Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 11

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 11
11 vestlirska TTABLASID Saga ísafjarðar eftir Jón Þ. Þór: Aðgengileg og lifandi sagnfræði „Ekki áform um að rífa gömlu kirkjuna að svo stöddu“ — segir Gunnlaugur Jónasson for- maður sóknarnefndar ísafjarðar Þriðja og næstsíðasta bindi Sögu ísafjarðar og Eyrarhrepps hins forna er nýkomið út. í síðustu viku birtum við nokkra kafla úr bókinni til kynningar hér í blaðinu. Höf- undur er Jón Þ. Þór sagnfræð- ingur, en útgefandi er Sögufélag ísfirðinga. Skemmst er frá því að segja, að hvert nýtt bindi verksins virðist læsilegra og aðgengilegra hinu fyrra. Kannski verða stíll höf- undarins og efnistök liprari eftir því sem verkinu vindur fram; hitt er víst að sjálft efnið ræður þar miklu. Að þræða meðalveginn Sennilega hugsa fáir út í það, hvílík vinna liggur að baki ritverki á borð við Sögu ísafjarðar og Eyr- arhrepps hins forna. í slíku verki má engin setning vera af handa- hófi, þar er engin málsgrein leyfi- leg án ábyrgðar. Og í þessu dæmi er vandi höfundarins tvöfaldur: Ekki er nóg að skrifa traust sagn- fræðirit, heldur verður einnig að skila því aðgengilegu fyrir almenn- ing, auðlæsilegu og lipru. Oft eru rit sagnfræðinga þvílíkt torf, að einungis aðrir sagnfræðingar lesa þau - af illri nauðsyn. En skemmti- legar bækur um söguleg efni eru oftar en ekki vond sagnfræði. Meðalvegurinn gullni er vandrat- aður, hér sem endranær. Jón Þ. Þór ratar vel meðalveg- inn. Hann er ábyrgur sagnfræðing- ur, og honum tekst líka að gæða frásögnina lífi; betur í þessu bindi en hinum fyrri. Ritverk hans hefur ómetanlegt gildi fyrir Isafjörð og ísfirðinga. Það er einnig gott fram- lag til íslenskrar sögu. Fyrir ísfirð- inga er gildi verksins ekki síst fólg- ið í því, að það styrkir tengsl þeirra við umhverfið, fortíðina og verk feðranna. Við sjáum hús í nýju ljósi þegar við kynnumst sögu þess. Fyrsta bindið: Um afskekkta sveit Fyrsta bindi Sögu ísafjarðar og Eyrarhrepps hins forna kom út síðla árs 1984, og spannaði sögu byggðar við Skutulsfjörð frá land- námi og til ársins 1866, þegar ísa- fjörður hlaut kaupstaðarréttindi öðru sinni. Heimildir um Skutuls- firðinga á fyrri öldum eru stopular; þeirra sveit var afskekkt, þeir komu lítið við landsmál, og annál- ar geta þeirra sjaldan. í byrjun 18. aldar verður þarna nokkur breyt- ing á, þegar Jarðabók þeirra Árna og Páls kemur til sögunnar, og síð- an er mikill stuðningur að mann- tölum og skýrslum ýmiskonar frá þeirri öld. Nokkru eftir 1800 fjölg- ar síðan heimildum að miklum mun, sagan verður fyllri, og ein- stakar persónur koma fram á sögu- sviðið. Fólkið kemur til sögunnar Annað og þriðja bindið fjalla um tímabilið frá 1867 til 1920, hvort með sínum hætti, og það er naumast fyrr en með þeim, sem verkið fer að höfða persónulega til núlifandi manna að einhverju ráði. Við sögu kemur mikill fjöldi fólks, feður og mæður, afar og ömmur, langafar og langömmur þeirra sem nú lifa. Enn muna gamlir ísfirðing- ar eftir mörgu af þessu fólki. Annað bindi Sögu ísafjarðar og Eyrarhrepps kom út á afmæli ísa- fjarðarkaupstaðar hins eldra haustið 1986. Þar var greint frá félagslífi og menningarsögu ísa- fjarðar, helstu þáttum bæjarmála, og mikil áhersla á það lögð að lýsa daglegu lífi og bæjarbrag. Sagan í þriðja bindinu í þriðja bindinu, sem nú var að koma út, er rakin atvinnusaga og hagsaga kaupstaðarins á framan- greindu tímabili; og saga Eyrar- hrepps á sama tíma. Greint er frá Sparisjóði ísfirð- inga og síðan stofnun útibúa Landsbanka Islands og fslands- banka á ísafirði í upphafi heima- stjórnartíma. Fjallað er um út- gerðina og þá sem þar komu við sögu, sagt frá blómaskeiði þil- skipaaldar og lokum hennar, greint frá nýrri tækni og nýjum tímum, upphafi vélbátaaldar og byrjun togaraútgerðar. Síðan er fjallað um meðhöndlun þess afla sem skipin færðu að landi, um salt- fiskverkun og upphaf síldarsöltun- ar. Kafli er um merkan þátt í ís- firskri atvinnusögu, þar sem er Niðursuðuverksmiðjan ísland við Hnífsdalsveg. Þar heitir nú Ás- garður, en nefndist áður Péturs- borg. Lýsisverksmiðjan Grútur kemur og við sögu, og rækilega er sagt frá upphafi Vélbátaábyrgðar- félags ísfirðinga. Síðan fjallar Jón Þ. Þór um verslunina á ísafirði á tímabilinu frá 1867 til 1920, og eru rannsóknir hans á þeirri sögu hið merkasta framlag til íslenskra sagnfræða. Að sjálfsögðu er saga Ásgeirs- verslunar fyrirferðarmest, en aðrir þættir verslunarsögunnar eru einn- ig fróðlegir og skemmtilegir í senn. Iðnaðarmenn og iðngreinar fá sitt rúm í þriðja bindinu, og þar eru enn margir nefndir til sögunn- ar. Kafli er um samgöngur og símamál, en þar er þáttur ísfirð- inga ekki ómerkastur. í síðari hluta bókarinnar er rak- in almenn saga Eyrarhrepps á margnefndu tímabili. Greint er frá bólstöðum, búendum og byggðaþróun, og er þar saman kominn allmikill fróðleikur. Sér- stakur kafli er um skólamál í hreppnum, og sagt frá skólahaldi í Hnífsdal, Arnardal og inni í Firði. Loks er greint frá félags- og menn- ingarmálum í hreppnum. Um búning verksins Þegar um er að ræða eljuverk og undirstöðurit á borð við Sögu ísa- fjarðar og Eyrarhrepps hins forna, þá má hvergi flýta sér. Vinnubrögð sem notuð eru við útgáfu dægur- blaða eiga þar ekki við. Allmargar prentvillur eru í ritinu. Einhverj- um þykir nú kannski kastað úr glerhúsi þegar fundið er að prent- villum hjá öðru fólki; en hér gildir ekki sami mælikvarði. Reyndar er það með hálfum huga, sem hér er minnst á prent- villur. Nú eða myndina á bls. 13 sem er af Mánagötu 5 en ekki Mánagötu 9 (húsi Sparisjóðsins). Nú eða rangfeðrun í myndartexta á bls. 72, þegar rétt er með farið í meginmáli. Því er á þetta minnst aðeins með hálfum huga, að svona villur er ekki hluti af sagnfræði- verki höfundarins, þær eru óvið- komandi heimildakönnun hans, úrvinnslu og ritstörfum. Og þetta er alveg dæmalaust lftilvægt í samanburði við verkið sjálft. Þetta eru tæknilegir hlutir, smávægileg mistök sem verða þegar verið er að koma fullunnu verki höfundar- ins á framfæri við almenning. Þetta eru ekki gallar á ritverki Jóns Þ. Þór, heldur flumbrugangur við út- gáfu þess; blettir á klæðum þess. En svona smámunir geta farið ægilega í taugarnar á smámuna- sömum lesanda. Þegar um öndveg- isverk er að ræða, eins og Sögu ísafjarðar, þá verður þetta enn hvimleiðara en ella. Og þegar svo illa vill til, að umrædd mynd úr Mánagötunni er strax í bókarbyrj- un og flestir ísfirðingar sjá að þetta er vitlaust hús, þá taka kannski einhverjir lesendur það sem á eftir kemur með dálitlum fyrirvara. Sögulok Eitt bindi enn af Sögu ísafjarðar og Eyrarhrepps á eftir að líta dags- ins ljós, en þess er þó líklega ekki mjög langt að bíða. Fjórða bindið mun fjalla um sögu bæjar og hér- aðs frá 1920 til 1945. Ekki verður þá lengra haldið að sinni. I þann mund verða með ýmsum hætti eðlileg kaflaskil í sögu lands og þjóðar. Það getur einnig verið við- kvæmt mál og persónulegt að fjalla um núlifendur og störf þeirra. Og enn má nefna það sem undirritað- ur sagði í öðru blaði við útkomu annars bindisins, að það er „erfitt að skrifa sögu hið næsta sér, áður en tímans tönn hefur hreinsað beinagrind hennar nokkuð til hag- ræðis fyrir ritarann“. Um heimildakönnun og úr- vinnslu Áður var minnst á þá vinnu, sem liggur að baki svona verki. Það er ekki ófróðlegt að kynna sér heim- ildaskrána í bókarlok. Þar eru talin upp nær áttatíu prentuð ritverk, að meðtöldum fréttablöðum, auk djöfuldóms af óprentuðum heim- ildum, bæði í einkaeign og á skjalasöfnum hist og her, hérlendis og í Danmörku. Það eitt að pæla einu sinni gegnum slíkt er ærinn starfi. Þó er það barnaleikur á móti úr- vinnslunni. Ekkert áhlaupaverk Áratugur er liðinn síðan bæjar- stjórn ísafjarðar fól Sögufélagi ís- firðinga að sjá um ritun sögu byggðarlagsins. í byrjun árs 1979 var Jón Þ. Þór ráðinn til verksins, og hefur hann unnið að því síðan, fyrst í hálfu starfi, en mörg seinni árin í fullu starfi. Enda er þetta ekkert áhlaupaverk. Og má ekki vera það. Bæjarsjóður stendur straum af kostnaði við ritunina, en Sögufélag ísfirðinga sér um útgáf- una. Þessum aðilum verður seint fullþakkað. hþm. Enn er allt óvíst um það, hvenær leyfi fæst til að reisa nýja ísafjarð- arkirkju á hinum áður fyrirhugaða stað á uppfyllingunni sunnan Hafnarstrætis, skammt frá Fjórð- ungssjúkrahúsinu. Síðastliðið vor fékk sóknarnefnd vilyrði bæjar- stjórnar fyrir umræddri lóð, og síð- an átti að ganga formlega frá þeirri úthlutun þegar skipulagsarkitekt bæjarins hefði lokið við að skipu- leggja þennan tiltekna reit fyrir kirkjubyggingu. í trausti þess réð sóknarnefnd arkitekt til að teikna kirkju ásamt safnaðarheimili, sem rísa skyldi á þessum stað. Hug- myndir arkitektsins voru síðan kynntar á ísafirði í haust með sýn- ingu á líkani og teikningum, og nú nýlega hefur hann lokið við gerð byggingarnefndarteikninga. En kálið er ekki sopið, þótt í ausuna sé komið. Það hefur gerst á síðustu mánuðum, eftir að sókn- arnefnd taldi að búið væri að ráða málum til lykta með eðlilegum hætti og í samræmi við lög og reglur, að risið hefur upp andstaða gegn því að byggja hina nýju kirkju á þessum stað. Undir- skriftalistar með nálægt fjögur hundruð nöfnum hafa borist bæjaryfirvöldum, þar sem því er mótmælt að ný kirkja rísi á fyrr- greindum stað, og jafnframt er því mótmælt að gamla kirkjan verði rifin. Þess hefur gætt að undanförnu, að ýmsir bæjarstjórnarmenn hafa tekið að bila í trúnni gagnvart byggingu hinnar nýju kirkju, eftir að undirskriftalistarnir komu fram. Jafnframt hefur fyrrnefnd skipulagsvinna bæjararkitektsins (Ingimundar Sveinssonar) dregist fram úr öllu hófi og velsæmi, en að henni lokinni átti að ganga frá út- hlutun lóðarinnar. Það er hins veg- ar ekki víst, að allir ráðamenn bæjarins vilji reka mikið á eftir Ingimundi. Það hefur komið fram, að því aðeins verður hægt að byrja bygg- ingarframkvæmdir á umræddri lóð næsta sumar, að áður verði búið að fergja hana í nokkra mánuði, eins og títt er um byggingarlóðir á uppfyllingum. Nú á þriðjudagskvöldið komu sóknarnefnd og bæjarstjórn saman til fundar um þessi mál og sátu lengi á rökstólum, og í framhaldi af því leitaði Vestfirska fréttablað- ið til Gunnlaugs Jónassonar, for- manns sóknarnefndar, og spurði hann um stöðu mála. „Það eru í sjálfu sér mikil tíðindi í þessu máli, að þessar nefndir skuli hafa komið saman til við- ræðna“, sagði Gunnlaugur. „Áður hafa fulltrúar sóknarnefndar kom- ið á fund bæjarráðs og fengið held- ur þurrlegar viðtökur. Hins vegar kom ekkert nýtt fram á þessum fundi í gærkvöldi og engar ákvarð- anir voru teknar. Sóknarnefndin væntir þess þó, að ekki líði á löngu áður en bæjarstjórn tekur ákvörð- un í málinu. Nýlega hefur borist álit Skipu- lagsstjóra ríkisins á þessu máli, og þar virðist hann ekki þeirrar skoðunar að kirkja teljist til opin- berra bygginga, en umrætt svæði sunnan Hafnarstrætis er einmitt ætlað undirslíkarbyggingar. Hann bendir hins vegar á tvær leiðir til að þar megi rísa kirkja: Annars vegar að fram fari endurskoðun aðalskipulags; hins vegar að slík breyting verði einfaldlega auglýst í Stjórnartíðindum, og deiliskipu- lag jafnframt kynnt, enda sé hér aðeins um minni háttar breytingu að ræða. Síðarnefndi kosturinn ætti ekki að tefja málið, ef vilji er fyrir hendi, og ef Ingimundur Sveinsson lýkur einhvern tímann sínu verki. En tíminn sem er til stefnu stytt- ist óðum, ef ætlunin er að geta not- að næsta sumar til framkvæmda á lóðinni. Ætlunin var að hafa út- boðsgögn tilbúin svo snemma, að hægt yrði að bjóða bygginguna út síðla vetrar eða snemma vors. Allt sem tefur afgreiðslu lóðarmálsins tefur líka útboðið.“ - Er ekki eðlilegt að bæjar- stjórn taki nokkurt tillit til 400 undirskrifta? „Á þessum undirskriftalistum var tveimur atriðum mótmælt í einu lagi. Ekki kom fram hvað menn vildu, heldur aðeins hvað þeir vildu ekki. Hér er hins vegar einungis verið að ræða um lóðarval fyrir nýja kirkju. Af hálfu sóknar- nefndar eru ekki uppi nein áform um að rífa gömlu kirkjuna að svo stöddu, enda er slíkt háð leyfi byggingarnefndar kaupstaðarins. Varðandi þessar undirskriftir mætti sitthvað segja. Nú vil ég þó aðeins segja þetta: Kvöldið áður en við komum á fund bæjarráðs fyrir hálfum mánuði, var haldið aðventukvöld í kapellunni í Menntaskólanum, þar sem saman voru komin um 400 manns. Það er fólk sem vill fá eigið húsnæði og aðstöðu fyrir safnaðarstarfið. Þar er um að ræða fólk sem hefur áhuga á kirkjustarfinu og tekur þátt í þvf. Þetta fólk hefur meiri áhrif á mig en jafnmargir úti í bæ sem skrifa sig á lista, en skipta sér lítt eða ekki af starfi safnaðar og kirkju að öðru leyti. Þeir sem á- lengdar standa, vita kannski hve mikið pláss þarf fyrir messu, en at- huga ekki að þetta starf er miklu meira en bara messur. Svo að dæmi sé tekið: Kirkjukórinn hefur komið fram um fimmtíu sinnum síðasta árið, og líklega hafa æfing- arnar verið álíka margar. Þetta fólk finnur best þörfina fyrir eigin samastað, þegar bera þarf alla stóla úr mörgum kennslustofum á báðum hæðum Menntaskólans og raða þeim upp í kapellunni; þegar flytja þarf píanó milli húsa, og koma svo öllu aftur á sinn stað. Víst erum við í góðu sambýli í núverandi leiguhúsnæði, en það er ekki til frambúðar. En það er meginatriði í þessu máli öllu frá upphafi“, sagði Gunn- laugur að lokum, „að sóknarnefnd hefur í hvívetna farið að lögum og reglum og gert það sem henni ber að gera. Almennur safnaðarfund- ur tekur ákvarðanir, en sóknar- nefnd kemur þeim í framkvæmd eftir bestu getu.“

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.