Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 4
4
tí
vestfirska
TTABLADID
I vsstfirska ~~1
FRETTABLADID
Vestfirska fréttablaöið kemur út á miövikudögum. Ritstjórn og auglýs-
ingar: Aðalstræti 35, ísafirði, s. 4011, 4423 og 3223. Ritstjóri og
ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon, heimasími 4446. Auglýsing-
ar og dreifing: Rögnvaldur Bjarnason, heimasími 4554. Útlitsteiknari,
Ijósmyndari og blaðamaður: Hörður Kristjánsson. Útgefandi: Grafík-
tækni h.f., ísafirði. Framkvæmdastjóri: Rögnvaldur Bjarnason.
Setning, umbrot, fiimuvinna og prentun: Prentstofan ísrún h.f., Aðal-
stræti 35, Isafirði. Verð kr. 70. Lausasala og áskrift.
1 slÝTT SÍMANÚMER 688888
1 K Ifá/uirfums wvtUctA/. (Í GEYSIR Carrental 11 ’*»*' SUÐURLANDSBRAUT16 (Vegmúlamegin), REYKJAVÍK. SÍMI 91-688888. ÞÚ TEKUR VIÐ BÍLNUM Á FLUGVELLINUM ÞEGAR ÞÚ KEMUR OG SKILUR HANN EFTIR Á SAMA STAÐ ÞEGAR ÞÚ FERÐ.
Verslunin GpUA © 3103
„Vandamál landsbyggðar hafa snúist
á verri veg en nokkru sinni fyrr“
Hjakkar / sama fari
— segir Halldór Hermannsson á ísafirði
í nýútkomnum Útverði
Útvörður er tímarit sem gefið er
út af Samtökum um jafnrétti milli
landshluta. Nú er komið út 2. tbl.
3. árg. og birtist þar fjöldi greina
um landsbyggðamál í hinni víðustu
merkingu, enda berjast samtökin
fyrir jafnvægi í byggð landsins.
Höfundar efnis eru margir og
sumir landsþekktir, og verður hér
getið nokkurra. Einar Oddur
Kristjánsson á Flateyri, formaður
„forstj óranefndarinnar" svoköll-
uðu, skrifar um stöðu atvinnuveg-
anna og pólitíska stjórnun þeirra
á síðustu árum, og Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir í Hnífsdal skrifar
um framtíð lands og þjóðar.
„Hjakkar / sama fari“
Halldór Hermannsson á ísafirði
skrifar grein sem heitir Hjakkar í
sama fari! Meðal annars rifjar
hann þar upp frétt í blaðinu Ves-
turlandi árið 1946, þar sem sagt er
að til standi að koma á fót fjórð-
ungssamböndum. Blaðið fagnar
þeim tímamótum, sem það telur
að þá verði, „og er greinilega bj art-
sýnt á að þetta verði sem vorboði
fyrir landsbyggðina", segir Hall-
dór Hermannsson. „Er blaðinu
tíðrætt um skömmtunarskrifstofu-
farganið í Reykjavík, og telur að
með tilkomu fjórðungssambands-
ins muni betliferðum suður á bóg-
inn fara fækkandi." — „Hætt er
við að ritstjóri fyrrnefnds Vestur-
lands hafi orðið fyrir vonbrigð-
um“, segir Halldór. Varðandi
landspólitík og landsbyggðarmál
á síðustu árum segir Halldór: „...
hafa vandamál landsbyggðar snú-
ist á verri veg en nokkru sinni fyrr,
vegna aðgerða og síðar aðgerða-
leysis í gengis- og peningamálum.
Á síðastliðnum 5 árum hefur
landsbyggðin orðið að þola ein-
hverjar þær mestu eignatilfærslur
sem átt hafa sér stað í íslensku
efnahagslífi, vegna þeirra óvitur-
legu stjórnaraðgerða að skrá gengi
fast á kostnað útflutningsgrein-
anna eingöngu, á meðan aðrar at-
vinnu- og þjónustugreinar léku
lausum hala.“
Grein er í Útverði eftir Jóhönnu
Sigurðardóttur ráðherra um efl-
ingu sveitarfélaga og verkaskipt-
ingu þeirra og ríkisins. Málmfríður
Sigurðardóttir alþingismaður ræð-
ir um atvinnumöguleika kvenna í
dreifbýli, og Bjarni Einarsson að-
stoðarforstjóri Byggðastofnunar
ritar um orsakir byggðavandans og
Halldór Hermannsson.
afleiðingarnar af áframhaldandi
byggðaröskun. Steingrímur J. Sig-
fússon landbúnaðar- og sam-
gönguráðherra setur fram nýjar
hugmyndir að vinnubrögðum og
stefnu í ýmsum málum, er undir
hann heyra.
Margir aðrir eiga efni í ritinu,
fólk úr ýmsum stéttum og ýmsum
byggðarlögum landsins.
Blómlegt safnaðarstarf
á Suðureyri
Róbert Schmidt, Suðureyri.
Safnaðarlíf hefur verið í föstum
skorðum hér á Suðureyri. Fyrir
utan almennar guðsþjónustur hafa
verið hér barnaguðsþjónustur á
sunnudagsmorgnum kl. 11. Börnin
hafa sýnt þeim mikinn áhuga og
sótt þær vel ásamt foreldrum
sínum. Kórstarfið er í miklum
blóma og eru æfingar reglulega í
hverri viku undir stjórn Stefaníu
Sigurgeirsdóttur úr Hnífsdal.
Hinn 4. desember var haldið að-
ventukvöld í Suðureyrarkirkju.
Sr. Karl Valgarður Matthíasson
flutti ávarp, en síðan sungu
kirkjukórinn, barnakór Tónskól-
ans og lítill karlakór (oktett). Stef-
anía Sigurgeirsdóttir lék einleik á
orgelið, en einnig lék Christian
Jean flautuleikari með henni. Síð-
an léku saman þeir Vignir Bergm-
ann á rafmagnsgítar og Þórður
Guð-
mundsson á píanó.
Pá fluttu fermingarbörn helgileik
undir stjórn sr. Karls.
Aðsókn á aðventukvöldinu var
mjög góð og kirkjan full út að
dyrum.
Tónlistarskóli ísafjarðar:
Jólatónleikar nemenda
um helgina
Tónleikar í Súðavfk á fimmtudagskvöld
Jólatónleikar Tónlistarskóla
ísafjarðar (litlu jól skólans) verða
núna um helgina. Reyndar verður
tekið forskot á sæluna á fimmtu-
dagskvöldið, því að þá verður
músíksamverustund í barnaskól-
anum í Súðavík og hefst kl. 21.
Börnin sem stundað hafa nám í
útibúi Tónlistarskólans þar munu
halda tónleika, en auk þess koma
nemendur frá ísafirði í heimsókn
og leika fyrir Súðvíkinga.
Síðan verða hinir hefðbundnu
jólatónleikar í Sal Grunnskólans
á ísafirði bæði á laugardag og
sunnudag, og hefjast kl. hálffimm
síðdegis (16:30) báða dagana. Þar
koma fram allflestir nemendur
skólans, á annað hundrað talsins,
barnakórinn syngur og leikið verð-
ur á öll möguleg hljóðfæri. Að-
gangur er ókeypis að venju og allir
velkomnir.
Þessar ungu stúlkur eru meðal nemendanna I Tónlistarskóla ísafjarðar.
Myndin var tekin sl. laugardag, þegar þær léku sexhent á píanó (slag-
hörpu) á jólafagnaði aldraðra á Hlíf. Þær heita talið frá vinstri: Júdit
Amalía Jóhannsdóttir, Iðunn Eiríksdóttir og Dóra Hlín Gísladóttir.