Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 5
vestlirska I 5 Þessi mynd er af börnum í Afríku, dánum eða að dauða komnum af hungri. Á meðan bera íslendingar sig illa vegna kreppu, versnandi lífskjara og mikils fjármagnskostnaðar. Börnin á myndinni hafa ekki áhyggjur af fjármagnskostnaði. BRAUÐ handa hungruðum heimi Yfirskrift hinnar árlegu lands- söfnunar Hjálparstofnunar kirkj- unnar er Brauð handa hungruðum heimi. Söfnunin hófst í byrjun des- ember og stendur til jóla. Verið er að dreifa gíróseðlum ásamt söfn- unarbaukum inn á öll heimili landsins. Kirkjan væntir þess, að lands- menn taki jsessari söfnun vel, nú sem fyrr. A síðasta ári söfnuðust nær 17 milljónir króna. Framlögum er hægt að koma til skila í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum, eða til sóknar- presta. Kirkjur verða opnar á Por- láksmessu til að taka á móti söfn- unarbaukum og framlögum. Friðarkertin verða einnig til sölu um land allt fyrir jólin. Þau verða bæði seld í verslunum og í lausa- sölu á torgum. Verkefni líðandi árs Á þessu ári hefur Hjálparstofn- un kirkjunnar starfað í nokkrum löndum í Afríku og Asíu. í samvinnu við Hjálparstofnun norsku kirkjunnar byggir Hjálpar- stofnunin heimili fyrir munaðar- laus börn í Eþíópíu. í Mósambík hefur Hjálparstofn- unin dreift matvælum og sáðkorni, í samvinnu við systurstofnanir á Norðurlöndum. Alvarlegur matar- skortur er í nokkrum héruðum landsins og erfitt að koma vistum á áfangastað. í Víetnam tók Hjálparstofnunin þátt í kostnaði við stíflugerð, sem stuðlar að betri hrísgrjónaupp- skeru smábænda. Hjálparstofnunin kostaði nokk- ur smærri þróunarverkefni á Ind- landi og í Eþíópíu, verkefni sem kosta lítið en hjálpa mörgum til s j álfshj álpar. Og nýjasta verkefnið sem Hjálp- arstofnunin tekur þátt í, er neyðar- hjálp vegna hörmunganna í Arme- níu í síðustu viku. Hjálparstofnun kirkjunnar sinn- ir ekki aðeins hjálparstarfi í fjar- lægum löndum, heldur einnig á fs- landi. Kvennaathvarfið í Reykja- vík er því miður nauðsyn í þjóðfé- lagi okkar, en það á við erfiðan fjárhagsvanda að etja. Hjálpar- stofnunin hefur veitt athvarfinu styrk sem nemur hálfri milljón króna, til þess að koma í veg fyrir að sex ára uppbyggingarstarf þess renni út í sandinn. Verkefni framundan Mörg brýn hjálparverkefni blasa við framundan. Eitt þeirra er uppbyggingarstarf vegna flóðanna í Bangladesh í haust. Flóðin skildu 25 milljónir manna eftir heimilislausar. Enn er mikil hætta á útbreiðslu farsótta. Þetta er annað árið í röð sem gífur- leg flóð verða í landinu. Ástandið versnaði enn, þegar fellibylur gekk yfir landið nú í byrjun desember. Þá fórust hundruð manna og fjöl- margir til viðbótar misstu heimili sín. Matvælaaðstoðinni í Mósambík verður haldið áfram svo lengi sem þörf krefur. í litlu þorpi í suðurhluta Ind- lands er rekinn skóli fyrir börn fá- tækasta fólksins. í sumar brenndu ofstækismenn skólahúsið til grunna, og síðan hefur verið kennt undir beru lofti. Hjálparstofnun kirkjunnar ætlar að veita fé til að byggja nýjan skóla. Einnig hefur Hjálparstofnun kirkjunnar ákveðið að styrkja byggingu heimilis fyrir vangefin börn í suðurhluta Indlands. Þar er um að ræða börn frá lægstu stéttum og stéttlausum fjölskyldum, en þeir hópar eru verst settir allra. Heimilið verður reist af þorpsbú- um sjálfum. Án stuðnings íslensku þjóðar- innar er Hjálparstofnun kirkjunn- ar einskis megnug. Fjáröflun stofnunarinnar fer að mestum hluta fram á jólaföstunni, og hún stendur og fellur með söfnuninni Brauð handa hungruðum heimi. Vonandi leggja sem flestir fram sinn skerf, hver eftir sínum efnum og ástæðum. Hver króna sem fer í hjálparstarf margfaldast að gildi í hinum fátæku löndum. Ekki er allt gott gott — Iftil sönn jóla- saga úr Hnffsdal Það hefur verið til siðs í Hnífsdal eins og annars staðar, að „jóla- sveinar" gefi krökkum eitthvert góðgæti í skóinn. Fyrir nokkrum dögum gerðust þeir atburðir á heimili einu í plássinu, sem nú skal greina. Lítil stúlka á þriðja ári hafði komið skónum sínum fyrir úti í glugga áður en hún fór að sofa. Gekk svo heimilisfólk til náða og einnig móðirin. Snemma næsta morgun vaknaði húsmóðirin við vondan draum. Þá uppgötvaði hún að gleymst hafði að setja í skóinn og ekkert hafði heldur verið keypt í því skyni dag- inn áður. Nú voru góð ráð dýr. Konan minntist þá konfektkassa sem verið hafði uppi í skáp um nokkurn tíma. Hún sótti nokkra mola og lét í skóinn, rétt í tæka tíð áður en barnið vaknaði. En þegar að því kom, þá var fyrsta verkið að sjálfsögðu að gá í skóinn. Og viti menn, þar voru nokkrir konfekt- molar. Sá galli var bara á gjöf Njarðar, að barninu þótti konfekt- ið vont. Litla stúlkan fór þá ein- faldlega með molana inn að rúmi móður sinnar, rétti henni þá og sagði: „Heyrðu mamma, viltu ekki bara setja þá aftur í kassann?" Byggt á Tálkna- firði — tvö hús komin undir þak af sex fyrirhuguðum Að undanförnu hefur verið unn- ið að byggingu tveggja íbúðarhúsa á Tálknafirði samkvæmt reglum Húsnæðisstofnunar. Leyfi fengust fyrir sex húsum og er mikil eftir- spurn á staðnum eftir þeim. Gert var ráð fyrir að halda áfram á næsta ári og byggja þau fjögur hús sem eftir verða, en ekki er gott útlit fyrir að það fjármagn fáist sem búið var að lofa. Finnst mönnum nóg af allskyns sérfræðingum hjá Húsnæðisstofnun, en minna um peninga þegar á þarf að halda. uerslunin 50Ð Hnífsddl Úrvals kæst skata á adeins KR. 225,- pr. kg. Bæði lóskata 09 stórskata mmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmBmmmm^mmm Við vilju.m minna á opnunartíma verslunarinnar dagana 19. - 23. des. en þá er opið tiL kl. 21:00 á kvöldin. Á aðfangadag er opið frá 10:00 til 12:00

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.