Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 3
3 Indriði á Skjaldfönn skrifaf Fáein orð til Jens í Hærribæ Ævinlega blessaður, Jens minn. Það var stórgaman að Iesa „Innan- sveitarkróníkuna“ þína í Vest- firska 28. sept. s.l. Ég hef greini- lega komið við kaunið á þér og þá er það gamla sagan, að sannleikan- um verður hver sárreiðastur. Merkilegt ef jafn roskinn og reynd- ur blekberserkur og þú heldur að nóg sé að kasa saman fár- og fúk- yrðum um andstæðinginn til að bera hærri hlut á ritvellinum. Slíkt framferði er þó alþekkt örþrifaráð þegar málstaðurinn er slæmur og rök engin til að fleyta sér á. En ég læt mér þetta göturæsa- orðbragð í léttu rúmi liggja, þú mátt hafa einkaleyfi á því fyrir mér. Hitt skal játað, að þegar mið- að er á skotmark kann ég betur við að hæfa, og áður getur þurft að ginna bráðina út á bersvæði. Og því notaði ég sömu aðferð við þig og gafst svo vel hér um árið, þegar ég rassskellti kollega þinn á Lauga- bóli, veifaði rauðri dulu, og viti menn, þú kemur æðandi aftur út á ritvöllinn eins og mannýgur boli. Ég sagði ekki að þú hefðir verið ráðgjafi Vegagerðarinnar um brú- arstæði á Mórillu, ég sagði að það væri engu líkara, og á þessu tvennu er mikill munur. Og úr því þú seg- ist hafa ráðið Vegagerðinni frá að hafa brúna á þessum stað vegna snjóflóðahættu, hvers vegna tók það þig svona langan tíma að viðurkenna þá staðreynd að hana tók af í snjóflóði? Því tilfærði ég þetta dæmi til að sýna hvað þú ert gloppóttur, mað- ur uppalinn við snjóflóð á báðar hendur, og því m.a. hæpið að treysta á vísdóm Hærribæjarguð- spjallamannsins. Og hin tvö atrið- in í sömu veru sem égbenti á, lætur þú ónefnd. Enda er nú „króníkan“ miklu athyglisverðari fyrir það sem þar stendur ekki, en hitt. Sannar það því, sem ég átti von á, að guð- spjallið var eingöngu ritað vegna ergelsis þíns yfir banni við lausa- göngu hrossa, en ekki vegna sam- einingarmála Inn-Djúpshrepp- anna. Ég verð nú að biðja þá les- endur afsökunar sem kunna að hafa fylgst með orðaskiptum okkar, vegna viljandi ónákvæmni í frásögn á dögunum, þegar ég gaf það í skyn að hrossin þín hefðu gert sér gott af fjóshaugnum í Neðrabæ. Ég átti þar ekki við að þau, þó kræf séu, hefðu klárað mykjuna úr haughúsinu, enda hæpið að kalla hana fjóshaug. Þar var átt við vot- heysrekjur, skít úr og undirburð frá kálfum, allveglegan haug sem eigandinn gat um, á sinn góðlát- lega hátt í símaskrafli við mig í febrúar s.l., að hefði allur horfið eftir áramótin þegar hrossin þín komu út eftir. Hann sagði alls ekki berum orðum að þau væru söku- dólgar, seisei nei, enda mun hon- um ekki hafa verið eftirsjá í haugn- um. En ég lagði saman tvo og tvo, og útkoman skrifuð neðanmáls í dagbókina var svohljóðandi: Haugur Palla hvarf á burt er harðna tók og fenna. Að hann dvaldi ekki um kjurt eg hef nú það sannast spurt. Hann er o‘ní hrossunum ’ans Jenna. Svo er það með vottorðið frá sýslumanni. Ég geri ráð fyrir að hann sé tregur til að votta hverjir skammi hann og hverjir láti það ó- gert, en ekki efast ég um að þið hafið „kvaðst sem höfðingjum sæmir“, hvernig svo sem samtalið byrjaði. En talandi um vottorð, þá væri mér hins vegar innan handar að fá þau drjúgmörg til sanninda um að hvergi var ofmælt hjá mér um þann usla og girðingabrot stórkostleg sem hrossin þín ollu á túnrækt Ármúlafólks í Kaldalóni, hér á árum áður. í sumar spurði ég Rósu frænku mína og fyrrverandi hús- freyju á Ármúla, og Tryggva Mar- íasson heimilismann þar um langt árabil, hvort í sínu lagi, um það hvað drýgst hefði orðið til þess að túnrækt lagðist af í Kaldalóni. Þau svöruðu hiklaust og samhljóða: Hrossaágangurinn. En þú hefur náttúrlega ekkert vitað, blessað guðslambið, eða talið að hrossun- um væri ekki ofgott að nugga „róf- unni“ við staurana. Enda að þinni sögn grautfúnir strax nýir, og þú varla harmað teljandi þó þeir færu flatt. Það sannar bréfið sem þú skrifaðir Sigurði heitnum á Ár- múla og véfengdir rétt hans til að girða, því þú ættir landið!! Er nema von að maður standi agndofa þegar þú skrifar „að enginn hafi borið styggðaryrði milli þessara bæja“ og „samskipti öll hafi verið með þeim einstæðu ágætum alla mína tíð“. Með hjálp landamerkjabréfa tókst þó að flæma þig aftur út yfir Mórillu, en Sigurður var alla tíð síðan ákaflega sár yfir þessari frá- leitu ágengni. Viltu kannski vott- orð um þetta? Og hefurðu hand- bært vottorð frá Páli í Neðrabæ um að hann hafi beðið um hrossin þín til að „bæta“ tún sín og „auka“ sprettu? Og það er umhugsunarefni fyrir lesendur sem ekki þekkja til mála, að þegar stóðið þitt varð, að þinni sögn, fyrir hrekkjum í Lóninu í sumar, leitaði það ekki til herra síns og meistara eftir friði og skjóli, heldur til systkina þinna á Hallsstöðum. En þú staðfestir þó, að vísu óviljandi, að þarna var rétt frá sagt, en ekki lygi og rógburður. Og því miður er hvert orð satt sem ég sagði um „hrossabúskapinn" þinn í Vestfirska á dögunum, en þú hefur lengi notið þess að eiga friðsama og góða nágranna, sem hafa verið seinþreyttir til vand- ræða. Þess vegna bregður þér illa þeg- ar ég sýni þér sjálfan þig í spegli, bandar honum frá þér og kallar mig hinn versta mann. Þú virðist alveg hafa gleymt því hver hóf þessi skrif, og heldur þig geta bull- að og sullað eins og óviti í forar- polli, án þess að hitta nokkurn tím- ann sjálfan þig fyrir. Ég efa ekki að þú segir það satt, að margir hafi orðið til þess undan- farið að þurrka af þér skælurnar og bera smyrsl á bakhlutann, eflaust sumir með það í huga að „fíflinu skuli á foraðið etja“ en vonandi flestir af vorkunnsemi, því enda þótt þú sért gloppóttur brokkari, hefur mér alltaf verið tamara að horfa á og vitna til betri hliðanna á þér, og víst er að aldrei hef ég hugsað til þín sem „karlfjandans í Hærribænum" svo sem þú kýst að nefna sjálfan þig. En þessu góð- hjartaða fólki sem finnst illa með þig farið, vil ég í allri vinsemd benda á að lesa Hærribæjarguð- spjallið, fyrri grein þína, til enda, því það veit ég að fáir gerðu. Sann- færast síðan við áframhaldandi lestur um að „fórnarlambið“ sveig- ir hjá flestu sem máli skipti í svar- grein minni, hrekur ekkert, í besta falli stendur staðhæfing gegn stað- hæfingu. Og því er það alveg hárrétt hjá þér Jens minn að fara ekki frekar „ofaní saumana" á grein minni, þú ert nú þegar alveg nógu afvelta á ritvellinum. Það er ennfremur borin von að þú segir mér fyrir verkum um hvað ég læt mér við koma, og breytir þar engu, þó þú gangir aftur og sækir að mér, og tæpast mun ég hrökkva langt fyrir þér dauðum frekar en lifandi, enda draugar orðnir úreltir. En auðvitað er það þitt mál og sóknarprestsins hvernig þú hagar þínu framhaldslífi. Af minni hálfu er þessum skrifum lokið, nema eitthvað sérstakt komi til. Og mundu svo eftir hrossaketinu. Þinn einlægur ritsóði, Indriði á Skjaldfönn. Minning Úlfur Gunnarsson fyrrverandi yfirlæknir Fæddur 12. 11. 1919 Dáinn 29. 09. 1988 Fimmtudaginn 29. september bárust mér þær fréttir, að vinur minn Úlfur Gunnarsson fyrrver- andi yfirlæknir hefði orðið bráð- kvaddur þá fyrr um daginn. Hann var þá staddur hjá dóttur sinni sem býr í Suður-Englandi. Mér brá við að heyra þessa frétt. Ég vissi að vísu að hann væri ekki heill heilsu, en um veikindi sin talaði hann aldrei. Þess vegna fannst okkur sem störfuðu með honum að hann væri vel frískur. Fráfall hans kemur mér því að óvörum. Úlfur var fæddur í Danmörku 12. nóv. 1919. Foreldrar hans voru Gunnar Gunnarsson, rit- höfundur, og kona hans Franz- isca sem var af dönskum ættum. Hann ólst upp í Danmörku. Eftir stúdentspróf hóf hann nám i læknisfræði í Þýskalandi. Vegna seinni heimsstyrjaldarinnar lauk hann ekki læknanámi sínu þar. Hann kom heim til (slands árið 1945 og lýkur læknisfræðinámi sínu við Háskóla íslands 1947. Hann starfar síðan hér heima til ársins 1949 en þá fer hann til Frakklands til náms í skurðlækn- ingum og heldur því námi áfram í Danmörku. Árið 1954 flyst hann heim til íslands og tekur við starfi yfirlæknis á (safirði. Þar starfaði hann allt til dauðadags. Ég kynntist Úlfi fyrst vorið 1971 en þá vann ég sem læknanemi á sjúkrahúsinu á ísafirði. Seinna þegar ég tók við starfi yfirlæknis af honum sumarið 1981 urðu kynni okkar meiri. Úlfur var ein- staklega Ijúfur maður og þægi- legur í öllu samstarfi. Það sem einkenndi hann sérstaklega var hans létta kímni sem kom öllum í gott skap, en særði engan. Hann kunni þó þá list öðrum læknum betur að umgangast sfna sjúklinga og leit á þá sem vini sína, og sú vinátta varð oftast gagnkvæm. Oft var það að sjúkl- ingar hans hringdu á sjúkrahúsið og spurðu eftir honum, og þegar við yngri læknarnir svöruðum að Úlfur væri í fríi, þá sögðust þeir hringja seinna þegar hann væri kominn aftur til starfa. Þeir treystu engum öðrum en honum. Það var oft langur vinnudagur hjá Úlfi, einkum fyrstu ár hans á (safirði en þá voru læknar fáir. Starf sjúkrahúslæknisins var ekki eingöngu tengt sjúkrahúsinu, heldur þurfti hann aðfara í erfiðar vitjanir með ýmsum farartækjum, svo sem bílum, bátum eða flug- vélum. Margar sögur hefur Úlfur sagt mér frá þessum ferðum, og er greinilegt af þeim, að hann hafi oft lent f lífsháska, enda eru vetrarferðalög á Vestfjörðum mjög erfið. Það erfiðasta í starfi sjúkrahúslæknis á landsbyggð- arsjúkrahúsi er að vera stöðugt á vakt. Þetta er erfið kvöð og hef- ur farið illa með lækna sem hafa verið á vakt árum saman. Örugg- lega hafa þessar vaktir haft slæm áhrif á heilsufar hans, því hann var í eðli sínu samviskusamur maður. Árið 1984 var Úlfur gerður að heiðursborgara (safjarðar. Á þann hátt vildu (sfirðingar þakka honum fyrir vel unnin störf. Ég veit að hann mat þetta mikils og þótti vænt um þennan þakklætis- vott bæjarbúa. Því miður mun ég ekki geta fylgt Úlfi vini mínum síðustu sporin. Vil ég því senda Bene- diktu konu hans og börnum sam- úðarkveðjur. Ég veit að minning um góðan dreng og mikilhæfan lækni mun lifa í huga mínum og hjá öllum þeim sem kynntust honum. Einar Hjaltason. smá- auglýsingar Á SJÓMANNASTOFUNNI: Salatbar og plankasteikur alla daga. Sjómannastofan, sími 3812. SÖNGKONA Hljómsveit á ísafirði óskar eftir að ráða til sín söngkonu. Upplýsingar í síma 3756 eða 4055. Trausti. B.B.C. EIGENDUR! Komið og kynnið ykkur nýju B.B.C. ARCHIMEDES tölvuna f Hljómtorgi fimmtudag - sunnudag. Sjón er sögu rík- ari. ARC-klúbburinn. ÍBÚÐ ÓSKAST Óskum eftir að taka 2-3ja herb. fbúð á leigu á ísafirði. Reglusemi og skilvísum greiðslum heitið. Upplýsingar I síma 3252. Á SJÓMANNASTOFUNNI: Kaffihlaðborð á kaffitímum. Sjómannastofan, sími 3812. SUZUKI Til sölu Suzuki Alto, árg. 1985, ekinn 18 þús. km. Upplýsingar í síma 3585. ÓSKAST TIL LEIGU Fjögurra herbergja íbúð ósk- ast nú þegar. Upplýsingar í síma 3720 eða 91-37688. GRÁSLEPPUNET Til sölu 40 notuð grásleppu- net. Upplýsingar í síma 8197. DNG Til sölu DNG tölvurúlla. Upplýsingar í síma 8197. SUNDDEILD VESTRA Aðalfundur Sunddeildar Vestra verður haldinn mánu- daginn 17. okt. næstkomandi kl. 20:30 í kaffisal Norður- tangans. Venjuleg aðalfund- arstörf. Stjórnin. ÍÞRÓTTABANDALAG ÍSFIRÐINGA 32. ársþing íþróttabandalags ísfirðinga verður framhaldið að Hótel ísafirði 19. október n.k. kl. 20:30. Stjórn ÍBl. TÖLVUKYNNING ísfirðingar eru hvattir til að koma og kynna sér hina frá- bæru ARCHIMEDES tölvu, í Hljómtorgi frá fimmtudegi til sunnudags. ARC-klúbburinn. TIL LEIGU Frá 1. nóvember er til leigu 140 m2 íbúð að Mjógötu 5. Upplýsingar gefur Jón Baldvin Hannesson, vinnusími 96- 22588 og heimasími 96-27527. Það stefnir víst allt I að Hærribæj- arguðspjallið verði að þykkri bók áður en yfir lýkur.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.