:
DAGRÚN landaði nálægt 100
tonnum núna á miðvikudag eftir
5-6 daga útivist, mest þorski.
Þetta var fyrsti túrinn eftir nokk-
urt stopp vegna vclarhreinsunar.
HEIÐRÚN landaði heima 30.
mars um 115 tonnum, þar af var
sett í einn gám. Mest var um
karfa, en ýsa og þorskur yfir 30
tonn og ufsi um 25 tonn. Heiðrún
var síðan að landa nú á fimmtu-
dag í Njarðvíkunum, eitthvað
um 100 tonnum, þar af átti að
setja í nokkra gáma. Línuaflinn
hefur verið góður þegar róið hef-
ur verið. FLOSI var með mjög
góðan afla yfir marsmánuð, eða
308 tonn í 22 róðrum, sem mun
vera einhver mesti afli sem um
getur hér um slóðir í þeim mán-
uði. Meðalaflinn var því 14 tonn
í róðri. í tveimur róðrum í þessari
viku hefur hann síðan verið með
15 og 17 tonn. Minni bátarnir
hafa einnig verið með nokkuð
góðan afla og góða róðra inn á
milli. Nú eru þeir með þetta 4-7
tonn í róðri, en komust hæst í 12
tonn fyrir páskana. SÓLRÚN er
á úthafsrækju á Austfjarðamið-
um, búin að vera úti síðan 17.
mars, og mun vera farin að nálg-
ast 100 tonn og væntanleg fljót-
lega til Bolungarvíkur með
aflann. Rækjuveiðin í Djúpinu er
að verða búin, sumir eru alveg að
klára og sumir búnir. Sumir eru
að byrja á steinbít, en einhverjir
fara á línu. Tveir eða þrír eru að
byrja á handfærum þessa dagana.
Einn loðnubátur landaði um 470
tonnum fyrir páskana, og þar
með kemur ekki meiri loðna til
Bolungarvíkur á þessari vertíð.
HNÍFSDALUR:
Þingeyrartogararnir koma og
landa til skiptis hjá Hraðfrysti-
húsinu Hnífsdal, eftir því sem á
stendur. Umsamið er að húsið
fær 60 tonn á viku frá þeim, og
hefur svo verið frá áramótum og
stendur á meðan PÁLL PÁLS-
SON er í breytingunum í Póll-
andi. Nú um helgina em Jóakim
Pálsson og Hansína Einarsdóttir
að fara til Póllands vegna togar-
ans. Vinnan þar hefur gepgið
miklu seinna en til stóð.
SUÐUREYRI:
í marsmánuði var SIGURVON
með alls 226,8 tonn, JÓN
GUÐMUNDSSON með 16,3
tonn og INGIMAR MAGNÚS-
SON 55,3. ELÍN ÞORBJARN-
ARDÓTTIR landaði nú á
þriðjudag og miðvikudag um 150
tonnum, þriðjungurinn ýsa, hitt
þorskur og karfi. Sett var í fjóra
gáma til sölu éllendis á mánúdag-
inn, en tæp 11 tonn voru seld á
Fiskmarkaði Suðurnesja.
BÍLDUDALUR:
SÖLVI BJARNASON landaði
142 tonnum í páskavikunni,
blandaður afli, og aftur nú á mið-
vikudag 93 tonnum af þorski.
Tveir litlir línubátar hafa verið
að fá reyting. Rækjuskipið
ÞRÖSTUR er á úthafsrækju fyrir
norðan land.
TÁLKNAFJÖRÐUR:
TÁLKNFIRÐINGUR iandaði
26. mars 133 tonnum, uppistaðan
karfi eða 85 tonn, hitt mest grá-
lúða, eitthvað af steinbít og
fleira. Togarinn landaði aftur 5.
apríl 143 tonnum, þar var einnig
mest af karfa, en öðru leyti
blanda af ýsu, þorski, grálúðu og
öllu mögulegu.
FLATEYRI:
GYLLIR landaði 28. mars 111
tonnum, þar af fór tæpur helm-
ingur í gáma. Togarinn lá síðan
inni fram yfir páska, en fór út í
fyrrakvöld. Línubátarnir hafa
fiskað ágætlega þegar gefið
hefur.
ÞINGEYRI: " _
Bátar 26. mars til 6. apríl: GÍSLI
PÁLL tæp 26 tonn í fjórum
ferðum, MÁNI tæp 30 tonn í
fjórum ferðum, BJÖRGVIN
MÁR rúm 21 tonn í fjórum
ferðum. FRAMNES landaði 66
tonnum í Hnífsdal á laugardag
og setti auk þess í tvo gáma.
SLÉTTANES var í Grundarfirði
28. mars með 71 tonn og auk þess
í tvo gáma. Síðan kom togarinn
heim á laugardag með 36 tonn og
auk þess í tvo gáma.
PATREKSFJÖRÐUR:
SIGUREY landaði á laugardag
135 tonnum, einkum karfa og
ufsa. ÞRYMUR kom síðan inn
vegna bilunar með eitthvað um
20 tonn af ýsu og þorski.
Patrekur Dýríjörð
heyrði líka...
... að nú séu Vestfirðingar farnir
að þjálfa upp ræðusnillinga
með skipulegum hætti, sem
síðan í fyllingu tímans sé ætlað
að halda uppi merki núverandi
og fyrrverandi þrumukjafta í MÍ.
Við viljum reyndar hugsa enn
lengra - ekki er síður mikilvægt
að halda uppi merki núverandi
og fyrrverandi þrumukjafta
Vestfirðinga á Alþingi.
Nú er sumsé komið að lokum
mælskukeppni grunnskóla-
nemenda á Vestfjörðum. Rætt
verður til þrautar í sal Mennta-
skólans á (safirði (einmitt það!)
nú á laugardagskvöldið og
verður byrjað að munnhöggv-
ast kl. átta. Úrslitabaráttan
stendur á milli liða frá Bolungar-
vík og Flateyri.
Átta lið hófu keppnina, frá
Suðureyri, Flateyri, Núpi og
Þingeyri, eitt frá hverjum stað,
og tvö lið frá ísafirði og tvö frá
Boíungarvík. Liðsskipan og til-
högun er alveg með sama hætti
og í MORFlS (einmitt það!) og
einn helsti hvatamaður þessar-
ar keppni heitir Birgir Finnsson,
núverandi þrumukjaftur í
mælskuliði MÍ (einmitt þaðl).
Og ef okkur skjátlast ekki mikið,
þá kom það stundum fyrir að afi
hans og alnafni segði nokkur
orð á Alþingi hér í eina tíð ....
ÓKEYPIS
smá-
auglýsingar
TIL SÖLU
10gíra DBS reiðhjól sem stol-
ið var að heimili mínu. Selst
ódýrt í því ástandi sem það
kann að vera ef það finnst.
Upplýsingar í síma 3276.
MYNDAVÉL
Til sölu er Professional Bron-
ica ETR-S 4,5x6 myndavél
ásamt tveim filmubökum,
tveim linsum, tveim eftirtöku-
filterum, Polaroid filmubaki
o.fl.
Upplýsingar á skrifstofu Vest-
firska, Aðalstræti 35, ísafirði
(sama stað og Prentstofan
Isrún), sími 4011 og 3223.
ÓKEYPIS
Smáauglýsingar í Vestfirska
fréttablaðinu eru ókeypis!
TIL LEIGU
Til leigu einbýlishús og hest-
hús í Bolungarvík. Leigu-
skipti í Reykjavík koma til
greina.
Upplýsingar í síma 7569.
MINNINGARKORT
Styrktarfélags vangefinna á Vest-
fjörðum fást í Penslinum á ísafirði
og hjá Níelsínu Þorvaldsdóttur í
Bolungarvík.
Hljómflutningstæki frá
TEC og SAMSUNG
Margar gerðir - f rábær fermingargjöf
PÓLLINN
VERSLUN
RAFÞJÓNUSTA
SÍMI 3092
©
PÖLLINN HF.
TOPPHAR
SÍMI3517
TOPPBLÓMIÐ
SÍMI4717