Vestfirska fréttablaðið - 18.05.1988, Síða 10
NÝJAR SUMARVÖRUR DAGLEGA (^fERNIRP
A|k SFORTHIAÐAN HF V— SILFURTORGI 1 = = 400 ÍSAFIRÐI — SÍMI4123 Bílaleíga
heyrt
að sóknarnefnd ísafjarðar sé
búin að leita eftír því við Gylfa
Guðjónsson arkitekt, að hann
taki að sér að teikna hina nýju
kirkju og safnaðarheimili á ísa-
firði, í samræmi við forsögn
sóknarnefndar og fyrirmæli
aðalsafnaðarfundar. Hann er
annar hönnuða Fella- og Hóla-
kirkju í Reykjavík, sem ýmsum
þykir einna skást af nýlegum
guðshúsum í þeim hreppi.
Gylfi mun væntanlegurtil (sa-
fjarðar í næstu viku til skrafs og
ráðagerða.
að nú sé ákveðið að tækni-
deildin hjá (safjarðarkaupstað
sjái um að setja skábrautir á
gangstéttir í bænum til þess að
greiða fyrir umferð hjólastóla,
barnavagna og reiðhjóla. (
framhaldi af því má búast við
því að gangstéttir og götur
kaupstaðarins verði brátt gerð-
ar sæmilega færar að öðru leyti
fyrir umrædd farartæki.
Tilboð ( gangstéttagerð I bæn-
um í sumar hafa borist frá
tveimur fyrirtækjum, Vesttaki
h.f. upp á rúmar 5,3 milljónir og
Steiniðjunni h.f. upp á tæplega
6,6 milljónir, en ætlunin er að
steypa 4.100 fermetra (sumar,
sem er heldur minna en í fyrra.
Búast má við að gengið verði til
samninga við Vesttak.
að málaleitan 0 N Olsen um
niðurfellingu á þriðjungi skulda
hafi verið hafnað m.a. af ísa-
fjarðarkaupstað og Orkubúi
Vestfjarða, og sé því harla ólík-
legt að nokkuð verði af slíku.
Hins vegar herma óstaðfestar
fregnir að Guðmundur Tr. Sig-
urðsson (Muggur) sé að hug-
leiða kaup á fyrirtækinu eða
yfirtöku þess.
' P “#:l
B i mi
nKgl Wjíip 3 JuÆ |' f || ðPÍiÉi
MM/ •• 4 -
Landsbankahlaupið er nú orðið að föstum lið í bæjarlífinu á ísafirði. Á laugardaginn í síðustu viku tók
mikill fjöldi ungmenna frá ísafirði og nágrannabyggðunum þátt I þessu hlaupi.
Þar unnu sumir til verðlauna, en aðrir ekki eins og gengur, en það var þó ekki annað að sjá á þessum
fríða hópi sem stillti sér upp á tröppum Landsbankans að hlaupi loknu, en að allir væru samt í sólskins
skapi.
Tindar og Skutull:
Björgunarbáturinn íengist
og smíðatíminn iíka
Happdrættismiðar seldir um helgina
'i
’Nokkuð er síðan frést hefur af
björgunarbátnum stóra sem verið
er að smíða í Noregi á vegum slysa-
varnasveitanna Tinda í Hnífsdal
og Skutuls á ísafirði. En slysa-
varnamennirnir hafa haldið sínu
striki. Bátnum hefur verið breytt
lítilsháttar, m.a. er hann orðinn
tæp 46 fet á lengd í stað 43 feta eins
og upphaflega var áætlað. Einnig
hefur smíðatíminn reynst lengri en
gert var ráð fyrir, þannig að bátur-
inn verður ekki tilbúinn fyrr en í
júlí.
Fjáröflun er í fullum gangi, og
hefur hún gengið allvel. Nú er
bátskaupanefndin að fara af stað
með happdrætti, þar sem aðalvinn-
ingurinn er Fiat Uno, en auk hans
er utanlandsferð, helgarferðir til
Reykjavíkur og útsýnisferðir um
Vestfirði. Slysavarnamenn munu
ganga í hús nú um helgina og bjóða
miða til sölu, og verður þeim ef-
laust vel tekið. Upplag miðanna er
aðeins tvö þúsund, og verður dreg-
ið 17. júní. Allur ágóðinn rennur
til kaupanna á bátnum.
Sala Vestfirska fréttablaðsins hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum vikum. Vörn hefur
verið snúið í sókn, stöðugt er unnið að útbreiðslu blaðsins um alla Vestfirði, þannig að
það megi sem best standa undir nafni.
En mikið starf er enn framundan. Við hvetjum ykkur til þess að hjálpa okkur. Gerist
áskrifendur, gefið burtfluttum vinum og ættingjum áskrift. Það kostar sáralítið, eða sem
svarar tveimur myndbandsspólum á mánuðii
Áskriftarsíminn er (94-)4011 eða (94-)3223.
Hjálpið okkur að gera blaðið okkar betra og betra. Leggið okkur til fréttir og efni.
Vestfirska fréttablaðið flytur vestfirskar fréttir. Það er ópólitískt hvað stjórmálaflokka
varðar. En það er pólitískt hvað vestfirska hagsmuni varðar.
ísafjörður:
Skólaslit
í nýju húsi
Menntaskólans
Menntaskólanum á ísafirði og
Iðnskóla ísafjarðar verður slitið
nú á laugardaginn 21. maí. At-
höfnin verður á Sal Menntaskólans
í hínu nýja kennsluhúsnæði á Torf-
nesi og hefst kl. 14.
Nýstúdentar frá MÍ eru milli 25
og 30 talsins, en það eru ekki að-
eins þeir sem fá afhent prófskírt-
eini við þetta tækifæri, heldur
einnig nemendur sem verða út-
skrifaðir af skipstjórnarbraut,
vélstjórnarbraut, og tveggja ára
viðskiptabraut.
Að loknum venjubundnum
ræðum og ávörpum leika tveir
nemendur fjórhent á píanó. Allir
eru velkomnir.
Sponsið:
Ingólfur
ráðinn
Eftir nokkuð tíðindasöm ráðn-
ingarmál, eins og Vestfirska hefur
greint frá, hefur nú Ingólfur Arn-
arson leiðbeinandi við Grunnskóla
ísafjarðar verið ráðinn forstöðu-
maður Æskulýðsmiðstöðvarinnar
Sponsins á ísafirði.
Avítur á
Vegagerðina
Maður kunnugur inni í Djúpi
kom að máli við Vestfirska og
deildi hart á frammistöðu Vega-
gerðar ríkisins í merkingum vega.
Hann nefndi þar vegamótin í
Mjóafjarðarbotni og vegamótin
við ísafjörðinn, þar sem farið er út
fyrir (í Reykjanes og Vatnsfjörð)
í stað þess að fara yfir fjall. Einnig
nefndi hann vegamótin báðum
megin við Langadalsá, og sagði
mikil brögð að því að fólk villtist
annað hvort upp að Kirkjubóli í
Langadal, ellegar þá upp að
Fremri-Bakka hinum megin árinn-
ar.
ÞAÐ STANSA
FLESTIR í
ALLTÁ FULLUHJÁ OKKUR -
SUMAR SEM VETUR jfflKS
/mmu /mmu /mmu /mmu /mnm /mmu /mmu /mkMi /mmu /mmu /r/mm /rmm
SIEMENS RYKSUGUR
ný sending á eldra verðinu
PÓLLINN
VERSLUN
RAFÞJÓNUSTA
SÍMI 3092
Opið laugardaga 9-16
Sunnudaga 14-16 \y
TOPPBLÓMIÐ V
SÍMI 4717 SÍMI 3517