Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 4
4 Isatjarðarkaupstaður Kvöldskólinn á Isafirði auglýsir: Kennsla er að hefjast ef næg þátttaka fæst. Eftirfarandi námsgreinar verða í boði: • íslenska - stafsetning og frágangur ritaðs máls. • íslenska fyrir útlendinga. • Bókfærsla. • Ritvinnsla á tölvu. • Enska. • Franska. • Látbragðsleikur - leikræn tjáning. • Sund. Upplýsingar gefur Valdís Stefánsdóttir í síma 3767 (vinna) eða 4698 (heima). Forstöðumaður. BÆJARFÓGETINN Á ÍSAFIRÐI SÝSLUMAÐURINN í ÍSAFJARÐARSÝSLU SETA I OSKIPTU BUI Árið 1985 var erfðalögum breytt á þann veg, að annað hjóna eða bæði geta ávallt mælt svo fyrir í erfðaskrá, að það þeirra sem lengur lifir, skuli hafa heimild til að sitja í óskiptu búi með niðjum beggja, hvort sem þeir eru fjárráða eða ófjárráða. Dómsmálaráðuneytið hefur nú látið gera eyðublöð til þess að auðvelda hjónum, öðru eða báðum, gerð erfðaskrár í ofangreindu til- viki. Þessi eyðublöð liggja frammi á skrifstofu embættisins, og eru þar veittar nánari upp- lýsingar. 28. september 1988 Bæjarfógetirm á ísafirði Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu PéturKr. Hafstein. 1 lÚMiæöisstofnun rikisins TÆKNIDEILD Sími 696900 Útboð Stjórn verkamannabústaða í Bolungarvík óskar eftirtilboðum í byggingu fjögurra íbúða í tveimur parhúsum, byggðum úr steinsteypu. Verk nr. U.19.01, úr teikningasafni tæknideildar Hús- næðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál hvers húss 190 m2 Brúttórúmmál hvers húss 733 m3 Húsin verða byggð við Bakkastíg 6 og 8 í Bol- ungarvík og skal skila fullfrágengnum skv. út- boðsgögnum. Afhending útboðsgagna er á bæjarskrifstofu Bolungarvíkur, Aðalstræti 12 og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins, frá fimmtudeginum 13. október 1988, gegn kr. 10.000.- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sömu staði eigi síðar en þriðjudaginn 25. október 1988 kl. 11:00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. Stjórnar verkamannabústaða í Bolungarvík tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. c§3Húsnæðisstofnun ríkisins I____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________I m vestfirska TTABLASIS Öldrunarmót Sæludagar aldraðra í Reykjanesi 16.-20. ágúst sl. Þátttakendur voru frá Bolungarvík, ísafirði, Súðavík, Súgandafirði, Reykhólum, Selfossi, Blönduósi og Skagaströnd Hér verður greint frá „öldrunarmótisem haldið var í Reykjanesi við Djúp í sumar. Við fengum frumkvöðulinn að þessu mótshaldi, Málfríði Halldórsdóttur hjá Félags- starfi aldraðra á ísafirði, til þess að rita stuttan inngang. Einn þátttakenda, Unnur Gísladóttir á ísafirði, greinir síðan í eins konar dagbókarformi frá því sem á dagana dreif þennan sælutíma í ágúst. Inngangsorð Málfríðar Hugmynd að þessu móti fékk ég fyrir tveimur árum. Gott samstarf hefur verið með starfsmönnum félagsstarfs aldraðra á Blönduósi, Skagaströnd og ísafirði. Við höfum skipst á hugmyndum og fleiru, og gagnkvæmar heimsóknir aldaðra frá þessum stöðum hafa einnig styrkt vináttubönd. Síðan hafa einnig komist á góð kynni milli Bolvíkinga og ísfirðinga með sama hætti. Ég hafði samband við þessa staði um hugmyndina, og síðan bættust fleiri staðir við. Góðir samningar tókust við hótelstjórann Heiðar Guðbrandsson í Reykjanesi, og var ákveðið að mótið skyldi haldið 16.-20. ágúst 1988. Lögð voru á ráðin um fyrir- komulag, og gekk samvinna mjög vel um undirbúning að mótinu. Sú samvinna reyndist einnig prýðileg þegar í Reykjanes var komið, og unnu allir fararstjórar sem einn maður, án nokkurs ágreinings. Þátttaka var góð, og þó að stór hópur frá Selfossi kæmi ekki eins og ætlunin var (nokkrir komu samt á eigin vegum), þá komu aðrir í staðinn. Mótið tókst með ágætum, veðrið lék við okkur alla dagana, sólskin og blíða. Allir þeir sem við leituðum til reyndust okkur vel og erum við þeim þakklát fyrir. Góð kynni tókust með mótsgestum frá hinum ýmsu stöðum á landinu. Allir lögðust á eitt til þess að vel til tækist og gleði og hlýja ríktu þessa sæludaga í Reykjanesi. Ákveðið hefur verið að samskonar mót verði á sama tíma á næsta sumri. Ekki er að fullu ákveðið hvar það verður, en allir þátttakendur voru sammála um að hittast að ári og eiga saman ánægjulega daga á góðum stað. Hafið öll þökk fyrir. Hittumst heill Málfríður Halldórsdóttir, ísafirði. Allur hópurinn saman kominn vid Vatnsfjarðarkirkju ásamt sr. Baldri Vilhelmssyni prófasti. Frásögn Unnar Gísladóttur Fyrsta öldrunarmót á landinu var haldið í Reykjanesi við fsa- fjarðardjúp dagana 16.-20. ágúst. Frumkvæði að þessu móti hafði Félagsstarf aldraðra á ísafirði, undir forystu Málfríðar Halldórs- dóttur, sem jafnframt var aðalfar- arstjóri ferðarinnar. Þátttakendur voru frá ísafirði, Bolungarvík, Reykhólum, Súgandafirði, Súða- vík, Selfossi, Blönduósi og Skaga- strönd, og voru þetta samtals á milli 60 og 70'manns. 1. dagur. Lagt var af stað frá ísafirði kl. eitt og ekið til Bolungarvíkur, þar sem Bolvíkingar bættust í hópinn. Síðan var stansað í Súðavík, þar sem ferðafélagi bættist í hópinn, og síðan haldið sem leið liggur um Djúpið og ekki numið staðar fyrr en í Djúpmannabúð, þar sem boð- ið var upp á kaffiveitingar í nafni Félagsstarfs ísafjarðar og Bolung- arvíkur, og var það þegið með þakklæti. Húsráðendur voru kvaddir með þakklæti fyrir góðar móttökur og allir voru glaðir og kátir í bílnum. Leiðsögn um Inndjúpið annaðist fararstjórinn úr Bolungarvík, Þóra Hansdóttir, og fór henni það vel úr hendi, enda fædd og uppalin í Mið- húsum. Hún var því á heimaslóð- um og kunni nöfn og sögur stað- anna. í Reykjanes var komið um kl. hálfsjö, og beið okkar þar dásam- legur kvöldverður, ásamt góðum og hlýjum herbergjum. Um kvöld- ið tóku þeir í spil sem vildu, áður en gengið var til náða. Strax fyrsta kvöldið fór vel á með öllum er hitt- ust þarna, sem og var allan tímann. 2. dagur. Er allir höfðu neytt góðs morg- unverðar og sumir fengið sér sundsprett, var lagt af stað kl. tíu,

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.