Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 18.05.1988, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 18.05.1988, Blaðsíða 5
í5 vestlirska TTABLaDIS AF STRÍÐSVETTVANGI Straumur hf., snyrtimennska til fyrirmyndar. Eins og greint var frá í síðustu tilskrifum hreinsunarnefndar var ákveðið að heimsækja ýmis fyrir- tæki og stofnanir í þessum bæ, og benda forráðamönnum þeirra á hvað betur mætti fara í umgengni og snyrtimennsku. Þetta gerðum við. HEIMSÓKNIR Fyrst lá leiðin til bæjarstjóra, en hann var því miður ekki viðlátinn, þar sem hann var við skyldustörf, en þing bæjarstjóra mun hafa stað- ið yfir. Svohljóðandi bréf var því boð -sent til bæjarstjórnar: ísafirði 13. maí 1988. „Hreinsunarnefnd hefur kannað athafnasvæði ýmissa fyrirtækja og einstaklinga hér í bæ. Eins og vænta mátti kom í ljós, að um- gengni og snyrtimennsku er víða ábótavant. Þá kom í ljós við þessar athuganir að hjá stofnunum bæjar- ins er sömu sögu að segja. Um- gengni og snyrtimennska er því miður ekki til fyrirmyndar. Það eru því vinsamleg tilmæli hreinsunarnefndar að þér látið nú þegar gera viðeigandi ráðstafanir, þannig að stofnanir bæjarins geti talist til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Einnig er þess óskað, að bæjar- stjórn láti girða sem fyrst það svæði sem úthlutað verður sem geymslu- svæði fyrir bæjarbúa. Þá þykir hreinsunarnefnd eðli- legt að krefjast þess að sorphaug- um bæjarins verði komið í það á- stand að ekki stafi frá þeim meng- unarhætta." Virðingarfyllst, o.sv.frv. ÍSAFJARÐARHÖFN Þá fékk yfirhafnarvörður svo- hljóðandi ábendingar: „Umgengni og snyrtimennsku á athafnarsvæði ísafjarðarhafnar er ábótavant. Má í þessu sambandi sérstaklega tilgreina eftirtalin svæði: 1. Fyrir neðan O.N. Olsen. 2. Við afgreiðslu Djúpbátsins. 3. Við Harðviðarbryggju. Það eru vinsamleg tilmæli hreinsunarnefndar, að þér látið nú þegar gera viðeigandi ráðstaf- anir til hreinsunar." Þegar fulltrúar hreinsunar- nefndar ræddu við yfirhafnarvörð kom í ljós að þegar hafði verið haf- ist handa við lagfæringar á og við Harðviðarbryggju. Móttökur voru góðar. ÖNNUR FYRIRTÆKI Fimmtán (já fimmtán) fyrirtækj- um og einstaklingum voru birt svo- hljóðandi bréf: „Hreinsunarnefnd hefur kannað athafnarsvæði fyrirtækis yðar og komist að þeirri niðurstöðu, að umgengni og snyrtimennsku sé ábótavant. Það eru vinsamleg tilmæli nefndarinnar, að þér látið nú þegar gera viðeigandi ráðstafanir til hreinsunar.“ Við höfum ákveðið að birta ekki nöfn þessara fyrirtækja að sinni, heldur verður fylgst með því hvort þau verið við einlægum tilmælum um úrbætur. Það hlýtur að vera stolt hvers atvinnurekanda, hvort sem hann er í matvælaframieiðslu, eða öðrum starfsgreinum, að fyrirtæki hans teljist til fyrirmyndar hvað varðar hreinlæti og snyrti- mennsku. VIÐURKENNINGARVOTTUR Eins og upphaflega var skýrt frá ákvað hreinsunarnefndin að kanna jöfnum höndum það sem miður er, og það sem vel er gert. Tólf (já tólf) fyrirtæki og verslanir fengu svohljóðandi bréf er fulltrúar hreinsunarnefndar heimsóttu þau: „Hreinsunarnefnd hefur kannað athafnasvæði fyrirtækis yðar og komist að þeirri niðurstöðu að um- gengni og snyrtimennska er til fyrirmyndar. Þykir okkur ástæða til að vekja athygli á þessu jafnhliða öðrum störfum nefndarinnar." Eftirtalin fyrirtæki fengu fram- anskráð bréf: íshúsfélag Isfirðinga Vegagerð ríkisins Vélsmiðjan Þór Ljónið Skeiði Mjölvinnslan hf. Hnífsdal G.E. Sæmundsson Olíufélag Utvegsmanna Olíufélagið hf. Straumur Sporthlaðan Bókaverslun J. Tómassonar Verslunin Selið Hreinsunarnefnd þykir ljóst, að starfsmenn þessara fyrirtækja leggja sig fram um að halda nán- asta starfsumhverfi sínu snyrti- legu, þótt stundum sé það erfitt. HREINSUNARÁTAK Á ÍSAFIRÐI Tólf félagasamtökum sem starf- andi eru í bænum voru send svo- hljóðandi bréf: „Ákveðið hefur verið að dagana 28. og 29. maí n.k. fari fram alls- herjar hreinsun í bænum. Hreinsunarnefnd leitar liðsinnis allra félagasamtaka sem sjá sér fært að taka þátt í hreinsunarher- ferðinni. Einnig er leitað liðsinnis annarra einstaklinga og fyrirtækj a. Við hvetjum þá sem leggja vilja þessu lið að mæta kl. 10.00 við áhaldahús bæjarins laugardaginn 28. maí. Þaðan verður liðinu skipt út í hverfin." Tilgangurinn með þessu bréfi er að reyna að virkja sem flesta í hreinsunarátakinu. Markmiðið er að ráðast á opin svæði í bænum og fjarlægja þaðan allt rusl. Sameinumst um átakið. VERKAMENN ÍSAFJARÐARKAUPSTAÐAR Það hefur vart farið framhjá neinum bæjarbúa, hversu mikið starf (en vanþakkað) verkamenn bæjarins vinna. Hreinsunarnefnd- in telur rétt að það komi hér fram að starfsmenn bæjarins hafa allt að því lagt nótt við dag í glímunni við ruslið að undanförnu. Þeir sem vilja sjá umgengnina í bænum, eftir að borgararnir hafa verið að skemmta sér um helgar, ættu að leggja leið sína (svona um fjögurleytið, eftir ball) í miðbæ- inn. Umgengninni verður vart lýst. Sóðaskapurinn og tillitsleysið nær þá hámarki. En sjaldnast verða góðborgar- arnir sjálfir varir við þennan and- skotans sóðaskap, því verkamenn bæjarins fara á stúfana um kl. fimm og þrífa skítinn. Ö1 er innri maður segir einhvers staðar, en þarf umgengnin endi- lega að vera svona? HÉR ÞARF AÐ VERÐA BREYTING Á. ENGINN GETUR ÞESSU BREYTT NEMA VIB SJÁLF, og það verðum við að gera. NÝTT ÁHALDAHÚS Nýlega var tekið í notkun ný- byggt og veglegt áhaldahús bæjar- ins. Umhverfi þess býður uppá sóðaskap. Á svæði, sem segja má að sé andlit bæjarins, verður snyrtimennska að vera í fyrirrúmi. Hreinsunarnefnd skorar því á bæjarstjórn að láta nú þegar fram- kvæma nauðsynlegar aðgerðir í frágangi lóðar og ports við áhalda- húsið. SUNDAHAFNARSVÆÐI Þeir sem telja sig þurfa geymslu- svæði fyrir stóra hluti, skulu sem fyrst snúa sér til tæknideildar, eða hafnarnefndar. Markmiðið er að geymslusvæðið verði á einum stað við Sundahöfn. SPURNINGAKEPPNIN Okkur hafa borist nokkur bréf varðandi spurningaleikinn sem við birtum í upphafi þessa átaks. Enn viljum við hvetja fólk til að senda inn svör. Þeim sem þegar hafa sent inn svör þökkum við, en viður- kenningar verða birtar í lok þessa átaks. MÓTTÖKUR VIÐ HRÉINSANIR Þarna koma stríðsmennirnir, var viðkvæðið, eða þarna koma Rambóarnir. Við erum greinilega kallaðir ýmsum nöfnum nú á síð- ustu og bestu tímum. Hins vegar verðum við að segja það, að þegar við komum í heim- sókn til fyrirtækjanna og lögðum fram kvartanir við ráðamenn þeirra, þá var okkur undan- tekningalaust vel tekið. AIls staðar var okkur boðið í kaffi og meððí. Hjá einu fyrirtækinu var okkur m.a. boðið í afmæliskaffi, því framkvæmdarstjórinn (sem við vorum að skamma) átti afmæli. Viðbrögð fólks eru því vægast sagt jákvæð, og þess vegna vonumst við eftir árangri af þessu starfi. OG SVONA í LOKIN: Litla nefndin lagði í stríð og langaði til að sigra, í þetta vantar botninn. Vinsam- lega skilið honum sem fyrst. F.h. hreinsunarnefndar, Jónas H. Eyjólfsson, Þorbjörn Sveinsson, Jósef Vernharðsson. 5 Þegar þú kemur suður, þá tekur þú við bílnum frá okkur á Reykjavíkurflugvelli. Svo skilur þú hann eftir á sama stað, þegar þú ferð. Bílaleiga 11 I j I u I 11 Carrental BORGARTÚNI 24 — REYKJAVÍK — SÍMI 11015 HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á ÍSAFIRÐI — ATVINNA — Óskum að ráða til afleysinga læknaritara eða starfsmann með góða vélritunarkunn- áttu. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri og/eða framkvæmdastjóri alla virka daga frá kl. 8.00 til 16.30 í síma 3811. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI — ATVINNA — Óskum að ráða til sumarafleysinga: ★ Starfsfólk í þvottahús og straustofu -jc Ráðsmann Upplýsingar um störf í þvottahúsi og strau- stofu gefur hjúkrunarforstjóri í síma 3014 eða 3020. Upplýsingar um starf ráðsmanns gefur framkvæmdastjóri í síma 3811. Aðalfundur Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna á ísafirði verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu II. hæð, þriðju- daginn 24. maí n.k. kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Matthías Bjarnason ræðir stjórnmálaviðhorfin. Önnur mál. Stjórnin. Auglýsing í Vestfírska fréttablaðinu margborgar sig Pósturogsími Atvinna Óskum að ráða starfskraft til ræstinga í áhaldahúsi sem fyrst. Upplýsingar gefur Kári í síma 3999. Póstur og sími, ísafirði.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.