Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 20.04.1988, Blaðsíða 9
■S vesilirska TTABLADID 9 ÍSAFJARÐARKIRKJA Ný kirkja og safnaðarheimili á ísafirði: Endanleg ákvörðun tekin á safnaðarfundi 28. apríl Á aðalsafnaðarfundi 28. apríl n.k. mun verða tekin endanleg ákvörðun um staðsetningu ísafjarðarkirkju. Nú lýkur senn tíma umræðna og óvissu í húsnæðismálum ísafjarð- arsafnaðar, en tími athafna mun ganga í garð. Aðalfundur safnað- arins verður haldinn annan fimmtudag, og þar mun sóknar- nefnd leggja fyrir fundinn að velja á milli tveggja lóða sem til greina koma sem kirkjustæði: Á gamla bæjarhólnum norðan Hafnarstræt- is, eða á uppfyllingunni sunnan Hafnarstrætis. Jafnframt verður á fundinum efnt til umræðu um stærð og gerð nýrrar kirkju, og um byggingarforsögn þá sem sóknar- nefnd hefur gert um kirkju og safn- aðarheimili og kynnt hefur verið í blöðum. Síðan verður lögð fyrir fundinn tillaga um að sóknarnefnd verði falið að láta hanna og reisa kirkju ásamt safnaðarheimili. Eftir kirkjubrunann sl. sumar komu fljótt upp spurningar um það, hvernig við skyldi brugðist. Haldinn var mjög fjölmennur aðalsafnaðarfundur í september. Þar var sóknarnefnd falið að undir- búa byggingu nýrrar kirkju, en jafnframt var tekið fram að kanna skyldi hvort rétt væri og eðlilegt að endurbyggja gömlu kirkjuna. í samtali við Vestfirska sagði Gunn- laugur Jónasson formaður sóknar- nefndar nú í vikunni, að staða málsins í sínum huga væri sú að ekki væri lengur til umræðu að endurbyggja gömlu kirkjuna. Eftir fundinn í september urðu síðan miklar umræður um staðar- val fyrir nýja kirkju þegar þar að kæmi. Sóknarnefnd taldi aldrei vafamál að kirkjan ætti að vera á Eyrarsvæðinu, og voru þrír kostir nefndir til í fyrstu. Auk framan- greindra tveggja staða, bæjarhóls- ins og uppfyllingarinnar sunnan Hafnarstrætis, var rætt um grunn eða stæði gömlu kirkjunnar. Menn hafa aftur á móti séð mikla ann- marka á þeim stað. Lóð er þar ákaflega lítil, og ekki verður þar byggð ný kirkja án þess að taka upp legstaði og flytja til jarðneskar leifar margra ísfirðinga sem þar hafa verið lagðir til hvílu. Slíkt get- ur verið viðkvæmt, og á fleiri vegu óæskilegt og erfitt í framkvæmd. Þetta mál var borið undir allfjöl- sóttan almennan safnaðarfund 20. mars síðastliðinn. Skýrt var tekið fram að þar skyldi ræða skyldi kir- kjubyggingarmál og staðarval og leita álits fundarins. Pótt niður- stöður þess fundar væru ekki bind- andi, þá fékkst greinilegur úr- skurður um það að ekki væri rétt IMinnum a ódýra tölvu- pappírinn okkar Prentstofan ísrún hf. að hugsa lengur um að byggja kirkju á gamla grunninum. Mikill meirihluti taldi að slíkt væri ekki fært og ekki á dagskrá. Pví standa mál svo nú, að sókn- arnefnd ætlar að leggja það undir úrskurð aðalsafnaðarfundar fimmtudaginn 28. apríl hvort söfnuðurinn vill að kirkja rísi á gamla bæjarhólnum eða sunnan Hafnarstrætis. Niðurstaða þessa fundar er bindandi, því að aðal- fundur safnaðar segir sóknarnefnd fyrir verkum. „Við teljum þetta mjög afdrifaríka ákvörðun“, sagði Gunnlaugur Jónasson, „sem kem- ur til með að ákvarða um útlit og andlit bæjarins á þessu svæði um langa framtíð." Sá hængur er á því að velja á milli fyrrgreindra tveggja staða, að bæjarhóllinn er friðlýstur vegna hugsanlegra fornminja, og ekki búið að sjá hvort þar verður yfir- leitt leyft að byggja. Ef sá staður verður fyrir valinu á aðalsafnaðar- fundinum, þá þurfa fornleifa- fræðingar fyrst að grafa hann upp og rannsaka, og ákveða síðan hvort þar megi byggja. En auðvitað geta mál á aðalsafn- aðarfundi farið á aðra vegu en fyrirfram er ráðgert. Fundurinn hefur úrslitavald í málefnum safn- aðar og kirkju, og um þau geta að sjálfsögðu komið fram hverskonar tillögur. Það er síðan afl atkvæða sem ræður. Ljóst er, að nú er mikið og erfitt verkefni fyrir höndum í ísafjarðar- sókn, hver sem niðurstaða fundar- ins í næstu viku verður. Sóknar- nefndinni er því mikil þörf á stuðn- ingi safnaðarins. Það væri ncfnd- inni gott vegarnesti ef fólk fjöl- mennti á aðalfundinn og fylkti sér að baki hennar, sem og þeirra ákvarðana sem þar verða teknar. GÓÐUR VALKOSTUR í FLUGINU ARNARFLUG HF SÍMI 4150 ÍSAFIRÐI urtu tölvuvindan veiðir fyrir þig DNG tölvu- vindan er óþreytandi vinnukraftur, algjör sjálf- virkni með tölvu stýringu eykur hraða og sparar ómælda vinnu. DNG tölvuvindan er byggð úr seltuþolnu áli og ryðfríu stáli. Stjórnkerfið er þakið plastefni til varnar titringi, höggum og raka. Vindan er þrýstiprófuð í vatni áður en hún fer frá verksmiðju, þannig er tryggt hámarks öryggi og lágmarks viðhald. Pjónustu- aðilum DNG fjölgar sífellt um allt land. Kappkostað er að hafa þjónustuna mjög góða. Það er á fœri flestra að eignast það besta, DNG tölvuvindu, því við bjóðum góð greiðslukjör og kaupleigusamninga. Óseyrí 4, Akureyri. Pósthóll 157

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.