Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 8
8 AF MIÐUNUM Aflabrögð hafa verið með ágætum að undanförnu. Togarar eru flestir að eltast við grálúðuna og verður mörgum talsvert ágengt. Handfærabátar eru að- eins byrjaðir að dýfa önglum í sjó. Við fréttum af einum Bolvík- ingi sem fékk 1800 kíló eftir dag- inn í vikunni, og eru það skárstu aflabrögð á færi sem enn hefur frést af. SÚÐAVÍK: BESSI kom inn á föstudag og á mánudag var landað úr honum 150 tonnum af grálúðu og karfa. 5 gámar af grálúðu voru sendir á markað í Englandi og Frakklandi. I síðustu sölu fengust 72 krónur fyrir kílóið af þeirri gráu í Frans og 68 krónur í Bretlandi. Verð- lagsráðsverð á grálúðu hér heima eru rúmar 25 krónur fyrir kílóið af stærstu grálúðunni. HAFFARI er á veiðum. ÍSAFJÖRÐUR: GUÐBJARTUR kom inn á þriðju- dag með 80 tonn. Þar af voru um 30 tonn grálúða og afgangurinn þorskblandaður. Aflinn fór allurtil vinnslu hjá Norðurtanganum. ORRI.sem er nýbyrjaður á fiski- trolli er í fyrsta „alvöru" túrnum núna og gegnur vel eftir nokkra byrjunarörðugleika í síðasta túr. GUÐNÝ og VÍKINGUR III róa á hverjum degi og fá 13 til 15 tonn í róðri á línuna. Aflinn er nær ein- göngu steinbítur. JÚLÍUS GEIRMUNDSSON hef- ur legið í landi síðan 15 apríl. Skipta þurfti um tannhjól og legu í spilgír við aðalvél. Kristján Jó- hannsson útgerðarstjóri sem staddur var í Evrópu kom á þriðjudagskvöld til landsins með nauðsynlega varahluti. Viðgerð tók skamman tíma og Júlíus fór á sjó kl 13.00 í dag. BOLUNGARVÍK: DAGRUN kom inn á miðviku- dagsmorgun með 150-60 tonn. 100 tonn af farminum voru grál- úða en afgangurinn blandaður afli. HEIÐRÚN kom að landi á laugar- dag með 95 tonn sem voru mest karfi. Sett var í 2 gáma af karfa. FLOSI fékk um 50 tonn á línuna í fimm róðrum í síðustu viku. Smærri bátar hafa mest verið að fá 8 tonn í róðri. Færabátar frá Bolungarvík eru aðeins að byrja að róa. Skásti afli sem frést hefur af er 1800 kíló hjá einum manni eftir daginn. SÓLRUN er á veiðum. SUÐUREYRI: ELlN ÞORBJARNADÓTTIR kom inn föstudag með um 130 tonn. Megnið af aflanum var karfi en nokkuð af grálúða. Sett var í tvo gáma af grálúðu. SIGURVON hefur verið að fá 10- 12 tonn í róðri á línuna. Ógæftir hafa verið hjá minni bátum frá Suðureyri. 150 tonnum landað úr Bessa IS í Súðavík á mánudag. BÍLDUDAL: SÖLVI BJARNASON landaði 6.apríl 93 tonnum af þorski. Sölvi landaði svo aftur 15.apríl 154 tonnum af blönduðum afla. Aflinn fór allur í vinnslu hjá Fiskvinnsl- unni h/f á Bíldudal. ÞRÖSTUR heitir rækjutogari sem nýlega var keyptur til Bíldu- dals en hét áður Jökull frá Ólafs- vík. Þröstur hefur landað einu sinni 23 tonnum af frystri rækju. Skipstjóri á Þresti er Guðlaugur Þórðarson frá Bíldudal. PATREKSFJÖRÐUR: SIGUREY kom inn með 172 tonn af þorski þann 11 .apríl síðastlið- inn. Sigurey er enn á veiðum. ÞRYMUR er á veiðum eftir stutt stopp vegna bilunar. VESTRI og PATREKUR sem róa með línu hafa fengið ágætan afla að undanförnu. TÁLKNAFJÖRÐUR: TÁLKNFIRÐINGUR kom inn 18 apríl með 144 tonn af karfa og ufsa. Aflinn fer allur til vinnslu í Hraðfrystihúsinu á Tálknafirði því eins og heimildarmaður blaðsins komst að orði „við erum ekkert í útflutningi hérna“. Yfir- leitt er byrjað að vinna í húsinu snemma á morgnana en reynt að hætta fyrr á daginn. Afli smærri báta frá Tálknafirði hefur verið fremur tregur að undanförnu. ÞINGEYRI: FRAMNESIÐ landaði í síðustu viku 18tonnumafgrálúðuáÞing- eyri og 69 tonnum af þorski í Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal. SLÉTTANESIÐ landaði í síð- ustu viku 39 tonnum af þorski á Þingeyri. Tregur afli hefur verið hjá smærri bátum frá Þingeyri. DAGBOKIN SÖFN Bókasafnið Austurvegi 9 er opið mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 14-19. Fimmtudaga kl. 14-21. Laugardaga kl. 14-16. Útibúið Félagsheimilinu Hnífsdal opið þriðjudaga kl. 14-18:30. Sögustundir fyrir börn á forskólaaldri eru í aðal- safni á miðvikudögum kl. 15- 16. LEIKSÝNINGAR Sveitapiltsins draumur, leikrit, sýningar á Sal Menntaskólans á ísafirði sumardaginn fyrsta kl. 21. AFTUR í BOLLANN Kaffisala Kvenfélagsins Hlífar á sumardaginn fyrsta að Upp- sölum. Allur ágóði til kaupa á fæðingarrúmi og endurlífgun- arborði á FSÍ. KIRKJA -------------------------- Fermingarmessa sunnudag- TÓNLEIKAR inn 24. apríl kl. 14. Sjá nöfn fermingarbarna annars staðar Nemendatónleikar á vegum ( blaðinu. Tónlistarskóla ísafjarðarföstu- dagskvöld 22. apríl kl. 20:30. ------------------------- BLÓMAÐÚÐ TIL SÖLU Til sölu er blómabúöin að Hafnarstræti 11 á ísafirði. Verslunin er í fullum rekstri, og selst þannig ásamt fasteigninni og eignarlóð. Arnar Geir Hinriksson, hdl. Silfurtorgi 1, ísafirði, sími 4144. Rauðakrossdeildin á Þingeyri: Eignast nýjan, „gamian“ sjúkrabíl Rauðakrossdeildin á Þingeyri hefur fest kaup á nýrri, gamalli bifreið af gerðinni Chevrolet, til sjúkraflutninga. „Okkur bauðst þessi bíll til kaups fyrir 800 þúsund krónur. Hann kemur frá Ólafsfirði þar sem verið var að kaupa nýjan í hans stað“ sagði Davíð H. Kris- tjánsson formaður Rauðakross- deildarinnar í samtali við Vest- firska fréttablaðið. Á Þingeyri var fyrir gamall bíll sem keyptur var notaður fyrir mörgum árum af Rauða krossinum í Reykjavík. Sá var ekki með drifi á öllum hjólum og kominn til ára sinna og því var ákveðið að ráðast í kaup á annarri bifreið. Nýji bíll- inn er með drifi á öllum hjólum. Davíð sagði að fjórir mcnn yrðu tiltækir til þess að aka bílnum cn Kristján Gunnarsson vclsmiður á Þingeyri mun hafa yfirumsjón með honum. ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT! Baðmottusett, gólfmottur, dreglar, dúkar og teppi. Hillur, rörberar, hilluefni, handverkfæri og allar málningarvörur. TIL FERMINGARGJAFA: Fallegar gólfmottur, speglaflfsar, speglasúlur. Rimlegluggatjöld, topplyklasett, verkfærasett, heflar, handfræsarar. Pensillinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.