Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.10.1988, Síða 5

Vestfirska fréttablaðið - 12.10.1988, Síða 5
5 vestlirska prestur steig í stólinn og flutti at- hyglisverða áminningarræðu, sem öllum bar saman um að hefði verið mjög góð, og í samræmi við þann texta sem hann las úr Heilagri ritn- ingu. Síðan var þessi sögufrægi staður skoðaður í björtu og fallegu veðri. Séra Baldri og sóknarnefnd- inni var þakkað fyrir hlýjar mót- tökur og ógleymanlega stund. Heim í Reykjanes var haldið á ný, og um kl tvö höfðu allir farar- stjórarnir matarkynningu. Þannig var, að þegar lagt skyldi land undir fót, var haft samband við fyrirtæki á Blönduósi og ísa- firði og boðist til að kynna mat- vöruframleiðslu þeirra. Varþvível tekið, og gaf Mjólkursamlagið á Blönduósi jarðarberja- og blá- berjasúpur sem það framleiðir. Kaupfélagið á ísafirði gaf hangi- kjöt sem reykt er þar, og Gamla bakaríið gaf alls konar heilsu- brauð. Kynningin tókst mjög vel og fengu allir nægju sína af gómsæt- um matnum, og munu neytendur vissulega auglýsa hann og spyrja eftir honum í verslunum er stundir líða. Fararstjóri Skagstrendinga kynnti svo kínverskan pennasaum, og einnig vörur því tilheyrandi, sem hún selur í verslun sinni á Skagaströnd. Um sjöleytið var framborinn veislumatur, þar sem þetta var síð- asta kvöldið þarna að þessu sinni. Að máltíð lokinni var hótelstjóra færð smágjöf, og honum og starfs- fólki þakkaður góður viðurgern- ingur og hlýlegt viðmót. Öðrum þeim sem unnið höfðu að þessu móti voru einnig færðar gjafir sem lítill þakklætisvottur fyrir þeirra óeigingjarna starf. Síðan hófst kvöldvaka, þar sem bæði var sungið, lesið upp, farið í leiki, ræður fluttar, svo eitthvað sé nefnt. Dansað var fram eftir kvöldi og skemmtu allir sér mjög vel, einnig þeir íbúar inni í ísa- fjarðardjúpi sem komu í heimsókn til þess að vera með okkur. Okkar óviðjafnanlegi bílstjóri ásamt hon- um Rúnari frá Blönduósi sáu um músíkina og héldu uppi fjörinu. Allir voru í sólskinsskapi og gengu ánægðir til hvílu eftir góðan dag. 5. dagur. Þá var nú komið að lokum þess- ara sæludaga í Reykjanesi. Eftir morgunverk, þ.e. sundsprett og morgunverð, var farið að taka saman föggur sínar, því lagt skyldi af stað um tvöleytið. Félagarnir að norðan og Reyk- Ásgeir og fíúnar sáu um fjörið. ckkiMÍ Kirkjulíf Súðavíkurkirkja: Barnaguðs- þjónusta kl. 11:00 sunnudag. Isafjarðarkapella. Almenn guðs- þjónusta kl. 14:00 sunnudag. Ljósklædd til hægri er Unnur Gísladóttir, höfundur frásagnarinnar, ásamt Lilju Halldórsdóttur. því nú skyldi ekið út og landið skoðað. Ekið var sem leið liggur fyrir botn ísafjarðar og ekki stans- að fyrr en komið var að Laugabóli. Síðan var ekið áfram út í Kalda- lón. Þar kom til okkar Jens í Kalda- lóni og sagði okkur kennileiti bæja og áa. Gaman var að kynnast þessu, því að fá okkar höfðu fyrr komið inn í hinn fagra fjallahring Kaldalóns, með hina fannhvítu hettu Drangajökuls yfir sér. Jens var svo kvaddur með þökkum fyrir góða leiðsögn, og síðan var haldið út að félagsheimilinu Dalbæ, þar sem tekið var fram sameiginlegt nesti, og því gerð góð skil. A heimleiðinni komum við að Armúla, þar sem rekin er þjónusta fyrir ferðamenn. Þar lýsir allt af snyrtimennsku og góðum og vist- legum húsakynnum. Einnig var laxeldisstöðin á Nauteyri II skoðuð. Er það mikið mannvirki sem risið hefur á skömmum tína. Um kvöldið var spilað bingó með mörgum vinningum, og skemmtu allir sér konunglega. Veður þennan dag var dásam- legt, sól, logn og hiti, og skartaði Djúpið sínu fegursta. Allir heim komnir, ánægðir og í sólskins- skapi. 3. dagur. Er öllum morgunverkum var lokið kl. tíu var lagt af stað til Hólmavíkur, þ.e. ísfirðingar og Bolvíkingar. Húnvetningar og Reykhólamenn fóru kl. níu til ísa- fjarðar, og skoðuðu þar meðal annars handavinnusýningu Félags- starfsins á Hlíf. Á leiðinni til Hólmavíkur bar fátt til tíðinda, ekki numið staðar fyrr en við Kaupfélag Steingríms- fjarðar, þar sem skoðað var og keypt. Síðan var fundinn fallegur staður, þar sem nestið var tekið fram og því gerð góð skil. Ýmsir fallegir garðar voru skoðaðir, og víða lýsti sér mikil snyrtimennska og smekkvísi. Þar næst lá leiðin í kirkjuna, sem er hið fegursta Guðshús, byggð 1968. Sungnir voru sálmar, Drottni vorum til dýrðar, og bæn flutt. Síðan var ekið til baka sem leið liggur og komið í Reykjanes kl. hálfsex. Eftir kvöldmat var höfð kvöld- vaka, þar sem sungnar voru gam- anvísur, spiluð félagsvist með góð- um vinningum, og að lokum var dansað. Bílstjórinn okkar, Ásgeir Sigurðsson, á engan sinn líka. Það er sama hvort hann ekur bíl eða þenur harmónikuna, honum fer hvorttveggja vel úr hendi. Þennan dag var veðrið einnig dásamlegt, og voru allir í sólskins- skapi. 4. dagur. Er morgunverkum lauk var lagt af stað kl. tíu í heimsókn til prests- ins í Vatnsfirði, séra Baldurs Vil- helmssonar. Tók hann á móti okk- ur hempuklæddur og bauð öllum til kirkju. Kirkjan var þétt setin, enda allir mótsgestir mættir. Fagur sálmasöngur ómaði og Matarkynning fyrir Mjólkursamlagið á Blönduósi, Gamla bakaríið á ísafirði og Kaupfélag Isfirðinga, sem styrktu ferð aldraðra í Reykjanes. hólamenn fóru um morguninn, og voru hlýjar kveðjur fluttar og lof- orð um að hittast á ný að ári. Starfsfólk hótelsins var kvatt og því færðar þakkir. Síðan var ekið sem leið liggur og bar fátt til tíð- inda, nema hvað góða skapið var enn með í ferð. Stansað var við eyðibýlið Kleifar í Skötufirði, þar sem sest var að kaffidrykkju, og alltaf var nóg af ástarpungum og öðru góðgæti í kössunum hjá Möllu. Heim var komið um sexleytið og öllum skilað heim að sínum dyrum, glöðum og ánægðum. Allir mótsfélagarnir, hvaðan sem þeir voru af landinu, virtust hafa notið þessara daga. Veðrið lék við okkur með hlýju og sól- skini, og í sólskinsskapi komum við heim úr vel heppnaðri ferð. Áning að Kleifum í Seyðisfirði. Kaffidrykkja á Hólmavík. Frá vinstri Eiríkur, Sveinn, Hannes og Ásgeir bílstjóri. Kveðjusamsæti Vegna brottflutnings Guðrúnar Vigfús- dóttur vefnaðarkennara frá ísafirði efna vinir hennar til kveðjusamsætis á Hótel í sa- firði sunnudaginn 16. október kl. 21:00. Þeir sem vilja heiðra Guðrúnu með nær- veru sinni þetta kvöld láti skrá sig á Hótel ísafirði í síma 4111 sem fyrst. Undirbúningsnefnd. Þegar þú kemur suður, þá tekur þú við bílnum frá okkur á Reykjavíkurflugvelli. Svo skilur þú hann eftir á sama stað, þegar þú ferð. GEYSIR Bílaleiga Car rental TEL.: 621115 - PRIV. TEL.: 612434 & 75138 - TELEX: HO City 3141

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.