Vestfirska fréttablaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 5
Byggingarsjoður Tónlistarfélags ísafjarðar:
Margar og rausnar-
legar minningargjafir
Byggingarsjóði Tónlistarfélags
ísafjarðar hafa borist fjölmargar
minningargjafir á liðnu ári hvað-
anæva af landinu. Er gott til þess
að vita, hve margir sýna skólanum
og félaginu hlvhug og virðingu á
þennan hátt. Ovenju rausnarlegar
gjafir bárust frá tveimur aðilum
sem tengjast ísafirði frá fyrri tíð.
Hjónin á Bjargi
Systkinin frá Bjargi við Selja-
landsveg gáfu stóra fjárupphæð í
minningu foreldra sinna, þeirra
Ragnhildar Helgadóttur og Sam-
úels Jónssonar, eða Öddu og Ella
á Bjargi, eins og vinir þeirra köll-
uðu þau (og þeir voru margir).
Ragnhildur Helgadóttir var
formaður Kvenfélagsins Hlífar í
mörg ár, og tók einnig virkan þátt
í starfi Leikfélags ísafjarðar.
Henni var það meðal annars mikið
áhugamál að kynna íslenska þjóð-
búninginn og koma honum á fram-
færi.
Samúel Jónsson var einn af
stofnendum Sunnukórsins og tók
mikinn þátt í starfi hans, allt þar til
þau hjón fluttust úr bænum. Hann
var í Karlakór ísafjarðar um
margra ára skeið og sat þar í
stjórn. Formaður Leikfélags Isa-
fjarðar var hann um árabil. Fjöldi
þeirra félaga og samtaka sem hann
tók þátt í var með ólíkindum, en
hér til viðbótar skal aðeins nefna
Skógræktarfélagið, Oddfellow-
stúkuna og Rótarýklúbb ísafjarð-
ar.
Kjartan læknir og Ragnar H.
í fyrra færði Jóna B. Ingvars-
dóttir byggingarsjóðnum veglega
peningagjöf til minningar um eig-
inmann sinn, Kjartan J. Jóhanns-
son lækni. Kjartan var ákaflega
vinsæll læknir á ísafirði. ísfirðingar
kusu hann þingmann sinn, en þá
var hér einmenningskjördæmi.
Einnig átti Kjartan læknir sæti í
bæjarstjórn á ísafirði í mörg ár og
tók þátt í margvíslegum félagsmál-
um.
Samúel og Ragnhildur í garðinum
að Bjargi við Seljalandsveg.
Síðastliðið vor kom Jóna svo
aftur færandi hendi, og þá með
jafnrausnarlega gjöf og áður til
minningar um Ragnar H. Ragnar
heitinn skólastjóra. Svo skammt er
síðan Ragnar var starfandi í fullu
fjöri á ísafirði, heiðursborgari
kaupstaðarins, stofnandi Tónlist-
arskólans og stjórnandi hans í nær
fjóra áratugi, að hér þarf naumast
að rifja upp hans lífsstarf.
Jóna B. Ingvarsdóttir, ekkja
Kjartans læknis, stofnaði Verslun-
ina ísól á ísafirði ásamt Maríu
Helgadóttur (systur Harðar sendi-
herra), en síðan átti Jóna verslun-
ina ein og rak hana um árabil. ísól
var á fyrstu hæðinni að Austurvegi
1, á horni Austurvegar og Hafnar-
strætis, móti Kaupfélaginu. Kjart-
an var með lækningastofu í sama
húsi á sömu hæð, en íbúðin þeirra
var þar fyrir ofan. Jóna tók mikinn
þátt í félagslífi á ísafirði, m.a. í
Kvenfélaginu Ósk.
Þau tvenn hjón sem hér hefur
verið rætt um, Ragnhildur og Sam-
úel á Bjargi og þau Jóna og Kjart-
an læknir, voru mjög áberandi í
menningar- og félagslífi bæjarins
á sinni tíð, og mikill sjónarsviptir
að brottflutningi þeirra.
sma-
auglýsingar
Á SJÓMANNASTOFUNNI:
Salatbar og plankasteikur
alla daga.
Sjómannastofan, sími 3812.
Ef Ólafur Ragnar væri virkilega sniöugur, þá myndi hann leggja á
sérstakan barrnálaskatt fyrir jólin.
TÖLVUÁHUGAMENN A.T.H.
Þeir sem hafa áhuga á að
kynna sér nýju B.B.C. Arc-
himedes tölvuna, hafið sam-
band við Hólmgeir í síma
3776.
SJÁLFSTÆÐISKONUR
Munið jólaföndrið 4. desem-
ber.
Stjómin.
TIL SÖLU
Toyota Hiace sendibifreið
árg. 1982 ekinn 66 þús. km.
Bíll í mjög góðu lagi.
Upplýsingar í síma 3063 og
3720 á kvöldin.
FELGUR
Whitespoke felgur til sölu á
ótrúlega lágu verði, dekk
fylgja. Felgurnar passa m.a.
undir Suzuki Fox, Lödu Sport
o.fl.
Upplýsingar í Bílaþjónustu
Daða, sími 3499.
SUZUKI LD 80
Til sölu Suzuki LD 80, mjög
vel með farinn.
Upplýsingar í síma 6192 á milli
kl. 7 og 8.
í desember verða verslanir í Kaup-
mannafélagi Vestfjarða opnar á
laugardögum sem hér segir:
3. desember kl. 10 - 16
10. desember kl. 10 - 18
17. desember kl. 10 - 22
Kaupmannafélag Vestfjarða.
«■
TOL VUPAPPIR
Þessl mynd af Kjartani lækni, Jónu konu hans og tveimur barna-
börnum var tekin fyrir um fimm árum.
FORNÁM Á NÚPI
Tökum inn nýja nemendur í fomám á vorönn,
sem hefst 9. janúar.
Meðal kennslugreina em íslenska, danska,
enska, stærðfræði og íþróttir.
Kjörið tækifæri fyrir þá sem ekki hafa lokið
grunnskólaprófi, en hyggja á framhaldsnám
á einhverju sviði.
Umsóknir sendist Héraðsskólanum á Núpi,
471 Þingeyri, fyrir lO.desember næstkom-
andi.
Upplýsingar í síma 94-8222 8236 og 8241.
Skólastjóri.