Vestfirska fréttablaðið - 18.05.1988, Side 4
4
Isafjarðarkaupstaður
Nýtt starf
Auglýst er laust til umsóknar nýtt starf við
ísafjarðarhöfn, starf verkstjóra. Verkstjóri
skal fara með verkstjóm á útisvæði hafnar-
innar. Æskilegt er að viðkomandi hafi skip-
stjómar- og/eða vélstjóraréttindi og geti haf-
ið störf sem fyrst. Upplýsingar veitir undirrit-
aður á bæjarskrifstofunum að Austurvegi 2
eða í síma 3722. Umsóknarfrestur er til 31.
maí n.k.
Bæjarstjórinn á ísafirði.
Atvinna í sumar
Auglýst em laus til umsóknar störf flokk-
stjóra vinnuskólans og umsjón starfsvalla í
Holtahverfi, Hnífsdal og á Eyrinni, tímabilið
30. maí til 30. júlí. Laun skv. 65. lfl. F.O.S.
VEST.
Nánari upplýsingar gefur íþrótta- og æsku-
lýðsfulltrúi í síma 3722.
Ibúð óskast
Bæjarsjóður ísafjarðar auglýsir eftir íbúð fyrir
einn af starfsmönnum sínum. íbúðin þarf að
vera 4 hb. og helst laus um næstkomandi
mánaðamót. Vinsamlegast hafið samband
við undirritaðan um hugsanlegar íbúðir.
Forstöðumaður tæknideildar.
Vinnuskóli ísafjarðar
Vinnuskólinn tekur til starfa mánudaginn 6.
júní og starfar í átta vikur. Þau börn og ung-
lingar sem hug hafa á að starfa í Vinnuskól-
anum í sumar og em fædd á ámnum 1973,
1974, 1975 og 1976, vinsamlegast látið skrá
ykkur á Bæjarskrifstofunni fyrir 25. maí n.k.
sem er síðasti innritunardagur. Laun verða
80% af unglingataxta.
íþrótta- og æskulýðsfuUtrúi.
Dagheimili - leikskólar
Eftirtaldar stöður em lausar til umsóknar:
Bakkaskjól: Staða forstöðumanns.
Einnig vantar aðstoðarmenn til
starfa.
Eyrarskjól: 65% staða eftir hádegi.
67% staða eftir hádegi.
Staða afleysara með 50% kaup-
tryggingu.
Nánari upplýsingar veita forstöðumenn við-
komandi heimila, eða dagvistarfulltrúi í síma
3722 miUi kl. 10 og 12 daglega.
Dagvistarfulltrúi.
Haukur í Skipasmíðastöð
Marsellíusar
Huig de Groot
sýnir
„...horft með eftirvæntingu til fjar-
lægðarinnar...“(„...an anxious look
into the distance...“)
Sýningin verður opnuð laugardaginn
21. maí kl. 16.
Slunkaríki er opið fimmtudaga,
föstudaga, laugardaga og sunnudaga
kl. 16-18.
vestfirska
ITTABUDID
DYRAFJORÐUR
Vorþankar um Skrúð
Eftir Vilborgu Guðmundsdóttur frá Núpi
Fyrsti sumardagur er liðinn, og
þrátt fyrir að vetur konungur sýni
enn veldi sitt, þá er hann orðinn
bljúgari í sinni og glúpnar fyrir
geislum sólar sem þessa daga skín
í heiði og greiðir veg vorgyðjunnar
um láð og lög. Og það fer ekki
milli mála, að vorgyðjan er farin
að fara mildandi höndum um hugi
manna og vekja þar vonir um betri
og bjartari tíð.
Lóan er komin og kveður sinn
óð til vorsins, sem ekki um metorð
spyr. Ég veit að margur er farinn
að finna vorhug sínum farveg til
gróðurs og ræktunar með sáningu
blómfræja og aðhlynningu á kart-
öflum til útsæðis. En hvaða þrá
vekur vorið í brjóstum þeirra sem
farnir eru að starfsorku? Jú, vorið
lætur engan afskiptan sem opnar
hug sinn fyrir geislum sólar og
gróðri jarðar. Ég sé að garðurinn
minn er farinn að safna orku til að
lyfta af sér fargi vetrarins, og
laukarnir eru farnir að þrútna fyrir
geislum sólar og ylnum frá hús-
veggjunum.
Já, jörðin bíður öll í ofvæni eftir
ástaratlotum og kærleika vorsins.
Hugur minn flýgur um fjöll og dali
og staðnæmist á grundum Dýra-
fjarðar, og þá minnist ég okkar
góða alþýðuskálds, Guðmundar
Inga, er hann segir í eina tíð: „Vilj-
ir þú vestur á fjörðum vita hvar
ræktun er prúð, leggðu þá leið þína
að Núpi og líttu sem snöggvast á
Skrúð.“
En hvað ætli framtíðin feli í
skauti sér fyrir þann unaðsreit sem
Skrúður var? Það þarf meira en
vorylinn einan til að leysa hann úr
þeirri órækt sem hann er kominn
í, þar sem mannshöndin hefur ekki
lagt honum lið undanfarin ár. En
vonirnar glæðast þar sem Núps-
skóli er nú tekinn til starfa á ný.
Eins og flestir Vestfirðingar
vita, var þessi gróðurreitur byggð-
ur upp rétt eftir aldamótin, eða
nánar tiltekið 1907, af stofnanda
Núpsskóla, séra Sigtryggi Guð-
laugssyni. Saga þeirrar starfsemi
verður ekki rakin hér, en ég læt
þess þó getið að garðurinn á sína
dagbók frá upphafi vegar til loka-
starfs stofnandans 1946. Stórmerk
bók sem hlýtur að vekja hvern
þann til umhugsunar um framtíð
garðsins, sem les hana. En þó
margir viti um Skrúð og hafi geng-
ið þar um garð og jafnvel notið
þaðan einnar og einnar plöntu sér
til yndisauka í heimagarði, þá virð-
ast þær færri hendurnar sem til-
búnar eru að forða þessum unaðs-
reit frá glötun.
Að vísu eru eðlileg tildrög til
þessarar deyfðar nútímans, bæði
hið þrotlausa kapphlaup við tím-
ann sem nú einkennir allt, og hitt
líka að garðurinn er skráður eign
héraðsskólans og því léttast að
varpa sökinni þangað. En málið er
bara ekki svona einfalt. Fyrst er að
gá að því að þessi reitur er menn-
ingararfur frá liðnum tíma til nú-
tímans, og því ekki sæmandi að
sjá hann farast án afskipta almenn-
ings. Einnig það sem kannski er
ekki öllum kunnugt um, að stór
hluti þeirrar girðingar sem á að
varðveita Skrúð er einnig vörn um
skógrækt Vestfjarða. Þorsteinn
Gunnarsson kennari við Núps-
skóla, sem árum saman hlynnti að
garðinum ásamt fjölskyldu sinni,
fékk leyfi landeigenda fyrir viðbót-
arlandi við Skrúð til skógræktar,
enda margar sjálfsánar plöntur
komnar út fyrir garðinn þá þegar.
Síðan hefur verið plantað þar
mörgum plöntum frá skógrækt-
inni. Afþessu leiðir,aðþaðerekki
skógræktinni óviðkomandi hvort
girðingin er held umhverfis
garðinn. Að mínum dómi er það
heldur ekki sæmandi að dreifa
plöntum út um holt og grundir, en
láta nærri aldar gömul tré verða
vanhirðu að bráð.
Garðurinn sem skrúðgarður
með sínum margvíslegu fögru
blómum er svo annar liður sem
meira snertir einkaaðila að sjá um
framkvæmdir á. En garðurinn á til
svo óteljandi unaðsreiti í sínum
trjágróðri ef hann væri varinn og
hirtur, þó skrúðblómin væru færri
en áður meðan tíminn var ekki
eins ofhlaðinn.
Oft hefur mér dottið í hug hvort
ekki væri möguleiki að koma
þarna upp smá vinnunámskeiði á
vegum Núpsskóla. Fá vinnuhópa
unglinga tíma og tíma undir góðri
stjórn til að vinna við garðinn
framan af sumri. Ætti það nokkuð
minni rétt á sér en íþróttanám-
skeiðin? Meira að segja mætti
tengja það hvort öðru. Ég varð
þeirrar ánægju aðnjótandi að
vinna þarna nokkur sumur, og þó
ég réði ekki við verkahringinn sem
skyldi, þá naut ég þar friðsældar
og yndis, og þau börn og ungmenni
sem oft voru þar með mér hafa
síðan ámálgað það hvort við gæt-
um ekki aftur farið að vinna í
Skrúð. En starfsgetan takmarkar
það hjá mér eins og öðrum. En hitt
er ég sannfærð um, að ungmenni
sem fengju að vinna þar undir
góðri stjórn án þess að þeim yrði
ofgert, kæmu fús aftur og fyndu
þar grundvöll aukinnar menningar
til heilbrigðs og eðlilegs lífs, og
væri það jafnframt verðugt fram-
lag í minnisvarða hins merka æsku-
lýðsleiðtoga er hóf þetta starf.
Megi bæði Núpsskóli og Skrúður
bera gæfu til að halda því merki á
lofti um ókomna tíð.
Ég læt svo þessum hugrenning-
um lokið með vísu er Úlfur Ragn-
arsson læknir mælti fram er hann
dvaldi í Dýrafirði eitt vor við
læknisstörf:
Þó að veður verði hörð
og virðist þungt í spori,
á ég draum um Dýrafjörð
á dýrðarbjörtu vori.
Vilborg Guðmundsdóttir
frá Núpi.
Þessi mynd var tekin í Skrúð, þegar þess var minnstað öld varliðin frá fæðingu sr. Sigtryggs Guðiaugssonar.
Fremst á myndinni eru nokkrir af fyrstu nemendunum á Núpi 1906 -7.