Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 8
SKÓLARITVÉLARNAR komnar aftur Silver Reed EZ 20 kr. 19.800,00 Olympia Carrera - 19.050,00 Bókaverslun Jónasar Tómassonar Sími 3123 ísafirði ERNIR P Bílaleiga „Línu- veiðar“ Menn reyna að bjarga sér, þótt víða horfi báglega í þjóð- félaginu. Aukabúgreinar eiga að styðja auman hag landbún- aðarins. Alþingismaður Fram- sóknar hefur t.d. stungið upp á smíði hrossabresta, ánumaðka- rækt og seglbrettagerð sem bjargræði vestfirskra bænda. Reynt er að finna ný mið og nýjar tegundir sjávardýra til nýtingar, samanber t.d. kúfisk- verksmiðju og tilraunaveiðar á gulllaxi. Pað er því virðingarvert framtak hjá nokkrum skipverj- um á einum af ísfirsku togurun- um að láta sér ekki nægja heimshöfin að veiða í, heldur leita nýrra miða á þurru landi, eins og komið hefur fram í fréttum. Og þess vegna hefur orðið „Iínuveiðar“ nú öðlast nýja og dýpri merkingu en fyrr. hefur heyrt... ... að stærðin á togaraflota Is- firðinga sé mjög breytileg þótt skipafjöldinn breytist ekki. Þannig hafa Július Geirmunds- son og Guðbjörgin stækkað mikið í áranna rás, og Guð- björgin var auk þess tengd um marga metra fyrr á þessu ári. Tími þótti því til kominn að gera eitthvað róttækt vegna Hnífs- dalstogarans Páls Pálssonar, sem kominn var tii ára sinna. Því var hann fyrr á þessu ári sendur i togarastrekkjara í Pól- landi, lengdur um fjölmarga metra og skipt um nánast allt sem hægt var að skipta um. Þegar Páll Pálsson kom svo til ísafjarðar í gærkvöldi í allri sinni lengd, þá varð Ijóst hvers vegna togarinn Guðbjartur er nú í slipp. Fyrst Páll er svona langur og Guðbjörg og Júlíus ekki styttri, þá er orðið lítið eftir af viðleguplássinu. Það er auð- vitað verið að stytta Guðbjart svo að hann komist fyrir. Rjúpnaveiði: Vertíðin að byrja Stofninn var í hámarki fyrir tveimur árum Róbert Schmidt, Suðureyri. Nú á laugardaginn 15. október halda rjúpnaskyttur landsins upp á heiðar í leit að fiðruðu jólasteik- inni. Hjá mörgum er spenningur- inn í hámarki daginn áður, og ekki festa allir blund þá um nóttina. Verið er að græja sig fram á rauða nótt, handleika vopnið og hagla- skotin og útbúa nestið. Og um hálfsjö er hlaupið út í bílinn með draslið og spænt af stað. Já, það fylgir þessu vissulega til- hlökkun og spenna. En aldrei verður góð vísa of oft kveðin. Gæta verður fyllstu varúðar með skotvopnin. Vissara er að hafa ör- yggisútbúnaðinn í lagi, klæða sig vel og fylgjast með veðurspám. Fjöldi nýrra skotveiðimanna á hverju ári sýnir, að mikill áhugi er á rjúpnaveiðinni. Þegar nær dregur jólum fara menn að hægja á ferðinni, því þá er aðeins bjart fáeinar stundir á hverjum degi. En hvað sem þessu öllu saman líður, þá eru hinir fúlir þessa dag- ana sem ekki eru spenntir fyrir veiðimennskunni, og halda auðvit- að að nú verði síðustu íslensku rjúpurnar skotnar í haust. Veiðin hefur lítil áhrifá stofninn Svo slæmt er það nú ekki. Þeir sem eitthvað hafa lagt sig fram í rannsóknum á afföllum og stofn- sveiflum þessara fugla vita betur. f riti Landverndar nr. 8 (Fuglar) segir Arnþór Garðarsson fugla- fræðingur að dánartala rjúpu á hverju ári sé svo mikil vegna nátt- úrlegra orsaka, eins og vegna veðurfars og beitarskilyrða, að engin hætta sé á því að veiðiálag hafi nein stórvægileg áhrif á stofn- inn í heild. Arnþór segir að veiði- álag sé um 10-15% af árlegri dán- artölu fullorðinnar rjúpu, en af henni drepst um helmingur á ári að jafnaði og fer upp í 70% þegar stofnsveiflan er á niðurleið. Dán- artala ungfugla á fyrsta ári er um 80% á fjölgunarárum en um ogyfir 95% á fækkunarárum. Eftir þessu að dæma er engin hætta á að gengið verði um of á rjúpnastofninn. Árið 1986 var stofninn í há- marki, og er því nú á hægri niður- leið. Hafið samband! Eg ætla ekki að hafa þessi orð um rjúpnaveiðina öllu fleiri að sinni, en ég vonast til að áhuga- samir rjúpnaveiðimenn hvar sem er á Vestfjörðum slái á þráðinn til mín (sími 6113) og segi fréttir af veiðinni. f lokin skal það ítrekað að menn fari varlega og flýti sér hægt. Passið að vera ekki að ropa eitthvað út í loftið, því að það er að sögn ekkert þægilegt að fá haglasendingu í afturendann. Góða veiði! ísafjörður: Hönnun nýju kirkjunnar á lokastigi Sýning haldin á teikningum og líkani Nú styttist í það að hugmyndir Gylfa Guðjónssonar arkitekts um nýja ísafjarðarkirkju sjái dagsins Ijós, en hann hefur unnið að hönnun hennar í samræmi við forskrift þá sem sóknarnefnd gerði á sínum tíma. Sunnudaginn 23. október verð- ur efnt til sýningar og kynningar- fundar á ísafirði, þar sem lagðar verða fram teikningar arkitektsins af væntanlegri kirkju og líkan af henni. Sýndar verða litskyggnur sem teknar hafa verið inni í líkan- inu, og ennfremur „mixaðar“ myndir þar sem sjá má hvernig hin nýja kirkja tekur sig út á fyrirhug- uðum stað. Tónlistarfélag ísafjarðar: Fyrstu áskriftar- tónleikar á morgun Vetrarstarfið að komast í gang Vetrarstarf Tónlistarfélags ísa- fjarðar er nú að hefjast, og verða fyrstu áskriftartónleikarnir haldnir í sal Grunnskólans fimmtudaginn 13. október kl. 21. Þar koma fram Guðný Guðmundsdóttir fiðluleik- ari og Gunnar Kvaran sellóleikari. Á efnisskránni eru verk eftir Haydn, Handel, Jón Nordal og ungverska tónskáldið Zoltán Kodály. Eins og fyrr verða fernir áskrift- artónleikar í vetur, en stefnt er að því að hafa aukatónleika eins oft og því verður við komið. Félagsmenn eru beðnir að endurnýja kortin sín sem fyrst, og nýir félagar eru auðvitað velkomn- ir. Það er dýrt að standa undir tón- leikahaldi, og tekst reyndar alls ekki nema með góðri aðsókn. Á ísafirði eru mörg hundruð manns sem hafa ýmist verið í tónlistar- skóla eða sungið í kórum, þannig að tónlistarbakterían virðist þríf- ast vel í bænum! Aðstoðarprestur á Isafjorð Áformað er að brátt komi að- stoðarprestur í ísafjarðarpresta- kall. Hér er um að ræða Magnús G. Gunnarsson, sem ljúka mun embættisprófi í guðfræði eftir ára- mótin. Ætlunin er að hann komi til starfa 1. febrúar, og verði í hálfu starfi sem aðstoðarprestur sr. Jakobs Hjálmarssonar, en í hálfu starfi sem æskulýðsfulltrúi fyrir Vestfirði. Magnús er Reykvíkingur að uppruna, en Ólafsfirðingur að ætt. Hann heitir fullu nafni Magnús Gamalíel Gunnarsson, sonur Gunnars Magnússonar arkitekts og sonarsonur Magnúsar Gama- líelssonar, hins landskunna at- hafnamanns á Ólafsfirði. ' l HUI-LÁU I iLBÖÐ í tilefni heimsmets. Nú verða 2000 myndlyklar seldir með heimsmetsafslætti. Nú er tækifærið - Fáðu þér myndlykil fyrir veturinn. PÓLLINN VERSLUN RAFÞJÓNUSTA SÍMI 3092 © PðLLINN HF. Hjá okkur fáið þið allt timbur, spónaplötur og aðrar byggingarvörur STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR KAUPFELAG ÍSFIRBINGA Byggingavörudeild

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.